Morgunblaðið - 18.01.1969, Qupperneq 17
MOKGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1969
17
Frá sveit til sjávar
GRUNDVÖLLUR hagsældar
og menningar í landi okkar er,
auk frelsis og fengsældar til
lands og sjávar, að ríkja megi
skilningur milli stétta og
starfshópa.
Til þess að svo megi verða
þarf að kappkosta, að fræða
um og gefa skýringar á þeim
viðhorfum og viðfangsefnum,
sem um er fjallað (hj á hverri
stétt á hverjum tíma. Stjórn
völdin þurfa einnig að ein-
beita kröftum sínum að því
að brúa bilið milli ólíkra
sjónarmiða.
Eitt aúmegin stefnumálum
Sjálfstæðiisflokksins hefir frá
uppbafi verið að sameina all-
ar stéttir þjóðfélagsins til ein
huga baráttu fyrir hagsæld
lands og lýðs. Hann hefir einn
flokka forðast að draga frem-
ur taum einnar stéttar en ann
arar. Hinir stjórnmálaflokk-
J arnir hafa ýmist verið byggð
ir upp innan einstakra stétta
eða leitast við að iskipa sér í
fylkingarbrjóst fyrir þeim.
Þannig hefir starfsemi þeirra
fremur leitt til sundrungar en
sameiningar meðal þjóðfélags
þegnanna.
Á grundvelli þessa þýðing-
armikla stefnumáls sjálfstæðis
manna að stétt skuli etanda
með stétt, viljum við taka fyr
ir í þætti þeim, sem hér hefir
göngu sína, ýmis málefni,
sem skýringa er þörf, allt frá
sveit til sjávar.
Ef litið er til stefnu Sjálf-
stæðisflokksins í landbúnað-
armálum hefir hún verið upp-
byggingarstefna og aldrei hef
ir verið byggt og ræktað
meira en frá því núverandi
ríkisstjórn tók við og sama er
að segja um vélvæðingu á öll
um sviðum.
Mikið hefir verið talað um
offramleiðslu Itndbúnaðar-
ins, en þeir, sem búa á þétt-
býlissvæðinu við Faxaflóa sjá
nú, þegar flytja þarf þúsund
ir lítra mjólkur að daglega,
að ekki má mikið út af bera
svo landbúnaðurinn eigi ekki
fullt í fangi með að sjá lands
mönnum fyrir neyzluþörfum.
Það þyrfti ekki annað að
koma til en ófært yrði til
Norðurlands, svo grípa þyrfti
til mjólkurskömmtunar í höf-
uðborginni.
Það 'hefir því verið heilla-
vænleg stefna að efla ræktun
og framfarir til sveita. Til
þess að menn geri sér grein
fyrir þessu má benda á, að á
áratugnum 1950-1960 var ár-
leg meðalræktun 2500 hektar
ar, en frá því Sj álfstæðisflokk
urinn tók við forystu í rækt-
unarmálunum ihefir árleg með
alræktun numið 5000 hektör-
um.
Fyrir 10 árum var innvegið
mjólkurmagn 69 þúsund tonn
en 1968 var hún 103 þúsund
tonn. Þessi aukning hefir því
aðeins verið möguleg að til
kom hin stóraukna ræktun.
En þrátt fyrir þetta er tek-
ið að bera á mjólkurskorti.
Augljóst er hvernig áistatt
hefði nú verið hefði þessari
stefnu ekki verið fylgt.
Vegna hinnar auknu rækt-
unar hafa áburðarkaup land-
búnaðarins stóraukizt. 1962
var gerð sú hagræðing að fela
Áburðarverksmiðjunni rekst-
ur Áburðarsölu ríkisins. Með
því sparaðist skrifstofu- og
mannahald í Reykjavík og
leiga á vörugeymslu, en starfs
lið Áburðarverksmiðjunnar og
húsakostur nýttist betur.
Forstjóri Áburðarverk-
smiðjunnar, iHjálmar Finns-
son, hefir reiknað út að spar-
azt hafi a.m.k. 10 milljónir
króna fyrstu þrjú árin eftir að
þessi breyting var gerð. En
líklegt að isparnaður seinni ár-
in hafi orðið allmiklu meiri,
en það mun verða reiknað út
og gefið upp síðar. Það gegnir
því mikilli furðu, að stjórn
Áburðarverksmiðjunnar skuli
hljóta vanþakklæti og hnútu-
kast fyrir að hafa lagt sig
fram um að veita kaupfélög-
unUm og öðrum langan gjald-
frest, eins og óskað var eftir.
