Morgunblaðið - 16.01.1969, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 1969
leyfði enga töf, og hún gæti
ekki dokað nieitt við, svo að hún
kallaði á móti: — I>að skal ég
gera. Þakka yður kærlega fjrrir.
Hún gekk inn í búðina í góðu
skapi. Rétt innan við dyrnar sá
hún allmarga ítalska stráhatta.
Hún fór að máta nokkra þeirra.
Þama var einn leirgulur með
svörtum borða. Hann liktist mest
blómpotti á hvolfi, en liturinn
átti við við litarhátt hennar og
gerði hana eitthvað nýtízkulegri.
í>að var orðið langt síðan hún
hafði keypt sér nýjan hatt. En
nú var tilefni til þess.
Hún lét afgreiðslustúlkuna
taka af honum verðmiðann, og
setti hann síðan upp aftur. Hún
ætlaði að vera roeð hann þegar
hún færi að hifta systurina, sem
rak skólann í Rixmond.
í kaffihúsinu þar sem hún
fékk sér samloku og ískaffi hrós
aði frammistöðustúlkan battin-
um. Hún sá vangasvipinn á
sjálfri sér í litla spegilnum á
veggnum. Kinnamar voru ofur-
lítið rjóðar og augun sýndust
dökk og dularfull undir niður-
bretta hattbarðinu. Roskinn mað
ur, sem sat skammt frá henni
sendi henni aðdáunarbros.
Hún var enn í hátíðaskapi —
betra en lengi undanfarið. Hana
langaði til að kaupa eitthvað
handa Símoni.
í bókabúð einni valdi hún
nýja útgáfu af „Golu í sefi“, með
upphaflegu myndunum í, og svo
eina af uppáhalds kattabókunum
hans. Meðan hún beið eftir, að
gengið væri frá bókunum, leit
hún enn í hillumar, svo að lítið
bar á, eftir ítalskri orðabók.
Hana langaði til að vita hvað
„Arrivederci" þýddi. Líklega eitt
'hvað svipað og „Au revair“. En
'hún hafði einhverja barnalega
’löngun til að sjá orðið á prenti.
3. kafli.
í
' Litlu lestarljósin slokknuðu
smám saman, eitt og eitt í einu
og loks var orðið aldimmt í ká-
etunni í flugvélinni. Nú var
ekki önnur birta þar en hálf-
byrgt ljós frá eldhúsinu, en
öðru hverju brá fyrir blossum
frá útblæstrinum og þeir gerðu
hana órólega.
Lísa leit eftir miðganginum á
sofandi farþegana. Að undan-
teknum einum fæti í buxnaskálm
sem skagaði út fyrir sætaröðina
bakborðsmegin, var aUt eins og
það átti að vera, og blessunar-
lega þögult.
Fóturinn, hugsaði Lísa, Til-
heyrði höfðinglega manninum,
sem hafði komið í flugbasti eft-
ir brautinni á siðustu stundu.
Þetta var stjórnarsendiboði,
höfðu þjónarnir sagt henni.
Þau flugu nú í fimmtán þús-
und feta hæð, í tunglsljósi yfir
Miðjarðarhafinu, á leið til Dama
akus. Eftir fáar mínútur komi
einn þjónninn aftur úr stjóm-
arklefanum og þá gæti hún sezt
niður stundarkorn og jafnvel
kannski fengið sér ofurlítinn
lúr.
Lísa gekk inn í eldhúsið, neri
áburði á hendurnar á sér og los-
aið sokkaböndin að aftan, því að
þetta nýja magabelti, sem hún
var í, var farið að verða of
þröngt um mjaðmimar. Þegar
hún rétt úr sér og lagaði á sér
pilsið læddist Benny aftan að
henni og sagði: — Jæja, farðu
nú, elskan! Reyndu að fá þér
dúr meðan tækifæri býðst. Það
er laust sæti aftast.
Benny átti sér tvær raddir.
Onnur var vönduð, næstum eins
og hann væri útvarpsþulur. Hún
var notuð við farþegana og var
erfið í meðförum, en svo var
hin, sem kunningjunum og áhöfn
inni var ætluð. Þessi rödd var
hans eðlilega rödid, full af Cock
ney glettni og einhvernveginn
létti öllum, þegar hann skipti yf-
ir í hana.
Benny var einna líkastur Chap
lin, lítill og snyrtilegur, snar-
greindur, en gat skammiazt, en
svo var hann líka viðkvæmur,
ef vinir hans áttu í hlut, en
við aðra gat hann verið eitil-
harður og tiUitslaus.
Lísa tók ábreiðu úr grindinni,
vafði henni utan um sig og los-
aði sig úr skónum, hallaði sér
aftur í sætinu og reyndi að
sofna.
