Morgunblaðið - 04.02.1969, Side 28

Morgunblaðið - 04.02.1969, Side 28
Sjómannadeilan: Agreiningur um FYRIRKOMULAG — á lífeyrissjóði Skv. áreiðanlegum upplýsing um, sem Mbl. aflaði sér í gær um stöðu samningaviðræðna útgerðarmanna og sjómanna var ágreiningur milli aðila um það, hvort sjómenn skyldu frjálsir að því að taka þátt í lífeyrissjóði eins og út- gerðamenn hafa lagt til eða hvort þeir yrðu allir að vera í slíkum sjóði, en það mun vera afstaða sjómannasam- takanna. Jafnframt liggur fyrir tillaga um stofnun sér- staks sjóðs, sem greiði allt að kr. 2000 af fæðiskostnaði sjómanna. Langir samningafundir stóðu í sjÓTnannadeilunni um helgina og hófust samningafundir á ný í igærkvöldi kl. 20,30. Nú mun ihafa náðst samkomulag um flest minni háttar ágreiningsatriði i samningunum. Hins vegar hafði iekki náðst samkomulag um tvær höfuðkröfur sjómanna, síðast þegar Mbl. frétti í gærkvöldi. Sjómenn hafa annars vegar kraf izf þess að fá fæðiskostnað greiddan en hins vegaT, að þeir Jái aðild að lífeyrissjóði. Um nokkurt skeið hefur legið Forsætisróð- herrn kominn heim BJARNI BENEDIKTSSON, for- sætisráðherra, kom í gær heim tfrá fundi forsætisráðherra Norð- urlandanna og forseta Norður- landaráðs. Annars staðar í blað- dnu er skýrt frá umræðum á tfundinum. fyrir tillaga um stofnun sérstaks sjóðs, sem greiddi allt að 2000.00 kr. á mánuði upp í fæðiskostnað hvers sjómanns og yrði tekna til hans aflað með sérstöku úitflutn- ingsgjaldi. Þessi greiðsla kæmi til viðbótar 8% fiskverðshækkun, sem rætt hefur verið um, en það er hin almenna kaupgjaldshækk un í landinu á sl. ári. Hækkun útflutningsgjalds, sem gæfi kr. 2000.00 í fæðiskostnað til hvers Framhald á bls. 27 Islenzk skip á loðnuveiðum. Ljósm. Mbl. Sigurgeir. FÁ N0RSKIR BÁTAR STYRK TIL LODNUVEIDA VID ÍSLAND? — Hafa ekki farið fram á löndunarleyfi hér — Loðnan líklega á leið suður og vestur með landi NORÐMENN hafa fengið áhuga á loðnuveiðum við ísland og hef- ur norska ríkið þegar lofað 200 þúsund norskum krónum til stuðnings bátum, sem vilja reyna loðnuveiðar á íslandsmið- um. Símaði Skúli Skúlason frétta ritari Mbl. í Noregi, að norska útvarpið hefði frá þessu skýrt í gær. Vekur þessi fregn nokkra undrun, þar sem loðna er ekki í mjög háu verði og því vafasamt að það borgi sig að sækja hana um langan veg. Norsk stjórn- völd hafa ekki farið fram á að norskum bátum verði veitt lönd- unarleyfi á íslandi, að þvi er Mbl. fékk upplýst í utanríkis- ráðuneytinu. LOÐNAN KOMIN SUNNAR. Leitarskipið Árni Friðriksson fann eins og kunnugt er mikið loðnumagn í fyrri viku á allstóru svæði 40—80 mílur út af Aust- fjörðum og að sögn Hjálmars Vilhjálmssonar fiskilfræðings, hefði þá mátt moka þar upp loðnu. f lok vikunnar kom bræla og lá Árni Friðriksson inni á Eskifirði á þriðja dag, en fór aft- ur út í gær. Sagði Hjólmar Vil- hjáilmsson í símtali við Mbl. í dag, en þá var skipið um 30 mil- ur út af Gerpi, að þeir hetfðu leitað víða á þessu svæði í nótt, en ekki séð eins mikla loðnu og áður. Benti það til þess að loðn- an hetfði flutt sig suð-vestur og nær landi en loðnan hietfur venju lega farið þá leið. Ætluðu þeir að sigla suður með landi, um 30 mílur frá ströndinni og leita loðnunnar. GOÐVIÐRI VAR A MIÐUNUM. Hjálmar sagðist ekki hafa haft IATA boðar ný flugfargjðld milli Evrópu og Ameríku — Innleidd verða sérstök ódýr heildarfargjöld 14 daga Bandarikjadvöl innifalin Kaupmannahötfn, 3. febr. Einkaskeyti til Mbl. SÉRHAGSMUNIR Loftleiða h.f. í flugferðum ytfir Norður- Atlantshafið koma nú aftur í brennidepil og verða nú senni lega tekin til athugunar frá nýju sjónarhorni. IATA Alþjóðasamband flugtfélaga, hetfur á fundi