Morgunblaðið - 25.02.1969, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1969.
11
Einar G. E. Sæmundsen
— skógarvörður
BEZTI vinur minn og sam-
starfsmaður um tæpra 40 ára
skeið er nú liðinn. Einar G. E.
Sæmundsen skógarvörður og
framkvæmdastjóri Skógræktar-
félags Reykjavíkur lézt í bílalysi
laugardaginn 15. febrúar ásamt
vini sínum, Tryggva Guðmunds-
syni.
Orð skortir til að lýsa þeim til-
finningum, sem koma í huga
manns þegar voveiflegir atburðir
gerast. Þegar versta hríðin er af
staðin er það huggun 'harmi gegn,
að á langri samleið okkar er
einskis nema gócfe að minnast.
Samjstilltur var hugur hans og
hönd við hugsun mína og athöfn
og gagnkvæmt etftir því, sem ég
mátti. Áihugamálið hið sama, og
setti hann það öllu ofar.
Við Einar vorum samferða-
menn um mörg ár, fyrst á hest-
um oig síðar á 'hverskonar farar-
tækjum um þvert og endilangt
landið, bæði í blíðu og aftökum.
Fáir munu þeir vera, sem farið
hafa jafn víða um byggðir og
öræfi þessa lands og við, lengst-
um tveir saman. Á slíkum ferð-
um kynnast menn betur en kost-
ur er á annan hátt.
Eftir kynni allra þessara ára
veit ég að leitun er á jafn góðum
og heilum dreng sem Einar var.
Sama var ávallt á hverju gekk
alla lítfsleiðina. Hugrekki og úr-
ræði úr hverjum vanda betri en
hjá öðrum. Hæverska og ljúf-
mennska í hverjum hlut. Kratftur
oig áræði hvenær sem þurfti.
Traust og stöðuglyndi í hverri
raun. Og svo ’hið góða milda
skap, létt og fellt í ljóð, þegar
gamanmál voru á ferðum. Á
meira verður ekki kosið, enda
fæstum gefið þetta allt í senn.
Ætt og ævi skal ekki rakin hér.
Faðir Einars, Einar E. Sæmund-
sen, var í hópi hinna fyrstu ís-
lenzku skógarvarða. Sonurinn
fetaði sömu braut. Hann kom
ungur til startfa fyrir íslenzka
skógrækt eins og faðirinn. Þó var
það síztf af öllu vegur til auðs
eða metorða, aðeins hugsjón um
bjartari framtíð lands Oig þjóðar,
um að bæta skaða fyrri tíma.
Enn'fremur og eigi síður ást til
hins litfandi gróðurs í landinu og
lífsins gangvart auðn og örtröð.
Hér var síztf af öllu hugsað um
auðfenginn arð á líðandi stund,
heldur hyggja fram í tímann,
ekki aðeins að láta trvö «trá vaxa
í stað eins, heldur skjólviðu á
berangrinum. Þetta var ævistarf
Einars.
Leiðir okkar lágu fyrstf saman
við Laugarvatn sumarið 1930 og
urðum þá samferða snertispöl,
hann 13 en ég 23 ára. Tveim ár-
um síðar varð ég kennari hans
og margra glaðværra unglinga
Gagnfræðaskóla Reykvíkinga. og
þaðan útskrifaðist hann vorið
H934.
Einar hafði bæði gátfur og
dugnað til að halda áfram námi
en þá var kreppa í landi og hver
varð að standa á eigin fótum
Réðst hann þá til skógræktar-
innar, en þegar svolítið rofaði til
hélt hann til Danmerkur og síð
an til Noregs til skógarvarðar
náms. Kom hann heim að verk-
legu námi loknu og hótf þá strax
störf á ný hjá Skógrækt ríklsins.
Hann var fyrstf skógarvörður á
Vöglum í Fnjóskadal og var þar
við störf í 10 ár. Hann gat sér
svo gott orð meðal Fnjóskdæla,
að þeir harma enn brottför hans
suður á land, þar sem annað starf
beið hans.
