Morgunblaðið - 04.02.1969, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 04.02.1969, Blaðsíða 21
MORG-UNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 1969. 21 - UM LYSISGJOF Framhald af bls. 19 Þau voru öll af vestfj. stofni eða blönduðum og flest mislit. Sum af þessum lömbum voru hjá mér frá því seint í sept. og fnam yfir áramót. Önnur styttri tíma. En upp í sveit fóru þau öll í fóð- ur eða voru seld þangað. Fóðrið var að sjálfsögðu hey, stundum náði ég í gott úthey, og svo fóðurblanda eða eitthvert mél, t.d. klíð, það er bezta mél- ið og síðast en ekki sízt lýsi. Smábeit var á blettinum, en aðallega notuðu lömbin hann til útiveru og leikja. Oft nam fólk staðar til að sjá til lambanna og fyrrv. bændur höfðu orð á því að þeir hefðu aldrei séð jafn- miklar framfarir á lömbum. Mél gjöf var talsverð, sérstaklega handa sumum hrútunum. Lýsi fengu lömbin minnat 5 gr. á dag, oftast heldur meira, t.d. til að yita hvað hrútar þyldu mikið. Þetta var ufsalýsi — barna- lýsi. Aldrei var gefið meira fóður en svo, að allt ázt upp. Matinn gaf ég helzt á hreina jötu, en stundum ofan á heyið, og lýsið hrærði ég oftast samanvið mélið. Grind var ofaná heyinu svo ekki slæddist. Gimbrarnar léku sér mikið og hrútarnir voru ólmir í að berj- ast. Þeir voru mjög sterkir af lambhrútum að vera. Um þetta mætti meira skrifa, en það yrði of langt mál. Þetta voru ekki neinar vís- inda'legar tilraunir, heldur gert til gamans og til að sjá hvað mætti gera úr smálömbum á ekki löngum tíma. En sérstaklega var athugað með lýsisgjöfina. Þó lömbin hefðu tekið góðum framförum £tf matargjöf einni saman þá er útilokað að þau hefðu blásið eins i sundur og þau gerðu, ef þau hefðu ekki haft lýsið. Fæturnir urðu svo sterkílegir og ullin óx mjög mik- ið. Svo má fuilyrða að af þess- ari lýsisgjöf hafi lömbin búið til meira þroska áfram. Um lýsisgjöfina er það að segja að útilokað hefði verið að gefa svona allan veturinn, enda lömbin farin að fitna mikið, en ég hafði ekki ástæðu til að vigta nákvæmlega. Allar gimbrarnar lifðu áfram og hafa sem ær reynzt afurða- samar og hraustar. Allir hrút- arnir nema einn, sem var lág- fættur ... lembdu á fyrsta vetri og sumir voru notaðir áfram. Þessi lömb voru af góðum Stofnum. Stundum hef ég tekið til mín ær, sem ég hef átt í fóðri og látið þær bera hjá mér, stundum hef ég tekið þær nýbornar. Þá hef ég gefið þeim ufsalýsi, helst i mélið, annars ofaní heyið, stór- um tvÚembum 5 gr. í mál. Er það vafalaust að mjög gott er að gefa lambám ufsalýsi á vor- in. Ekki sízt nú, þegar alltaf er bætiefnaskortur í heyinu og þær því tæmdar af sumum efnum. Og þar að auki eru heyin stund um hrakin. Lýsisgjöf er ekkidýr en kostar vinnu. Þroskamikil unglömb, sem hafa hóga mjólk fana að narta í strá Bólahringsgömul. Þegar þau fara fyrst að æla upp til að jótra, þá tyggja þau lítið eða ekkert en renna tuggunni strax niður aftur. Þau kimna þessu stundum hálfilla og vilja sofa í næði. Sex daga gamalt lamb sem hafði nóga mjólk, hef ég séð jórtra fullum fetum. Að sjálfsögðu er um þetta engin algild regla, en þetta gefur mönnum bendingu um, að gæta þess vel að ung- lömb hafi strax aðgang að heyi ef ær eru á húsi. Talið var að yngst mætti færa þriggja vikna gömul lömb frá. Ég vissi til þess. Þetta var gimb- ur. Hún var vel ulluð og snot- ur um haustið. Tveir bændur, sinn í hvorri sveit, sem eiga margt fé, fóru fyrir nokkrum árum að gefa lömb