Morgunblaðið - 18.01.1969, Síða 1

Morgunblaðið - 18.01.1969, Síða 1
24 SÍÐUR 14. tbl. 5fi. árg. LAUGARDAGUR 18. JANUAR 1969 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Samkomulag um aðgerðir í atvinnumálum: 300 milljónir til atvinnuaukningar Sérstök fjdröilun til íbúðabyggingu. — Alvinnumúlanefnd ríkisins «ett ú stofn og utvinnumúlunefndir í kjördæmunum SÍÐDEGIS í gær var undirritað samkomulag milli ríkis- stjórnarinnar, samtaka vinnuveitenda og miðstjórnar Al- þýðusambands íslands um aðgerðir í atvinnumálum. Skv. þessu samkomulagi verða gerðar víðtækar ráðstafanir til þess að útrýma atvinnuleysi og efla svo heilbrigðan at- vinnurekstur að atvinna sé betur tryggð í landinu í fram- tíðinni. Fyrst í stað verður áherzla lögð á að nýta sem bezt þau atvinnufyrirtæki, sem fyrir hendi eru í landinu og aðilar samkomulagsins eru sammála um nauðsyn þess að tryggja atvinnuvegunum nægilegt rekstrarfé, hagnýta sem bezt framleiðslugetu höfuðatvinnuveganna og vinna að nýt- ingu orkulinda landsins og þróun nýrra atvinnugreina. í þessu sambandi er talið þýðingarmikið að auka rekstr- arlán, þ.á.m. framleiðslu- og samkeppnislán til iðnaðarins, útgerð togara og báta, sem legið hafa í höfnum, fram- kvæmd skipaviðgerða og nýsmíði skipa innanlands og aðrar ráðstafanir til að auka hlutdeild iðnaðarins í inn- lendum markaði og útflutningi. Helztu atriði samkomulagsins eru þessi: tök vinnuveitenda og miðstjórn Alþýðusambands íslands lýsa sameiginlega yfir eftirfarandi: 1. Stofna skal atvinnumálanefnd, eina í hverju kjördæmi landsins nema í Norðurlandskjördæmi vestra og Norðurlanidskjördæmi eystra, þar sem ein sameiginleg nefnd skal stofnuð. Skal hver nefnd skipuð 3 mönnum völdum af Vinnuveitendasamibandi ís- lands, 3 völdum af Alþýðusam- bandi fslands og 2 völdum af ríkisstjórninni, og er annar þeirra formaður nefndarinnar. 2. Hlutverk atvinnumálanefnda skal vera að fylgjast sem bezt með atvinnuástandi og þróun at- vinnumála á starfssvæði hverrar nefndar og gera tillögur til At- vinnumálanefndar ríkisins um eflingu altvinnulífsins og aukn- ingu atvinnu. í þeim tilgangi að ná sem skjótustum árangri af starfi atvinnumálanefndanna til útrýmingar atvinnuleysi, skulu Framhald á bls. 3 # Ríkisstjómin beitir sér nú þegar fyrir öflun fjármagns að upphæð 300 milljónir króna til atvinnuaukningar og eflingar at- vinnulífs í landinu. # Settar verða á stofn atvinnu- málanefndir, ein í hverju kjör- dæmi nema í Norðurlandskjör- dæmi eystra og vestra, þar sem sameiginleg nefnd verður. Hver nefnd skal skipuð 3 mönnum frá Vinnuveitendasambandi íslands, 3 mönnum frá Alþýðusambandi íslands og 2 völdum af ríkisstjórn inni og er annar þeirra formaður nefndarinnar. # Stofnuð verður Atvinnumála- nefnd ríkisins, skipuð 9 mönnum og verða þrír frá hverjum ofan- greindra aðila en ríkisstjórnin skipar formann nefndarinnar úr hópi fulltrúa sinna. # Atvinnumálanefndirnar skulu fylgjast með atvinnuástandinu og þróun atvinnumála og gera til- lögur til Atvinnumálanefndar ríkisins um eflingu atvinnulífs og aukningu atvinnu. Á grund- velli þeirra tillagna eða að eigin frumkvæði skal Atvinnumála- nefnd ríkisins taka ákvarðanir um úrbætur í atvinnumálum. # Gerðar verða sérstakar ráðstaf anir til þess að afla fjármagns til Byggingarsjóðs ríkisins til að flýta fyrir byggingu þeirra íbúða, sem nú eru í smíðum og eru aðil ar sammála um að leitað verði nýrra