Morgunblaðið - 04.02.1969, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 19«9.
15
BÓKMENNTIR
Islenzkt og norrænt
( Drepið á fáein afriði )
ÍSLENSKUR SKALDSKAPUR
I SKANDINAVÍU
SLANGUR hefur verið þýtt af
íslenskum skáldsögum á skandi
navísk mál seinustu áratugi. f
Danmörku hafa komið út að
minnsta kosti tvær skáldsög-
ur eftir Guðmund Daníelsson:
Húsið, og Sonur minn Sinfjötli,
ennfremur hlyti af íslenzkum
aðli, eftir Þórberg Þórðarson:
Undervejs til min elskede. Ef
undan er skilinn Halldór Lax-
ness, sem að sjálfsögðu er þýdd
ur á flest skandinavísk mál jafn
óðum og bækur hans koma út,
man ég í svipinn ekki eftir fleiri
þýddum skáldsögum íslenskum
í Danmörku nema bókum Ár-
manns Kr. Einarssonar. Tvær
Árnabækur Ármanns í einu
bindi hafa komið á danskan
markað, einnig Týnda flugvél-
in og bók eftir hann gefin út
af dönsjcu kennarasamtökunum:
Börn á fslandi.
Norðmenn hafa fengið áhuga
á verkum barnabókahöfunda
okkar og unglingabókum. Marg
ar bækur Ármanns Kr. Einars-
sonar eru til í norskum þýð-
ingum: átta Árnabækur, tvær
bækur um þá Óla og Magga,
og Víkingaferð til Surtseyjar,
sem fékk verðlaun Sólskríkju-
sjóðsins svonefnda þar í landi.
Einnig hafa Hjaltabækur Ste-
fáns Jónssonar verið þýddar á
norsku, þrjár bækur eftir Hjört
Gíslason, og bækur eftir þau
Jennu og Hreiðar Stefánsson,
Ragnheiði Jónsdóttur og Árna
Óla. Allar þessar bækur hafa
komið út hjá Fonna forlaginu í
Óáló, og hafa nokkrar bækur
Ármanns Kr. Einarssonar verið
þýddar úr norsku á dönsku og
bækur Hjartar Gíslasonar með
sama hætti náð til þýskra les-
enda.
Svíar hafa að vonum mestan
áhuga á verkum Halldórs Lax-
ness, en skáldsaga Davíðs Ste-
fánssonar frá Fagraskógi Sólon
Islandus mun hafa komið út í
Svíþjóð fyrir nokkrum árum, og
. Ivar Orgland
ein bók eftir Thor Vilhjálms-
son: Andlit í spegli dropans.
Ekki man ég eftir að íslen-sk-
ar skáldsögur hafi verið þýdd-
ar á finnsku, en tel ekki ótrú-
legt að Halldór Laxness sé ti'l
á því sérkennilega máli. í þess-
ari upptalningu minni á skáld-
sögum þýddum á skandinavísk
mál, sem alls ekki er ætlað að
vera tæmandi, sleppi ég að
fjalla um höfunda, sem skrifað
hafa á dönsku eins og Gunnar
Gunnarsson, Guðmund Kamban
Jón Björnsson, Þorstein Stefáns
son, Bjarna M. Gíslason og
fleiri; og Kristmann Guðmunds-
son, sem samdi veigamestu verk
sín á uorsku. Gera má ráð fyrir,
að verk þessara höfunda séu
jafnan tiltæk í Skandinavíu.
íslensk 'ljóð virðast hafa dreg
ið til sín skandinavískt áhuga-
fólk um bókmenntir, misjafn-
lega af guði gert til þýðinga
fagurbókmennta, og hafa eink-
um tveir þýðendur, sem báðir
eru kunnáttumenn, unnið ís-
lenskri ljóðagerð ómetanlegt
gagn með starfi sínu: Poul P.
M. Pedersen í Danmörku og Iv-
ar Orgland í Noregi. Einnig hef
Peter Hallberg
ur sænska skáldkonan Arian-e
Wahlgren tekið saman ljóðaúr-
val með íslenskum nútímaskáld-
skap: Modern islandsk poesi,
1959, og 'þýtt Þorp Jóns úr Vör
í heild sinni. Önnur sænsk kona
Ingegerd Fries þýddi 'ljóðabók
Hannesar Péturssonar Stund og
staði. Nokkur íslensk ljóð hafa
birst í þýðingum á víð og dreif
í blöðum og tímaritum í Skandi-
navíu eftir fleiri skáld en hér
hafa verið nefnd, en ekki er á-
stæða að rekja það sérstaklega
að svo komnu máli.
