Morgunblaðið - 09.11.1968, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.11.1968, Blaðsíða 27
f 1' MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 1968 27 - ALÞINGI ! Framhald af bls. 17 en oftast áður Um þau þarf að hugsa og við þau þarf að glíma. Þegar þannig er ástatt er ekki ástæða til að fást við EFTA- málið. Áður en umsókn er send þarf að kanna málið rækilega, eftir hverju við erum að sækj- ast og hvaða undanþágur þurf- um við að fá. Segja má að eitt aðalatriði EFTA-samningsins sé niðurfelling tolla af iðnaðarvör- um og að einhverju leyti niður- felling tolla á unnum sjávaraf- urðum og landbúnaðarafurðum. Niðurfelling tolla skapar stór- felld vandamál. Tekjutap fyrir ríki3sjóð mun nema um 1000 milljónum króna. Það tekjutap þarf að bæta upp með einhverj- um hætti. Ég tel þær tekjuöfl- unarleiðir sem viðskiptamálaráð- herra benti á ekki sérstaklega lokkandi. Hitt er þó miklu alvar legra að niðurfelling verndar- tolla hlýtur að hafa margs kon- ar áhrif á íslenzkan iðnað. f 16. grein EFTA-samningsins felst að útlendingar hafi jafna aðstöðu á við íslendinga til þess að stofna og reka atvinnufyrir- tæki á ýmsum sviðum. Ég tel útilokað að íslendingar geti geng ist undir þau ákvæði undantekn- ingarlaust. Nú berast fregnir um að Bretar hafi boðað 10% toll á freðfiskflök frá EFTA-löndun- um. Við greiðum þennan toll en viljum losna við hann með aðild að EFTA. Það er skrýtið að ein- mitt þegar slík fregn berst er verið að boða inngöngu í EFTA. Er ekki rétt að bíða átekta og sjá hvað Bretar ætlast fyrir. Ég er ekki andvígur því að ísland sæki um aðild að EFTA enda þótt ég telji ákvörðun um það ekki tímabæra nú. Ég tel skað- legt eí við íslendingar einangr- umst viðskiptalega og þess vegna þarf að finna leiðir til þess að tengjast EFTA. En af þeim ástæðum sem ég hef rak- ið, vegna efnah agsörðugleikanna, væntanlegra eínahagsaðgerða, ó- fullnægjandi rannsókna og ófull nægjandi greinargerðar legg ég til að ákvörðun um aðildarum- sókn að EFTA verði frestað. Ég mun þó ekki gera þetta að miklu kappsmáli og tel nauðsynlegt að samstarf haldi áfram um málið. Lúðvík Jósepsson (K) Ég tel EFTA-nefndina ekki hafa lokið störfum en ríkisstjórnin hefur talið nauðsynlegt að flytja þessa tillögu nú, þótt sýnt væri, að sam staða mundi ekki fást í nefnd- inni um það. Við Alþbl.-menn teljum rangt að leggja fram þessa umsókn. Við teljum við slíkan vanda að fást nú að til þess geti komið að gera þurfi ráðstafanir í innflutnings- og gjaldeyrismálum, sem brjóta í bága við EFTA-samninginn. Auk þess er 10% toMurinn á freðfisk í Bretlandi andsnúinn hagsmun- um íslendinga. Við teljum einnig að grundvallar3kiiyrði af hálfu íslendinga þurfi að liggja Ijósar ftrrir og því sé rétt að fresta málinu og að nefndin athugi það betur. Við teljum að nú þurfi a.m.k. um stundarsakir að gera ráðstaf anir til þess að draga úr inn- flutningi eða 3töðva hann alveg en slíkar ráðstafanir stefna al- veg gegn því sem EFTA-samn- ingurinn gerir ráð fyrir. Það er óheppilegt að leggja fram um- sókn og hefja viðræður einmitt um svipað leyti og slíkar ráð- stafanir eru g'irðar. Ég tel að það verði að vera alveg Ijóst af okkar hálfu að ís- lenzk stjórnarvöld hafi ákvörð- unarrétt um það, hvort borgarar annarra ríkja fái réttindi til at- vinnureksturs hér á landi. Ég tel að þetta liggi ekki fyrir. Það er rétt að gera sér grein fyrir því, að eins