Þegar breyting var igerð á
stfarfssviði skógræktarfélaganna
H947, réðst Einar strax til Skóg-
ræktarfélags Reykjdví'kur jafn-
framtf því sem hann vatrð skóigar-
vörður á Suðvesturlandi. Hér tók
hann við litlu en skilaði miklu
etftir 22 ára starf.
Allir, sem koma í gróðrarstöð-
ina í Fossvogi og fara um Heið-
mlörk sjá 'handaverk hans blasa
við allt um kring. Engum einum
ber eins mikið að þakka, hve vel
hefur miðað áfram. í giftudrjúgu
starfi hans áttfi góð eiginkona
sinn snara þátt. Og þess ber einn
ig að minnast, að hann. laðaði að
sér, góða samstarfs- og áhuga-
menn, sem létftu honum verkin.
Atf þeim má netfna Valtý rit-
stjóra Stefánsson, Hermann Jón-
asson fyrrum forsætisráðherra,
Guðmund Marteinsson verk-
fræðing, Gunnar Thoroddsen
fyrrum borgarstjóra og ótal
fleiri góða drengi. Verk Einars í
Fossvogi og á Heiðmörk hlýtur
að vaxa og margfaldast með ári
hverju eins óg hringurinn
Draupnir.
Einar var mér hollvinur og
ráðgjafi. Hann studdi mig til alls,
sem ég vildi vel igera og réði
mér frá ýmsu, sem miður hefði
farið.
Fyrir mörgum árum missti ná-
komin frænka mín mann sinn
óvænt á unga aldri. Sagði hún þá
stillt og rólega í sinni miklu sorg:
„Það er aðeins góðs að minnast
svo að á betra verðuir ekki kosið.
Við skulum ekki tala meira um
það, en 'horfum fram“.
Þetta segjum við vinir Einars
í dag.
Hákon Bjarnason.
ÞAÐ er með djúpri song, að ég
tek mér penna í hönd, til þess að
minnast látins vinar míns, Ein-
ars G. E. Sæmundsens, sem fórstf
í bílslysi laugardaiginn 15. þ.m.
og verður jarðsettur í dag.
Aldrei heifur fregn um andlát
nokkurs manns fengið jafnmikið
á mig. Skyndilega er rofið með
hörmulegum hætti rúmlega
tveggja áratuga náið samstarf að
málefnum, sem voru okkur báð-
um hjartfólgin. Mikill mann-
Segja má, að ræktunanstörfin i
Heiðmörk séu þríþætt: land-
græðsla, jarðvegsbætur og skóg-
rækt. Auk þess hefur verið unn-
ið þar að végagerð og aðhlynn-
ingu að gestum og gangandi, sem
fer fjölgandi ár frá ári. Ytfirum-
sjón með öllum þessum stförfum
var í höndum Einars Sæmund-
ÞAÐ er mikið áfall fámennri
þjóð, þegar góðum sonum hennar
er kippt burt í blóma lífs síns.
Þesru hefur íslenzka þjóðin þó
oft orðið að hlíta og nú hetfur hún
enn einu sinni orðið fyrir slíku
höggi með sviplegu frátfalli Ein-
ars G. E. Sæmundsens. Með brott
för hans er þungur harmur kveð
inn að vandamönnum hans, vin-
um og samstarfsmönnum og ís-
land hefur misst einn af sínum
beztu sonum. Er nú stórt skarð
opið og autt, þar sem hann áður
stóð og st.arfaði.
Margt ber til þess, að svo mik
il eftirsjá er að Einari, að vinum
hans finnst missir hans næstum
óbætanlegur. Bæði gegndi hann
mikilvægum störfum sínum með
þeim hætti, að með ágætum var,
og auk þess var skaphöfn hans
öll af þeirri góðu gerð, sem ein-
stakt er. Hvar sem hann fór
fylgdi honum sá geislandi lífs-
kraftur og gleiði sem varpaðj
birtu yfir umhverfið. Og alltaf var
hann jafh og samur, hvort sem
við sóttum hann heim árla morg-
uns í starfsstöð hans i Fossvogi
eða hittum hann þar að loknum
erilsömum starfsdegi í skógrækt
arstöðinni með skyradiviðkomu
sama dag í Heiðmörk eða öðrum
þeim stöðum, þar sem hann fór
með yfirstjórn verka og fram-
kvæmda. Biðu hans þó oft að
kvöldi fundarsetur og fyrir-
greiðsla þeirra mörgu, er sóttu
til hans ráð og áttu viðskipti við
hann.