unum lýsi ofan á heyið sitt. 5. gr. skammt. Þeir láta mjög vel yf ir árangrinum, segja að lömbin hafi þrifist mjög vel og hafi orð- ið stærri kindur en ella. Annar þeirra lætur lömbin út á túnið, pegar gott er veður, svo þau geti hreyft sig eftir vild. Hinn beitir lömbunum og sparar hey. Annar þessara bænda er farinn að gefa ánum lýsi 'líka. Þeir beita báðir mikið. Um lýsisgjöf handa kúm. Aldraður bóndi vel efnum bú- inn hætti búskap og flutti að Sel fossi. Hann sagði mér að eftir mikið óþurrkasumar hefði hann gefið hverri kú tvær matskeiðar af lýsi á dag og þakkaði hann lýsinu betri útkomu með kýrnar en búast hefði mátt við. Hann var vanur að gefa kúnum eina matskeið en vegna hinna hröktu heyja hækkaði hann lýsisgjöfina um helming. Bóndi, .sem heldur búreikninga og veit hvað hann er að gera, sagði við mig: „Ég átti 10 vetra gamla kú, sem var eiginlega orð- in aflóga, samt setti ég hana á vetur og fór að gefa henni lýsi og kalk. Hún yngdist upp og varð 17 vetra og mjólkaði lengi eftir sinn síðasta burð, 20 merk- ur í mál“. Eftir þetta fór hann að gefa kúnum lýsi, en ekki sagð- ist hann alltaf gefa kalk. „En hvað um fituna í mjólkinni?" spyr ég. Hann svarar: „Hún hef ur aukist við lýsisgjöfina og hef ég oftast yfir 4 prs fitu.“ Annar bóndi átti 9 vetra kú, sem hann sagðist verða að farga, hún væri orðin skar, og auk þess langstæð og mjólkaði ekki mik- ið. Ég sagði honum frá þessu samtali mínu við hinn bóndann, sem hann þekkti vel. Hann fór að gefa kusu lýsi og hún varð 15 vetra. Hún fór að leggja sam- an nytjar og ársmjólkin hækkaði mikið. Hún varð strykin og fal- leg útlits eins og ung kýr. Þessi bóndi fékk einn veturinn tvær af kúnum sínum með tvo kálfa. Þó komst önnur þeirra í meiri nyt en áður eða upp undir 30 merk- ur í mál. Þakkaði hann þetta lýsisgjöfinni. Þessar kýr mjólka ágætlega á sumrin. Sennilega hefur sumarmjólkin verið meiri vegna lýsisgjafarinnar á vetrum. Þessi bóndi fær talsvert jrfir 3000 1 af mjólk úr „búinu“ eftir kúna, hefur því stórt heimili. Hann gefur ekki mikið kjarn- fóður er mér kunnugt um og beit ir ekki á fóðurkál eða hafra. Athugull bóndi sagði mér, að ef kýrnar fengu klíð og lýsi á vetrum, þá héldu þær betur uppi gangmálum. Svo vil ég segja þetta: Hollt fóður ásamt lýsisgjöf gerir mjólk ina hol'lari en ella. Um lýsisgjöf handa hestum, hef ég eniga reynslu, en þær upp- lýsingar, sem ég hef getað afl- að mér, sýna að hross eru mjög næm fyrir of mikilli lýsis- gjöf. Hestamaður hefur tjáð mér, að hann gæfi reiðhestinum sínum eina teskeið, ekki stóra af lýsi á dag. Sagði hann að þeir yrðu fallegri í hárfari og að hófar yrðu blæfallegri. Þetta hlýtur þó að fara eftir ýmsu t.d. hvort hrossum er beitt og eftir heygæðum. Þegar lýsi er gefið, þá er sjálf- sagt að gefa það daglega, en ekki stóran skammt endur og sinnum. Það er óhætt að stinga hendinni í sinn eigin barm. Enginn gef- ur barninu sínu stóran skammt af lýsi við og við, héldur reyn- ir hver og einn að hafa lýsis- gjöfina jafna og yfir lengri tíma. Það er skynsamlegast og verður affærasælast að hafa það eins með dýrin, þau eru svo skyld okkur. Það sem ég hef rekið mig á, að smáskekkjur hafa orðið við lýsisgjöf hjá mönnum, þá vil ég leyfa mér sem gamall og vel vil; aður kennari að gefa smá leið- beiningar. Er þá miðað við að sauðfé sé beitt eða hafa hreyf- ingu úti eftir vild. í hreyfingar- lausri innistöðu brennir kindin minna, en lýsið