og sakir standa mundum við ekki hafa mikinn hag af að- ild. Við mundum spara okkur tollgreiðslur af síldarlysi, fisk- mjöli o. fl. en þarna er um til- tölulegar litlar fjárhæðir að ræða. Hins vegar gæti hér verið um talsverðar upphæðir að tefla ef síldarlýsisframleiðslan væri mikil. Ég neita því ekki að hér getur byggzt upp útflutningsiðn- aður, sem þarf á mörkuðum að halda. Við gætum einnig lagt meiri áherzlu á uppbyggingu nið ursuðu-og niðurlagningariðnaðar en þessi markaður, sem við er- um að fjalla um, er einmitt hinn erfiðasti viðureignar fyrir þær vörur, vegna þess að nokkr- ir aðilar hafa verið þar í mörg ár og náð góðri fótfestu. Neiti Bretar að afnema 10% tollinn af freðfiskinum get ég ekki séð hvaða hagnað við höfum af því að ganga í EFTA a.m.k. er hann hverfandi lítill. Út frá þessum sjónarmiðum sé ég ekki að knýj- andi sé að leggja inn aðildarum- sókn nú. Með því segi ég ekki, að ekki sé rétt að halda áfram að kanna málið og athuga með hverjum hætti unnt er að tengj- ast þessu svæði. Það yrði mik- il breyting fyrir innlendan iðn- að, ef tollvernd hans yrði af- numin og vissulega væri það al- vörumál fyrir okkur nema tryggt væri að nýjar iðngreinar kæmu í staðinn en það liggur ekki fyr- ir. Ég tel því að varlega skuli farið, málið a+hugað betur og reynt að ná samstöðu. Bjarni Benediktsson, forsætis- ráðherra. Ég get ekki fallist á að þeir efnahagsörðugleikar, sem við nú eigum í eða sá ágrein- ingur um aukinn toll á frystum fiski, sem Bretar hafa ákveðið, sem upp er kominn, verði til þess að fresta okkar ákvörðun. Það er vitað mál að greiður að- gangur að góðum mörkuðum, hlýtur að vera forsenda þess að þjóðin búi við góð lífskjör. EFTA löndin eru helztu markaðslönd okkar og aðild að EFTA mundi ekki einungis greiða fyrir sölu á núverandi útflutningsvörum okkar heldur einnig skapa mögu leika á nýjum framleiðsluvörum. Eins er það, að sá ágreiningur, sem nú er kominn upp um á- kvörðun Breta um toll á inn- flutt fryst fiskflök, hlýtur að verða samningsatriði milli EFTA- landanna. Niðurstaðan ef þeim samningum hefur mikil áhrif á hag okkar af aðild að EFTA. Þess vegna er óhyggilegt, ef við reynum ekki að minna á þessa hagsmuni okkar og gæta þess að okkur verði ekki gleymt en aðr- ir búnir að gera samninga, sem okkur yrðu erfiðir. Ég tel þess vegna einmitt þessi tvö atriði eiga að sýna okkur fram á að það má ekki dvagast úr þessu að kanna hvort við getum fengið að ild og með hvaða kjörum. Við erum allir sammála um að skil- yrðin geta orðið slík, að óger- legt sé að ganga að þeim. Úr þessu fæst ekki skorið nema með könnun. Æskilegt er að við getum þar sett skilyrði og á- kveðið vis3ar lágmarkskröfur. En við verðuir að kanna með hvaða kjörum aðrir vilja fallast á aðild okkar Það gleður mig að fulltrúar beggja stjórnarand- stöðuflokkanna eru því samþykk ir að gerast aðilar ef kjörin eru aðgengileg. Við vitum að áhugi aðildarríkjanna er mismunandi mikill. Við verðum þá að vekja skilning á okkar sérstöðu hjá þeim sem hafa minni skilning en aðrir. Ég tel sjálfsagt að samráð verði haft við stjórnarandstöðu flokkana, hveri.ig sem fer um af- stöðu þeirra að öðru leyti. Hér er einungis um ákvörðun um könnun að ræða og ég tel hættu á ferðum ef við drögum þá á- kvörðun. En vissulega verða ætíð annmarkar á aðild að slíkum samtökum. Jafnframt er það at- hyglisvert að reynsla allra EFTA- landanna er sú að