Hún hafði þreytuverki urrí sig
alla, en samt fann hún til ein-
hverrar ánægju og spennings og
vissi strax, að hún myndi ekki
geta sofnað. Eins og venjulega í
vinnulokin lét hún hugann reika
yfir liðinn dag. Þegar hún var
komin til vinnu á stöðinni, leit
hún eftir því, sem aðgæta þurfti
og sannfærði sjálfa sig um, að
hún hefði staðið í stöðu sinni,
enn sem komið væri. Þegar
þessu var lokið lét hún hugann
reika heim í kofann sinn, tH
þessara breytilegu daga, áður
en þetta nýja líf hennar hófst.
— Ætlarðu að taka Suki og
kettlingana með þér til London?
hafði Símon spurt.
Þetta hafði líklega verið erf-
iðasta stundin. Þá hafði hún far
ið undan í flæmingi, en allt
hafði farið furðanlega vel.
Með aðstoð fasteignasala
hafði henni tekizt að leigja út
kofann til eins árs, ungum her-
foringja og konu hans. Þegar
hann sagði henni hve litlu þau
hefðu úr að spila, hafði hún
lækkað leiguna, ef þau vUdu
hafa frú Johns þrjá morgna á
viku og gæta Suki.
Til allrar hamingju — en Sím
oni samt til nokkurra vonbrigða
— hafði Suki ekki eignazt nema
Verkamannafélagið DAGSBRÚN
TILLÖGUR
uppstillinganefndar og trúnaðarráðs um stjórn og aðra
trúnaðannenn félagsins fyrir árið 1969. liggja frammi
í skrifstofu félagsins fr áog með 16. jan. Öðrum til-
lögum ber að skila í skrifstofu Dagsbrúnar fyrir kl. 6
e.h. föstudag. 17. þ.m. þar sem stjórnarkjör á að
fara fram 25. og 26. þ.m.
Kjörstjórn Dagsbrúnar.
1009
Samkeppni í munsturgerð á lopapeysum
Álafoss efnir til samkeppni í nýjum munstrum á lopa-
peysum gerðum úr hespulopa. — Samkeppnin er þess
efnis að fá á markaðinn nýjar gerðir munstra og jafn-
vel önnur og nýstárlegri snið á lopapeysum heldur en
það sem tíðkazt hefur undanfarin ár.
Keppnisreglur eru ekki aðrar en þær, að tekið verður
við öllum flíkum, peysum, jökkum, vestum o. fl.
prjónuðum úr hespulopa og tekið verður tiUit til frá-
gangs, munsturs og litasamsetningar. Hespulopi er
framleiddur í 24 litum.
Verðlaun verða veitt sem hér segir:
1. verðlaun Kr. 10.000,00
2. verðlaun — 5.000,00
3.—7. verðlaun — 1.000,00 hver
Það skilyrði fylgir verðlaunapeysunum, að Álafoss
mun endurgjaldslaust nota munstrin á peysupakkn-
ingar úr hespulopa.
Dómnefnd skipa eftirtaldir: Haukur Gunnarsson,
Rammagerðinni, formaður. Elisabet Waage, Baðstof-
unni, Sigrún Stefánsdóttir og Gerður Hjörleifsdóttir,
íslenzkum heimilisiðnaði.
Keppnin stendur til 1. febrúar n.k. og þarf að koma
peysum í Álafoss í Þingholtsstræti 2, og skulu þær
vel merktar dulmerki á ísaumað léreftsmerki inn á
hálsmáli peysunnar. Bréf í lokuðu umslagi sendist
formanni dómnefndar, Hauki Gunnarssyni, Ramma-
gerðinni, Reykjavík fyrir 1. febrúar n.k., og skulu þar
fylgja munstrur, skýringar og nafn höfundar.
ÁLAFOSS H/F.
tvo kettlinga. Báðir voru algrá-
ir, afskaplega fallegir, eins og
móðirin, og margir vildu eiga
þá. Lang-ley hjónin áttu að fá
annan en konan bréfberans hinn
en leigjendurnir samþykktu, að
þeir skyldu fá að vera hjá móð-
urinni þangað til þeir væru orðn
ir sex vikna gamlir. Símon lét
sér allt þetta vel líka, því að
hann vissi, að hann mundi geta
fengið að sjá þá aftur, þegar
hann kæmi heim í fríinu sínu.
Lísa sendi uppsögn sína til
verksmiðjunnar og næstu dagar
fóru allir í læknisskoðanir mát
anir og annan undirbúning. Tvo
klukkutíma á hverjum morgni,
var hún á flugstöðinni að læra
af yfirflugfreyjunni, sem var
þögul kona, eitthvað um þrítugt
og var þegar tekin að grána á
hár.
