Morgunblaðið - 04.02.1969, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 1960.
Landbúnaðar-
málin erfiðust
—- Frá fundi forsœtisráðherranna
Stokkhólmi, laugairdag. AP.
FÁNAR Norðurlanda blöktu í
sólskini úti fyrir Karlsbergböll
á laugardaginn, þar aem fjöl-
mennar sendisveitir frá öllum
Norðurlöndum voru samankomn
ar til að ræða urn aukna sam-
vinnu á viðskiptasviðinu. I>að
eru forsætisráðherrar Norður-
landa, sem eru á tveggja daga
fundi áisamt forsetum 'Norður-
landaráðs og efnahagsnefnd
ráðsins. Frá Danmörku mæta
Hilmar Baunsgárd, forsætisráð-
herra, Poul Hartling, utanxíkis-
ráðherra, P. Byb0 Andersen,
efnahagsmálaráðherra, og Knud
Thomsen, viðskiptamálaráð-
herra. Frá Finnlandi Mauno
Koivisto, forsætisráðlherra,
Martti Mietunen, landbúnaðar-
ráðherra, Grels Teir, viðskipta-
málaráðherra. Frá fslandi mætti
Bjarni Benediktsson, forsætis-
ráðherra og frá Noregi Per Bort-
en, forsætisráðherra, Ole Myr-
voll, fjámálaráðherra, og Kaare
Willoeh, viðskiptamálaráðherra.
Af hálfu Svíþjóðar tóku þátt í
ráðstefnunni Tage Erlander, for-
sætisráðherra, Gunnar Lange,
viðskiptamálaráðherra, Krister
Wickman, efnaíhagsmálaráð-
herra, og Eric Holmqvist, innan-
ríkisráðiherra. Fulltrúi íslands í
forsæti Norðurlandaráðs er Sig-
uður Bjarnason, alþingisforseti.
Umzæðufundui
ú Selfossi
LAUGARDAGINN 8. febrúar
verður haldinn fundur á vegum
F.U.S. í Árnessýslu, þar sem um-
ræðuefni verður: „Getur íslenzk
ur landbúnaður notið góðs af
reynslu og dreifingarkerfi sjávar
útvegsins á erlendum mörkuð-
um?“ Frummælendur verða Guð
jón Ólafsson frkvstj. sjávarút-
vegsdeildar SÍS og Guðmundur
H. Garðarsson fulltrúi hjá S.H.
Rétt er að geta þess, að Ingólfur
Jónsson landbúnaðarráðherra
mun mæta á fundinum. Fundar-
fftaður er að Austurvegi 1, Sel-
fossi og hefst fundurinn kl. 15.00.
Er Tage Erlander, forsætisráð-
herra, hafði boðið gesti vel-
komna í ríkissal hallarinnar, var
þegar tekið að fjalla um mál ráð
stefnunnar. Ekki var gert ráð
fyrir neinum ákvörðunum í ein-
stökum málum á laugardag eða
sunnudág, en fundur þessi er tal
inn mikilvægur fyrir þá sök, að
á miklu veltur að gera sér grein
fyrir afstöðu einstakra aðila til
mála, og einnig að gera sér grein
fyrir þvi, hver eru viðkvæm-
ustu innanríkismálin í einstök-
um löndum. Um raunverulega
samninga milli Norðurlanda á
stjórnmálasviðinu verður vænt-
anlega ekki að ræða fyrr en
Norðurlandaráð hefur haldið að-
alfund sinn í marz, en hugsanlegt
er, að nýr forsætisráðherrafund-
ur verði haldinn í marz, annað
hvort í Osló eða Kaupmanna-
höfn.
Efnahagsmálanefndin kom sam
an á föstudag og var ákveðið,
Framhald á bls. 17
Dönsku blöðin um Sonningverðlaunin:
Alþjóðleg frægð og listhæfileikar
Laxness ástœðan fyrir úthlufun þeirra
J
Kaupmannahöfn, 3. febrúar.
Einkaskeyti til Mbl.
HALLDÖRI Laxness verða af-
hent Sonningverðlaunin í ár
við hátíðlega athöfn við Kaup
mannahafnarháskóla 19. apríl
n.k. Mun rektor háskólans,
prófessor dr. med. Mogens
Fog afhenda verðlaunin, en
hann er formaður þeirrar
nefndar, sem velur verðlauna-
hafann
Ekki hefur verið greint ná-
kvæmléga frá ástæðunum
fyrir verðlaunaúthlutuninni
enn, en alþjóðleg frægð og list
hæfileikar Laxness eru taldar
fullkomlega eðlilegar ástæður
af dönsku blöðunum í dag.