þau telja ann markana hafa reynzt minni en gert var ráð fyrir og kostina meiri. Það er einnig athyglisvert að Norðurlöndin fundu ekki hvert annað fyrr en í samstarf- inu innan EFMA. Það skapaði þá innbyrðis s imstöðu milli Norð urlandanna, sem þau höfðu enda laust reynt að koma á en ekki tekizt. Enginn getur fylgzt með norrænni samvinnu án þess að veita því athygli hve ríka á- herzlu allar þessar þjóðir leggja á þann hagnað, sem þær hafi haft af samstarfinu innan EFTA. Við höfum sérstöðu en megum ekki gera of mikið úr annmörk- unum og verði m að kanna hvort við getum haft jafnmikinn hagn- að af þessu samstarfi og aðrar þjóðir, og fyrirfram sé ég ekki annað en okkar þjóð með sitt einhæfa efnahigslíf geti haft af því hag. . Auk þess tóku til máls Tómas Árnason (F) Skúli Guðmunds- son (F), Magnús Jónsson, fjár- málaráðherra, Gylfi Þ. Gíslason og Geir Gunnarsson (K). - NÝ TILLAGA Framhald af bls. 1 stríðsaðilar væru tveir, væri eðli legt að tvær sendinefndir tækju þátt í friðarviðræðum. f Washingon er sagt, að til- laga Thieus verði tekin til gaum- gæfilegrar athugunar, og er talið nauðsynLegt að Johnson ráðfær- ist hið fyrsta við hinn nýkjörna forseta, Richard M. Nixon, um Vietnammálið. Almennt er talið; að harðnandi afstaða Thieus til friðarviðræðna eiigi rót sína að rekja til þess að hann vænti meiri stuðnings frá Nixon en Johnson. Upphaflega mun Thieu hafa verið sammála tillögum Johnsons um friðarviðræðuirnar, en þegar Hanoi-stjórnin sam- þykkti þær harðnaði afstaða hans. í París er sagt, að tillaga Thieus geti valdið erfiðleikum í viðræðunum við fulltrúa Hanoi stjórnarinnar og sé ekki ljóst hvort sérstakar viðræður þurfi til að ganga úr skugga um hvort hún verður samþykkt. Hitt er þó ekiki úilokað að nóg sé að stjórnir Bandaríkjanna og Suður-Viet- nam geri út um málin sín í milli. Hins vegar herma áreiðanleg- ar heimildir í Saigon að liiklegt megi telja að Hanoi-stjórnin vísi tillögu Thieus á bug, þar sem Viet Cong muni gegna óæðra hlutverki en Saigon-stjórnin ef gengið verði að henni. Það þykir styðja þessa skoðun að norður- vietnamska blaðið Nhan Dan hélt því fram í dag, að sú neit- un Saigon-stjórnarinnar að taka þátt í Parísar-'viðræðunum sann- aði, að aSigon-stjórnin væri lepp stjórn Bandaríkjanna. Blaðið segir, að Saigon-stjómin vilji ekki ræða við Viet Cong, þar sem hreyfingin sé sigurvegari í stríðinu. í kvöld vísaði aðalfulltrúi Norður-Vietnam, Xvan Thuay tillögu Thieus á bug. En hann hafði ekkert á móti því að Banda rikin og Suður-Vietnam sendu eina sendinefnd. Þá verða við- ræðurnar þríhliða, sagði hann. - GRIKKLAND Framhald af bls. 1 flúði úr landi í fyrra, hélt áhrifamikla varnarræðu í réttarhöldunum í dag og sagði, að það sem fyrir hon- um hefði vakað hefði verið að veita grísku þjóðinni aft- ur frelsi. Hann neitaði þeim staðhæfingum ákæruvaldsins að starfsemi hans hefði verið liður í byl'tingartiíraun komrn únista. Hann kvaðst ekki hafa ætlað að umbylta þjóðfélags- kerfinu í Grikklandi og sagði, að hann væri eins holl- ur konunginum og fulltrúar herréttarins. SÆTTI PYNTINGUM Panagoulis endurtók fyrri fullyrðingar um að hann hefði sætt grófum pyntingum, barsmíðum og misþyrming- um með glóandi sígarettum og á margan annan hátt. Áð- ur en hann hóf varmarræðu sína kvaðst hann vilja tala iir sæti sínu, þar sem bann hefði ekki þrek til þess að standa uppréttur. „Yfiiheyrslumar eftir