Morgunblaðið - 16.01.1969, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 16.01.1969, Qupperneq 11
T MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 1969 11 AÐ UNDANFÖRNU hafa birzt í blaðinu umsagnir fólks um hvaða bækur það las á síðasta ári, sem vöktu sérstaka athygli þess. Hér með birtist þriðja grein. Þá las ég fram á nótt Björn Bergmann kennari: Hvaða bók ég hafi lesið bezta á árinu? Því get ég ekki svar- að. Ég les ekki mikið í seinni tíð, líklega alltof lítið, en reyni hins vegar að velja mér gott efni. Stundum blaða ég í bók sem mig grunar að sé við mitt hæfi, gríp niður í hana hér og þar og fæ nasasjón af efninu. í þeim flokki er t.d. Alfræðisafn Almenna bókafélagsins. Ég hafði bækurn- ar ekki undir höndum fyrr en í vetur, og á eftir að kanna marg- ar þeirra. Er þó búinn að finna margt, sem ekki aðeins hefur aukið á þekkingu mína, heldur hrifið hug minn og væri ég skáld en að öðru leyti eins og ég er, þá held ég að svona bækur gerðu mig að meira og betra skáldi. Sama er að segja um „Náttúru íslands“, bók sem kom út fyrir nokkrum árum. Hún hef ur verið mer ein af beztu bók- um síðan. Ég hef að vísu aldrei lesið hana frá upphafi til enda, en marglesið sumt. Síðast leit ég í hana í sumar, rétt áður en ég lagði af stað í langt ferðalag um heiðar, hraun og öræfasanda Fyrir vikið var ég skyggn- á margt merkilegt og skemmti- legt sem annars hefði framhjá mér farið. Hugleiðingar og viðtöl, eftir Matthías Johannessen. Undar- lega þurrt og óskáldlegt nafn á bók sem skáld hefur skrifað. Hún kom út árið 1963, en ég vissi ekki fyrr en í vor að hún væri til. >á varð hún á vegi mínum. Ég fletti henni og las einii hugleiðingaþáttinn. Ég bsetti öðrum við og _ timinn leið fyrr en mig varði. Ég las langt fram á nótt, átti samt mikið eft- ir; en tauk við það næsta dag. Síðan lít ég í bókina við og við. Vélti því þó ekki fyrir mér hvort hún sé betri eða lakari en ein- hver önnur bók eða ritgerð sem ég hef lesið um svipað efni. Þáðan af síður ber ég hana sam- an við gagnólíkar bækur eins og Alfræðasafnið og Náttúru ís- lands. En hún kom róti á hug- myndir mínar um ljóðlist bæði nýja óg gamla og jók mér víð- sýni. Mér þótti líka fróðlegt að heyra, hvemig Matthías valdi kvæði eftir Einar H. Kvaran, sem dæmi um rímað bull. Fróð- legra finndist mér samt ef hann vildi benda á • órímað bull, sem viðurkennd nútímaskáld hafa ort og látið frá sér fara, ef eitthvað skyldi véra til af því tagi. Sigurður Grimsson, haestaréttarlögmaður: Fagra veröld — gamall vinur og nýr L Morgunblaðið hefur beðið mig að svara þeirri spurningu, hverj ar mér hafi þótt athyglisverðast ar þeirra bóka, sem ég las á liðnu ári. Spurningu þessari er vissulega ekki aúðsvarað, því að erfitt er að gera upp á milli góðra bóka. Ég mun þó reyna að svara spumingunni í stuttu máli, eftir því sem efni standa til Um leið vil "ég nota tækifærið og beina hér á eftir nokkr- um spurningum til Erlends Jóns- sonar bókmenntagagnrýnanda Morgunblaðsins í þeirri von að ég fái greið svör, er verði til þess að auka skilning minn á ís- lenzkri ljóðagerð, eins og hún er í dag og hefur verið að þró- ast á