Morgunblaðið - 26.01.1969, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 26.01.1969, Blaðsíða 32
INNIHURÐIR i landsins mesta urvali 4At SIGURÐUR ELÍASSON HF. AUÐBREKKA 52—54, KÓPAVOGI. SUNNUDAGUR 26. JANUAR 1969 JlltirmmWníiiti AUCLYSINGAR SÍMI 22.4.80 Hægt væri að moka upp loðnu fyrir austan — Heldur sig á 10 mílna belti, 70-80 mílur frá landi MIKIÐ magn loðnu fannst í fyrrinótt 70 til 80 mílur rétt- vísandi út af Dalatanga. Rannsóknarskipið Árni Frið- rksson og Seley frá Eskifirði voru á leið upp undir landið, er skipin urðu loðnunnar vör. Hjálmar Vilhjálmsson, fiski- fræðingur á Árna Friðriks- syni, sagði í samtali við Mbl. í gær, að ef veður héldist, væri hægt að moka upp loðnu þarna á næstu dögum. Hún heldur sig nærri yfirborði og \ irðist ekki stygg. — Árni Friðriksson og Seley voru á leið upp undir landið, er við urðum loðnunnar varir, sagði Hjálmar. Vorum við þá staddir um 80 sjómílur réttvís- andi út af Dalatanga. Við höfum lítið farið hér um, en loðnan virð ist vera á u.þ.b. tíu mílna breiðu belti, 70 til 80 mílur frá landi. Frá því að við komum á þessar slóðir á milli klukkan 3-4 í nótt og fram til kl. 6 í morgun hélt loðnan sig upp undir yfirborði og niður á 50 til 60 metra dýpi. Voru torfurnar rólegar og virt- ust vel veiðanlegar, en við höfð um ekki útbúnað til að kasta á þær. Seley var aðeins með síldar nót og þorði ekki að kasta henni á loðnuna, en skipstjórinn stöðv aði skipið og kveikti á öllum ljósum, en loðnutorfurnar hreyfð ust ekkert við það. í nótt ætlum við að reyna að veiða í háf. — Er venjulegt, að loðnan sé á þessum slóðum um þetta leyti árs? — Það er raunar ekki vitað, því að hennar hefur ekki verið leitað hér um slóðir um þetta leyti. í fyrra leitaði Hafþór frá Neskaupstað loðnu í janúar, en hann mun ekki hafa farið svona langt frá landi. Hann varð ekki var við loðnu í líkingu við það Isem hér er. — Hve lengi eru líkur á að loðnan haldi sig á þessum slóð- um? — Loðnan kemur að líkindum ekki upp að landinu fyrr en hún er komin suður fyrir Hvalbak, en þangað yrði hún væntanlega komin snemma í febrúar. En ef veður helzt gott næstu daga, virðist mér, að hér væri hægt að fá mjög góða veiði. Sé ég ekkert því til fyrirstöðu, að hægt yrði að moka upp loðnunni. Island sigraði FYRRI landsleikur fslendinga og Spánverja var leikinn í gær. Úr- slit urðu þau að fsland sigraði með 24 mörkum gegn 21. t hálf- leik var staðan 12:8 fslandi í vil. Síðari leikurinn er í dag kl. 4. Seldu 15 stolna kindaskrokka Dœmi Þjóðviljans sýna: 22% kjarabót fyrir sjómenn — en ckki 30°Jo kjararýrnun ÞRIR piltar um tvítugt á Akra- nesi brutust þar inn í kjöt- geymslu fyrir rúmri viku og stálu 15 kindaskrokkum. Hlóðu þeir þeim inn í stationbíl og héldu rakleiðis til Reykjavíkur til þess að koma þýfinu í verð. Seldu þeir fyrst 4 skrokka kaup- manni hér í borginni, en afgang inn seldu þeir í veitingahúsi hér. Ekki liggur ljóst fyrir á hvaða verði piltarnir seldu kjötið, en andvirðinu eyddu þeir í ferðinni í vín og skemmtanir. Málið komst upp fljótlega og hafa pilt- arnir nú verið yfirheyrðir hjá lögreglu Akraness. Játuðu þeir á sig stuldinn og skýrðu einnig frá hvar þeir hefðu selt kjötið. Andvirði þess gátu þeir hins veg ar ekki staðið skil á, því að það var eytt sem áður sagði. A FORSÍÐU Þjóðviljans í gær er fullyrt, að sjómenn verði fyrir 30% kjararýrn- un á þorskveiðum miðað við 8% hækkun fiskverðs og að jafnvel þótt allur fæðiskostnaður þeirra yrði greiddur