Morgunblaðið - 18.01.1969, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1969
Íslandsmótið í körfuknatt-
leik hefst í kvöld
ÍSLANDSMÓT í körfuknattleik
1969 hefst í kivöld laugardag 18.
Góð aðsókn að
leikjum
Manchester U.
ÞRÁTT fyrir það að Manchester
United séu aðeins í sextánda
sæti í fyrstu deild er aðsóknin
að leikum félagsins þó langmest,
eða að meðaltali 54890. Liverpool
er næstefst að áhorfendafjölda á
heimavelli með 48149 og hitt
Liverpool-félagið Everton er
þriðja í röðinni með 47.240.
Arsenal hefur að meðaltali
40.795, sem er nokkuð lágt miðað
við gengi félagsins í keppninni
í ár. Chelsea, Tottenham, Leeds,
Manchester City, Coventry og
Newcastle koma næst í upptal-
innd röð.
jan. kl. 20 í fþróttahúsinu á Sel-
tjarnarnesi. Mótið verður sett af
form. KKÍ Boga Þorsteinssyni.
Er þetta fjölmennasta körfu-
knattleiksmót, sem hér hefur
farið fram. Taka þátt í því 560
ungir íþróttamenn og konur úr
15 íþróttafélö^um um land allt.
Þessir leikir fara fram í dag og
á morgun.
1. leikur 2. deild Breiðablik —
ÍKF.
2. leikur 4. fl. KR — Á.
3. leiikur 2 fl. ÍR — KFR.
Umsjón Ármann.
Sunnudagiur 19. jan. kl. 14
Hálogaland.
4. fl. C-riðill Á — KFR.
4. fl. C-riðill KR — ÍR.
3. fl. D-riðill Á — ÍR
2. fl. B-riðill ÍKF — KR.
2. fl. A-riðill Á — Breiðablik.
1. fl. ÍR — KR.
Umsjón KR.
Sunnudagur 19. jan. íþróttahús
Seltjarnarnesi kl. 20.
Mfl. 1. deild Á — KR.
Mfl. 1. deild ÍR — KFR.
Umsjón ÍS.
HG tekur
forystuna
BFTIR fremur slæma byrjun
í Danmerkurmeistaramótinu í
handknattleik hefur HG nú tek-
ið forustuna, að 11 leikjum
loiknum, og hafa hlotið 17 stig.
Stjernen hefur einnig 17 stig eft-
ir 11 leiki, en óhagstæðara marka
hlutfall og Árh.Us KFUM er í
þriðja sæti með 15 stig effir 10
leiki. í fjórða sæti er Skovbakk-
en með 12 stig, en önnur lið sem
íslendingar hafa haft samskipti
við Stadion ag Ajax eru í 7. og 8.
sætL
Tommie Smith og John Carlos mótmæla á verðlaunapalllnum
í Mexíkó.
Hrá egg og tómatar voru
vi&tökur OL-meistarans
— Tommie Smith hœttur keppni
TOMMIE Smith, gullverð-
launahafi í 200 metra hlaupi
á Olympíuleikunum í Mexí-
kó og einnig þekktur sem
þátttakandi í baráttu svert-
ingja, er nú í senn vonsvikinn
og hræddur. Hann er vonsvik
inn yfir viðtökunum sem hann
fékk er hann snéri heim frá
leikunum, og hræddur um
framtíð sína í Bandaríkjun-
um. Smith fékk ekkert gullúr
er hann kom heim frá sigur-
för sinni, heldur dembu af
hráum eggjum og tómötum.
Smith hefur sagt, að með
framferði sínu á Olympíuleik-
unum, hafi hann vænzt þess
að komast í innsta hring
„Blackpower".
— Móttökurnar í heimaborg
minni voru mér mikið áfall,
sagði Tommie SmitJh í viðtali
við sænska blaðið „Se“, sem
er eina blaðið sem hann hef-
ur viljað eiga viðtal við, —
Þegar ég kom til Los Angeles
tóku fréttamenn blaða og sjón
varps vinsamlega á móti mér,
en það voru fremur vinir mín
ir í Lemoore, sem mig hlakk-
aði til að hitta. Það voru við-
brögð þeirra sem ég var
spenntur fyrir. „Negri“, hróp
aði evo fólkið, sem ég vonaði
að heilsaði mér hjartanlega.
Sumir báðu mig að fara til
Afríku, svo fljótt sem unnt
væri. Þessi orð voru mér
meira mótlæti og sársauki en
bráu eggin og tómatarnir sem
rigndu yfir mig.
En þrátt fyrir að Tommie
Smitih viti, að mótmælaað-
gerðir hans í Mexíkó, hafi
eyðilagt framtíð hans í Banda
ríkjunum, er hann ákveðinn:
— Við urðum að sýna heim
ínum við hvaða vandamál
svertingjarnir í Bandarikjun-
um eiga að etja. Þe.gar við
lyftum hanskaklæddum hönd
um okkar til himins, fannst
mér að við töluðum máli allra
svertingja í Bandaríkjunum.