Ætla mætti, að svo mikil önn
og dagleg forsjá fjölþættrar starf
semi, sem oft krafðist skjótrar
úrlausnar, væri ofviða tiltfinninga
næmum manni. En örugg dóm-
greind Einars hélt fast um
stjórnvölinn og meðfætt innsæi
og glöggur skilningur hans
mönnum og málefnum, samtfara
eðlislægri góðvild og drenglyndi,
færðu honum einstakt traust
allra þeirra, sem höfðu samskipti
við hann, og það traust varð hon-
um aftur aflgjafi. Þessi skaphöfn
hanis gerði hann manna ráðholl-
astan, og því fór eigi sjaldan svo,
að bæri vanda að höndum eða
finna þyrfti úrlausn á máli, sem
einhvers var vert, varð þ
fyrsta úrraeðið að fara á fund
Einars og leita álits hans. Sam-
Minning
tal við hann gal ætíð þeim, er til
hans sóttu ráð, betri yfirsýn og
greiðari för til lausnar. Sú er
reynsla mín eftir 20 ára sam-
skipti, og nána samvinnu nú um
10 ára skeið í stfjórn Skógræktar-
félags íslands.
Það gefur auga leið, að maður
með eðliskostum Einars hlaut að
skipa breiðan sess á þeim vett-
vangi, er hann haslaði sér.
Frá upphafi helgaði hann skóg-
ræktarmálunum líf sitt og kratftfa,
og þar var hann alltaf í fremstu
röð, hvort heldur litið er til
sjálfrar ræktunarinnar eða fé-
lagsmálastarfseminnar. í full 20
ár veitti hann stöð Skógræktar-
félags Reykjavíkur í Fossvogi
forstöðu og stýrði framkvæmd-
um í Heiðmörk, friðlandi Reyk-
víkinga, með þeirri haigsýni og
þeim myndarskap, sem verk
hans þar sýna.
Jafnlengi sat hann í stjórn
Skógræktarfélags íslands. Og
hvarvetna er hann kom við sögu
leiddi gott af ráðum hans og
störfum. Það var og í samræmi
við aðra mannkosti Einars, að
hann lét sér ætíð í léttu rúmi
liggja, hrvort frumkvæði hans að
gagnlegum hugmyndum og til-
lögum væri getið. Það eitt
skipti hann máli, að til'löigiur hans
mættu koma að gagni. Eru mér
í huga skýr dæmi þessarar yfir-
lætislausu afstöðu hans.
Störf Einars Sæmundsens og
þau viðfangsefni er á herðum
hans hvíldu voru svo margþætt,
að vandifyllt verður það skarð, er
varð við fráfall hans. Þar getur
enginn einn maður komið í hans
stað. En svo verður minning hans
bezt í heiðri höifð, að þeir, sem
með honum unnu og störtfuðu
leggi sig nú þeim ’mun meira
fram, sem missir okkar er meiri.
Með því móti getum við, sem
eftir stöndum bezt goldið þá
skuld, er við eigum Einari að
gjalda fyrir framlög hans og það
mikla starf, er hann leystfi svo
farsællega af hendi, og þann
kraft, sem hugkvæmni hans og
dugnaður gaf þeim, er að verk-
um stóðu með honum. Við, sem
eftir lifum, megum ekki heldur
gleyma því, þrátt fyrir söknuð
inn, að aldrei er svo svart yfir
sorgarranni, að eigi geti þar birt
fyrir þá trú, að góðir menn litfi
hér áfram í þjóðhollum verkum
sínum, þótt þeir séu, fyrir aldur
fram, kvaddir til annarrar ver-
aldar. Megi hugljúfar minningar
um mætan mann og góðan féla.ga
mýkja harm þeirra, er nú sakna
vinar í stað. Megi sár söknuður
og sorg konu hans, er fylgdi hon
um á tæpustu nöf þessa lífs, og
allrar fjölskyldu hans, mildast
við ljúfar endurminningar
um einstæðan öðlingsmann sem
hvarvetna sáði fræjum góðvild-
ar, atorku og drengskapar í ævi-
spor sín.
