Morgunblaðið - 18.01.1969, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1969
leið og hún sléttaði úr pilsinu
sínu.
Flugmaðurinn elti hana eftir
iganginum og hvíslaði með ein-
hverju sem hún hélt vera ástr-
alskan hreim.
— Þessi kona . . .hún hefur
verið hágrátandi lengi og henni
virðist vera kalt. Það er autt
sæti við hliðina á henni. Þér er
betra að aðgæta, hvað þú getur
gert.
Lísa fann konuna, sem hnipr
aði sig saman undir teppi og
skalf, enda þótt nægilega heitt
virtist vera í káetunni. Hún
var líkust barni, þar sem hún
hnipraði sig saman og leit ótrú-
lega vesældarlega út. Lísa laut
niður að skjálfandi konamni.
— Get ég náð í eitthvað handa
þér? Ertu veik? hvíslaði hún
lágt, en fékk ekkert svar. Hún
dró teppið ofurlítið til hliðar og
þuklaði á höndunum á konunni.
Þær voru líka ískaldar og eins
og á barni, nema hvað stórir
hringar voru á fingrunum.
Lísa dró teppið upp yfir axl-
irnar á konunni og flýtti sér
að seilast eftir fleiri teppum,
sem hún sveipaði um þennan
veikbyggða líkama. Hún gat ekki
annað haldið en að konan skildi
Lærið
INNANHÚSS ABKITEKTUR
í frítíma yðar — bréflega.
Engrar sérstafcnar menntuinar er krafizt af þfájtttafcendum.
Skemmtilegt sitarf, eða aðeims tiil eigin peirsónuilegra nota.
Námskeiðið fjal'lar m.a. um: húsigögn og sikipulag þeirra,
liti, lýsiinigu; ligt þar u;ndi,r listiðnað, gamilan og nýjan stíl,
plöntur, samröðuin, nýtíziku eldhús, gólflaignitngar, vegg-
fóðrun; vefnaður þar undir gólfteppi, álklæði og gilugiga-
tjöld ásamt hagsýni o. fl.
Sendið afklippinginn — eða hringið BY6821 — og þér fáið
allar upplýsingar.
Ég ósika, án sikuldbindinga að fá sendam bækiling yðar
um innanhússarkitektunnámskeið.
Nafn ...........................................
Staða ...........................................
Heimili ...........................................
Akademisk Brevskole,
Badstuestræde 13, Kþbenihaivn.
M. B. 17/1. ’69.
ER LJÚFIIR
DRVHRUR
alls ekki ensku. Hún flýtti sér
fram í eldhúsið og hiellti heitri
mjólk úr hitabrúsa í glas, hrærði
sykri út í bana og fór svo með
hana til konunnar.
Aðstoðarflugmaðurinn stóð í
ganginum og horfði á. Konan
reyndi ekkert til að taka við
glasinu, en lofaði samt Lísu að
gefa sér mjólkina í smáum sop-
um. Hún var þakklát á svipinn
og opnaði dökk augun, deplaði
þeim til Lísu, ýtti svo glasinu
frá sér og tautaði í hálfum hljóð
um: — Merci, merci!
Hún var hætt að gráta oghall
aði sér nú aftur með augun
lokuð og virtist róleg og hvíld.
Lísa snerti kinnina á henni með
fingurgómi og fann, að hún var
heit. Eftir að hafa horft á kon
una stundarkorn, gat hún heyrt
það á djúpum og reglulegum
andardrætti hennar, að hún var
sofnuð. Flugmaðurinn horfði enn
á þær úr dyrunum að stjó-rnklef
anum. Hún benti á sofandi kon-
una, gerði síðan merki með þum-
alfingrinum og h-ann gaf merki
á móti og gekk síðan út um
dyrnar.
Það var þegar farið að birta
og sumir farþegarnir voru farn
ir að vakna og teygja úr sér.
Lísa gekk aftureftir, tók hrein-a
skyrtu úr töskunni sinni, enn-
fremur svampapokann sinn og
læddist inn í snyrtiherbergið.
Hún þvoði sér í snatri, skvetti
á sig ofurlitlu ilmvatni, burstaði
hárið á sér rækilega, setti á si-g
duft og varalit og var nú glað-
vöknuð.
Hún ákvað að reyna að hita
sér kaffibolla, áður en hún tæki
til við m-orgunverðinn handa
farþegunum, en þegar hún kom
fram í eldhúsið gramdist henni
það dálítið að hit-ta flugmann-
inn þar fyrir.
■— Nú, er þá þessi _útlend-a
kona vöknuð aftur? Ég skal
koma strax, sagði Lísa, en hann
flýtti sér að fullvissa hana um,
að allt væri í lagi og farþeginn
svæfi enn vært.
— Mér datt bar-a í hug, að
þú værir að hita morgunkaffið,
sagði hann og glotti nú í fyrsta
sinn Þetta var viðkunnanlegt
-andlit, fannst Lísu, og hún var
ekki 1-engur neitt reið.
Hún ásetti sér að fræðast eitt-
hvað meira um hann af Benny,
þegar hún væri búin -að sækja
skilríkin í Damaskus. En þetta
reyndist óþarfi, því að meðan
þau voru að drekka kaffið, sagði
hann henni allt það helzta um
sjálfan sig.
Hann hét Peter Fraser og var
Nýsjálendingur frá Christchurch
á suðureynni, þar sem foreldrar
hans stunduðu fjárbúskap. Hann
hafði verið flu-gmiaður í um það
bil fimm ár, en ætlaði að hætta
því bráðlega og snúa sér aftur
að búskapnum. En þó ekki fyrr
en hann væri búinn að fljúga
nýju, amerísku þotunni, siem fé-
lagði átti í pöntun. Og það þýddi
aftur nokkurra vikna framhalds
nám í Bandaríkjunum. Og hann
ætlaði sér ekki að missa af því,
hvað sem í boði vseri.