mundi afkoma þeirra verða lakari en sl. ár. Þessum fullyrðingum til sönnunar hirtir blaðið tvö dæmi. Svo vill til að dæmi Þjóð viljans sanna einmitt hið gagnstæða — ÞAU SANNA AÐ MIÐAÐ VIÐ 8% HÆKKUN FISK- VERÐS OG GREIÐSLU A HELMING FÆÐIS- KOSTNAÐAR EINS OG BOÐIÐ HEFUR VERIÐ FA SJÓMENN 22% KJARABÓT. Dæmi Þjóðviljans miðast við 30-150 tonna bát á þriggja mánaða úthaldi með þorska- net, skiptaprósentuna 3,1% og 10 hluti. Þjóðviljinn miðar við að slíkur bátur hafi á þessu tímabili 1968 aflað fyrir 2 milljónir króna. Hásetinn fái þá í sinn hlut 62 þúsund krón ur en að frádregnum fæðis- kostnaði, sem nemi 4000 krón um á mánuði þ.e. 12 þúsund krónum yfir 3ja mánaða tíma bil verði hlutur hásetans 50 þúsund krónur. Síðan segir Þjóðviljinn að miðað við 2 milljón króna afla 1968 yrði verðmæti sama aflamagns nú 2.160.000 krónur og er þá byggt á 8% hækkun fiskverðs. Þegar hér er kom ið sögu segir Þjóðviljinn: „Með lögum frá Alþingi eru tekin 27% af óskiptum afla áður en til skiptanna kemur, þannig að eftir standa 1.576. 800 krónur, en það þýðir 48.808 krónur fyrir hásetann og að frádregnum fæðiskostn aði sem nú er nokkru hærri eða 4600 krónur á mánuði er sá hlutur sem sjómaðurinn kemur með heim til sin um 35 þúsund krónur eftir 3ja Framhald á bls. 3 Vestfirzkt aflaskip kyrrsett í Esbjerg H afísráðstefnan hefst á morgun HAFÍSRÁÐSTEFNAN hefst á morgun kl. 15.30, og verða fund- ir annan hvem dag næsta hálfain mánoiðimn. Þar verða fluittir 30 fyrir'lestrar, sem 23 vísinda- menn halda, og verða því 5—6 fyrirlestrar á dag. Verður fjallað um hafís frá öllum h ugs atnile-guim sijónanmið- um, haffræðilegum, veðurfræði- legum, sögulegum, hagrænum o. s. frv. En fjórar stotfnanir boða til þesearar ráðstetfnu: Jarðfaræðafélag ísilamds, Jökla- rannsóiknarfélag íslands, Sjó- ranmsóknardeild Hafranmsókna- stofnunarinmar og Veðurstofa íslands. Framkvæmdastjóri ráð- stefnumnar er Markús A. Eim- arsson, veðurfræðingur. Sæsímastrengur- inn slitnaði SÆSÍMASTRENGURINN milli ís'lamds og Skotlands Slitaaði í fyrradag kl. 15.40, fyrir summan Færeyjar. Var ekiki vitað í gær, atf hvaða orsökum strengurinn hafði slitnað, en samkvæmt upplýsinigum ritsímans varð bil- umin á mili 6. og 7. magnara á stremgraum. Viðgerðarskip er væntamlegt á staðinm nik. miðvikudag. Heildarinnlán Búnaðarbankans — námu 1830 milljónum kr. í árslok 1968 MORGUNBLAÐINU barst í gær fréttatilkynning frá Búnaðar- banka íslands. Segir þar m.a., að heildarinnlán bankans með úti- búum hafi numið í árslok 1968 röskum 1830 millj. kr. Meira en helmingur heildarútlána bank- ans gekk til framleiðsluatvinnu- veganna. Hér fer á eftir fréttatilkynn- inig baríkans: Á fundi nýkjörins bamkaráðs Búnaða<rbanka íslamds himn 22. þ.m. lögðu bamfkastjórar fram reiknám/ga bamkams og allra úti- búa hams fyrir árið 1968. Þrátt fyrir erfitt árferði í peninga- málum varð srtöðugur vöxtur í startfsemi allra deilda bankans á árimu. Inmlán jukust um samt. 215 milljónir króna, heildar- velta hækkaði um 16,4 milljarða og útlán um 225,9 milijóndr króna. Rekstrarafkoma varð hims vegar lakari en árið áður og valda því hin óhagstæðu vaxtakjör Seðlabankans. Vöxtur innlána Heildaraukning immlána í bankanum með útibúum varð á árinu 214,7 millj. króna, eða 13,29% á móti 190,2 millj. króna hækkun á árimu 1967. Sparifjér- aukningin varð samtals 168,6 milljóndr kr., ' eða 11,99% og námu heildarinmistæður á spari- sjóði þá 1574,8 millj. króna. Veltiinmlán hækkuðu hins vegar um 