Morgunblaðið - 04.02.1969, Page 17
MORGUN’BLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 1909.
17
SVAR MITT
EFTIR BILLY GRAHAM
ÉG er orðinn fullorðinn og hef setzt í helgan stein. Hef
ég flutzt búferlum suður í land, þar sem ég þekki fáa.
Eg vildi gjaman bera Kristi vitni, en mér finnst það
erfitt, af því að ég er ókunnugur. Hvað viljið þér ráð-
leggja mér?
ÞJÓNUSTAN við Krist er alveg óháð þvi, hvar við
erum staddir. Það er eins og segir í söngnum: „Ekki
er í Kristi neitt austur og vestur“, og við gsetum bætt
við, „norður og suður“. Ef þér væruð kristinn maður
fyrir norðan, verðið þér engu síður kristinn maður
fyrir sunnan.
Samt get ég skilið, að yður kunni að þykja örðugt
að semja yður að nýjum aðstæðum. Bezta ráðið, sem
ég þekki, er að leita samfélags við trúað fólk, og
hvergi finnum við frekar slíkt samfélag en í söfnuði.
Söfnuður trúaðra manna er hið eðlilega umhverfi
kristins manns, en sé hann einangraður, er hætta á
að hann missi kjarkinn og haldi að sér höndum. Þér
sjáið í Nýja testamentinu, að lærisveinarnir unnu
stórkostlegt verk, en það var í söfnuðinum (samfélagi
kristinna manna), sem þeir hlutu uppörvun, leiðsögn
og kraft, og það var þar, sem þeir tilbáðu Guð. Sækið
guðshús, og minnizt þess, að samfélagið er eins og
vegur í tvær áttir: Ef þér auðsýnið öðrum vináttu,
munuð þér njóta vináttu þeirra. En ef þér dragið
yður inn í skel, munu aðrir gera slíkt hið sama.
- IÞROTTIR
Framhald af bls. 26
sannarlega var FH sterkari aðil-
inn í þessum leik og vann með
8 marka mun, 23:15.
Leikurinn var aldrei verulega
skemmtilegur, ef undan eru skil-
in nokkur augnablik í byrjun síð
ari hálfleiks. En FH réði gjör-
samlega lögum og lofum í leikn-
um.
Það hefur e.t.v. ruglað Hauka
og komið þeim á óvænt að FH
mætti með sitt sterkasta lið í
þennan leik, þar sem Geir hafði
á fimmtudag verið með 40 s'tiga
hita. Þar mætti einnig Einar öll-
um á óvart. En Einar og Geir
ásamt Birgi, sem nú tók allt í
einu að skora (og því miður líba
að reyna að skora í ótíma) og
Hjalta í markinu sem varði 16
ekot í leiknum, beztu menn FH
og þeir sem sigurinn sköpuðu.
Lið Hauka var 'heillum horf-
ið. Það var baráttualust að und-
anteknum fyrstu 18 mín. síðari
hálfleiks. Byrjunin var afleit —
1 markskot varið — fyrir utan
villur í sendingum o.fl. Og bar-
áttugleðin entist ekki lengur en
saxað var á forskotið — og var
þó engin ástæða til að gefast upp.
Dómarar voru Hannes Þ. Sig-
urðsson og Sveinn Kristinsson og
dæmdu mjög vel og á þó Hannes
aðalheiðurinn skilið. A. St.
Heitur og kaldur
SMURT BRAUÐ
OGSNIHUR
Sent hvert sem
óskad' er, sirni 24447
SÍLD OG FISKUR
- LANDBUNAÐUR
Framhald af bls. 2
að formenn skyldu tala fyrir til-
lögum sínum á fundi með for-
sætisráðherrum Norðurlanda og
öðrum ráðherrum. Margir af
ræðumönnum lögðu álherzlu á,
að nauðsynlegt sé, að stjórnmála
mennirnir taki sínar ákvarðanir
fljótt og einnig kom fram, að
samkomulagsvilji mundi fyrir
hendi. Landbúnaðarmálin eru
meginvandamálið í þeim umræð
um, sem nú eiga sér stað, en
engar ákveðnar tillögur voru
lagðar fram á fundi nefndarinn-
ar. Þess hafði þó a.m.k. verið
vænzt, að tillaga kæmi fram af
danskri hálfu.
Margir ræðumenn lögðu
áherzlu á það að iðnaðartollarn-
ir myndu ekki verða ágreinings-
efni, ef samkomulag næðist um
landbúnaðarmálin. Trúlegast er
talið, að nefndin muni bíða með
tillögur sínar þar til forsætisráð-
herrarnir koma saman aftur í
Helsingfors 18. febrúar. Eftir
þann fund verður nefndin kölluð
saman til að forma tillögur, er
lagðar verða fyrir Norðurlanda-
fundinn í Stokkhólmi í fyrstu
viku marz.