Ég er stoltur af því sem ég
gerði. Engum hafði dottið það
í hug að svertingi vogaði sér
að mótmæla.
Gullverðlaunapeningurinn
sem Tommie Smitlh hafði með
sér frá Mexíkó, og hann
sýndi áður með stolti, hefur
nú verið lagður til hliðar inn
í skáp. I heiðurssessi á heimili
hans og hinnar hlédrægu
konu hans, 'hangir þess í stað
innrömmuð litmynd frá verð-
launaafhendingunni í Mexíkó,
tekin á því augnabliki er þeir
Tommie Smitih og John Carlos
reiddu kreppta hnefa sína á
loft.
Þetta verður jafnframt síð
asta íþróttamyndin af Tommie
Smith. Hann hefur ekkert æft
síðan leikunum lauk. Þjálfar-
inn vill ekki einu sinni tala
við hann lengur og fótbolta-
félagið í Los Angeles, sem
búið var að lofa honum samn-
ingi, hugsa ekki meira um
hann.
Prague. Tii vinstri er bezti miðherjinn í Tékkóslóvakíu 1959—
1964 Bohumil Tomasek, en til hægri er einn hávaxnasti liðsmaff-
ur Sparta, Zdenek Dou.sa (nr. 14).
Sparta Prag leikur
hér á miövikudag
— og blaðamenn leika við tyrsta
landsliðið í körtuknattleik
TÉKKNESKA körfuknattleiks-
liðið Sparta Prag, er kom við
hérlendis á leið sinni til Banda-
rikjanna, í desember og lék þá
við íslendinga, mun einnig koma
Við á heimleiðinni og leika við
íslenzka landslðið. Fer leikurinn
fram Laugardalshöllinni á mið-
vikudagskvöldið.
Leifcur Sparta Prag og lands-
liðsins, er fram fór í desember
þótti mjög skemmitilegur, en hon
um lyktaði með sigri Tékkanma
76:62 stigum. Sparta Prag er tal-
ið eitt af fremstu félagsliðum í
Evrópu í körfuknattleik, og því
kærkomið fyrir íslenzka unn-
Danir sigruðu
Norðmenn 19-18
„Bezta handiknattleiksþjóð Norð-
urlanda" er ekkj lengur óisigruð.
Norðmenn töpuðu fyrir Dönum
í landsleik er fór fram í Kaup-
mannahöfn í fyrrakvöld með
18:19, eftir mjög jafnan og harð-
an leik. í hálfleik var staðan 9:6
fyrir Dani. Norðmenn hafa verið
mjög sigursælir í 'handknattleik
að undanfornu og sigrað t. d.
bæði Svía og Dani. Töldu þeir
að dómarar leiksins, sem voru
finnskir, hefðu dæmt mjög illa,
og raunverulega fært Dönum sig-
urinn.
Flest mörk skoruðu fyrir Dani
Jören Graversen 6, og fyrir
Norðmenn Per Graver 5.
Sigurinn í fyrrakvöld var
Döruum mjög kærkominn, þar
sem þeir hafa ekkí unnið Norð-
menn í landsleiik sl. 3 ár.
endur íþróttarinnar að fá þá
hingað.
í hálfleik mun svo fram fara
kappleikur í körfuknattleik
milli fyrsta íslenzka landsliðsins
í körfuknattleik og blaðamanna.
Ætti að einnig að igeta orðið
skemmtilegur leikur, þar sem
blaðamennirnir h'afa áður unnið
hin „frækdleg.ustu" afrek m. a. í
knattspyrnu.
Landsliðsnefnd K.K.Í. hefur
valið ldðið sem leika á við Sparta
Prag á miðvikudaginn og verður
það þannig skipað:
Kolbeinn Pálsson (KR)
Kristinn Stefánsson (KR)
Gunnar Gunnarsson (KR)
Hjöntur Hansson (KR)
Brynjólfur Markússon (KR)
Þorsteinn Hallgrímsson (KR)
Sigmar Karlsson (ÍR)
Birgir Jakobsson (ÍR)
Jón Sigurðsson (Á)
Birgir Öm Birgis (Á)
Sigurður Heligason (KFR)
Þórir Magnússon (KFR)
Danmörk ísra-
el 19-8
FYRIR nokkrum dögum léku
Danir og ísraelsmenn landsleik
í handknattleik. Fór leikurinn
fram í Esbjerg og unnu Danir
auðveldan sigur 19:8. Leikurinn
þótti heldur lélegur og að sögn
tóku dönsku handknattleiksmenn
irnir hann ekki hátíðlega. Flest
mörk skoruðu Hans Jöngen 6 og
Verner Gaard og Arne Andersen
3 hvor.