Ivar Orgland hefur þýtt mest
af íslenskum ljóðum. Hann hef-
ur þýtt Svartar fjaðrir, eftir
Davíð Stefánsson, úrval ljóða
eftir Stefán frá Hvítadal, ljóða-
bækur eftir Tómas Guðmunds-
son, Stein Steinarr, Hannes Pét
ursson, Jóhannes úr Kötlum og
Snorra Hjartarson. Allar þess-
ar bækur hafa verið gefnar út
af Fonna forlaginu í Os'ló mynd
arlega og mjög smekklega með
ítarlegum ritgerðum um skáldin
eftir Ivar Orgland. Ivar Org-
land hefur líka skrifað yfirlits-
greinar um íslenska ljóðagerð í
norsk tímarit og blöð af þekk-
ingu og skilningi á íslenskum
skáldskap. Orgland er þekkt
skáld og yrkir á nýnorsku og
þýðir. Það er íslenskum nútíma-
bókmenntum mikil hamingja að
jafn gagnmenntaður bókmennta-
maður og hann skuli fórna þeim
tíma sínum og áhuga.
Sama má segja um danska
skáldið Poul P. M. Pedersen,
sem er maður eldri að árum en
Orgland, en hefur af næmri inn-
lifun þýtt ljóð eftir mörg ís-
lensk skáld. Fyrsta þýðingabók
hans var Fra hav til jökel, en
það er safn ljóða eftir íslensk
niútímaskáld. Síðan hefur hann
sent frá sér bækur með Ijóðum
þeirra Steins Steinarrs, Hannes-
ar Péturssonar og síðast úrval á
Ingegerd Fries
ljóðum Matthíasar Johannes-
sens, en sú bók fékk meira lof
og fleiri vinsamleg ummæli í
dönskum blöðum en flestar ís-
lenskar bækur þýdd-ar á
dönsku.
Yfirleitt hefur gagnrýnin um
íslensku Ijóðin, bæði í Dan-
mörku og Noregi og ekki síst í
Svíþjóð, verið hvetjandi. Til
dæmis harmaði einn þekktasti
gagnrýnandi Dana það, að verk
Pedersens gengi seint, ástæða
væri til að Danir fengju nánari
kynni af íslenskri nútímaljóða-
gerð. sem hann taldi þróttmikla.
Að skáldsögum og ljóðum
slepptum er vert að geta þess,
að leikrit eftir Jökul Jakobsson
hefur verið leikið í sænska út-
varpinu. fálensk leikritagerð,
sem er Skandinövum að mestu
lokaður heimur eins og nú
standa sakir, á eflaust eftir að
sanna tilveru sína víða. Ef til
vill mun sjónvarpið stuðla að
því.
ER ÍSLENSKUR SKALD-
SKAPUR EKKI NORRÆNN?
Einu sinni var hafist handa
að gefa út norræna árbók með
úrvali þess besta, sem ort hafði
verið á árinu á undan. f fyrst-
unni voru íslensk skáld tekin
með og nutu þar Ivars Orglands.
Nú er svo komið, að bók þessi
kemur út án þátttöku fslands.
Mér er ekki fyllilega kunnugt
um hvers vegn-a forráðamenn
þessarar merku útgáfu hafa
runnið á svellinu, nema skýring-
arinnar sé að leita í því að fs-
'land teljist ekki til Norður-
landa í þeirra augum. Að
minnsta kosti væri auðvelt að
leita til manna eins og Peder-
sens og Orglands að þýða ljóðin,
en það er kannski of mikil fyT-
Poul P. M. Pedersen
irhöfn að leggja það á sig.
Þeim, sem fylgjast með því,
sem gerist í norrænum skáld-
skap, kemur það óneitanlega
framandi fyrir sjónir, að sjá árs
rit þetta auglýst sem ljóðaúr-
val frá Norðurlöndum: „hela
Norden“, svo gripið sé til orða-
lags aug'lýsenda og upplýsinga,
sem hvarvetna getur að líta,
beri bók þessa á góma. ísland
er þá ekki norrænt land eða
hvað? Og þetta leyfa sér ábyrg-
ir og óvitlausir bókmenn-tamenn
í Skandinavíu að bera á borð.
Því hefur verið hreyft í varn
arskyni, að aðalatriðið við þessa
útgáfu sé að geta birt Ijóðin
á frummálunum, og þess vegna
ekki hægt að byggja á fljótunn-
um þýðingum á íslenskum og
finnskum skáldskap. En um leið
er nafn bókarinnar: Nordisk po
etisk ársbok, eins og hver önnur
fölsun og styrkir ekki hina há-
tíðlegu og oftast kátbroslegu
norrænu samvinnu, sem er varla
ann-að en fundarhöld og kampa
vínsbros. Áhugi okkar fálend-
inga á skandin-avískum skáld-
skap hlýtur að vera blandaður
nokkurri beiskju þegar þannig
er farið með sjálfsagðan rétt
skálda okkar að vera með í nor-
rænum ljóðasöfnum, nema við
aðhyllumst þau sjónarmið, að
fsland eigi litla eða enga sam-
leið með Skandinavíu.