- EIGENDUR
Framhald af bls. 2
v>egna þess að einn eða fleiri hafa
ekki greitt, vitum við í sumum til
vikum ekki hverjir hafa staðið í
skilum og hverjir ekki og jafn-
vel þótt við höfum nöfn þeirra,
sem gireitt hafa, hafum við enga
skrá um eigendur hverrar íbúðar
í öllum sambýlishúsum borgar-
innar. í þessu sambandi vil ág
endurtaka, að aUir ibú'ðareigend
ur eru ábyrgir fyrir þessum gjöld
um og þegar einn eða fleiri
greiða ekki eiga hinir kost á að
greiða þeirra hlut og eiga þeir
þá endurkröfurétt á hendur hin-
um skuldugu með sama rétti og
Gjaldheimtan, þ.e. lögtaksrétti.
Þegar við vitum ekki hverjir
eiga ógreidd gjöld sín er ekki
annar kostur fyrir hendi en aug-
lýsa eignina til uppboðs á nafni
einhvers þeirra, sem skráðir eru
fyrir viðkomandi húseign. Eins
og fasteignamati er háttað er
ekki hægt að framkvæma þetita á
annan veg.
Út af þessu sérstaka tilfelli
skai tekið fram. að á spjaldi yfir
húseignina Dalbraut 1, stendur
einungis, að hún sé eign Gunnars
Skagfjörðs Sæmundssonar o. fl.
Við höfðum ekki vissu fyrir hver
af eigendum húseignarinnar
skuldaði þessi gjöld og er þá sá
kostur einn fyrir hendi, að senda
uppboðsbeiðni me'ð nafni þess
manns, sem talinn er vera í fyrir
svaxi fyrir fasteignaeigendum
skv. skráðum heimildum. Hins
vegar vil ég taka fram, að áður
hafði auglýsing komið þrisvar
sinnum í Lögbirtingáblaðinu og
ég ætla að yfirborgarfógeti hafi
sent hinum skráða aðila sérstaka
tilkynningu áður en auglýsing
var send í Mbl.
Ég vil að lokum undirstrika, að
fasteignaskatt.ar eru ekki persónu
skattar, þetta eru ekki skattar,
sem lagðir eru á einsitaklinga
heldur fasteignir, þótt við höfum
hins vegar tekið á móti greiðsl-
um frá einstökum eigendum,
sérstaklega, eins og ég hef áður
teki'ð fram, þar sem mönnum
hefur fundist það hagræði fyrir
sig.
Umsögn yfirborgarfógeta
Loks sneri Mbl. sér til Friðjóns
Skarphéðinssonar, yfirborgarfó-
geta og innti hann eftir áliti hans
á þessu máli. Yfirborgarfógeti
sagði:
„Þeir, sem fjalla um nauðung-
aruppboð hafa mikil óþægindi af
þessari tilhögun vegna þess að
fólk unir henni illa og á erfitt
með að skilja hana. Mér er hins
vegar ljóst, að mikil vinna mundi
fylgja því að leggja fasteigna-
skatta á hverja íbúð í sambýlis-
húsum sérstaklega, enda mundi
þurfa lagabreytingu til. Jafn-
framt skal tekið fram, að áður
en eign er auglýst í dagfolöðum
er viðkomanda sent hraðforéf í
ábyrgðarpósti með tilkynningu
þar um“.
- NASSER
Framhald af bls. 1
varanlegum friði væri fólginn
í því að „ríki þeirra grundvallað
ist ekki í einni trú, heldur öll-
um trúarbrögðum, og yrði ríki
Gyðinga, Múeameðstrúarmanna
og kristinna manna". Aðspurður
um, hvort 'hann sæi hilla undir
slí'ka þróun, sagði Nasser, að hún
kynni að hefjast með naestu kyn-
slóð og að augu stöku ísraela
væru að opnaist, að núverandi
leiðtogar væru menn skammsýn
ir.
Nasser sagðist vera efins í því
að Israel myndi koma sér upp
eigin kjarnorkuvopnuim, en við-
urkenndi, að þeir væru komnir
mjög langt á því sviði og sagði
ekki vafa á því, að þetta væri
eitt af helztu markmiðum þeirra.
Hlvað snertir stjórnmálaisamfoand
á ný við Bandaríkin sagði
Egyptalandsforseti að skilyrði
fyrir því væri að Bandaríkin
styddu ekki áframhalandi her-
setu ísraela á arabisku landi.
Nasser sagði, að Egyptar
hefðu ekki haft nein áform á
prjónunum um að ráðast á ísira-
el, skömmu áður en ísraelar
gerðu leifturárásir sínar í júní
1967, en þá stóðu arabiskar her-
sveitir, gráar fyrir járnum með-
fram landamærum ísraels.