46,2 millj. króna á árinu, eða um 22,08% og námu samt. 255,3 millj. króna í árslok. Heildarinnlán Búnaðarbankans með útibúum námu því 1830,2 millj. króna í árslok 1968 á móti 1614,4 millj. króna 1967 og 1425,2 millj. króna 1966. I ársbyrjun 1960 námu heild- arinnlán bankans um 317 millj. króna og hafa þau þvi tæplega sexfaldast á þessum áratug. Inmlánaauknimg varð í öllum útibúum bamkams, bæði í Reykjavík og úti á landi. Stærsta útibúið er Austurbæjarútibú, sem á þessu ári flytzt í nýbygg- ingu Búnaðarbamkams að Lauga- vegi 120 (Hlemmi). Heildarinmrtán þess voru samt. 196,6 millj. króna, í ársðok 1968 og höfðu hækkað á árimu um 22,5 millj. króna, eða 12,93%. Immlán Háaleitisútibús, sem er yngsa útibúið í Reykjavik, námu 26,3 millj. króna og höfðu hækkað á árinu um 10,4 mililjón- ir, eða 65,1%. Utan Reykjavíkur er útibúið á Saaiðátikróki stærst með heild- arinn/lán samt. 103,7 millj. króna í árslok og höfðu hækkað á árinu um 12,5 millj. króna, eða 13,72%. Útibúið í Hvera- gerði hafði roesta immlánaaukn- ingu úti á lamdi, eða 27,8 miilj. kiúna, sem er 62,5%. Heildar- Framhald á bls. 30 AFLASKIPIf) Helgia Guðmunds- dóttir frá Patreksfirði hefur ver- ið í Esbjerg í Danmörku á þriðju viku, en þar var lagt lög- hald á skipið, er það kom með saltfiskfarm til sölu. Skýrði Finnbogi Magnússon útgerðarmaður Mbl. svo frá að skipið hefði farið frá Patreks- firði 3. janúar með 55 tonn af saltfiski, sem búið var að semja um sölu á til ítalskra saltfisk- kaupenda. Þegar S'kipið kom til Esbjerg var sett á það löghald vegna skuldar á Grænlandi að upphæð 69 þúsund danskar kr., en hún er vegna úttektar í sum- ar, er skipið var á veiðum við V-Grænland. Sagði Finnbogi að ekki hefði borizt nema hluti atf reikning- unum er skipið fór frá Patreks- firði og hefðu þessar aðgerðir í Esbjerg komið mjög á óvart. Ef fiskurinn hefði selzt strax, en umsamið kaupverð var 1500— 1600 þúsund íslenzkar krónur, hefði skipið getað greitt sína skuld, en nú neituðu ítölsku kaupendurnir að yfirtaka fiskinn á þeim forsendum að hluti af honum væri óvenjulega blakkur. Kom það á óvart þar sem um- mæli þriggja matsmanna hér heima voru að fiskurinn væri sérstaklega góður netaíiskur. Til þess að leysa skipið út þarf að greiða 41.500 danskar krónur strax og fá bankaábyrgð fyrir afgangnum, sem greiða þarf 20. marz. Sagði Finnbogi að viðskiptabanki útgerðarinnar, Landsbankinn, hefði gefið góðar vonir um að ábyrgjast upphæð- ina sem greiða á í marz, en undirtektir um aðstoð við að greiða 41.500 krónurnar væru litlar, nema með skilyrðum sem útgerðin teldi afarbosti: alls- herjarveð í húseignum einstakra útgerðarfélagsmanna. S a g ð i s t Finnbogi vona að bankinn end- urskoðaði afstöðu sína og stuðl- aði að því að leysa þetta mál, því að það væri meira en lítið bagalegt að hafa skipið og skip- verja aðgerðarlausa í erlendri höfn nú þegar vertíð er að byrja. Nú hefur fengizt kaupandi að fiskinum í Álasundi á nokkuð lægra verði en umsamið kaupp verð í Esbjerg, en ekki hefur enn verið ákveðið hvað gert verður í því. Mbl. sneri sér til eins af bankastjórum Landsbankans 1 gær og spurði hann um máiið, en hann sagðist ekki sjá ástæðu til að segja neitt um það, á þessu stigi. Líður eftir vonum MBL. hafði samband við dr. Friðrik Einarsson i gær og spurð ist fyrir um líðan Sigurðar Sig- urðssonar. Sagði dr. Friðrik, að líðan hans væri eftir vonum, en hann væri ekki úr hættu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.