Það skiptir vitanlega höfuð-
máli, að bændur hafa fengið
áburðinn á hagstæðasta verði
og með góðum greiðsluiskil-
málum.
Sparnaður, sem nemur tug-
um milljóna á 7 árum
vegna hagkvæmari rekst-
urs, skiptir einnig miklu máli
og mun viðurkenndur af öll-
um, nema þeim sem um þessi
mál rita og ræða óhugsað.
Framsóknarmenn hafa gert
gengistap Stofnlánadeildar
landbúnaðarins að umtalsefni.
Það er rétt að tap hefir
orðið vegna gengisfellinganna
1967 og 1968. En að þetta hef-
ir bitnað á stofnlánadeildinni
er arfur frá því að framsókn-
armenn voru við völd. Þeir
tóku erlend lán fyrir deildina
án þess að tryggja ráðstöfun-
arféð. Gengistapið hefir orðið
á þessum lánum. Eftir að
Sjálfstæðisflokkurinn tók við
landbúnaðarmálunum hefir
einungis verið notað innlent
fjármagn vegna lána til ein-
stakra bænda. Erlendu lánin,
sem deildin hefir tekið, hafa
verið lánuð félagssamtökum
með gengistryggignu, og hefir
Stofnlánadeildin því ekki orð-
ið fyrir neinu tapi af lánum
síðari ára. Framsóknarmenn
skiluðu lánasjóðum landbún-
aðarins gjaldþrota. Sjálfetæð-
ismenn beittu sér fyrir lög-
gjöf til uppbyggingar stofn-
lánadeildinni og sem gera
hana færa um að lána til bygg
inga, ræktunar og vélakaupa
með hagstæðum kjörum.
Gjald bænda til stofnlána-
deildarinnar er svipað og þeir
hafa nú þegar greitt til Bænda
hallarinnar. Hafa framsóknar-
menn aldrei talið það gjaid
eftir.
Þrátt fyrir gengistap, af van
rækslu frá fyrri árum, mun
stofnlánadeildin, vegna hyggi
legrar forystu halda áfram að
byggjast upp og verða sterk
stofnun og ómetanleg lyfti-
stöng fyrir landbúnaðinn.
— Ástralíuíerðir
Framhald af bls. 15
rfki veraldarinnar. Þetta er úr-
lendingar gátu hughreyst sjálfa
sig og aðra með því að segja:
„þreyjum þorrann og góuna, þá
ber kýrin,“ en ég held að í dag
ætlist enginn til slíks þolgæðis,
— eða úrræðaleysis. Nú getur
hver sæmilega menntaður maður
sjálfur borið saman lífskjör
manna um ailan heim, og kosið
þann dvalarstað, sem hann telur
sér henta. Ég mundi engan hvetja
til að hverfa úr landi. Ég get
þó ekki fullyrí að hvergi í heim-
inum sé betra að vera en hér.
Það er hverju orði sannara að
stórkostlegar framfarir hafa orð
ið á fslandi á síðustu áratug-
um, en ég kem ekki auga á hvern
ig þjóðin hefði haldist hér við
og varðveitt sjálfstæði sitt ef
hún hefði kosið að standa utan
við þá menningar- og tækni-
strauma, sem á þessu sama tíma-
bili, hafa farið um öll þau lönd,
sem háþróuð eru kölluð. Um hitt
má svo endalaust deila, hvort
uppbyggingin hafi orðið öllum
þegnum þjóðfélagsins eins hag-
sæl og efni stóðu til. Sennilega
kemur flestum saman um að við
höfum farið gálauslega með
miklar gjafir margra góðra ára,
en ég held að hinn óbreytti heim
ilisfaðir, sem stritað hefur fyrir
sem beztri afkomu sinni og sinna
eigi þar minni sök en þeir, sem
vegna aðstöðu sinnar, vitsmuna
og þekkingar hefðu átt að vera
leiðbeinendur. Allt of margir
þeirra virðast hafa hugsað mest
um eigin hag. Þessvegna minn-
ir margt í marglofaðri uppbygg