Politiken hefur átt símaviðtal
við Laxness, þar sem hann
kvaðst ekki þekkja til Sonn-
ings, er stofnáði til þessara
verðlauna og „hvemig hann
hefði eignazt sína miklu pen-
inga“, en svo mikið get ég
reiknað út, heldur Laxness
áfram, að það er mikill heið-
ur, sem mér hefur verið auð-
sýndur, og hvatning. Laxness
sagði ennfremur, að sig vant-
aði ekki peninga, en heiður-
inn væri sér mikils virði. Þá
skýrði Laxness frá því, áð
hann hefði hitt frú Leonie
Sonning, eiginkonu stofnanda
sjóðsins, hjá belgiska prest-
inum Dominique Pire, sem er
nýlátinn, en Pire hefur einnig
hlotið Sonningverðlaunin.
Laxness skýrði að lokum
Poltiken frá því, að hanh
myndi koma til Danmerkur
14. apríl og því verða viðstadd
ur verðlaunaafhendinguna.
í Berlingske Tidenda skrif-
ar bókmenntagagnrýnandinn
Emil Frederiksen, að það sé
fsland, sem sé heiðrað í per-
sónu Laxness. „Það er okkur
Eigendur sambýlishúss mótmæla
auglýsingu um nauðungaruppboð
— Umsagnir gjaldheimtustjóra og
yfirborgarfógeta
Kristján Jóhannesson, Dal-
braut 1 hefur snúið sér til
Mhl. og óskað að koma á
framfæri athugasemd frá eig-
endum íbúða við Dalbraut 1,
vegna auglýsingar um nauð-
ungaruppboð á þessari hús-
eign, sem birtist í Mhl. hinn
31. janúar sl.
Kristján Jóhannesson kvað eig-
endur þessarar húseignar vera
tíu. f sambandi við greiðslu fast-
eignagjalda hefði reglan verið sú,
að Gjaldheimtan hefði tekið við
greiðslu frá hverjum einstökum
íbúðareiganda í sambýlishúsum.
í húseigninni við Dalbraut 1, eru
verzlanir á 1. hæ'ð og sagði
Kristján, að eigendur þeirra
hefðu ekki viljað hafa samstöðu
með íbúðareigendunum um
greiðsiu á opinberum gjöldum,
en eigendur íbúðanna hefðu hins
vegar haft þá reglu að greiða
gjöld af húseigninni sameigin-
lega.
Kristján Jóhannesson sagði, að
einn af eigendum verzlunarihús-
næðisins hetfði ekki greitt fast-
eignagjald það, sem í hans hlut
kom og hefði nauðungaruppboð
verið auglýst í Mbl. sem koma
ætti til framkvæmda í dag skv.
auglýsingunm. Augiýsing þessi
var orðuð á þann veg, að
húseignin var talin eign „Gunn-
ars Skagfjörðs Sæmundsson-
ar o. fl.“, en Gunnar væri
einn af íbúðareigendum og
hefði greitit sín fasteignagjöld.
Kvaðst Kristján hafa hringt í
yfirborgarfógeta og spurt hvern-
ig á því stæði, að eignin öll
væri auglýst á uppboði. Yfir-
borgarfógeti hefði upplýst, að
eignin væri auglýst til uppboðs í
samræmi við þá beiðni, sem frá
Gjaldheimitunni hefði komi'ð og
væri embætti sínu ókunnugt um
hverjir hefðu greitt gjöld sín í
slíkum tilvikum og hverjir ekki.
Þá kvaðst Kristján hafa hringt í
Gjaldheimtustjóra og hann hefði
upplýst að lögum samkvæmt ætti
að auglýsa alla eignina til sölu.
Kristján sagði, að hann drægi
ekki í efa, að lögin mæltu fjrrir
um þetta en lágmarkskrafa væri
að í slíkum tilfellum væri upp-
boð auglýst á nafni þess manns,
sem skuldaði. Sagði hann, að
þeir Gunnar Skagfjörð Sæmunds
son hefðu bá’ðir atvinnu af við-
skiptum og væri þeim því nauð-
synlegt að njóta fyilsita trausts,
en atvik sem þessi væru til þess
fallin að rýra það traust. Hann
kvaðst að lokum líta á þetta mál,
sem dómadags ranglæti.