síðustu áratugum. Á ég hér við hin svonefndu „atom ljóð“ eða órímuðu ljóð, sem all- ur þorri hinna ungu ljóðskálda okkar virðist aðhyllast, en ég hef ekki til þessa lært að meta. Virðist mér Morgunblaðið hafa pðrum blöðum fremur stutt að þessari þróun og tekið forvígis- menn þessarar ljóðagerðar upp á sína arma. Það verður því að teljast eðlilegt að ég leiti til þessa ágæta blaðs um fræðslu í þessu efni. Ég hef, að sjálfsögðu lesið margar bækur á árinu sem leið, bæði erlendar og íslenzkar, sem gefnar voru út á árinu og aðr- ar áður út gefnar. Hafa þessar bækur verið upp og ofan, eins og gengur, sumar orðið mér lítt minnisstæðar, en aðrar hef ég les ið mér til gagns og gleði. Hér á árum fyrr, las ég allmikið sklád- verk, bæði í bundnu og óbundu máli, en á síðari árum hef ég meira hneigzt að lestri bóka um hvers konar þjóðleg fræði, göm- ul og ný og ævisögur merkra manna innlendra og erlendra. Engu að síður hef ég reynt að fylgjast með þvi, sem verið hef- ur að gerast í íslenzkum skáld- skap á hverjum tíma, eftir því sem ég hef haft tök á. Hin ungu sagnaskáld okkar er kvatt hafa sér hljóðs á síðustu árum, virð- ast sum leggja megináherzlu á að hneyksla lesendur sína með sjúklegri (pervers) hugsun og ljótum munnsöfnuði er jaðrar við klám, í þeim tilgangi einum, að ég hygg, að vekja á sér at- hygli. Ég hef alla tíð haft óebit á slíku hjali, og það skáld, sem stundar þessa bókmenntaiðju vil ég ekki eiga að sálufélaga. Hins vegar hef ég alltaf unun af að lesa snjallar skáldsögur og ljóð góðra og ábyrgra höf- unda, sem bera virðingu fyrir sjálfum sér og starfi sínu. Ég les því einkum skáldsögur okk- ar eldri höfunda og margar þeirra mér til ánægju. Svo er um bækur Halldórs Laxness. Ég hef alltaf lesið þær jafnóðum og þær hafa komið út, og notið þeirra í ríkum mæli, þegar frá eru talin leikrit hans, sem ég hef aldrei kunnað að meta. Vitan- lega eru þessu mikla skáldi okk ar misiagðar hendur, eins og öðr- um, jafnvel mestu skáldum heims bókmenntanna en beztu bækur hans eru frábær )istaverk, há- tindur íslenzkrar skáldsagna- gérðar. Og eitt er víst, — að Laxness er aldrei leiðinlegur, alltaf sami frábæri snillingurinn á stíl og mál. Nú um jólin eign- aðist ég síðustu bók skáldsins „Kristnihald undir jökli“ og las hana mér til mikillar ánægju. Sagan er að vísu ekki, að mínu viti, meðal öndvegisbóka hans, en þó skemmtileg og forvitni- leg um efni og stíl, eins og aðr- ar bækur hans. Hún gefur les- andanum einnig góða innsýn í vinnubrögð höfundarins, hversu hann viðar að sér efni úr ýms- um áttum og notar það þannig, að það gerir persónurnar litrík- ar og gefur sögunni allri sinn sérstæða blæ. Ýmsir, sem rætt hafa við mig um þessa bók, telja hana nokkuð lausa í rerpunum og get ég fallizt á það. En ég hygg þó, að hún sé ein af þeirn bókum sem lesa þarf oftar en einu sinni til þess að allt það, sem hún býr yfir, komi fyllilega til skila. Og þá er ég kominn að þeirri bókinni, sem gladdi mig mest allra þeirra bóka sem ég eignað- ist á s.l. ári. Er það hin glæsi- lega úgtáfa Almenna bókafélags ins á Fögru veröld Tómasar Guð mundssonar. Að ytri gerð ber bókin af flestu