Morgunblaðið - 04.02.1969, Síða 10

Morgunblaðið - 04.02.1969, Síða 10
* 10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 1969. Þeir slösuðust um jólin Á slóðum JIMI HENDRIX DATT og meiddist á fæti í New York á annan í jólum. Var hann í skyndi fluttur í sjúkrahús til aðgerðar, og kom þá í ljós, að sinar í fætinum höfðu skaddast. Varð hann því að fresta fyrirhugaðri ferð til Hollands tveim dögum síðar. En sama dag var brotist inn í bíl hljómsveitarinnar í London og stolið tveim gítur- um, hálfu trommusetti, þrem mögnurum og söngsúlu. kosin „Söngkona ársins", hef ur enn ekki náð sér eftir fót- brot. Leapy Lee meiddist á oln- boga og hlaut nokkra skurði, er áhugasamir aðdáendur þrifu hann niður af sviðinu á dansstað í Dublin. Aðdáendur réðust einnig á The Foundations, þar sem þeir voru að skemmta um jól- in. Gítarleikarinn tognaði á fæti og gleraugu aðstoðar- Ten Years After isins í London. Gestirnir voru Small Faces, Who og nokkrir blaðaménn. Allt fór friðsam- lega fram til að byrja með: gestirnir fengu sér kampavin, bjór, kökur, pylsur og fleira og horfðu á skemmtiatriði. En allt í einu flaug pylsa mi'lli keppinauta í pop-blaða mennsku og nokkrum sekúnd um síðar var allt á fleygi- ferð: gólf, loft og veggir voru fljótlega þakin alls kyns mat vælum. Einn blaðamaður fékk tertu í andlitið úr hendi Keith Moons, trommara the Who. Steve Marriott í Small Faces kláraði síðan verkið með því að tæma úr fullri skál af rófum yfir höfuð blaðamanns ins. Annar blaðamaður fékk pía nó í hausinn, skreytingar voru rifnar af veggjum og drykkj arföngin flugu í gegnum loft ið. Pete Townshend og Keith Moon, félagar í the Who, œskunnar I UMSJA Stefóns Halldórssonai og Trausta Valssonai Til að baka aðdáendum í Hollandi ekki of mikil von- brigði, ætluðu þeir NoelRedd ing og Mitch Mitchell, félag- ar í the Experience, ásamt þrem fyrrverandi Traffic fé- lögum, þeim Dave Mason, Jim Capaldi og Chris Wood, að fljúga til Hollands og koma fram í stað Jimi Hend- rix. En það tókst ekki. Þeir biðu í fimm tíma á flugvell- inum, en ekki var hægt að fljúga vegna veðurs. Aðrar hljómsveitir, sem einnig biðu á flugvellinum eftir að komast til Hollands, voru Alan Bown, Tyrannos- aurus Rex, Pretty Things og Eire Apparent. Jimi Hendrix hefur verið kosinn „Tónlistarmaður árs- ins“ af ameríska blaðinu Bill board. Aretha Franklin, sem var Lulu giitisl LULU, LITLA, skozka söng konan, sem öðlaðist frægð með laginu „Shout“, tilkynnti ný- lega að hún og Maurice Gibb, bassaleikari the Bee Gees væru trúlofuð og myndu ganga í hjónaband seinna á þessu ári. Hún skýrði frá þessu í sínum eigin sjónvarps þætti í B.B.C. og söng síðan eitt lag ásamt Maurice. í nóv ember lýsti hún því yfir, að hún væri heldur ung til að setjast í helgan stein. En þessi unga söngkona (20 í nóvember s.l.), sem hefur sézt með Davy Jones úr the Mon- kees og einnig með knatt- spyrnumanni ársins, George Bezt, sagði nú: „Það var þá. Þetta er nú. Mér varð skyndi lega ljóst, áð það, sem varð- aði mig mestu, var Maurice". manns hljómsveitarinnar voru brotin. Þá urðu einnig miklar skemmdir á söngkerfi hljóm- sveitarinnar og eru þær metn ar á um eitt hundrað þúsund krónur. Þjófnaðir frá hljómsveitum gerast nú tíðir. Um jólin var stolið frá Amen Corner, Yes og Web. Alvin Lee, gítarleikari hljómsveitarinnar Ten Years After, braut gítarinn sinn í marga parta, er hann var að spila í Marquee-klúbb í Lon don. Gítarinn kostaði um 80 þúsund kr. Vil'ltasta pop-party ársins var haldið um jólin í skrifstof um Track hljómplötufyrirtæk Jimi Hendrix dönsuðu æðisgenginn trúar- dans og sprengdu einhvers konar sprengjur. „Þetta var allt mjög skemmtilegt", sagði talsmaður hljómplötufyrirtæk isins síðar. Jim Morrison, söngvari. Ray Manzarek, orgelleikari. Robby Krieger, gítarlcikari. John Densmore, trymbill. Lulu og Maurice ALLAR GÖTUR síðan