Morgunblaðið - 04.02.1969, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 1969.
Kaupum hreinar og stórar
léreftstuskur
Prentsmiðjan.
Verzlunarskólamaður
sem útskrifast úr 4. bekk í vor óskast til verzlunar-
starfa við byggingavöruverzlun.
Skriflegar umsóknir ásamt mynd og meðmælum, ef
til eru og með tilgr. kaupkröfu, sendist afgr. Mbl. fyrir
fimmtudagskvöld merkt: „Vandaður — 6068“.
Lærið ensku í Englandi í hinum nýtízkulega
PITMAIV SCHOOL OF ENGLISH
Þessi frægi skóli er viðurkenndur af Brezka menning-
arsambandinu er með nýtt námskeið fyrir 1969 í fimm
samtímis, árangursríkum, 8 vikna námskeiðum, í ensku
fyrir byrjendur og lengra komna, sem hefjast á sex
mismunandi tímum í janúar, marz, apríl, júní, ágúst
og október. Því til viðbótar er hægt að stunda ný
byrjunar-námskeið í alþjóðaverzlim banka- og kaup-
sýsluskipulagningu.
Skrifið eftir bæklingi fyrir 1969, sem einnig veitir
uppl. um 1969 Pitman sumarskóla í London, Cambridge,
Edinburgh og Oxford. Skrifið N. Steven B.A. Princi-
pal, The Pitman School of English 46 Goodge Street,
London, VIP 2AQ England.
- BÖKMENNTIR
Framhald af bls. 15
Ivars Eskelands í Noregi og Er
iks Sönderhoms í Danmörku.
Sýnilegur áhugi er í Dan-
mörku á íslenskum bókum, og það
er varla til mikils ætlast að Dan
ir gjaldi okkur dönskukennsluna
í skólum landsins með því að
gleyma ekki að til eru niútíma-
bókmenntir á fslandi.
Norðmenn, og þá einkum
Fonna forlag, hafa unnið fram-
úrskarandi starf með kynningu
íslenskra barna og unglinga-
bóka og verka hel9tu ljóðskálda
okkar, sem vonandi er aðeins
byrjun.
Það hefur svo oft verið bent
á frænderni okkar og Skandi-
nava, að ekki ætla é% að bæta
þar neinu við. Við íslendingar
erum að vísu hálfgerðir eyjar-
skeggjar, en ef til vill erum
við ekki meiri sveitamenn en
Skandinavar þegar á allt er lit-
ið. Kannski ættum við heldur
að taka upp nánara samstarf
MYNDAMOT hf.
PRENTMYNDAGERÐ
AÐALSTRÆTI 6
SlMI 171S2
Rakarostofa
Friðþjófs Óskarssomr
Efstasundi 33
Dömuklippingar, logningor, (blósningur)
herra- og barnaklippingar
Tímapantanir et óskað er
- SÍMI 30533 -
ÓSKAR FRIÐÞJÓFSSON
Hafnarstræti 19.
Ú T S A L A
T œkifœriskjólar MARGAR GERÐIR FRÁ KR. 195.— Kvenpeysur GÆÐAVARA FRÁ KR. 250.—
Dömukjólar Telpnakjólar
ULLAR-JERSEY ALLAR STÆRÐIR
CRIMPLENE FRÁ KR. 95.
KR. 795.—
AUK ÞESS MIKIÐ ÚRVAL AF BAR NAFATNAÐI
Á SERST AKLEGA GÓÐU VERÐI
Komið meðan úrvalið er nóg
við önnur ríki. Enski heimurinn
sækir á. Þýskaland hefur löng-
um verið okkur hliðhollt. Suð-
urlönd eru ekki einu sinni lengur
fjarri. Þess vegna er það
kannski nauðsynlegt, að Skandi-
navar hugi að því hvort ekki
sé réttast að taka upp raun-
hæft samband við okkur á bók-
menntasviðinu án þess að yfir-
borðs skálaglamur verði látið yf
irgnæfa allt, sem skynsamlegt
getur talist.
NORRÆNT HÚS
Nú er risið norrænt hús í
Reykjavík. Það kemur á daginn
að það er of lítið því svo mikil
er ásókn fólks, sé eitthvað
merkilegt á seyði í sölum þess,
að færri komast að en vilja.