Jan Langley hafði sagt Lísu,
að flugfélögin héldu ströng nám
skeið fyrir flugfreyjurnar símar.
Hún minntist þess að hafa heyrt
sagt frá einni stúlku, sem var
látin standa á öðrum fæti í mikl
um halla, og halda soðnum eggj-
uim á bakka.
En námskeið Lísu var ekkert
þessu líkt. Yfirflugfreyjan sýndi
henni vandlega eldhúsið og það,
sem þar þurfti að gera, svo og
allan útbúnað þar.
En svo kom að innkaupunum
og matarbirgðunum.
Eftir að hafa fengið kennislu
í að segja farþegunum fyrir áð-
ur, en flug hófst, var henni
sagt að reyna nú sjálfri. Lísa
lærði utanbókar venjulega þulu
og gekk síðan fram með vélinni,
feimin og taugaóstyrk.
Yfirflugfreyjan stóð yzt í mið
ganginum meðan hin gekk fram-
eftir og horfði á hana rétta úr
sér upp við hurðina að stjórn-
klefanum og snúa sér að hugs-
uðum farþegum. Lísa fékk verk
í kjálkavöðvama og varð hissa,
er hún heyrði sína eigin rödd
koma skíra og greinilega. Hún
hikaði ekki nema einu sinni. Yf-
ir, flugfreyjan lét hana endur-
taka þetta einu sinni en hrósaði
henni svo.
Þetta var miklu vandasamára
í viðurvist konunmar en það
reyndist nokkurntíma seinna.
16. JANÚAR
Hrúturinn 21. marz — 19. apríl
Þú sinnir einkamálum svo mikið, að vinnan situr á hakanum
og þér hættir til að gera einhverjar vitleysur í staðinn. Reyndu
að ná betra jafnvægi í vinnu og skemmtun.
Nautið 20. apríl — 20. maí
Reyndu að snúa þér af alvöru að jákvæðum bjartsýnisaðgerð-
um. Þér bjóðast fjölmörg tækifæri í félagslífinu. Vlnnutími þinn
er dálítið erfiður, en reyndu einmitt þessvegna að gera ein-
hverjar tilraunir.
Tvíburamir 21. maí — 20. júní
Allir togast á um fjármuni þírna. Láttu spariféð óhreyft. Ein-
beittu þér að daglegiun störfum.
Krabbinn 21. júní — 22. júlí
Þegar vinir þínir ætla af göflunum að ganga, verða sam-
verkamenn þínir tortryggnir.
Ljónið 23. júlí — 22. ágúst
Ekkert, sem þér er hugfólgið fæst í dag. Þú skalt fasta eða
nota einfalda fæðu. Ef þú ert ástfanginn, þá skaltu halda því
leyndu, því að ýmsir hafa allar klær úti.
Meyjan 23. ágúst — 22. september
Engar fjárfestingar í dag. Annars er það góður dagur fyrir
uppbyggingu.
Vogin 23. september — 22. október
Undraztu ekki þótt gengið sé fram hjá þér í dagsins önm.
Þér þykir allt of gaman að barma þér. Farðu varlega í um-
ferðinni.
Sporðdrekinn 23. október — 21. nóvember
Reyndu ekki nýjar aðferðir. Fjárfesting getur allt í einu brugð-
izt. Leitaðu heilsufarsástæðna 1 fæðunni.
Bogamaðurinn 22. nóvember — 21. desember
Þig langar að hætta við allt og byrja upp á nýtt. Enginn
virðist samþykkja neitt slíkt (þeir vilja koma eigin hugmyndum
á framfæri).
Steingeitin 22. desember — 19. janúar
Tilviljanirnar virðast brengla stefnumótum þínum í dag. Þér
lætur að snúast eitthvað fyrir ættingjana. Vinimir eru hjálpsaimir
en varhugavert er að segja þeiim of mikið í senn. öll þín
hjartans mál ganga óvenju vel.
Vatnsberinn 20. janúar — 18. febrúar
Þér gengur vel i vinnunni, en verðlagið hækkar. Illa gengur
að halda áætlun. Gættu þess að stökkva ekki upp á nef þér, þótt
einhver geri tilraun til þess að hleypa þér upp.
Fiskarnir 19. febrúar — 20. marz
Reyndu að vera eins mikið einn og hægt er, en gleymdu ekki
að taka konuna þina eða manninn með í boðið 1 kvöld. Vimnu-
skilyrði kunna að breytast á annan veg, en þú hafðir búizt við.
Haltu samt friðinn í bili.