Morgunblaðið - 04.02.1969, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 04.02.1969, Blaðsíða 13
13 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 196S. Um öryggismálin á Keflavíkurflugvelli — eftir Marino Jóhannsson, flugumsjónarmann FG hefi að undanfömu fylgzt me’ð áhuga á viðskiptum þeirra Jóhannesar Snorrasonar yfirflug stjóra og Péturs Guðmundssonar flugvallarstjóra, bæði í blöðum og sjónvarpi. En er ég hafði séð og heyrt viðtal fréttamanns sjónvarpsins við flugvallarstjórann á Keflavík uxflugvelli, í fréttum sjónvarps- ins þann 28. jan. sl., og grein hans í Morgunblaðinu í dag, gat ég ekki setið á mér lengux að gera nokkrar athugasemdir. Pétur Guðmundsson sagði í við talinu við sjónvarpið að tæki Keflavíkurflugvallar væru sam- bærileg vi’ð það bezta erlendis. Það má vera að þau tæki, sem sett em upp á braut 12 séu sam- bærileg við það bezta af sam- svarandi tækjum, sem notuð eru á erlendum fluigvöllum. En þar á aðeins við aðflugtækin á braut 12 og þar með er allt upptaiið. Fátt annað stenzt þar saman- burð og mun ég benda á sumt af því hér á eftir. Flugvallarstjór- inn sagði að notkun brautar 12 væri um 60% af heildarnptkun flugvallarins. Þetta er sennilega ekki fjarri lagi. En hætt er við að sú tala lækki töluvert ef betri útbúna'ður væri settur á aðrar brautir. Auk þess er nokkuð víst að ferðir erlendra félaga til Kefla víkurflugvallar myndu aukast ef þau væru ekki svo bundin við þessa einu braut. Flugvallarstjórinn hefir bent á að reistur hafi verið nýr fjöi- stefnuviti VOR, með fjarlægða- mæli, sem nota megi til aðflugs inn á sjö flugbrautir. Mér varð nú við eins og Jóhannesi, hvaða sjö flugbrautir eru það? Eins og flugvallarstjórinn réttilega gat um í sjónvarpsviðtali og í Morg- unblaðinu, ber öllum flugfélög- um að setja sitt lágmark við að- flug fyrir hverja braut og miðað við það hvaða aðflugstæki eru notuð hverju sinni. Þetta hafa bæði Flugfélag íslands og Loft- leiðir gert pg hefir Flugmála- stjórnin ekkert haft við þau lág- mörk að athuga. FIugvallarstj ór- inn skaut því inn í yfirlýsingar sínar, að ef öryggi væri stefnt í hættu væri það af því að flug- menn flugfélaganna héldu sig ekki við lágmarks öryggishæðir! Þetta fannst mér nú vera óþarfi af flugvallanstjóranum, sem ætti að vita betur. Það eins sem slíkar athugasemdir leiða af sér, er óþarfa hræðsla saklausra far- þega, sem af orðum flugvallar- stjórans gætu farið að álíta að flugmenn væru nú kannske hálf- igerðir glannar. En þar held ég að við Pétur Guðmundsson vitum báðir betur. Undirritaður er það manna bezt kunnugt hve oft flugvélar hafa or’ðið að snúa frá Keflavíkurflugvelli vegna lélegra skilyrða, vegna þess að flug- mennimir hafa ekki álitið rétt að gera aðflug við þau skilyrði og ekki fyrir hendi þau tæki, sem æskilegt væri að hafa, á öðrum brautum, en braut 12. Það ætti líka að vera ljóst að eí tæki væru þarna fyrir hendi til aðflugs með fúllkomnum tækj um t.d. ILS, myndu sþarast stór- ar fjárfúlgur sem það kostar flug félögin að snúa frá auk þess sem lítill vafi er á því áð umferð um flugvöllinn myndi aukast að mun. Flugvallarstjórinn heldur því fram að aðflugsradar (GCA) flugvallarins fullnægi ströngustu kröfum sem gerðar eru til slikra tækja. Má vera, þó munu slik tæki næsta fátáð á alþjóða flug- völlum. Ég vil leyfa mér að benda á að staðsetning tækjanna er furðu leg. Myndi hvergi eiga sér stað á alþjóðlegum flugvelli að