handtöku mína minntu á spænska ranmsóknarrétt- inn. Þá þrjá mámuði sem ég hef setið í fangelsi hef ég verið hafður í handjámum daga og nætur og jafnvel þeg ar ég var tvívegis fluttur meðvitundarlaus í sjúkrahús". „Ofbeldi getur af ®ér of- beldi. Herforingjastjóminni, sem nú er við völd, verður steypt af stóli. Jafnvel þótt okkur mistækist, feta aðrir í fótspor okkar. Sprengjur okk ar voru aðeiris viðvörun og byrjun. Núverandi ástandi verður aðeins breytt með of- beldi“, sagði Panaigoulis. Pamagoulis vísaði á bug staðhæfimgum sækjanda um,! að foringi grí-kra útlaga, j Andreas Papandreou, sonur Georgs heitins Papandreous, fyrrum forsætisráðherra, hefði ötaðið í sambandi við samtökin sem stóðu að banatilræðinu, og hann neit- aði því að Polycarpos Georga djis, fyrrum innanríkis- og varnarmálaráðherra Kýpur, hefði útvegað sprengiefni það æm notað var í tilræðinu við Papadopoulos í ágúst. „Við töldum að stjórninini yrði aðeins kotlvarpað að innan en ekki utan“, sagði Panagoulis. Ákærurnar gegn Andreas Papandreou eru „hugarburður“, sagði hann og settar fram í áróðursskyni. Sprengiefnið hefði ekki kom- ið frá sendiráði Kýpur í Aþemu, heldur eftir öðrum leiðum erlemdis frá, „og ég neita að skýra frá því hvern- ig það barst okkur“, baetti hann við. Georgadjis hefði sagt sig úr stjórm Kýpur vegna samsæris, sem gert hefði verið til þess að flækja Kýpurstjórn í málið og bola burtu vissum ráðherrum. Pamagoulis hélt því fram, að Georgadjis hefði haft náið samstarf við leyniþjónustu Grikkja og Bandarílkjamianna. manna. LJÚGVITNI Panagoulis sagði, að skrif- legur framburður með mafni hans er lagður hefði verið frarn í réttarhöldunum væri falsaður og að vitni og sak- bornimgar hefðu gefið rang- an vitnisburð í réttarhöldun- um .„Suma sá ég hér í fyrstia skipti og aðeins tveir vissu um tilræðið“, sagði hann. Panagoulis skýrði ekki frá banatilræðinu í einstökum atriðum, en sprengjunni var komið fyrir á leið senri Papa- dopouíos ók um frá sveiía- setri sínu til Aþemu 13. ágúst. Sprengjan sprakk of seint, forsætisráðherrann slapp ómeiddur og Pamaigoulis var handtekinn nokkrum mínút- um síðar. Panagoulis kvaðst hafa strokið úr hemurn ai hug- sjónuástæðum og vegrna and- stöðu við herforingjiastjórn- ina. Hann sagði, að samtökín sem hann var félagi í og köll- uðust „Grísk andspyma", hefðu engin tengsl haft við stjómmálamenn eða útlaga- samtök andvíg herforingja- stjórninni. „Við vorum mót- fallnir ofbeldi og pólitískum morðum, en þegar herfor- ingjastjórnin kom til valda með vopnavaldi og ofbeldi urðum við að svara í sömu mynt“. Sækjandinn í málinu, Io- annis Liapis ,sagði i foka- ræðu sinni, að hinir ákærðu væru félagar í glæpasamtök- um undir stjóm Andreasar Papandreous er reyndu að koma af ®tað blóðsúthelling- um og leggja grundvöllinn að erlendri íhlutun í Grikklandi. Hann sagði, að aðeins ein refsing lægi við liðhlaupi Panagoulisar, en skýrði ekki orð sín frekar, þótt sam- kvæmt grískum herlögum séu liðhlaupar leiddir fyrir aftöbusveit. Lipis heldur áfram lokaræðu sinni á morg un. - STUDENTAR Framhald af bls. 1 efnt var til mótmælaaðgerða gegn Alexander Dubcek flokks- leiðtoga og Oldrich Cemik, for- sætisráðherra, þegar þeir lögðu blómsveiga á leiði sovézkra her- manna í gær. Flokksmaður áð nafni I. Med- onosova sagði: „Ég harma, að nokkrir félagar, sem gengu I flokkinn fyrir heimsstyrjöldina, hafa myndað hópa, sem bera i raun og veru vott um klíkustarf- semi sem við höfum öll fordæmt á l ðnum árum. Ég tel, að mið- stjórn flokksins sé of umburðar- lynd gagnvart þessum brotum á reglum flokksins, þótt þetta um- burðarlyndi gera ástandið ef til vili aðeins illt verra.