Foreldrar hans mundu vera
fegin, að samningurinn hans var
bráðum úti, en það voru þau,
sem höfðu hvatt hann til að fara
til Englands, fyrst þegar hann
fékk flugdelíuna. Kannski höfðu
bau ekki tekið það með í reikn-
inginn, hve lengi hann yrði að
verða því afhuga aftur. Enhann
elskaði föðurland sitt og vissi
að hann mátti telja sig heppinn
, ÁLFTAIJÝRI7
BLOMAHUSID
simi 83070
Opið alla daga öll kvöld og
um helgar.
Blómin, sem þér ihafið ánægju
af að gefa, fáið þér í Blóma-
húsinu.
— Hafið þið ilmvatn sem heldur karlfuglunum í hæfilegri
fjarlægð.
að hafa eitthvað að hverfa að,
sem sé þennan stóra búgarð.
Hvergi í heiminum væri annað
eins loftslag. Kannski mundi
hún einhverntíma fá tækifæri til
að sjá og sannfærast.
— Hvað heitirðu annars?
spurði hann um leið og hann
hel'lti í bollann aftur.
— Lísa.
— Lísa, Hjálpi mér! Það er
fallegt nafn. Ég held ég hafi
aldrei rekizt á það nafn fjrrr.
Hvernig líkar þér þetta tilbreyt
ingarlausa flug, Lísa?
— Ennþá líkar mér það ágæt-
lega, en þú ætttir heldur að
spyrja mig dálítið seinna. Ef ég
fer ekki að undirbúa morgun-
verðinn, þá drepa þjónarnir
mig áreiðanlega.
— Láttu ekki þá blábjána
komast upp með neitt múður.
Það var gaman að skrafa við
þig. — Sé þig seinna, sagði
hann.
Hann roðnaði ofuri'ítið við
þetta meinlausa afsvar hennar,
en dokaði enn við. —Get ég
hjálpað þér nokkuð?
—Nei, mér finnst alltaf betra
að hjálpa mér sjálf.
Þessi síðustu orð hennar
gerðu illt verra. Hann var móðg-
aður á svipinn. Bara að hann
gæti nú farið og lofað henni að
tak-a til starfa. Hún ýtti niður
snerlinum, en ekkert ljós kom.
Peter Fraser stakk sér enn inn
um áður en hann kveikti aft-
ur. Ljósin sýndu nú að eldavél-
arnar voru að hitna og hann
flýtti sér -að hverfa, án þess að
líta á hana aftur.
Hún beit á vörina yfir þess-
ari heimsku sinni og tók nú til
starfa og stakk bökkum með
fleski og pyilsum inn í eldavél-
ina. Henni tókst líka að hafa
nokkra bakka tilbúna, áður en
Benny og hinn þjónninn komu
inn í eldhúsið.
— Hægan, hægan, snertu ekki
við Fraser flugmanni. Hann er
einkaeign hennar Joy, sagðiJoe,
hinn þjónninn. Joy var önnur
flugfreyja, sem Lísa var enn
ekki farin að hitta.
— Hann kom hingað og var
að sníkja sér kaffibolla. Hvað
átti ég svo sem að gera? Fleygja
honum út, eða hvað? En hef ég
byrjað rétt á þessum morgun-
mat?
— Já góða mí-n, það er allt
í lagi. Ég var bara að gefa þér
TIL SÖLU
Lóð í Skerjafirði, undir 4 keðjuhús.
SVERRIR HERMANNSSON
Skólavörðustíg 30. — Sími 20625.
Kvöldsími 24515.
Hrúturinn 21. marz — 19. apríl
Nýsambönd bjóðast allsstaðar, en varlega skal farlð í allt þess
háttar.
Nautið 20. apríl — 21. maí
Þolinmóður! Láttu þér nægja simákynningu, sem síðar getur
leitt til nánarí samskipta.
Tvíburarnir, 21. ma' — 20. júní.
Fólk sem er fjarstatt, íeggur rétt mat á menntun og krafta
þína. Þér hættir til að áfellast aðra.
Krabbinn 21. júní — 22. júlí
Tómstundaiðjan er ofarlega á baugi. Farðu snemma í hátt-
inn
Ljónið 23. júlí — 22. ágúst
í dag gengur þér félagslega vel.
Meyjan 23. ágúst — 22. september
Reyndu að vera sem mest eimn öf það ekki tekist, reyndu
þá að halda þér sem mest fyrir utan deilur.
Vogin 23. september — 22. október
Reyndu að vera ungur í an-da. Skipztu á skoðunum vlð and-
stætt fólk.
Sporðdrekinn 23. október — 21. nóvember
Það er komið strok I þig. Flakkaðu kannski dálitið, en láttu
langferðina bíða. Ættingjar koma þér á óvart
Bogmaðurinn 22. nóvember — 21. desember
Þú færð skyndilegan innblástur, og eitthvað er að keppa að.
Steingeitin 22. desember — 19. janúar
Treystu algerlega eigin dómgreind. Haltu í skildmgimn.
Vatnsberinn 20. janúar — 18. febrúar
Þér gengur alveg sæmiiega, em farðu hægt. Fólk er hörundsárt.
Fiskarnir 20. janúar — 18. febrúar
Þé gefst tækifæri á að endurbæta heimili þitt og lagfæra
betur em nokkru sinni fyrr!