flug- umferðastórar flugvallarins hafi ekki einu sinni aðgang að radar- skífu, hváð þá að hermenn ein- hversstaðar annarsstaðar á flug- vellinum stjórni radar-aðfluginu, janfvel þó að segja megi að sam- band sé þeirra á milli. Ennþá furðulegra er að það ástand skuli líðast að ekki færri en þrír aðilar skuli stjórna umferð flugvéla í vallarsviði Keflavíkurflugvallar þ.e.a.s. flugturninn, aðflugsradar hersins og radarstöðin á Sand- gerðishei'ði, en hún mun að mestu hafa með onrustuþoturnar að gera meðan þær eru á lofti. Ég er ekki hissa þó Jóhannesi Snorrasyni finnist eitthvað áfátt við radaraðflugið. En úr því að ég er nú farinn að bregða pennanum vegna þess- ara mála, finnst mér ég verði að minnast á enn nokkur atriði fullkomnunarinnar á Keflavíkur- flugvelli. Flugturninn er ein- göngu mannaður íslenzkum flug- umferðastjórum og er ekki nema gott eitt áð segja um þeirra störf. En þessir menn hafa á undanförnum árum orðið að hafa sig alla við til að viðhalda þekk- ingu sinni í starfi, en eins og kunnugt er, eru breytingar tíðar í fagi þeirra sem og í öðrum greinum flugsins. En þetta hefir farið framhjá ráðamönnum þar, því fæstir, ef nokkrir flugum- ferðastjórar hafa hlotið nokkra endurþjálfun frá því að þeir komu úr skóla, þótt annarsstaðar sé talið nauðsynlegt áð menn í slíkum ábyrgðarstöðum hljóti endurþjálfun allt að einu sinni á ári. Þá eru starfsskilyrðum flugum ferðastjóranna vægast sagt ömur- leg. Flugturinn er þegar úreltur og tækjum mjög ábótavant, t.d. mun það einsdæmi á svona flug- velli að flugumferðastjórinn hafi ekki radar við hendina tál notkun ar við störf sín. Það mun senni- lega einnig einsdæmi að engin flugumferðastjórn muni vera á akbrautum til og frá flugvéla- stæðum eða á sjálfum stæðunum, en það stafar af því að flugum- ferðastjórar sjá ekki þessi svæði frá flugturninum! Þrátt fyrir það hefir verið leyfð ótakmörkum umferð bifreiða yfir þessi svæði og stafar flugumferð gífurleg hætta af. Undirritaður taldi eitt sinn í surnar, er Jóhannes Snorrason var að fara með Boeing þotu F.í. frá Keflavík, bíla þá er óku yfir það svæði, sem þotan þurfti að aka eftir. A tveggja mínútna kafla (sama tíma sem þotan var að aka út) fóru um þð bii 40 bílar yfir athafnasvæði flugvélar innar. Undirritaður var nærri orðinn fyrir slysi þarna, er hann kom á flugvél til Keflavíkur að kvöldlagi. Ók þá stór dráttarbíll með „trailer”, aftaní, fyrir flug- vélina, sem var búin siglingaljós um, akstursljósum og rauðum ljósvita, og varð ég að nauð- hemla flugvélinni til þess að forða árekstri. Tilkynniti ég strax viðkomandi um þetta atvik, en ekki er mér kunnugt um. neinn árangur af því. Ekki er heldur úr vegi að benda á að engin ljós merkja jaðra flugvélastæða og merkingar þær, sem fylgja ber, óljósar. Einnig eru flugvélastæði ómerkt. Þá vil ég benda á að víðast hvar eru byggðir „fing- ur“ út úr flugstöðvarbyggingum til að hlífa og vernda farþega á leið í og úr flugvélum. Þetta hief- ir ekki verið gert á Keflavíkur- flugvelli og er mér kunnugt um nokkur slys af völdum veðurs og hálku á gangbrautinni fram- an við flugstöðvarbygginguna. Þegar maður les grein flugvallar stjórans í Morgunblaðinu í dag, virðist helzt að flugöryggistæki þau, sem sett hafa verið upp á fslandi, utan Keflavíkurflugvall- ar séu allt uppgjafa rusl, sem ekki hafi lengur verið nógu full- komin fyrir þennan ágæta flug- völL Eitthvað mun hafa verið gert upp af tækjum, sem staðsett