því, sem hér hef- ur sézt í íslenzkri bókagerð til þessa. Pappírinn er óvenjulega vandaður og prentun afburða- góð. Þá hefur og Atli Már prýtt bókina teikningum og litmyndum, listavel gerðum. Hann hefur einn ig ráðið útliti bókarinnar. Er þetta allt honum til mikils sóma. Um ljóð Tómasar í Fögru ver- öld er óþarft að fara mörgum orðum. Þau þekkja allir, sem unna fögrum ljóðum, enda var bókinni, þegar hún fyrst kom út, árið 1933 tekið með þeirri hrifni og aðdáun af alþjóð að fá eða engin dæmi munu vera til slíks á landi hér. Þessi hrifni reyndist ekkert stundar fyrir- brigði, því að enn er Tómas eitt ástsælasta skáld okkar og mun svo verða meðan Ijóð eru lesin í þessu landi. í Fögru veröld er slegið á nýja strengi, nýr tónn vakinn í íslenzkri ljóðagerð, sem allir hlutu að leggja hlustir við. Þar fór saman fágað form og fagurt mál, skemmtileg hnyttni og mikið mannvit. Og ekkert af þessu hefur glatazt ' skáldinu með árunum, nema síður sé, eins og seinni ljóðabækur hans bera svo fagurlega með sér. — Ég eignaðist Fögru veröld þegar, er hún kom út fyrst, og síðan hef ég lesið hana, eins og síðari ljóðabækur Tómasar, meira og minna á hverju ári. Ljóð hans eru mér því eins og gamlir og góðir vinir, en þó alltaf ný og fersk. Það voru þó ekki ein- göngu ljóðin i Fögru veröld, sem glöddu mig nú, heldur einnig bókin sjálf, sem mér fannst vera verðug umgerð um alla þá dýru gripi, sem bókin hefur að geyma. n. í Morgunblaðinu 24. sept. s.l. las ég grein um bókmenntir eft- ir Erlend Jónsson, er hann nefnir „Hafnar slóð á,“ með und irfyrirsögninni: „Sundurleitar hugdettur á Strikinu“. Grein þessi þótti mér um margt næsta furðuleg, svo að ekki sé meira sagt, og bera það með sér, að höfundurinn, sem er bókmennta- gagnrýnandi víðlesnasta blaðs landsins, hefði verið kominn þó nokkurn spöl út af „strikinu" þegar greinin varð til. Þó virti ég honum það til vorkunar, að hann var þegar þetta gerðist, staddur með sínar hugdettur á Hafnarslóð í tuttugu og fimm stiga hita. í grein þessari kemur höfundurinn viða við, og skal það ekki rakið hér, en aðeins staldrað Við þann hluta grein- arinnar, sem fjallar um danska ljóðasafnið „Eksempler“, 'sem út kom s.l. sumar. Um þessa bók segir Erlendur Jónsson meðal annars: „ ... Eksempler mun ekki ætl- ■ að að vera nein þverskurðar- mynd af danskri nútímáljóðlist, heldur, og fyrst og fremst, sýn- ishorn nýjunga, tilrauna „mod- emisma“ í danskri ljóðagerð. í Eksempler eru ljóð þrettán skálda. — Eitt þessara þrettán skálda, Hans-Jörgen Nielsen, valdi ljóðin“. Og síðar í greininni kemst gagn rýnandinn svo að orði: „Meðal skáldanna þrettán þykja mér tvö athyglisverðust, Charlotte Strandgaard og Niel sen. ' Strandgaard er lífrænni, efnismeiri (leturbreyting mín, S. Gr.) og að sumu leyti áræðnari. Eitt ljóð Strandgaards er svo stutt, að Nielsen kallar það kort- korbe kortdigt. Það heitir Pá træet er der et blad, og er svo lítið og fíngert instrúment, að ég legg ekki í að snúa því, en það er svona: Pá træet er der et blad. Nielsen er hreinræktaðri, upp- finningasamari og meiri modern isti. Upplýsingar heitir eitt ljóð Nielsens. Það er svona