Morgunblaðið - 16.01.1969, Side 1

Morgunblaðið - 16.01.1969, Side 1
28 SÍOUR 12. tbl. 56. árg. FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 1969 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Fjórir sovézkir geimfarar á braut umhverfis jórðu Æfa vœntanlega samtengingar geimskipa til undirbúnings smíði fastrar geimstöðvar Moskvu, 15. jan. (AP-NTB) Q SOVÉZKIR vísinda- menn skutu í morgun á loft geimfarinu Soyuz 5, og eru þrír geimfarar um borð í því. Var geimfarinu skotið frá Baikonur-geimferðar mið- stöðinni í Kazakstan í Mið- Asíu, réttum sólarhring eftir að Soyus 4 var skotið þaðan, en um borð í því er einn geim fari. 0 Bæði geimförin eru á svipaðri braut umhverfis jörðu, og er fastlega gert ráð Bretnr hlynntir íjórveldnfundi Frakkar heita Líbanon stuðningi gegn ísraelsmönnum London og París, 15. janúar. NTB—AP Bretar munu sennil-ega taka þátt í hugsanlegum fundi fjór- veldanna um deilumál Araba og tsraelsmanna að því er haft var eftir áreiðanlegum heimildum í London í dag. Fyrr í dag í- trekaði upplýsingamálaráðherra Frakka, að franska stjórnin væri hlynnt þeirri hugmynd að fjór- veldin héldu fund með sér um ástandið fyrir botni Miðjarðar- hafs. Framhald á bls. 2 fyrir að reynt verði að tengja þau saman úti í geimnum. Síðdegis í dag voru geimför- in tvö svo nálægt hvort öðru um tíma, að geimfararnir sáu hver til annars. £ Bandarískir sérfræðing- ar telja að þessar nýju til- raunir sovézkra vísinda- Framhald á bls. 12 iÞetta er ein sjónvarpsmyndanna, sem sendar voru frá Soyuz-5 eftir að geimskipið var komið á braut umhverfis jörðu. Hægra megin á myndinni er Khrunov geimfari, en neðst vinstra megin sést fararstjórinn, Volynov ofursiti. 25 fórust og 85 særöust Miklar skemmdir urðu á ,,Enter- prise", og 15 Jbofur eyöilögðust Honolulu, 15. janúar NTB Leitað var í dag í brenndum flugvélaflökum og íbúðarklef- um um borð í flugvélamóður- skipinu „Enterprise“ að sjö mönnum, sem saknað hafði verið síðan eldur kviknaði eftir miklar sprengingar í skip- inu í gærkvöld. „Enterprise“ sem er knúið kjarnorku er 86.000 lestir og stærsta herskip heimsins. Fundust sex mananna heilir á húfi, en eins er enn saknað. Flugvélar og þyriur tóku einn ig þátt í leiltdnni, þar sem óttazt var að mennirnir hefðu feykzt fyrir borð vegna sprenging- anna. Staðfest hefur verið,- að að mmnsta kosti 25 menn hafi beðið bana og um 85 særzt þeg- ar 10 til 12 sprengingar skóku skipið. Sprengingarnar hófust skamrnt frá onrustuþotu af gerð- inni F—4 Phanitom á flugþiljum. Fimmtán flugvélar eyðilögðust og stórt gat hefur myndazt á fluigþyljunum. Skipherrann, Kent Lee ræddi við blaðamenn í morgun er skip- ið kom aftur til Pearl Harbour, en það hafði verið að æfingun- um og var statt um 120 km fyrir suðvestan Oahu þegar slysið varð. Hann sagði, að sprenging- in hjá Phantom-þotunni hefði valdið því að nokkrir eldar hefðu kviknað á flugþiljunum. Fyrsta sprengingin varð um 30 metra frá skutnum. Lee skipherra sagði, að 14 flug vélar hefðu verið ókomnar úr æf ingaflugi þegar sprengingarnar urðu. Flugvélarnar hefðu ekki Mynd þessi var tekin þegar flug'vélamóðurskipið Enterprise kom til Pearl Harbour í gær. Á þil- fari sést í brakið af tveimur orustuþotum, sem eyðilögðust í sprengingunum og eldinum um borð í fyrradag. reynt að lenda heldur haldið til flotastöðvar á Oahu. Um 30 flug vélar voru á þi'lfarinu þegar sprengingairmar á'ttu sér stað og 15 þeiirra eyðilögðust. Tjón á öðr um vélum hefur enn ekki verið kannað til fullnustu. Þegar eldur kviknaði stýrði Lee skipherra „Enterprise" upp í vindinin í von um að hann mundi blása eldglæringum og reyk í burtu frá fiugþiljunum. Hann bar mikið lof á áhöfnina fyrir hreystilega framgöngu og sagði að menn hans hefðu kom- ið í veg fyrir ennþá meira slys. Hamn sagðist ekki eiga nógu sterk orð til að lýsa hetjulund undirmanna sinna. Fréttaritari frönsku fréttastof unnar AFP í Honolulu segir að þota hafi komið inn til lendingar, missit sprengju á flug þilfarið og þarrnig valdið slys- inu. Þessi frásögn kemur ekki heim við frásögn Lees skip- herra á „Enterprise", sem sagði að flugvélarnar sem ókomnar voru frá æfingunum, hefðu ekki Framhald á bls. 12 Afi og 1 heimsókn Frarikfurt, 15. jan. (AP) FRIÐRIK Danakonungur kom í daig til Frankfurt í Vestur- Þýzkalandi til að hieimsækja Benediktu prinsessu, dóttur sína, og son hennar, er fædd- ist á sunnudag. Tók Ingrid drottning á móti manni sín- um á járnbrautarstöðimni í Frarikfurt ásamt tengdasyni konungshjónanna, Riohard zu Sayn-Wittgenstein Berleburg prins. Héldu konungshjónin strax til hallar tengdasonar- ins, Sahloss Wolfsgarten, sem er rétt utan við Frankfurt. Riohard zu Sayn-Wittgen- stein-Berleburg skýrði frá þvi í dag að prinsinum yrði gef- in nöfnin Gustav Frederik Philip Richarð. Anne Marie Grikklands- drottning, systir Benediktu prinsessu, er einnig stödd í Wolfsgarten-höll, en maður hennar, Konstantin konung- ur, er í heimsókn hjá frænd- fólki sínu skammt frá Milnch en. Er hann væntanlegur síð- ar til Wolfsgarten. Johnson hvetur til þjóðfélagsumbóta Siðasta yfirlitsræða hans um ástand rikisins Washington, 15. janúar AP. Johnson forseti hélt í gær- kvöld síðustu ræðu sína um á- stand og horfur í málum ríkis- ins og skoraði á báðar deildir þingsins að taka jákvæða af- stöðu til stefnu Nixons forseta, en lialda um leið áfram setn- íngu laga er miðuðu að þjóðfé- lagslegum umbótum. Forsetinn sagði í ræðu sinni, sem var nokkurs konar kveðja til þjóðarinnar í lok embættis- tíma hans, að friðarhorfur í Vi- etnam hefðu aldrei verið betri síðan Hanoi-stjórnin hóf send- ingu herliðs til Suður-Vietnam. Hann sagði, að þótt þjóðin hefði aldrei búið við meiri velmegun biðu mörg vandamál úrlausnar. Hann nefndi einkum vandamál stórborganna, kynþáttamisrétti, Framhald á bls. 27

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.