hafa verið á Keflavíkurflugvelli Fjaðrir, fjaðrablöð, hljóðkútar púströr o. fl. varahlutir í margar gerðir bifreiða. Bilavörubúðin FJÖÐRIN Laugavegi 168. - Simi 24180. Rafmagns-gufuketill til sölu 35 kílówött 3 x 220 volt, 4ra kg. þrýstingur, með töflu og rofum. Einnig ein fatapressa. Upplýsingar í síma 22156. Mjög vandaður sumarbústaður um 70 ferm. á mjög fa'Hegum stað til sölu. Sumar- bústaðurinn stendur við vatn þar sem góð veiði er og skógarkjarr er í kring. Tilboð leggist inn á afgreiðslu blaðsins merkt: „10“ fyrir 10. febrúar 1969. Jazzballetskóli Báru Nýtt námskeið hefst 7. febrúar. Innritun og skírteinaafhending í skólanum í dag og næstu daga frá kl. 5—9 e.h. Dömur — líkamsrækt. Megrunaræfingar fyrir konur á öllum aldri. 3ja vikna kúr að hefjast. Sturtuböð — gufa . Innritun í skólanum í dag og næstu daga frá kl. 5—9 eftir hádegi. Upplýsingar í síma 83730. JAZZBALLETSKÓLI BÁRU Stigahlíð 45 — (Suðurveri). og notuð annars staðar, en þau tæki fullnægja í dag þeim kröf- um sem gerðar eru til slíkra tækja. Án efa hafa einhvern- tíma verið sett upp á Keflaivik- urflugvelli uppgerð tæki og er ekkert við það að afhuga. Mér finnst einhvern veginn að Pét- ur Guðlmundsson hafi misskilið tilgang ummæla og skrifa um Keflavíkurflugvöll að undan- förnu. Það er alls staðar rúm fyr ir umbætur og þó ekki sé sagt að Keflavíkurflugvöllur sé hæt’u- legur öryggi þeirra, sem hann nota, má áreiðanlegaýmislegt þar bæta um. Það hefði verið réttari leið fyrir flugvallarstjórann að ræ'ða við reyndan flugstjóra, sem hefir áhuga á bættum örygg- ismálum flugvallarins, en að reyna að gera hann að minni manni í dagblöðunum, Ég er ekki í vafa um að allir islenzkir flugmenn viðurkenna að það er rúm fyrir margskonar umbætur á Reykjavíkurflugvelli, Akureyrarflugvel'li og víðar, en á undanförnum árum heifir verið gert stórt átak í öryggismálum á íslandi, þrátt fyrir takmarkað- an skilning þeirra, sem með fjár málin hafa farið, fyrir þörfina fyrir fjármagn til þeirra hluta. Að lokum vil ég taka fram að ég er flugvallarstjóranum ósam- mála um að öryggi á Keflavíkur flugvelli hafi ekki dregizt aftur úr, a.m.k. öðrum sambærilegum flugvöllum, en er jafnframt sam mála J'óhannesi og reyndar flest- um öðrum, sem ég hef heyrt ■segja álit sitt á þessum málum, um að það sé furðuleg ráðstöfun að hafa ekki Keflavíkurflugvöll undir sömu stjórn og aðra flug- velli. Ég vil að lokum gera það að tillögu minni að ráðherra sá, sem með þessi mál fer, skipi nefnd manna, sem þekkingu hafa á þessum málum, til þess að rann- saka og gera tillögur um úrbæt- ur í öryggismálum flugsins á K ef la víbur f lugvellL Reykjavík, 30. janúar 1969, Marinó Jóhannsson, flugumsjónarmaður. VIL KAUPA 5—6 herbergja sérhæð í Vesturbænum. Upplýsingar í síma 11688 frá kl. 2—5 í dag og á morgun. ----------------N Múrhúðunarnet Rappnet Kalk A J. Þorláksson /J‘N\ & Norðmann hf. Gardinia gluggatjaldabrautii eru viðarfylltar plastbrautir með viðarkappa. Þær fásf einfaldar og tvöfaldar með eða án kappa. Kappamir fást í mörgum viðarlitum. Gardinia-brautirnar eru vönduðustu brautírnar. á markaðnum í dag. GARDINA-umboðið, sími 20745 Skipholti 17 A III. hæð. PERSTORP - horðplost ávallt fyrirliggjandi í meira en 60 litum og munstrum. Mjög hagstætf verð PERST0RP - plastskúffur í eldhús og fataskápa, ýmsar gerðir og stærðir. SMIÐJUBÚÐIN við Háteigsveg — Sími 21220.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.