Morgunblaðið - 26.01.1969, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.01.1969, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 1669. p > Simi 22-0-22 Raubarárstig 31 Hverfistötn 103. Siml eftir lokun 31160. IMAGIMÚSAR SKtPHOLT) 21 SWAAR21190 e#t»r tokun slmi 40381 BÍLALEIGAN AKBRAUT SENDUM SÍMI 8-23-47 ? BIJNAÐARBANKINN er bunki íólbsins Einangrun Góð plasteinangrun hefur hita leiðnistaðal 0,028 til 0,030 Kcal/mh. °C, sem er verulega minni hitaleiðni, en flest ðnn- ur einangrunarefni hafa, þar á meðal glerull, auk þess sem plasteinangrun tekur nálega engan raka eða vatn I sig. — Vatnsdrægni margra annarra einangrunarefna gerir þau, ef svo ber undir, að mjög lélegri einangrun. Véi hófum fyrstir allra, hér á landi, framleiðslu á einangrun úr plasti (Polystyrene) og framleiðum góða vöru með hagstæðu verði. REYPLAST H.F. Ármúla 26 - Sími 30978 PARKER STEYPUHRÆRIVÉLAR. fyrirliggjandi sérlega vandaðar STEYPUHRÆRIVÉLAR. fyrir múrara. ÞÚR HF REYKJAVIK SKÓLAVOROUSTÍG 25 í dag er bezt, að tveir kven- skörungar hafi orðið. Höfundur fyrra bréfsins (um ljóðalærdóm) er Þórunn Guðmundsdóttir, en böf undur síðara bréfsins er mjög þekkt kona hér í borg, sem því miður vill halda nafni sínu leyndu 0 Eiga börn að iæra ljóð? „Góði Velvakandi! í dálkum þínum hafa öðru hverju komið fram athugasemdir á þvi, hvort æskilegt sé, að böm og unglingar séu látin læra kvæði I skólum Allir hafia bréfritarar þessir talið kynni af ljóðum mik iis virði. Sama gildtr um skipu- leggjendur skólanáms. Spurning- in er þá sú: Hvernig verður bezt vakinn áhugi á ljóðum? Við, sem nú erum á elliskeiði, megum ekki láta viðhorf bemsku okkar villa okkur. Mér þótti gaman að læra kvæði og þylja þau. Gat ég þó aldrei haft lag. Mér virðist nú að þetta hafi verið eins konar and- leg söfnunarárátta. Kimni ég þvi snemma feikn af bundnu máli og hafði næmt brageyra. Skrítið er samt að ég hef aldrei haft gaman af bragfræði. Þótt aldur hafi færzt yfir mig hefi ég sízt dregið úr ljóðalestri en lítið gert að utanbókarlærdómi. Ég er nú 65 ára. Munu sálfræðingar telja að sjálfhætt sé námi á þeim aldri. En svo er alls ekki. Ég er ennþá eldfljót að læra. Ekki segi ég þetta til að gera lítið úr sálfræðingum og vizku þeirra, heldur hinum til uppörfunar, sem langar til að stunda eitthvert nám, en þykj- ast of gamlir til þess. Ég læri hins vegar ekki kvæði nú, af þvi að mér finnst það tilgangslaust nám. Sumir bókmenntamenn segja jafnvel, að kvæði sé að nokkru glatað þeim, sem hafi lært það utan bókar. Einn bókmenntafræð- ingur sagði þó, að eina ráðið, sem hann kynni til að kanna gildi ljóðs, væri að lesa það svo sem hundrað sinnum. Þyrfti les- andi þó ekki að vera bráðnæm- ur til að kunna talsvert í þvi. Bókmenntatræðingar og skáld segja nú svo margt skrýtið og skemmtilegt um skáldskap, sem betur fer stangast það svo mjög að fávis leikmaður í þeim efn- um trúir þvi, sem honum bezt þykir án of mikillar virðingar fyrir sérfræði. Nú á dögum (Ég nenni ekki að segja „í dag“ „today", eins og orðið er tízka) þurfa böm að læra miklu meira en fyrrum, svo sem allt tungu- málastaglið, sem nauðir reka smá þjóðir til að stunda vegna þess að stórþjóðirnar vilja ekki ein- föld og auðlærð alheimsmál. Skemmtanir eru líka íleiri og fjöibreyttari en áður. Ég er hrædd um, að of mörgum börnum og unglingum leiðist að læra ljóð og láti þau svo gjalda þess og líti ekki á þau framar. Svipa nauð- synjar rekur þau áfram við máal nám, en fái böm ekki áhuga á kveðskap, er ekkert sem knýr þau til að sinna honum. Ljóð og lög hafa verið lengi I góðum og göfugum tengslum. Ég tel sjálfsagt að lítil böm læri söngvísur við sitt hæfi og eldri börn og unglingar læri söngljóð þau, andleg, ættjarðar- og tæki- færisljóð, sem tilheyrir almennri menntun að kunna. Að öðru leyti álit ég að láta eigi ‘nemendur sjálfráða um það, hvort þeir læri ljóð utan bókar, það sjónarmið eigi eitt að ríkja, að vekja áhuga á lestri ljóða ljóðanna vegna. Að ferðir til þessa hljóta að geta verið margar og fjölbreyttar. Ekki hentar öllum kennumm það sama og enn þá síður nemendum. Mætti sannarlega sleppa ein- hverju af því síkindauða og sál- arlausa málfræðistagli, sem hef- ur tröllriðið barnaskólunum og fleirum reyndar í áratugi ognota tímann til lifandi ljóðakynning- ar og lesturs með sem frjálsleg- ustum hætti. Nemendur ættu að nokkm að fá að velja sér ljóð til að lesa og flytja, því sama hentar ekki öllum og fátt er fjöl- breyttara og einstaklingsbundnara en mat og aðdáun á ljóðum. Ég tel ljóðalestur og þá ánægju sem hann veitir sínum unnendum og iðkendum, hina beztu and- ans fróun og vörn gegn lísfleiða og tómleika. Hann gefur þeim innsýn í undraheim, sem hægt er að heimsækja næstum hvar sem er og hvernær sem er. Þeir geta hvarflað til og frá í tíma og rúmi og kynnst því, sem mann- legur hugur hefur magnaðast orð að um reynslu sína. Eðlllega óska ég okkar ungu kynslóð að hún læri að þekkja og meta ljóð sér til yndis og lífsfyllingar. En þessa dásamlegu hluti á að bera heimi á silfurbökkum í lokkandi um- búðum. Fyrir alla muni má ekki nota þau sem pyndingartæki. Ég vona að framtíðin veki upp frjórri aðfierðir en hingað til hafa verið um hönd hafðar. Hver þeirra, sem kemur barni á einhvern stíg til Ijóðheima, er góð, en aðrar ekki. Þórunn Guðmundsdóttir, Sundlaugavegi 28, Reykjavík." 0 Unglingar og mótmælagöngur „Sunnudag 5. jan 1969. Velvakandi góður! Má ég vera með, ég hef ekki fyrr sent yður pistil? Þótt aldrei hafi skort „guðspjall dagsins" til að leggja út af. Mig langar fyrst að minnast á mál dagsins í dag „Reykjavíkur- gönguna" og útifundinn á eftir. (M. a. o., er það rökrétt hugsun að tala um að borg gangi? Því ekki Reykvikingaganga?) Hvaða manndráparastefna ræð- ur því, að boðað er til lang- vinnra útivista á þeim tíma sem reynt er með ýmsu móti að halda háskalegri umgangspest I skefj- um? Með því að draga stórlega úr mannfundum, er verið að koma í veg fyrir að pestin breiðist svo ört út að hún lami atíhafnalíf borgarinnar og