Þegar Nasser var spurður að
því, hvort Egyptaland stæði nú
betur að vígi nú en 1 júnibtyrj-
öldinni, svaraði Nasser að slíkar
spurningar ætti helzt ekki að
bera fram, þar „sem ísraelar
kynnu að nota svar hans sem
átyllu til árásar", en bætti við
að hernaðarmáttur Egyptalands
ykist með hverjum degi sem liði,
en ísraelar „keyptu alls staðar
vopn“ og þetta hefði vitaskuld
áhrif á það 'hivenær Egyptar
yrðu nógu öflugir til að „heimta
afbur það sem væri þeirra rétt-
mæt eign“.
— Forsætisráðherrar
Framhald af bls. 1
bjartsýni á framhaldsviðræður
um nánari samvinnu, en viðræð-
um verður næst fram haldið á
fundi forsætisráðherranna í Hels
ingfors 18. febrúar og fundi Norð
urlandaráðs í Stokkhólmi 1. marz.
Danski forsætisráðherrann, Hilm
ar Baunsgárd, hafði þó fyrirvara
gagnvart hinni almennu bjart-
sýni, en bæði Per Borten, for-
' sætisráðherra Noregs og Mauno
Koivisto, forsætisráðherra Finn-
lands, létu í ljós miklu jákvæð-
ari ályktunarorð.
Viðvíkjandi samstarfinu við
Norðurlandaráð lýsti Erlander
því yfir, að nýr fundur með sama
sniði og sá sem nú var að ljúka,
yrði kallaður saman ekki síðar
en næsta haust, en Norðurlanda-
ráðsfundur hefði ekki verið
ákveðinn í framhaldi af því.
Áherzla var lögð á það á laug-
ardag, að forsætisráðherrarnir
skyldu hver um sig og sameigin-
lega fylgjast með starfi sérfræð-
inganna og vera reiðubúnir að
láta málin til sín taka, hvenær
sem nauðsynlegt væri að leysa
stjórnmálahnúta, eða ef almenn-
ar viðræður á stjórnmálasviðinu
væru taldar ábatavænlegar. Sam
vinna á sviði kjarnorku hefur
ekki verið tekin með þeim erfiðu
atriðum, sem embættismanna-
nefndin á að fjalla um, heldur
hiefur það mál verið rætt meðal
ráðherranna.
Fram kom á blaðamannafund-
inum, að Erlander og Baunsgárd
voru ekki sammála um hve lang-
an tíma skyldi ætla embættis-
mannanefndinni til að ganga frá
lokaskýrslu sinni. Varð þó sam-
að komulagi að miða við að
skýrslunni yrði skilað fyrir 15.
júlí n.k.
í tilefni af áhyggjum, sem kom
ið höfðu fram um sérstöðu Finn-
lands, einkum frá norskum full-
trúum, lýsti Koivisto yfir eftir-
farandi: „Því hefur verið fleygt,
að við værum ekki alveg ein-
lægir í jákvæðri afstöðu okkar.
Staðreyndin er sú, að Finnland
hiefur alls ekki reynt að hægja
þróun mála í einu einasta atriði.
Þátttaka okkar gerir samvinn-
una hvergi erfiðari og leiðir ekki
til neinna sérstakra örðugleika."
Hann bætti því við, að ef einhver
innanríkismál kæmu upp, sem
gerðu Finnum erfiðara fyrir um
þátttöku, myndu þeir ugglaust
láta vita, en ég er enn mjög bjart
sýnn.
Forsætisráðherra íslands,
Bjarni Benediktsson, gaf enga
yfirlýsingu á fundinum, sagði
á eftir, að honum fyndist til um
þann samkomulagsvilja, sem fram
hefði komið.
Erlander lýsti því yfir í lok-
in, að næst þegar forsætisráðherr
arnir hittast í Helsingfors eftir
rúmar tvær vikur og þá einir,
vonaðist hann til að ýmis atriði,
sem embættismennirnir hafa feng
ið til úrlausnar, lægju ljóst fyr-
ir.
- IATA
Framhald af bls. 28
Frá 1. maí í ár, verður felld
ur niður allur afsláttur er ver
ið hefur á farseðlum sem
gilda fram og til baka, en
hann hefur numið 5%, en í
stað hans kemur nýtt fyrir-
komulag, þannig að 14 daga
og 21 dags farseðill gildir
framvegis allt árið, gegn
vissri aukagreiðslu ef farþeg-
inn kýs a,ð fljúga um helgar,
eða á öðrum þeim tima sem
mest er að gera hjá flugfélög-
unum.
Verð 4 farmiðum fyrir 14
daga ferðalag frá Eivrópu til
New York verður eiftirleiðis
ákveðið 352 dollarar, en við
það bætist 60 dollarar ef ósk-
að er eftir því að fljúga um
helgar og 50 dollarar ef fólkið
vill fá 14 daga farmiðann á
mesta annatímanum.