Umsögn Gjaldheimtustjóra
Mbl. sneri sér til Guðmundar
Vignis Jósefssonar, gjaldheimfu-
stjóra og óskaði umsagnar hans
um þessa athugasemd Kristjáns
Halldór Laxness
ánægja, að fáni íslands verð-
ur dreginn að hún yfir Kaup-
mannahafnarháskóla við af-
hendingu Sonning-verðlaun-
Framhald á bls. 17
Jóhannessonar. Gjaldheimtustjóri
sagði:
„Fyrir fasteignagjöldum er lög-
veð í fasteigninni all.ri og frá
upphafi hefur það verið regla,
að öll eignin er auglýst á upp-
boði, þar sem eigendur eru allir
samábyrgir fyrir slíkum gjöld-
um. Einn gjaldseðill yfir fast-
eignagjöld er sendur í hverja hús
einingu. Skv. lögum um sam-
eign fjölbýlishúsa er skylt
a'ð hafa húsfélag og strangt
tekið á að greiða öll fast-
eignagjöld í einu. Við höfum hins
vegar viljað taka af fólki ómak
og höfum leyft hverjum íbúðar-
eiganda fyrir sig að greiða þann
hluta gjaldsins, sem þeir telja
sig eiga að greiða skv. sameignar
samning. Menn koma í Gjald-
heimtuna og segjast eiga að
greiða ákveðið hlutfall af fast-
eignagjaldi fy.rir tiltekna hús-
eign. Stundum greiða þeir einung
is inn á reikning þessarar hús-
eignar án þess að nafn þeirra sé
sérstaklega skrá'ð, en stundum
eru nöfn greiðenda skráð. Þegar
að því kemur að beðið er um
nauðungaruppboð á húseign
Framhald á bls. 17
Borís Koiloff
lótinn
London 3. febr. AP-NTB.
KVIKMYNDALEIKARINN
Boris Karloff, sem einna
mesta frægð gat sér sem
Frankenstein-ófreskjan í fjöl-
mörgum kvikmyndum, lézt á
sj úkrahúsi í London á sunnu-
dag. Hann varð 81 árs. Hann
lék í síðustu hryllingsmynd
,sinni í Bretlandi á sfðasta ári.
Karloff hafði fengizt við
kvikmyndaleik í rösk 58 ár og
alls mun hann hafa leikið í
um 130 myndum.
Fjölmennui hnppiæðufundui
Heimdullui og FUF
— Annar fundur í marx
A sunnudaginn fór fram
kappræðufundur um utan-
ríkismál milli Heimdallar,
félags ungra Sjálfstæðis-
manna í Reykjavík og
Félags ungra Framsóknar-
manna í Reykjavík. Hús-
fyllir var á fundinum og
fór hann hið bezta fram.
Af hálfu Heimdallar voru
frummælendur, þeir Hörður
Einarsson og Jón E. Ragnars-
son en auk þess tóku þátt í
umræffum af hálfu Heimdall-
ar, Friðrik Sophusson, Halldór
Blöndal, Haraldur Sumarliða-
son og Jón Steinar Gunnlaugs
son. Af hálfu FUF voru frum
mæiendur Þorsteinn Ólafsson
og Eiríkur Tómasson en auk
þess tóku þátt i umræffum
Friffgeir Björnsson, Már Pét-
ursson, Ólafur Þórðarson og
Ólafur R. Grímsson.
Fundarstjórar voru Pétur
Sveinbjarnarson af hálfu
Heimdallar og Einar Njálsson
af hálfu FUF.
Þetta var fyrri kappræðu-
fundurinn af tveimur, sem
ákveffinn hefur verið milli
Heimdallar og FUF. Hinn
síðari mun fara fram í byrjun
marzmánaðar n.k., um efna-
hagsmál.
Tito og Ceausescu
hittust um helgina
Vínarborg, Belgrad, 3. febr.
— AP. —
TITO Júgóslavíuforseti dvaldi
um helgina í heimsókn í Rúmen-
íu og ræddi við Nicolae Ceauses-
cu, flokksleiðtoga. Heimsókn
Títós kom mjög á óvart og sumir
fréttaritarar vilja hafa það fyrir
satt, að Sovétríkin hafi áhuga á
að koma nánari tengslum við
Júgóslavíu og hafi fengið Ceau-
sescu til að vera milligöngu-
maffur.
1 yfirlýsingu, sem var send út
um viðræður þeirra leiðtoganna
segir, a?ð þeir hafi skipzt á skoð-
unum um mál, sem snerti lönd
þeirra svo og alþjóðamál al-
mennt. Þeir Titó og Ceausescu
haifa ekki hitzt að máli síðan í
ágúsit síðast liðnum, en þá for-
dæmdu báðir harðlega innrás
Varsjárbandalagsríkjanna í
Tékkóslóvakíu. Titó hélt síðan
heimleiðis á sunnudagskvöld.