Til dæmis fékk ég um daginn
árbók sænska Ljóðaklúbbsins,
sem er merk stofnun, undir
stjórn ljóðskáldsins Stigs Carl-
sons. Þetta forlag hefur m.a. gef
ið ú-t Modern islándsk poesi,
og Stund og staði. Einn snjall-
asti ljósmyndari Svíþjóðar, hinn
tyrkneskfæddi Lutfi özkök birt
ir í þessari bók myndir sínar
af skandinavískum rithöfundum
og bókin heitir: Nordiska poet-
portrátt. Stig Carlson áréttar í
formála, að þessi bók birti ljós-
myndir af rithöfundum hvaðan-
æva að á Norðurlöndum, Lutfi
hafi ferðast „runt hela Norden“,
og er Stig hreykinn af útgáf-
unni, sem er aðdáanlegt verk
frá flestum hliðum nema próf-
arkalestur hefur sýnilega verið
unninn af man-ni, sem eitthvað
hefur verið miður sín.
Það er líka algengt, að virðu-
leg söfn skandinavískra ljóða,
séu kynnt sem norræn yfirlits-
verk án þess íáland sé þar að
finna. Ég tala nú ekki um Fær-
eyinga, sem eiga ágæt skáld.
Þannig mætti lengi halda áfram
að nefna dæmi um útskúfun ís-
Ivar Eskeland
lands úr menningarviðleitni
Norðurlanda.
BÓKMENNTAVERðLAUN
NORðURLANDARÁðS OG
ÍSLENSKAR BÆKUR
Einu sinni heyrði ég því fleygt
í fréttaauka Ríkisútvarpsins af
áhugasömum bókmennta og
fræðimanni, að íslendingar
væru svo fáir og smáir, að þeir
gætu ekki gert ráð fyrir að
koma til greina við úthlutun
bókmenntaverðl-aun-a Norður-
landaráðs nema mjög sjaldan.
Þessi afstaða er í fyllsta máta
kotungsleg. En æt'li þetta sé ekki
nokkuð ríkjandi 'skoðun. Ég
blygðast mín ekki fyrir að halda
því fram, að þær íslenskar bæk
ur, sumar hverjar að min-nsta
kosti, sem fram hafa verið born
ar af íslands hálfu, séu fylli-
lega samkeppnisfærar við
skandinavískar bækur. Nægir að
nefna ljóðasafn Snorra Hjart-
arsonar Lauf og stjörnur,
Stund og staði, eftir Hannes
Pétursson, Land og syni, eftir
Indriða G. Þorsteinsson og fleiri
íslenskar bækur mætti tína til.
Það er vissulega undir Helga
Sæmundssyni og Steingrími J.
Þorsteinssyni komið, að fram-
bærilegar bækur veljist hverju
sinni. Um vál þeirra má deila,
en flókin atkvæðagreiðsla þar
sem sænskumælandi menn eru
í meirihluta, slær vafalaust vopn
in úr höndum þeirra. Ef til vill
þóknast hinum skandinavísku
bókmenntafræðingum að veita fs
landi einhvern tíma viðurkenn-
ingu —■ og því má heldur ekki
gleyma að bókunum kynnast
þeir aðeins í þýðin-gum, því fæst
ir þeirra geta stautað sig fram
úr einföldum íslenskum texta,
hvað þá notið fagurfræðilegra
skáldrita á íslensku.
EIGUM VIÐ SAMLEIÐ MEÐ
SKANDINÖVUM?
Við skulum gera ráð fyrir því,
að við vi'ljum heita norræn þjóð,
og við leggjum töluvert upp úr
norrænni samvinnu. Eig'um við
þá ekki einmitt samleið með
Skandinövum. Ég geri ekki ráð
fyrir að margir Svíar t.d. álíti
sig hafa sérstökum skyldum að
gegna gagnvart íslandi og ís-
lenskum bókmenntum. En sú von
er alltaf fyrir hendi, að snjöll
skáld þar í landi uppljómist af
fleiru en goshveradýrð fslands
og Þingvallakyrrð, og 'leggi það
á sig að læra málið í því skyni
að þýða íslenskar bókmenntir á
sænsku. Það er ekkert unn-
ið með því að krækja í mið-
lungsfólk til þýðinga, að minnsta
kosti ljóðaþýðingar eru það
vandasamar, að þær verða tæp-
lega unnar í tómstundum. Okk-
ur ber skylda til að fá hæfu
fólki aðstöðu til að kynnast fs-
landi og íslenskri hugsun með
það fyrir augum, að það geti
snúið sér að þeirri iðju að gera
ísland „norrænt" aftur. En hvað
Svía varðar megum við heldur
ekki gleyma mönnum eins og Pet-
er Hallberg, sem hefur unnið
mikið verk til kynningar á Hall
dóri Laxness í Svíþjóð, bæði
með þýðingum á skáldsögum
hans og veigamiklum ritverkum
um hann. Einnig bæri það vott
um vanþakklæti að þykjast ekki
kannast við þýðingastarf þeirrá
Frambald á bls. 20
Norræna húsið.