í orð réttri þýðingu. október er gulur er október gulur er október er gulur gulur er gulur gulur gulur er himinninn er gulur himinninn er gulur er himinninn himinninn er himinninn himinninn Það er ekki ónýtt fyrir ung og upprennandi ljóðskáld að mega njóta leiðsagnar þessa bók menntagagnrýnanda á þyrnum stráðri skáldabraut sinni. Og nú spyr ég: Hvað er það, sem gagnrýnandanum finnst svo skemmtilegt við þetta ljóð? Og þá vil ég í fullri ein- lægni, biðja Erlend Jónsson, að gefa mér fávísum, nánari skýringu á því hugtaki sem hann nefnir hreinræktað ljóð. Er það kannski ljóð sem er dauð- hreinsað af allri hugsun, aðeins orð sem raðað er upp á vissan hátt, og þá ýmist í stutt- um eða löngum línum eftir át- vikum? Ef svo er, þá kann ég tvær gamlar vísur danskar, sem eru í ætt við þessa nýju ljóðlist, en gerður löngu fyrr en hún varð til og mun betri, að mínu viti, en ljóð þeirra Strandgaard og Nielsen, en vísur þessar «gru svona: „Der staar en bænk í haven, i haven staar en bænk. Og denne bænk í haven, det er en havebænk. Der gaar en dreng paa gaden paa gaden gaar en dreng. Og denne dreng paa gaden det er en gadedreng.“ Vona ég að bókmenntagagn- rýnandinn hafi gaman af þéssum visum og lesi þær „vegna ljóðs“, en ekki „vegna einhvers annars“, eins og hann kemst að orði hér að framan. Reyndar er mér ekki vel ljóst við hvað hann á með þessum orðum. Þætti mér því vænt um að fá nánari skýr- ingu á þessu mikilvæga atriði, því að það er vissulega annað en spaug, ef það kemur upp úr ' dúrnum að maður hefur aldrei, á langri ævi, kunnað að iesa ljóð. — Með kærri kveðju og ósk um farsælt bókmenntaár. Sigurgeir Jónsson V estmann aey jum: Enginn leyndardómur Það var mikil gróska í bóka- útgáfunni á liðnu ári, og þar að sjálf9Ögðu mislitir sauðir í mörgu fé, og svo hreinir gimsteinar inn- an um, eins og verða vill. í bóka- flóðinu fyrir jólin barst mér í hendur bók, sem mér virtist ekki himinninn er október er himinninn október er himinninn er október október er október október Ég er ekki viss um að allir þeir sem lesa þessi ljóð“ falli í stafi yfir mikilleik efnisins í ljóði Charlotte Strandgaard og þá enn þá síður yfir uppfinn- ingarsemi Nielsen og veigamikl- um upplýsingum í framan- greíndu ljóði hans. Hins vegar leynir sér ekki aðdáun bók- menntagagnrýnandans. Hann seg- ir svo: „Þyki einhverjum þetta ljóð vera leiðinlegt, þá get ég ekki verið sammála. Mér finnst það skemmtilegt. Þetta er hreinrækt að Ijóð (leturbr. mín S. Gr.) í því er ekkert sem dregur at- hyglina frá því sjálfu. Sá, sem þykist hafa gaman af ljóðum, en nennir ekki að lesa ljóð af þessu tagi — hann les ekki ljóð vegna ljóðs, — heldur vegna einhvers annars.“ láta mikið yfir sér. Höfundar- ins hafði ég að vísu heyrt getið, en aldrei lesið neitt af verkum hans. Þetta er fyrsta skáldsagan sem hann sendir frá sér, en heill tugur af ljóðabókum og smá- sagnasöfn eftir hann hafa séð dagsins ljós, allt frá árinu 1922, þegar fyrsta ljóðabók hans kom út. Höfundurinn er Guðmundur Frímann, og bókin, sem mér barst á aðventunni ber héitið Framhald á bls. 17

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.