Morgunblaðið - 18.01.1969, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1969
3
Ellefu manna er enn saknað eftir flugslysið við Los Angeles, þegar SAS-þotan Sverre Viking
fórst á dögunum, og engar líkur eru taldar á því að nokkur þessara ellefu hafi komizt lífs af.
Myndin sem hér birtist er tekin af flugvélarflakinu úr lofti, nokkru eftir að slysið varð. Aftur-
hluti þotunnar sökk fljótlega og er álitið að flestir þessara ellefu hafi ekki komizt út úr vélinni.
- 300 MILLJÖNIR
Framhald af bls. 1
þær kallaðar til sameiginlegs
fundar í Reykjavík, þegar er
þær hafa verið skipaðar.
3. Stofnuð skal Atvinnumála-
nefnd ríkisins, skipuð 9 mönnum.
S'kulu 3 valdir af Vinnuveitenda
sambandi íslands, 3 af Alþýðu-
sambandi íslands og 3 af ríkis-
stjórninni, og skipar hún einn
þeirra formann nefndarinnar.
4. Atvinnumálanefnd ríkisins
skal hafa með höndum athugun
á öllum skýrslum og tillögum,
sem henni berast frá atvinnu-
málanefndum kjördæmanna, og
skal á grundvelli þeirra eða að
eigin frumkvæði taka ákvarðanir
um úrbætur í atvinnumálum
eftir því, sem á hennar valdi er,
og gera tillögur til ríkisstjórnar,
fjárfestingarsjóða, annarra lána-
stofnana og annarra aðila, er hlut
kunna að eiga að máli, í þeim
tilgangi að útrýma því atvinnu-
leysi, sefh nú hefur orðið, og
efla heilbrigðan atvinnurekstur
svo að atvinna sé betur tryggð
í landinu í framtíðinni. Um sinn
skal Atvinnumálanefnd ríkisins
L. Luvisi. Ragnar Björnsson.
9. tónleikar Sinfoníu-
hljómsveitarinnar
Bandarískur einleikari með hljómsveitinni
9. tónleikar Sinfóníulhljómsveit
ar íslands og hinir síðustu á
fyrra misseri verða haldnir í
Háskólabíói fimmtudaginn 23.
janúar kl. 20.30. Stjórnandi verð
ur Ragnar Björnsson, en einleik
ari Lee Luvisi frá Bandaríkjun-
um. Á efnisskrá er Molda úr
„Föðurland mitt“ eftir Smetana,
Píanókonsetrtnr.21 í C-dúr K. 467
eftir Mozart og Sinfónía nr. 2 í
D-dúr op. 43 eftir Sibelius.
Píanöleikarinn Lee Luvisi er
fæddur í Bandaríkjunum 1937 og
stundaði tónlistarnám við Curtis
Institiute í Fíladelfíu, en meðal
kennara hans voru Serkin og
Horszowski. Hann útskrifaðist
(þaðan árið 1957 og sama ár var
hann skipaður kennari við þann
skóla, þá aðeins 20 ára að aldri.
Meðal nemenida hans mæitti nefna
Peter Serkin, sem hingað kom
nýlega og lék með hljómsveit-
inni. Síðan 1962 hefur Luvisi
kennt við tónlistarháskólann í
Louisville. f samkeppni um píanó
leik sem háð var í Brússel 1960
og kennd er við Elísabetu drottn
ingu, vann Luvisi til verðlauna.
Hann hefur haldið sjálfstæða tón
leika í nær öllum helztu borgum
Bandaríkjanna og leikið með
fremstu hljómsveitum þar í landi.
Hingað kemur Luvisi frá Evrópu
þar sem-hann hefur haldið sjálf-
stæða tónleika, m.a. í London,
og leikið með hljómsveitum.
Þessir tónleikar eru hinir
síðustu á fyrra misseri og er því
nauðsynlegt að endurnýja miss-
erisskírteini. Er áskrifendum ráð
lagt að tilkynna um endurnýjun
nú þegar, en síðasti söludagur
skírteina er 29. janúar.
Fyrstu tónleikar síðara miss-
eris verða 6. febrúar og verður
þá flutt verkið „Óður jarðar“
eftir Mahler. Stjórnandi verður
dr. Róbert A. Ottósson, en ein-
söngvarar Ruth Little Magnús-
son og John Mitchinson.
fyrst og fremst miða tillögur sín
ar og ákvarðanir við það, að sem
fyllst nýting fáist á þeim at-
vinnutækjum, sem fyrir hendi
eru í landinu.