skapi vandræða- og allt að þvi neyðarástand á heimilum. Það eru þó inniskemmt anir, sem hafa verið afboðaðar, enn meiri ástæða virðist vera til þess, að aftra fólki frá að glæ- næpast úti í aftaka veðurhörku. Þangað sóttu þeir ylinn i .. .. er alkunnugt orðtæki, kannski það eigi að kynda upp kroppana að bolskrokkast gegn lögreglunni? En ekki komast þar allir að með pústra sína og spörk. Svo er að sjá að lögreglan sé fáliðuð, svo mikið er auglýst eft ir lögregluþjónum. Og jafnvel þótt lögreglan væri fullskipuð get ur starfslið hennar veikst af flenzu rétt eins og aðrir. Kannski bar- áttuaðferðir Birnu og annarra slíkra valkyrja hvetji ekki ungu og fjörmiklu menn til að vinna að löggæzlu á götum úti? En for dæma ekki þessar sömu stúlkur hinar frægu pyntingaraðferðir nas ista, sem beindust mjög að kyn- færum manna? Ég vona að þær geri það, þegar vígamóðurinn rennur af þeim. Og þær byggi þá að, hvað þeim sjáflum kem- ur vel, og ætti það ekki að þurfa nánari skýringar. „Jósep, Jósep, hvar er karl- manns lundin? var um eitt skeið og raunar alllengi sungið hér, þar var neyðaróp húsfreyju Pótifars látið brjótast út I ljóði, þegar hún átti í sínu heimsfræga sitriði í deyfðina í Jósep. Var ef til viÚ boðað til þess- arar göngu með árangri til þess að Bima Þórðardóttir fengi tæki færi til að koma aftur í sjónvarp ið og í þetta sinn til að sýna sig sem glæsilegan ræðuskömng og réttlætishetju? Ekki veitir af að konur láti að sér hveða í þessu karlmannaþjóðfélagi hé.r En er til of mikils mælzt að þær geti kvenlegs virðuleika, og hafi I huga, að fram til þessa tíma hef- ur „Fósturlandsins freyaj“ þótt sæmdarheiti. Aðeins þrír af forkólfum Al- þýðusiambandsins hafa veitt hin um ungu fundarboðendum vernd sína og brautargengi, með nöfnum sínum. Er ekki hálf „lummó" að þeir skyldu ekki vera fleiri? Málefni fundarins eru þó allrar virðingar verð: 1. Verndun skoðanafrelsis á ís- landi og réttur til að koma skoð- unum á framfæri samkvæmt á- kvæðum stjórnarskrárinnar. (Er hún nú loksins fullbúin sú stjórn arskrá, sem svo báglega hefur tekizt að berja saman? Fróðlegt að vita, hvenær stjórnarskrár- nefndin skilaði störfum, og hvers vegna hefur verið svo hljótt um gildistökur þessarar stjórnar- skrár?) 2. Valdbeitingarstetfnu ríkis- stjórnarinnar í Kjaramálum verði hnekkt. (Húrra fyrir því!!! öll viljum við losna við uppvakn- inginn frá fyrri kreppuárunum, sem nú er tekinn að ríða húsum). Innrás erlendra auðhringa stöðv- ast. Mótuð þjóðleg stefna í efna- hagsmálum o.s.frv. (Heill fylgi þeirri æsku, sem vill belna 6- buguðu þreki sínu að stórátaki í slíkum stórmálum. Stórt orð Hákot. Það er ekki nóg að tala um að vera þjóðlegur heldur þarf að sýna það í verki. Nazistískar baráttuaðferðir eiga hér ekki við, þær eru ekki þjóðlegar heldur „útiendur andskoti"). Það þarf gott fólk til að skapa gott þjóðfélag. Ég vil leyfa mér að beina nokkrum spurningum til hinnar hugsjónaríku og réttlætis- þyrstu æsku, sem fór 1 mótmæla göngu á Þorláksmessu m. a. tU