er sterkt fóður. Fyrst er þá að athuga hvort lýsisskammturinn á að vera stór en það þarf að athugast vel. T. d. taka ti'llit til heygæða, hvort það eigi að beita mikið og spara hey o.s.frv. Svo etr að fá sér ílát og vita hvað það tekur mörg grömm. Til þess að vita hvað matskeiðar eða teskeiðar taka mikið er gott að nota lítið meðalaglas, þar sem grammatalan stendur á botninum Barnapelar hljóta að vera réttir. Þar sem lægsta talan er við 50 gr., þá er það ágætt til að at- huga um minni skammta. Og að sjálfsögðu eru þeir ágætir til að mæla innihald stærri íláta. Til slíkra rannsókna er sjálf- sagt að nota vatn, eðlisþyngd vatns og lýsis er það lík, að ekki skiptir neinu í þessu. Ég nota barnapela sem tekur við efsta merki 250 gr. til að mæla ílát, sem á að nota til lýs- isgjafar. Og ég vil ráðleggja öll- um, sem gefa lýsi að ná sér í svona barnapela. Líka má nota góða búvigt til að vigta ílátin tóm og svo full, en það er slzrt betra. Alveg eins og með mélvörur, það verður að vigta nákvæmlega hvað ílátið sem mélið er mælt með tekur mörg grömm, svo mað" ur viti hvað maður er að gera. Svo eru mélvörur misfyrirferða- mikílar í samanburði við þyngd. Ég á matskeiðar, sem taka 10— 18 gr. Nokkuð stórar teskeiðar taka 5 gr. Þetta þarf að athuga hjá sér sjálfum. Ég hef hér box og dósir af ýmsum stærðum. Ég nota að- allega barnapela til að mæla hvað þessi ílát taka mikið, einn- ig búvigt. Eitt boxið tekur 490 gr. Eins kílós ávaxtadós reyndist ekki taka nema 850 gr. Svo það svík- ur ærnar að gefa hana sem pott af lýsi eða 1000 gr. Hér eru tvær liitlar dósir, önnur tekur 150 gr. en hin 100 gr. Eins pela mjó’lkurflaska tekur jafnt og barnapelinn eða 250 gr. Svo mæli ég eina flösku, sem tal- in er taka hálfanannan pela eða 375 gr. en hún reynist ekki taka nema 350 gr. Allar flöskur, stór- ar og smáar, sem nota á til lýs- isgjafar er sjálfsagt að mæla hvað þær taka mörg grömm. Ærnar geta ekki frekar en við, borgað það sem þær hafa aldrei fengið. Þegar búið er að ákveða lýsis- skammtinn, sem á að gefa og vita um stærð ílátsins, sem á að gefa í, þá er það að deila með grammatölu skammtsins í grammatölu ílátsins, sem gefið er í. Þá er útkoman sá kinda- fjöldi, sem ílátið er hæfilegt handa á dag. T.d. boxið sem tók 490 gr. verður með 4 gr. skammti, 490:4 - 122 sk. með 6 gr. sk. — 490:6 - 81 skammtur eða handa 81 kind á dag. Boxið sem tók 85 gr. verður með 4 gr. sk., 850:4 - 212 skammtar, en með 7 gr. sk., 850:7 - 121 skammtur. Litla dósin, sem tók 100 gr. verð ur með 4 gr. sk. 100:4 -25 skammt ar. Barnapeiinn og eins pela mjólkurflaska, sem taka 250 gr. verða með 5. gr. sk. þ 250:5 - 50 sk. Réttt þriggjapelaflaska 750 gr. verður með 6 gr. skammti, 750:6 - 125 sbammtar. Litla flask an, sem tók 350 gr. verður með 5 gr. skammti 350:5 - 70 sk. Þetta eru bara dæmi til leið- beininga og skýringa. En hver og einn verður að koma með sín ílát og mæla þau og ákveða hvað hann vill hafa skammtinn mörg grömm og reikna sem eftir þess- um aðferðum. Ef lýsið er ekki gefið hrært saman við mé’l, þá þarf að dreifa því sem jafnast yfir heyið í garðinum eða jötunni. Bezt er að hafa dós með loki á og setja göt á lokið. Neftóbaksdós með skrúfuðu loki á er ágæt. Hvernig sem lýsi er gefið, þá verður hver kind að fá slnn skammt eftir því sem mögulegt er. Það er gaman að gefa á garða, þegar féð er inni. Þegar hleypt er inn á gjöf, þá má svo til eng- inn tími líða frá