“ Almennir borgarar óttast að mótmælaaðgerðir unglinganna I gær geti valdið Alexander Dub- cek erfi’ðleikum og leitt til þess að Rússar sendi aftur skriðdraka inn 1 Prag, en góðar heimildir herma að það sé ólíklegt. Beðið er með kvíða væntanlegs mið- stjórnarfundar í næstu viku, en þá er búizt við að gömlu komm únistarnir reyni að neyða flokks forystuna til að fara áð vilja sín- um. Ekki hefur verið endanlega ákveðið hvenær fundurinn verð- ur haldinn, en talið er að hann geti ráðið úrslitum um þróim mála næstu mánuði í Tékkó- slóvakíu. STÚDENTAR VONSVIKNIR Tékkóslóvakískir leiðtogar hafa fengið hundruð stuðnings- yfirlýsinga á undanfömum vik- um frá verksmiðjum og skólum og vilja bersýnilega reyna mefð varúð að halda áfram umbóta- stefnu sinni án þess að styggja Rússa um of. í dag tilkynnti Frantisek Kouril, blaðafulltrúi stjómarinnar, að 80% allra her- sveita Varsjárbandalagsríkjanna væm farnar úr landinu. Um 500.000 hermenn mrniu hafa tek- ið þátt í innrásinni. Stúdentar við Karel-háskóla hafa komið á fót verkfallsskrif- stofu, sem á að samræma verk- falls- og mótmælaaðgerðir í framtíðinni og hafa samstarf við verkamenn á Prag-svæðinu. Stúdentarnir gera sér vonir um alþjóðlegan stu’ðning á stúdenta- deginum 17. nóvember. Æ meiri gagnrýni kemur nú fram hjá stúdentum í garð Dubcek og finnst þeim hann alltof eftirláts- samur. Hann hafi orðið að láta undan sovézkum þvingunum og látið undir höfuð leggjast að skýra þjóðinini frá samninga- viðræðum sínum við sovézk yf- irvöld í Tékkóslóvakíu. Stúdentamir telja, að aldrei hefði átt að semja um dvöl her- li'ðs í landinu og vilja að látið verði til skarar skríða gegn Moskvusinnuðum klíkum. Þeir telja, að Dubcek og aðrir leið- togar hefðu ekki átt að sækja hátíðarsýningu á „Svanavatn- inu“ í óperuhúsinu í Prag í fyrrakvöld í tilefni 51 árs af- mælis sovézku byltingarinnar. Góðar heimildir herma, að verkfallsskrifstofum hafi einn- ig verið komið á fót í öðrum háskólabæjum, meðal annars í Bratislava og Olomouc. Verka- menn taka undir óánægju stúd- enta og vilja að stjórnin geri eitthva’ð. Þeir vilja að Dubcek bjóði út hinn mikla skara stuðn- ingsmanna sinna í stað þess að makka við lítinn minnihluta kvislinga. Vegna ólgunnar er væntanlegs miðstjórnarfundar beðið með óþreyju. ÚTGAFA „REPORTER" STÖÐVUÐ I skýrslu frá innanríkisráðu- neytinu um óeirðirnar segir, að fyrir þeim hafi staðið hópar óábyrgra borgara og verði þeim sem ábyrgð báru á þeim refsað. Ráðuneytið segir, að framvegis verði öllum löglegum ráðum beitt til að halda uppi lögum og reglu. Útgáfa málgagns tékkóslóvak- íska rithöfundasambandsins, vikublaðsins Reporter hefur ver- ið stöðvuð í mánáðartima, þrátt fyrir mótmæli kunnra stjóm- málamanna og hópa verka- manna, sem frétt höfðu um að stöðvun útgáfu bláðsins stæði fyrir dyrum. Tékkóslóvakíska stjómin sat í kvöld á fundi um skrif dagblaða, sem hafa verið skelegg þrátt fyrir ritskoðun. Fréttir frá Belgrad í kvöld hermdu að væntanlegur mið- stjórnarfundur yrði ef til vill ekki haldinn vegna þrýstings frá Rússum, sem telji ástandið ekki nógu tryggt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.