tekjustofna fyrir Bygging- arsjóð ríkisins. Samkomulag um aðgerðir í at- vinnumálum, sem undirritað var í gær fer hér á eftir í heild: Ríkisstjórnin, undirrituð sam- Þessi mynd var tekin við undirritun samkomulagsins í Alþingishúsinu í gær. Við enda borðsins situr Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, ásamt þremur öðrum ráðherrum. Til hægri eru m.a. Gunnar Friðriksson formaður FÍI, Björgvin Sigurðsson framkvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bandsins og Benedikt Gröndal, formaður þess en til vinstri má m.a. sjá Óskar Hallgrímsson og Hannibal Valdimarsson forseta Asl. — Ljósm. Mbl. ÓI. K. M.) Fyrsti fundur við nýju borðið í dug Washington, Saigon, 17. jan. AP, NTB. FYRSTI fundur fulltrúa Banda- ríkjamanna, S-Vietnam, N-Viet- nam og Þjóðfrelsishreyfingarinn- ar, hefst væntanlega í París á morgun, laugardag. Víða hefur verið látinn í ljós fögnuður yfir því að þetta flókna deilumál virð ist hafa fengið farsælar lyktir. í Saigon ræddi Bunker am- bassador Bandaríkjanna þar, við Thieu forseta í tvær klukku- stundir í morgun. Viðstaddur var einnig Abrams, yfirmaður Banda ríkjahers í Suður-Vietnam. Er álitið, að þeir hafi m.a. rætt samkomulagið um lögun samn- ingaborðsins og væntanlegan brottflutning lið.s Bandaríkja- manna frá Vietnam. Þrír sovézku geimfar- anna lenfu í gœr — Lendingin tókst mjög vel — Volynov einn ettir úti í geimnum kerfi geimfarsins væru trygg og örugg, og hefðu fært geimfar- ana mjúklega til jarðar, þar sem Framhald á bls. 33 Moskvu, 17. jan. — NTB AP. SOVÉZKA geimfarið „Soyus 4“ hefur lent á sovézku land- T ékkóslóvakía: Fjórtán stúdentar ætla að brenna sig til bana Líðan Jans Palachs mjög slœm í gcer Prag 17. jan. — AP lins Jans Palachs sem reyndi HÁSKÓLASTÚDENTAR í að brenna sig til bana á Prag birtu í dag ljósprentað Wencelastorgi í gær. Sam- eint. af kveðjubréfi students- | kvæmt síðustu AP-fréttum er líðan Palachs mjög slæm og læknar telja aðeins litlar líkur á því að hann lifi af. Læknar segja, að Palach hafi hlotið alvarleg brunasár um nær allan líkamann. í bréfi stúdentanna segir, að hópur sjálfboðaliða, 15 að tölu, hafi ákveðið að fremja Framhald á bls. 3 svæði og heppnaðist lending- in vel. Geimfararnir þrír, Sjatalov, Jelisejev og Krunov eru sagðir við beztu heilsu. Moskvuútvarpið sagði, að lendingin hefði átt sér stað kl. 07:52, og farið að öllu sam- kvæmt áætlun. Geimfarið hefði lent þar sem því var ætlað, um 40 km. NV af Karanganda í Kazakhstan. Er geimfararnir þrír bjuggu sig undir komuna inn í gufu- hvolfið á ný, settu þeir öll vís- indatæki í lendingarhluta geim- farsins, sem leystur var frá eftir að Sjatalov hafði stýrt „Soyus 4“ inn á lendingarbraut með aðstoð sjálfvirkra tækja. „Lengingarfarið nýtti flugeig- inleika sína við lendinguna“, sagði í Tass-frétt, sem einnig sagði að fallhlífa- og lendinga- Veldur pillan óiriósemi? London 17. janúar. AP. I ÞEKKTUR brezkur sérfræff- . ingur í kvensjúkdómum, dr. Vemon Bailey, prófessor viff háskólann í Manchester, segir í grein í málgagni læknafé- lagsins þar i landi, aff notkun ' Pillunnar kunni aff valda ófrjé semi hjá konum, sem taka | hana um langan tíma. Prófess- orinn segir aff PiIIan geti vald ' iff truflun á starfsemi eggja- stokkanna þegar hún er tekin lengi, og þar meff minki lík- I ur viffkomandi kvenna til aff verffa barnshafandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.