því að fyrsta kindin byrjar að éta og þangað til sú síðasta kemst að garða. Breiðar húsdyr. Rúmt á garða. Kindur í forblautum húsum þurfa sannarlega góðan skammt af lýsi til brennslu. Góð húsakynni og góð fjár- mennska sparar hey og eykur af urðir fjárins. Nú skulu menn athuga, að þó hver skammtur sé ekki stór, þá dregur þetta sig saman. T.d. kind sem fær 5 gr. ,sk. á dag er búin að fá % pí. eða 500 gr. eftir 100 daga. Kind sem fær 7 gr. á dag er í 143 daga með líterinn eða 71 dag með hálfpottinn. Eftir þessu er auðvelt að reikna hvað lýsisgjöfin kostar á kind. Og þegar ærin gefur af sér, td.. frá kr. 800.- til 2000.- þá getur það varla talist mikið þó hún fái lýsi fyrir kr. 10,- til 20.- yfir veturinn. Hún borgar það áreiðanlega. Náttúrlega er vinna við að gefa lýsi en sú vinna borgar sig vél. Svo er sjálfsagt að gefa ufsalýsi, barnalýsi, það storkn- ar sízt í kuldum, ogþað er ó- dýrast miðað við gæði. Barnalýs inu er frekast hægt að treysta sem gallalausri vöru. Fóðurlýs- ið er auðvitað verri vara og síð- ur treystandi. Ufsalýsið er ódýrast að taka það í stórum ílátum. T.d. 105 kig. tunnum. (Hjá Lýsi h.f. I Reykjavík kostar ufsálýsi núna (í sept) tunnan 105 kg. kr. 1575 eða kr. 15.- á kílóið. Bændur ættu að hafa samtök með að taka í félagi allar fóður- vörur, lýsi sem fóðurblöndu eða mélvörur, þá fæst ódýrast. Þetta ættu fóðurbirgðafélög- in að sjá um. Gömlu pöntunarfélögin voru góð. Að lokum þetta: Það er sumarauki fyrir búfénaðinn okk ar að fá hæfilegan skammt af góðu lýsi á vetrum. - GLÍMANN Framhald af bls. 26 5 vinningia Sigurður Jónsson, UV, hlaut 4% vinning Elías Ámason, KR, hlaut 4 vinninga Guðmundur Grétarsson, Á, hlaut 1 vinning Stefán Ólafsson, Á, hlaut 0 vinning. Mótið var sett af Eysteini Þor valdssyni, varaformanni Ár- manns, og annaðist hann einnig verðlaunaafhendingu og sleit mótinu. - VALUR VANN Framhald af bls. 26 I síðari hálfleik sóttu Vals- menn meira og skoruðu 4 mörk á stuttum tíma. Sum þeirra voru nokkuð ódýr, en Valsmenn voru ákveðnir og áttu ágæta leik- kafla þar sem samstilling liðs þeirra bar góðan ávöxt. Mörkin skoruðu Þorsteinn Friðþjófsson (bakvörður), Reynir Jónsson 2 og Alexander Jóhannsson. Her- maim Gunnarsson skoraði svo annað mark sitt í leiknum, en fleiri landsliðsmenn komust ekki á skrá skorenda. Forföll voru í landsliðinu. — Hvorugur Vestmannaeyingurinn, Páll markvörður eða Sævar út- herji komust til leiks, og komu varamenn inná. Þá voru reyndir nýir menn. í stöðu annars mið- varðar lék Jón Alfreðsson frá Akranesi. Hann sýndi góða takta en var óákveðinn þegar á reyndi og ekki nógu frakkur. Þetta kost aði liðið mörk. En athygli vakti samt Jón og þar er efni á ferð. Athygli vakti einn, Gunnar Austfjörð, bakvörður frá Akur- eyri. í heild átti landsliðið dá- góðan leik. Hreyfanleikinn er í liðinu og samvinnuviljinn, en það skortir helzt á nýtingu tæki fæxanna. Meiðsl urðu í leiknum. H'örður Helgason sem tók stöðu mark- varðar fékk og hlaut meiðsl á kinnibeini — en ekki alvarlegt. Guðni Kjartansson miðvörður datt og fékk skurð á hné og varð að taka 7 spor í á slysavarð- stofunni. Er enn ebki séð fyrir um hversu slæm meiðsli þau eru. Dómari í leiknum var Alexand er Guðmundsson frá Vestmanna- eyjum og dæmdi vel. Þar er dóm ari á ferð sem á vel heima í hópi okkar landsdómara. — A. St - ÍÞRÖTTIR Framhald af bls. 26 aldrei góðan leik. Þórir Magnús- son, sterkasti maður KFR-liðsinis, gekk