Búast má við því, segir
Rerlingske Tidende, að tekn-
ar verði upp nýjar samninga-
viðræður milli SAS og Loft-
leiða eftir að þessi nýja þró-
un á verði flugfarmiða verð-
ur skyndilega þess valdandi
að áætlunarflug verður á
svipuðu verði og leiguflugfar-
gjöldin. Þetta verður í fyrsta
sinn sem hægt er að bjóða
14 daga ferðalag með inni-
földum hótelkostnaði fyrir
leiðina Kaupmannahöfn-New
York-Kaupmannahöfn á 2.212
kr.
RytgaarcL
- LAXNESS
Framhald af bls. 2
anna og mun vitna um bræðra
lagið milli landa okkar og
þann mikilleik, sem ísland
býr yfir einnig á okkar tím-
um. Og það mun ekki rýra á
nokkurn hátt rétt Laxness til
þess að koma fram sem full-
trúi lands síns, og sem sá er
athyglin beinist að, að nokkrir
okkar hugsi með vinsemd til
Gunnars Gimnarssonar og
Sigurðar Nordals", skrifar
Emil Frederiksen, sem leggur
áherzlu á, að það sem sé full-
komlega sérstætt við Laxness
sé undraverðir hæfileikar
hans í frásagnarlist. En sem
talsma'ður réttar hinna kúg-
uðu til hjálpar er málefni
mannúðarinnar eitt af því,
sem hann hefur lagt meiri
áherzlu á en flestir aðrir í
samtíð okkar, segir Emil
Frederiksen að lokum.
Sonning-verðlaummum er
úthlutað af fé Sonningssjóðs-
ins. Þessi sjóður var stofn-
aður með þvi fé, sem C. J.
Sonning ritstjóri eignaðist. Er
sióðurinn stofnaður sam-
kvæmt ákvæðum í arflefðslu-
skrá C. J. Sonnings 1949 og
nemur fé sjóðsins 3 millj.
danskra króna 1 stjórn sjóðs-
ins eiga sæti ekkja Sonnings,
Leonie Sonning, er verður í
stiórn hans ævilangt, en rekt-
or Kaupmannahafnarháskóla
er ávallt formaður sióðsins.
Síóðurinn á og rekur nokkr
ar fasteienir i Frederiksfoerg í
Kauomannafoöfn. bar sem eru
ffoúðir ot» verksmiðiur. Af tekj
um sióðsins á Kauomanna-
hafnarháskóli að úthluta verð-
launum að minnsta kosti
100 000 dönsVum kr til manns
pða konu. Dana eða útlend-
in o'a, sem aif hinni skinu'ðu
hofiir irmt pf h^r»ói nvtsam-
legt starf til gagns evrópskri
menningu.
Sonning ritstjóri byrjaði
fyrir 60 árum útgáfu. dag-
blaðsins „Hovedstaden", sem
hann var aðalritstjóri við, unz
ýmsir þeirra, sem hlut áttu í
blaðinu, vildu breyta því í
pólitískt málgagn fyrir ný-
stofnaðan kristilegan sósíal-
istaflokk. Eftir að Sonning lét
af starfi sánu, hélt hann til
London, þar sem hann sinnti
mikilvægum ritstörfum. I
fyrri heimsstyrjöldinni var
hann ritskoðari í brezka utan
ríkisráðuneytinu og síðar starf
aði hann á vegum brezka
sendiráðsins í Kaupmanna-
höfn.
Þegar hann hafði hætt störf
um þar, skrifaði hann margar
bækur undir dulnefninu Frede
rik Humlebæk. Árið 1923
varð hann ritstjóri erlendra
frétta við Berlingske Tidende
og síðan greinahöfundur við
Politiken og loks fréttamaður
Aarhus Stiftstidende í Ham-
borg.
Síðustu árin, sem hann lifði,
var hann þátttakandi í um-
fangsmiklu byggingafyrirtæki
og lagði á þann hátt grund-
völlinn að sjóði þeim sem
stofnaður var 1949 og 1950
voru fyrstu verðlaununum úr
sjóðnum úthlutað og námu
þau 100.00 kr. og voru þau
veitt Winston Churchill við
sérstaka afhendingarathöfn.
Sonning hafði sjálfur mælt
svo fyrir i erfðaskrá sinni 15.
marz 1935, að komið yrði á
fót sióði fyrir hluta af eign-
um þeim, sem hann léti eftir
sig. og skyldi markmið hans
vera foað. sem að framan grein
ir. Skvldi s’óðstofnunin taka
gildj er varasióður hans hefði
náð 3 milli. kr. og árið 1959
hlaut A lfoert Schweitzer verð-
launin við f'msfu reglulegu út
hlutun úr honum.
Rytraard.