sín- um í Texas í Bandaríkjum tekið ákvörðun um að inn- leidd verði svokölliuð „bulk- fare“-fargjöld, sem eru sér- stök fargjöld er gilda í samn- ingsbundnum leiguferðum með flugfélögunum. Etftir að hið nýja flugfargjald tek- ur gildi í nóv. n.k. getur SAS því boðið flugferð til Bandaríkjanna fram og til baka fyrir 2.212 danskar krón ur, (rúmlega 25 þús. ísl.) og er fjórtán daga hóteldvöl í New York innifalin í fargjald inu. Samkvæmt samkomulaginu um heildarfargjöldin geta ferðaskrifstof'Ur niú pantað fyrirfram sæti í áætlunarflug vélum fyrir hópa sem í eru 20 manns frá Evrópu og 40 manns frá Bandleríkjunum. Beinist samkomulagið eink- um að þeim fjöldaflutningum sem hefjast er risaþoturnar verða teknar í notkun á næsta ári. Framhald á tols. 17 neinar fregnir af að Norðmenn hefðu áhuga á loðnunni hér og þætti sér það undarlegt, þar sem loðna væri við Norður-Noreg og þvi eðlilegra að þeir sæktu þang- að. VERKSMIÐJURNAR BÍÐA EFTIR LOÐNU Jónas Jónsson framkvæmda- stjóri Síldar- og fiskimjölsverk- smiðjunnar h.f. kvaðst einnig undrandi á þessari fregn. — Norðmenn hefðu aldrei fyrr kom ið til loðnuveiða við ísland, því að loðnan væri ódýr fiskur og óhagstætt að sækja hana um langan veg og þar að auki hetfðu Norðmenn sína eigin loðnu við Norður-Noreg. — Aftur á móti standa síldarmjölsverksmiðjur hér reiðubúnar að taka við loðnu til vinnslu strax og verktfalli á bátaflotanum lýkur, en þá kem- ur væntanlega í ljós hvort loðnu maignið er eins mikið og árangur leitarinnar bendir til. Verð á loðnumjöli erlendis er allhiátt ALLT LOÐNUMJÖL SELT. Samkvæmt upplýsingum Fiski félagsins og Hagstotfunnar var loðnuaifli í fyrra rúmar 78 þús- und lestir, veiddur af 40 skip- um. Árið áður var hann rúmar 97 þúsund lestir og veiddu hann 50 skip og árið 1966 veiddust 125 þúsund lestir hjá 67 skipum. Nýt Framhald á bls. 27 Inflúensan Irénun INFLÚENSAN er ákaflega mik- ið í rénum í Reykjavík að því er Bragi Ólafsson aðstoðarborgar- læknir sagði í gær. Sigurður Sig urðsson, landlæknir, gaf Mbl. þær upplýsingar í gær, að inflú- ensan væri enn mjög væg úti um landið og þar gengi hún hægt yfir. íslandskynning í Osló í GÆR, mánudaginn 3. febrúar var opnuð í Osló sérstök fslands kynning, sem standa mun út febrúarmánuð. Þessi íslandskynn ing, sem á norsku hefur hlotið nafnið SAGA-SUS mun verða til húsa í hinu glæsilega veitinga- húsi Caravella við Fornebu flug völl í Osló. Að íslandskynning- unni standa Flugfélag íslands, Hótel Saga, SAS, Norræna Hús- ið og íslenzka sendiráðið í Osló. Mikil vinna hefur verið lögð í undirbúning íslandskynningar innar. Þar sem hún fer fram hef ur m.a. verið komið fyrir íslenzk um listaverkum og höggmyndum, sem fengnar voru að láni á Lista- safni íslands og Ásgrímssafni. Ennfremur eru veitingasalir skreyttir stækkuðum ljósmynd- um, veggteppum og íslenzkum munum. Allan tímann, sem fs- landskynningin stendur, verður íslenzkur matur á boðstólum á Caravelle veitingahúsinu og hef- ur Hótel Saga séð um það í sam- ráði við SAS Catering. Mikilvæga aðstoð veittu, Sölu miðstöð Hraðfrystihúsanna, Sam band íslenzkra samvinnufélaga, Osta- og smjörsalan og Mjólkur- samsalan. Flugfneyjur frá Flug- félagi fslands klæddar íslenzkum þjóðbúningi munu verða í Osló meðan á íslandskynningunni stendur. Þær munu bjóða gesti velkomna, veita upplýsingar um land og þjóð og afhenda hverjum jgesti sérstakan minjagrip um komuna. Þjónar veitingahússins klæðast einkennisfötum samskon ar og þjónar á Hótel Sögu. íslandskynningin var opnuð aí ambassador íslands í Noregi og Guðmundur Jónsson, óperusöngv ari, söng íslenzk lög.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.