ekki heill til skógar, og hafði það slæm áhrif á liðið i heild. ÍS-liðinu hefur farið mik- ið fram í vetur undir stjórn Hjartar Hanssonar, hins kunna landsliðsmanns úr KR. Hann hef ur nú þjálfað liðið í rúmt eitt ár og gjörbreytt leik þess. — Leikurinp á laugardag var sem sagt aldrei spennandi og höfðu stúdentar öll tök á leiknum, og sigruðu verðskuldað, 63:55, en höfðu um tíma allt upp í 17 stiga forystu. Stigin skoruðu fyrir ÍS Jóhann Andersen 23, og Bjarni 13, fyrir KFR Þórir 23, og Sig- urður Helgason 22. ÁRMANN ÍS 44—34 Eftir sigur stúdenta yfir KFR kvöldið áður var búist við að þeir myndu sigra Ármenninga, ekki sízt þar sem Ármannsliðið vantaði þeirra bezta mann, Birg ir Örn Birgis. Þetta fór þó á annan veg. Eftir jafna baráttu allt fram eftir síðari hálfleiík náðu Ármenningar yfirhöndinni og sigruðu nokkuð örugglega. Eins og stigatalan ber með sér, voru sóknir beggja liða mjög slakar, og er langt síðan sézt hef ur sivo lág stigatala í L deild. Því var ekki að heilsa, að varnir liðanna væru svona sterkar, held ur var hittnin mjög léleg og mik- ið um rangar sendingar. Fyrir Ármann var Jón Sigurðsson stig hæstur með 13 stig, og er hann langbezti mdður liðsins, auk Biirgis eins og áður gat. Björn Qhristensen skoraði 11 stig, og er hann mjög efnilegur leikmað- nr. Fyrir ÍS skoraði Birkiir flest stig, eða 9 talsins. KR—KFR 80:51. Eins og stigatalan ber með sér höfðu KR-ingar algera yfiirburði í leiknum og léku mótherjana mjög grátt. Byrjunin var mjög góð og gaf fyrirheit um jafnan leik, eftiir nokkrar mínútur hafði KFR yfir 7:5, en fyrr en varði sást á töflunni 35:11 fyrir KR, og öll spenna rokin út í veður og vind. Leikur KR-liðsins var mjög léttur og leikandi, hrað- upphlaupin gengu mjög vei, en reyndar verður þess að geta að vörn KFR var mjög í molum og réð, ekkert við hraða KR-inga. Þetta varð þánnig annar ósigur KFR yfir helgina, og er liðið ákaflega ósamistillt um þessar mundir. Þó gaf leikur þess við Þór fyrir viku síðan fulla ástæðu til þess að ætla að vænta mætti góðra leikja af hendi þess í vet- ur. Hjá KR var Kolbeinn bezt- ur, og skoraði hann 24 stig, Stef- án skoraði 20 stig, og er hann ört vaxandi leikmaður. Hjá KFR var Þórir stigahæstur með 18 'stig og Ólafur Thorlacius skoraði ÍR — ÞÓR 61:56 (28—29) Fyrri hálfleikur var mjög jafn og höfðu Þórsarar í fullu tré við komumerm, og stigi betur meira að segja, og höfðu yfir- höndina í hléi 29:28. ÍR-ingar beittu svæðisvörn og áttu mjög erfitt með að stöðva Einar Bolla son, og skoraði hann viðstöðu- laust úr sveifluskotum og víta- skotum, sem honum voru dæmd þegar ÍR-ingar reyndu að stöðva hann á ólöglegan hátt. Hann var langbezti leikmaður Þórs og skor aði alls 37 stig, sem er frábær árangur. Ef fer sem nú horfir mun Einar slá stigamet Þóris Magnússonar KFR, en það er 311 stig í tíu leikjum í 1. deild. Ein- ar hefur nú skorað 109 stig i þremur leikjum, eða 36.3 stig að meðaltali i leik, og með sama áframhaldi næði hann að skora 363 stig í tíu leikjum. — Svo vik ið sé að leiknum aftur, þá mátti ekki á milli sjá fram undir lok leiksins að ÍR-ingar settu tvo menn til höfuðs Einari og tókst með því að trufla sókn Þórs- ara og sigra naumlega 61:56. Hjá Þór var Einar lagnbeztur eins og fyrr segir með 37 stig, Magnús Jónatansson, skoraði 10. Hjá ÍR var Þorsteinn stigahæstur og Sig urður Gíslason næstur með 13.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.