Danskir rithöfundar, sem lifað
hafa í þeirri trú, að íslendingar
lesi aðeins vikublöðin þeirra,
eru furðu lostnir. Norræna hús-
ið er of ung stofnun til þess
að neinu sé hægt að slá föstu
um framtíð þess. En óneitanlega
hefur það komið mörgu góðu til
leiðar undir stjórn Ivars Eske-
lands. Við sjáum hvað setur,
fullyrðum ekki neitt um það að
svo komnu máli. Æskilegast
væri aftur á móti, að það gæti
orðið tengiliður íslenskra og
skandinavískra bókmennta og
lista. Þá væri minnsta kosti ein
hverju takmarki náð. En dauð
stofnun með kyrrstæðum anda-
polli á það naumast að vera. Það
mótmælir því sjálft með öllu út-
liti sínu.
NORRÆN LJÓÐ f
RÚMENSKRI ÞÝÐINGU
Nýlega er komið út í Rúmen-
íu allmikið safn norrænna ljóða.
Ogviti menn. Rúmenar líta ís-
land í hópi Norðurlanda, og
birta þýðingar á ljóðum ekki
færri en 23. íslenskra skálda,
frá Jóni Ólafssyni til Hannes-
ar Péturssonar. Eftirfarandi
skáld eiga ljóð i þessu mikla
verki: Jón Ólafsson (1), Step-
han G. Stephansson (1), Sig-
urður Sigurðsson (2) Jóhann
Sigurjónsson (2), Hulda (2),
Jakob Jóhannesson Smári (1),
Magnús Á. Árnason (2), Davíð
Stefánsson (2), Jóhann Jónsson
(2) , Jóhannes úr Kötlum (3),
Tómas Guðmundsson (2), Hall-
dór Laxness (1), Snorri Hjart-
arson (2), Steinn Steinarr (8),
Þorsteinn Valdimarsson (2), Ste
fán Hörður Grímsson (3), Einar
Bragi (8), Jón Óskar (6). Hann
es Sigfússon (1), Jón úr Vör
(3) , Sigfús Daðason (1), Jón
frá Pálmholti (2) og Hannes
Pétursson (3). Bókin nefnist
Poezia nordioa moderna 1—II,
og er gefin út af Editura Pen-
tru literatura, 1968. Veronica
Porumbacu og Tascu Gheorghiu
höfðu umsjón verksins með hönd
um og þýddu ljóðin ásamt Petre
Stoica. Þeir íslendingar, sem
voru ráðgefandi við val ljóð-
anna voru Magnús Á. Árnason
og Einar Bragi. Það sem mesta
furðu vekur við þessa útgáfu er
það, að ekki skuli hafa verið
birt fleiri ljóð eftir jafn þekkt
og óumdeilanlegt skáld og Mag
nús Á. Árnason. Einar Bragi á
að vísu átta ljóð, enda verður
lítið úr smáskáldum eins og
Stephani G. Stephanssyni, Da-
víð Stefánssyni og Tómasi Guð-
mundssyni við hlið hans, svo
einhver nöfn séu néfnd til sam-
anburðar.
Þa'ð er allavega gaman að fá
þetta rúmenska verk í hendur,
þótt varla séu margir hér heima
sem skilja það eða meta að verð-
leikum. En varla gæti sú hugsun
farið að grafa um sig í jafn
hrekklausri þjóð og íslendingum,
að eitthvað sé bogið við kynn-
Ipigu íslenskra bókmennta er-
lendis, í Skandinavíu, eða í þeim
ríkjum, sem frjálsræði mun vera
hvað mest, en illviljaðir menn
freistast stundum til að kenna
við einræði.
Jóhann Hjálmarsson.
Félog Árneshreppsbúa Rvík
Árshátíð Félags Árneshreppsbúa í Reykjavík verður
haldin í Sigtúni föstudaginn 7. febrúar kl. 20.30.
Til skemmtunar:
1. Kvikmyndasýning.
2. Guðm. H. Guðjónsson leikur einleik
á píanó.
STJÓRNIN.
grensásveö 22-24 glæsilegir litir
SW: 30280-3 262
/t/orverð
Tilkynning
um útsvör í Hafnarfirði
Útsvarsgjaldendum ber að greiða upp útsvar 1969
fjárhæð jafnháa helmingi þess útsvars sem þeim bar
að greiða árið 1968 með fimm jöfnum greiðslum, er
falla í gjalddaga 1. febrúar — 1. marz — 1. apríl —
1. maí og 1. júní. Er skorað á alla útsvarsgjaldendur að
inna fyrirframgreiðslur sínar af hendi á réttum gjald-
daga samkvæmt framansögðu.
Atvinnurekendum hvar sem er á landinu ber að
senda bæjarskrifstofunni nöfn þeirra útsvarsgjaldenda
í Hafnarfirði sem þeir hafa í þjónustu sinni að við-
lagðri eigin ábyrgð á útsvarsgreiðslum.
Hafnarfirði 4. febrúar 1969.
Bæjarstjórinn í HafnarfirðL