að þakka fyrir ,jólagjafirnar“ þ. e. verðhækkanirnar rétt fyrir jól- in. Studdi þetta unga fólk for- eldra sína til að standast þessar álögur? Sló það af kröfum sínum heima fyrir? Sýndi það hjálpsemi ástúðlegt viðmót, sem ætíð léttir böl manna? Því að á erfiðum tímum veltur mikið á sambúð og samstöðu. „í heimavarnarbaráttunni eign uðumst við beztu vinina", sögðu Norðmenn eftir síðustu heims- styrjöld. Nú reynir á þegnskap hinnar stríðandi æsku, lætur hún foreldra sína slita sér út og stofna tU skulda til að veita henni sömu veraldargæði og áður? Þakkar hún það, sem foreldrar leggja á sig til að veita börnum sínum betri menntun og ríkulegri heimili en, þeir áttu sjálfir kost á í æsku sinni? Mig uggir að þeir, sem mest létu að sér kveða í mótmælaað- gerðunum á Þorláksmessu hafl lítið dugað sínum nánustu við undirbúning jólahalds. Og kannski láðst að sýna þakklæti fyrir þær jólagjafir, sem þeim voru veittar heima fyrir, og margar kostuðu hina eddri sjálfsafneitun, jafnvel skort þess, sem til nauðsynja mætti teljast, svo sem skjólfatnað kannski varð að hætta við fyrir hugað spariifatakaup. Ég held að margir foreldrar hefðu ástæðu til að mótmæla van- þakklæti og vinnuleysi (heima fyr ir) þeim ungmenna, sem allt hef ur verið í sölurnar lagt fyrir. Og svo að endingu þetta: Sá, sem ætlar að bæta heiminn ætti að byrja á sjálfum sér. „Hvad du ævner kast av, í de nærmeste krav“, hvað Bjömsson. Skyldi ekki unga fólkið, sem brýst áfram gegn almennum vegfarendum með kröfuspjöld hafa hlaupist á brott frá óræktum skyldum heima fyr- ir? Þó að djarfmannlegt sé að bol skrokkast áfram með kröfuspjöld í pestar- og kuldatíð þá mætti segja mér, að þeir sem mintia æpa taki fremur til höndum við að „móta þjóðlega stefnu í efna- hagsmálum". Og í öllum bænum, þið unga fólk, sem telst komið til vits og ára, tryllið ekki unglingana gjör- samlega með ofstæki og óspekt- um æskulýðsfylkingtn, róttækir stúdentar og ungir sósíalistar ættu að geta fundið yngstu sam- herjunum einhver mannbætandi verkefni í baráttunni fyrir betri heimi. Samherji í baráttu fyrir betri þjóðarhag, og heimsfriði". — Þær pyntingar-aðferðir, sem bréfritari minnist á, að hafi við- gengist hjá nazistum þann rúma áratug, sem þeir fóru með völd hafa margsannanlega verið tíðk- aðar hjá kommúnistum, þar sem þeir hafa farið með völd í rúma fimm áratugi. — Stjómarskrá höfum við vit anlega, þótt endurskoðun hennar, nauðsynleg eða ekki nauðsynleg, hafi dregizt á langinn. AÐALFUNDUR Biíeiðaklúbbs Reykjovíkur verður haldinn í Golfskálanum við Öskjuhlíð á morg- un, mánudaginn 27. janúar 1969 kl. 8,30. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. Nýir félagar velkomnir. Ath.: Mætið stundvíslega. STJÓRNIN. Glæsileg einkabiireið Chevrolet Nova árgerð 1964 til sölu og sýnis að Grenimel 24 í dag. Til greina kemur að taka stutt skuldabréf sem greiðslu. Upplýsingar í síma 24493 í dag og í síma 24645 eftir helgi á skrifstofutíma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.