THE DOORS léku lagið „Lightmy Fire“ in á plötu hefur hljóm- sveitin verið fulltrúi hinnar pólitísku vitundar hjá Banda rískri æsku. Jim Morrison, söngvari og skáld hljómsveit- arinnar, hefur ort mikið af áhrifaríkum textum, sem eiga rætur sínar að rekja til ó- kunnugleika þess, er ríkir milli tveggja kynslóða í Bandaríkjunum. Þeir fjalla um þá kynslóð, er lifir fyrir hin jarðnesku gæði og hina, þá nýrri sem reynir að lifa við þau. Afstaða the Doors spegl ast líka augljóslega, þótt mús ikin sé skoðuð eingöngu. Or- gelleikarinn Ray Manzarek, sem er styrkasti meðlimur hljómsveitarinnar, nær tónun um úr hljóðfæri sínu með óvæntum krafti: allt, sem Jim syngur, magnar Ray og fegr- ar. The Doors klífa þannig tvær brekkur og þessar brekk ur eru alveg samsíða: það er engin f jarlægð á milli tónlistar og orðs. Þegar fyrsta 12-laga plat- an þeirra kom út, „The Doors“ var fólk ekki almennt tilbúið að taka á móti henni, svo að þeir voru fáir, sem skildu, hvað þeir fjórmenningar voru að fara. Lagið „When The Music's Over“ á annarri LP- plötunni þeirra, „Strange Days“, er gott dæmi um þá félaga. Þar leiða þeir okkur inn í rúinn heim. Þar er eng- in rómantík, heldur aðeins bit ur og heldur veruleikinn. Og mitt í þessum vesæla heimi, stendur Jim og syngur um, hvað „þeir“ hafi gert við ver öldina, hvað „þeir“ hafi gert við systur hans og lífið. „We want the world and we want it now“, syngur hann. Rockhátíðin mikla Þessi auglýsing birtist í Mbl. í janúar '58 Vegna f jölda áskorana verður Rockhátíðin mikla endur- tekin í Silfurtunglinu 1 kvöld kl. 9. Rocksöngvararnir Ól< Ágústsson Prestley, Sigurður Þórð- arson Johnny Boy, Sigurdór Sigurdórsson, Bjarni Guð- mundsson o. fl. o. 11. syngja vinsælustu rock- og calypsolög- in: Diana, Freight Train, Long Tall Sally, Caiypso Rock, Hound Dog. Tuity Frutty. Lagið hans Guðjóns, We’re gonna teach yon to rock . See you later, alligator, Just run, Tammy, Around the world og margit fleira. Kl. 11 danslag kvöldsins: Cocanut woman leikið og sung- íð af hljómsveitinni og öllum söngvurunum. Kl. 11.15 nýtt atriði: Barrelhouse Blackie syngur nýjustu rocklögin með eigin píanóundirleik. Albezta rockatriði, er fram hefur komið síðustu mánuði. Riba og hijómsveit aðstoða á hátíðinni af miklum krafti. Sala aðgöngumiða og borðpantanir frá kl. 2. Sími 19611. Komið tímanlega og forðist þrengsli. En the Doors flytja ekki einungis mótmælasöngva póli- tíska. Þeir syngja líka og leika ástarljóð og ljóð um kyn þáttamisréttið. Og söngvar þeirra eru ekki bundnir við Bandaríkin ein: þeir eru al- Þjóðlegir. The Doors syngja um það, hvemig mótmæla göngu helgaðri friðinum er tvístrað á hinn hrottalegasta hátt af meðlimum presta- stefnu í Chicago til þess að „vernda lýðræðið“. Valdamis- beitingin í austri fær líka sitt: byltingasinnaðir ungling ar síðhærðir hrækja á brynj aða flokksmeðlimi í kommún- ísku stórveldi „verndara basls og báginda". „Ofbeldi á að berja niður með ofbeldi", segja the Doors, „áður en heimurinn sprengir sjálfan sig í loft upp.“ Það var árið 1967, sem lag- ið þeirra „Light My Fire“ komst á toppinn í Bandaríkj- unum. Nýjasta tveggja laga platan þeirra, „Hello, I love You“, var þar nýlega í fyrsta sæti. Það lag komst einnig of arlega á vinsældalistann í Bretlandi, Allar stóru plötur- ar þrjár hafa selzt í yfir milljón eintökum. Nú orð ið leika the Doors ekki fyrir minna en 200 þús. kr. á kvöld ið. Plötusalan ná'lgast óðum 100 millj. kr. Þetta er hljómsveitin, sem endar hljómileika sína með „Unknown Soldier", þar sem Jim Morrisson virðist stökkva 15 fet í loft upp og deyja síðan á sviðinu. Þetta er hljómsveitin, sem sumir segja að sé sú bezta, síðan tihe Be- atles og the Rolling Stones komu fram. Að minnsta kosti er Jim Morrison eitt mesta átrúnaðargoð bandarískrar æsku í dag.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.