ingu meira á kýli en heilbrigt
hold á þjóðanlíkamanum. Ég get
af nokkurri reynslu talað um
sársaukann, sem fylgir því að
sjá marga vini hverfa úr landi,
en svo eigingjarn er ég þó ekki
að ég kasti grjóti á eftir þeim
fyrir tiltækið. Það mega þeir
menn ekki heldur gera, sem hafa
forustuhlutverki að gegna meðal
þjóðarinnar. Hefndarráðstafanir
og blekkingar leysa engan vanda
Sagan hefur sýnt að þeir, sem til
Ameríku fluttu á sínum tíma,
voru engu lakari íslendingar en
þeir, sem heima sátu, og von-
andi verða þeir, sem nú flytja
ti'l Ástralíu, á sama hátt til sóma
fyrir iland okkar og þjóð. f því
ikapphlaupi um lífsþægjndi, sem
nú einkennir mannlífið er til-
gangslaust að tala um tíma-
bundna erfiðleika eða að betra
verði að búa á fslandi, þegar íbú
arnir verða orðnir fjögur —eða
átta-hundruð þúsund. Fjölskyldu
faðir, sem ekki sér sétr mögu-
legt að sjá sómasamlega fyrir
fjölskýldu sinni, leitar þeirrar
úrræða, sem hann telur fljót-
SAMKOMUR
K.F.U.M. á morgun:
Kl. 10,30 f. h. Sunnudaga-
skólinn við Amtmannsstíg. —
Drengjadeildirnar í Langa-
gerði og í Félagsheimilinu
við Hlaðbæ í Árbæjarhverfi.
Barnasamkoma í Digranes-
skóla við Álfhólsveg í Kópa-
vogi .
Kl. 10,45 f. h. Drengjadeild-
in, kirkjuteigi 33.
kl. 1,30 e. h. Drengjadeild-
irnar við Amtmannsstíg og
drengjadeildin við Holtaveg.
Kl. 8,30 e. h. Almenn sam-
koma í 'húsi félagsins við Amt
mannsstíg. Ástráður Sigur-
steindórsson, -skólastjóri talar.
Einsöngur. — Allir velkomnii.
FÉLAGSLÍF
Víkingar, knattspyrnudeild.
Meistara- og 1. flokkur, úti-
æfing sunnudaginn 19. janúar
'kl. 1,15. Mætið stundvíslega.
Nefndin.
Fjaðrir, fjaðrablöð, hljóðkútar
púströr o. fl. varahlutir
í margar gerðir bifreiða.
Bílavörubúðin FJÖÐRIN
Laugavegi 168. - Simi 24180.
KVENKLOSSAB
hvítir, bláir og rauðir eru
nýkomnir.
Heildsölubirgðir:
Lárus Jónsson,
heildverzlun.
Sími 37189.
SAMKOMUR
Heimatrúboðið
Almenn samkoma á morgun
kl. 20,30. S un nud a gaskó lin n
■kl. 10,30. Verið velkomin.
virkust. Útflytjendahóparnir
ættu öllu öðru fremur að vekja
leiðandi menn til umhugsunar
um hvort þjóðin sé að dragast
aftur úr í kapphlaupinu um lífs-
gæðin og kemur þá ekki aðeins
til greina magn þeirra, heldur
einnig meðferð og mat á þeim.
Það væri t.d. vert að hugleiða,
hvort jafnvægi sé í uppeldi til
þekkingar og til siðgæðisþroska
því, eins og góðskáldið sagði:
„sjálft hugvitið, þekkingin hjaðn
ar sem blekking, sé hjartað ei
með, sem undir slæir“.
Það er sannlleikur, sem minn-
ir á, að ekkert er þjóðinni meiri
auður en menn, sem nota sín
gæði til lofs gjafara allra góðra
hluta og meðbræðrum sínum öil
um til sem mestrar farsældar.
Op/ð í kvöld
frá kl. 9 — 2
S/MI 8-35-90
Steingrímur Bened'iktsson.
V estmannaey jum.
S T AP I
FLOWERS
leika og syngja í kvöld.
Silfurtunglið
JÚDAS
skeminta í kvöld.
Fyrirtækja-bílstjórar.
4
4
4
4
4
4
v
4
4
4
4
i
HOT<íl ÍMS {
SÚLNASALUR
HLJÓMSVEIT
RAGISIARS BJARIMASOIMAR
skemmtir.
OPfÐ TIL KLUKKAN 1. f
Borðpantanir í síma 20221 eftjr kl. 4.
GESTIR ATHUGIÐ að borðum er aðeins
haldið til kl. 20,30.