5. Ríkisstjórnin beitir sér nú
þegar fyrir öflun fjármagns að
upphæð 300 millj. kr. til atvinnu
aukningar og eflingar atvinnu-
lífs í landinu, og skal Atvinnu-
jöfnunarsjóður samkvæmt
ákvörðunum Atvinnum'álanefnd-
ar ríkisins verja þessu fé til lána
til atvinnuframkvæmda, er að
öðru jöfnu leiða til sem mestrar
atvinnuaukningar og eru jafn-
framt arðbærar, en geta ekki
fengið nægilegt fjármagn frá fjár
festingarsjóðum og öðrum lána-
stofnunum. Við veitingu lána og
styrkja til atvinnufyrirtækja skal
einnig hafa í huga hagkvæmni
í uppbyggingu hinna einstöku
atvinnugreina. Heimilt skal að
veita styrki til greiðslu tækni-
legra athugana og unldirbúnings
og í sérstökum öðrum tilvikum,
sem nánar verður kveðið á um í
starfsreglum nefndarinnar. Styrk
veitingar og lánskjör skulu háð
samþykki allra nefndarmanna,
þeirra er fund sækja, þegar
ákvarðánir eru teknar. Nefndin
setur sér hið fyrsta nánari starfs
reglur, þar á meðal um veitingu
lána og styrkja.
6. Starfstími Atvinnumálanefnd-
ar ríkisins skal vera til ársloka
1970 og skulu þá skuldir vegna
lána- og styrkjastarfsemi nefnd-
arinnar svo og eignir í skulda-
bréfum og reiðufé teljast til At-
vinnujöfnunarsjóðs.
7. Aðilar þessa samkomulags eru
sammála um nauðsyn þess að
stuðla að aukningu atvinnu og
eflingu atvinnulífsins með því að
tryggja atvinnuvegunum nægi-
legt rekstrarfé, stuðla að sem
beztri hagnýtingu framleiðslu-
getu höfuðatvinnuveganna og
vinna að nýtingu orkulinda lands
ins og þróun nýrra atvinnu-
greina. Meðal þeirra aðgerða,
sem þýðingarmiklar eru í þessu
skyni, telja aðilarnir aukningu
rekstrarlána, þar á meðal fram-
leiðslu- og samkeppnislána til iðn
aðarins, útgerð togara og báta,
sem legið hafa í höfnum, fram-
'kvæmd skipaviðgerða og ný-
smíði skipa innanlands og aðrar
ráðstafanir til að auka hlutdeild
iðnaðarins í innlendum markaði
og útflutningi. Mun Atvinnu-
málanefnd ríkisins fjalla um
þessi atriði og eftir atvikum gera
um þau tillögur til ríkisstjórnar-
innar.
8. Þá eru aðilar þessa samkomu-
lags sammála um, að gera þurfi
sérstakar ráðstafanir til að afla
fjármagns til Byggingarsjóðs rík
isins til að flýta fyrir byggingu
þeirra íbúða, sem nú eru í smíð-
um,og að leita verði Byggingar-
sjóði nýrra tekjustofna.
Flenso við
bæjardyr Dnnn
DÖNSKU blöðjn segja þessa dag-
ana, að Hong Kong-flensan, eða
Maó-flensan, sé nú við bæj'ar-
dyrnar, og muni að öllum lík-
indum verða sáralítið til af bólu-
efni gegn henni. Bóluefnamið-
stöð ríkisins hefur í marga mán-
uði unnið að því að framleiða
bóluefni, en gá igrunnvírus, sem
fenginn var frá Alþjóðlegu inflú.
ensustofniuninni, hefur reynzt af-
ar erfið viðfangs í ræktun, og
mun svo vera víðast hvar. —
Búizit er við að á næstu vikum
muni hálf milljón Dana legigjast
í inflúensu. ■
- TÉKKÖSLÓVAKÍA
Framhald af hls. 1
sjálfsmorð með þessum
hætti, einn í senn til að
mótmæla innrásini í landið
og „vekja þjóðina, sem sé á
barmi örvæntingar." Palach
segir, að honum hafi hlotn-
azt sá heiður að verða fyrst-
ur. Næsti sjálfboðaliði ætlar
að fremja sjálfsmorð 21. jan.
að því er Palach segir í bréf-
inu.
jan l’alach
Stúdentar sögðu í dag
að þær kröfur sem þeir
setji fram séu mjög ljós-
ar og við þeim megi ver'ða á
fáeinum mínútum. Þeir fari fram
á að ritskoðun verði afnumin og
blöð hernámsliðsins bönnuð.
Þeir segjast ekki hafa krafizt
brottflutnings hernámsliðsins,
þar sem stjórnin hefði þá ugg-
laust svarað því til að kröfur
þeirra væru óaðgengilegar.
Menntamálaráðherra Tékkósló
vakíu, Vilibald Bezicek, kvaddi
rektora háskólanna í Prag á sinn
fund í dag og sagði þar að stjórn
in myndi koma saman til að
ræða málið. í gærkvöldi ræddi
sérlegur sendimaður tékknesku
sambandsstjórnarinnar og for-
sætisráðherra Tékka, við fór-
ystumenn stúdenta um atburð-
inn.
Jan Palach er 2,1 árs að alldri
og nemur sögu og hagfræði við
Oharles-háskólann í Prag.
AP-fréttastofan saigði í kvöld,
að formaður tékkmesku rithöf-
undasamtakanna hefði flutt á-
hrifamikla sjónvarpsræðu í
kvöld, þar sem hamn beindi
þeim eindregmu tilmælum til
stúdenta og menntamanna að
þeir gripu ekki til þess óyndis-
úrræðis að svipta sig lifi. Hamn
sagði, að memn mættu ekki vera
svo svartsýnir, að þeir sæju eniga
aðra leið en þessa. Pormaðurinn
Jaroslav Seifert klökknaði marg
sinnis meðan hann hélt ræðuna.
Miðstjóm tékkneska kommún-
istaflokksins sat á fundi í dag
til að ræða atburðinn. Miklum
óhug hefur slegið á borgara
Téfckóslóvakiu og ókyrrð og
sfoelfinig virtist hafa gripið
um sig.
8TAKSTEI!\!AR
Nöldur miimihlutans'
Fulltrúar minnihluta flokkanna
í borgarstjóm Reykjavíkur
stunda mjög þá iðju að flytja til-
lögur um málefni, sem þegar hef-
ur verið unnið að, eru í athugun
eða í úrvinnslu. Þegar þeim er
bent á, að tillögur þeirra þjóni
engum tilgangi, þar sem málin
séu þegar komin á rekspöl, bregð
ast þeir hinir verstu við og telja,
að það sýni mannvonzku borg-
arstjómarmeirihlutans að vilja
ekki samþykkja tillögur þeirra. 1
augum fulltrúa minnihlutans virð
ist það engu máli skipta, þótt
slíkar tiliögur hafi þegar komið
tii framkvæmda, þeir telja aug-
sýnilega, að borgarstjóm eigi
þeirra vegna að gera ság að at-
hlægi. Þetta stöðuga nöidur
minnihlutaflokkanna í borgar-
stjórn Reykjavíkur er orðið held
ur leiðigjarnt og þess vegpia skal
þeim bent á, að til er afar einfalt
ráð til þess að fá betri undirtekt-
ir á borgarstjómarfundum en
þeir yfirleitt fá og það er að
flytja svolitið framlegri tillögur
en þeirra er vani og undirbúa
þær vel. Þá kann vel að vera,
að tillögugerð þeirra fái jákvæð-
ari undirtektir og þá er kannski
von til þess, að eitthvað dragi úr
leiðinda nöldri þeirra á hverjum
fundi borgarstjómar á fætur öðr-
um. B
Með og móti
Kristján Benediktsson, borgar-
fulltrúi Framsóknarflokksins,
vekur jafnan nokkra kátínu á
fundum borgarstjómar Reykja-
vikur með málflutningi sínum. Á
borgarstjómarfundi í fyrradag
var m.a. rætt um landanir tog-
ara heima og erlendis og fluttu
kommúnistar tillögu um, að tog-
arar skyldu undantekningarlaust
landa hér heima. Talsmenn Sjálf-
stæðisflokksins og Alþýðuflokks-
ins vöktu athygli á því, að erfitt
væri að setja svo afdráttalausar
reglur um þetta atriði. Kristján
Benediktsson flutti ræðu um
málið og kom greinilega fram í
henni, að hann var sömu skoð-
unar og talsmenn Sjálfstæðis-
flokksins og Alþýðuflokksins, að
hæpið væri að skylda togarana
til að landa jafnan heima, en hins
vegar lýsti Kristján yfir því, að
hann mundi greiða atkvæði með
tillögum kommúnista vegna þess
hversu ástatt væri. Hann greiddi
siðan atkvæði með tillögu, sem
hann hafði áður lýst yfir, að
hann væri efnislega á mótL
Hdvæi þögn
Enn hafa engar fullnægjandi
skýringar fengizt á þvi, hvernig
tengslunum milli Sósíalistafélags
Reykjavikur og Kommúnista-
flokksins er varið. Á það hefur
verið bent að skv. flokkslögum
mega meðlimir Kommúnista-
flokksins ekki vera meðlimir í
öðrum stjórnmálasamtökum. Nú
liggur það fyrir, að Sósíalista-
félag Reykjavíkur starfar enn
og jafnframt hafa komið fram í
kommúnistablaðinu skýrar yfir-
lýsingar um það, að ýmsir helztu
forustumenn hins endurfædda
Kommúnistaflokks hafa ekki séð
ástæðu til að segja sig úr Sósíal-
istafélagi Reykjavíkur. Þar með
eru þeir ólöglegir flokksmenn
Kommúnistaflokksins. Samt sem
áður hefur ekkert heyrzt frá
forustu Kommúnistaflokksins
um, að hún geri ráðstafanir til
þess að víkja þessum ólöglegu
meðlimum úr flokknum. Sú þögn
er býsna hávær.