Hákon Guðmunðsson.
kostamaður er fallinn í valinn.
En mannkostir Einars, dreng-
lund, afburða dugnaður oig fjöl-
hæfni, lásamt góðvild, glaðværð
og ljúfu geði, eru eíginleikar,
sem ber að halda á lofti. Það fór
ekki hjá því, að þessir góðu
eiginleikar hans hefðu álhrif á þá
sem hann umgekkst, bæði nána
samstarfsmenn og mikinn fjölda
annarra mann, sem hann vegna
startfa sinna og áhugamiála komst
í snertingu við.
Einar Guðmuradur Einarsson
Sæmundisen fædidist að Þjótanda
við Þjórisá 18. september 1017, cg
var því rúmlega fimmtíu oig eins
árs er hann lézt. Foreldrar hans
voru Einar E. Sœmundsson skóg-
arvörður, sem látinn er fyrir all-
mörgum 'árum og kona hans, Guð
rún Sigfríður Guð.mundsdóttur,
sem dvelur á heimili dóttur sinn-
ar í næsta húsi við hús Einars
sonar síns og konu hans.
Einar Sæmundsen yngri ólst
upp með foreldrum sínum, og
segja má að hann hatfi alist upp
við skógrækt og hestamennsku
undir handleiðslu föður síns, en
hann var einn af fjórum fyrstu
íslenzkum mönnum, eem skömmu
eftir síðustu aldamót, lögðu stund
á skógræktarnám og sigldu til
Danmerkur til slíks náms. Að
loknu námi gerðist hann skógar-
vörður á Suðurlandi, en var
jafnframt, svo sem kunnugt er,
frábær hestamaður og hestavin-
ur. Einar yragri fetfaði í fótjpor
föður síns, er hann hafði aldur ti’
og stundaði skógræktarnám í
Danmörku og Noregi, en gerðist
síðan skógarvörður Norðanlands
með búsetu að Vöglum í Fnjóska
dal.
Um störf hans nyrðra er mér
ekki vel kunnugt, er hinsvegar
veit ég, að hamn eignaðist þar
fjölmargra vini, er söknuðu hanis,
er hann fluttist suður síðari hluta
árs 1947, en um það leyti hófust
kynni okkar fyrir alvöru.
í stuttri aímæliskveðju er ég
sendi Einari á fimmtuigsafmæli
hans fyrir tæpu hálfu öðru ári,
gat ég þess, hvílíkt lán það var
hinu svo til nýstofnaða Skóg-
ræktarfélagi Reykjavíkur, er
hann réðitf til félagsins sem fram
kvæmdastjóri í ársbyrjun 1948,
jafnframt því, sem hann gerðist
skógarvörður á Suðvesturlandi.
Það var næstum sem gróðrar-
stöð félagsins £ Fossvogi, sem þá
var aðal-starfsvettvangur skóg-
ræktarfélagsins, væri snortin
töfrasprota.
Einar Sæmundsen fylgdist
ávallt mjög vel með nýjungum á
sviði ræktunar og tækni í
sambandi við plöntuuppeldi
og skógrækt, og hefur það komið
fram á ýmsan hátt í gróðrarstöð-
inni í Fossvogi. Aðferðir við und-
irbúning og hirðingu græðireita,
plöntuuppeldi, geymslu á trjá-
plöntum árið um kring, og sitt-
hvað fleira varðandi störf í gróð
rarstöðinni ber vissulega allt vott
um kunnáttusemi og stöðuga ár-
vekni stjórnandans.
Þar við bætist, að til startfa á
vettvaragi Skógræktarfélagsins
hafa valizt menn, bæði eldri og
yngri, sem auk þess að vera
mjög vel etfarfshæfir, hatfa ekki
komizt hjá því að smitast af
álhuga stjórnandans og laða3t að
honum. Andinn sem ríkt hefur
meðal starfsfólksins er eins og
bezt verður á kosið á stóru heim-
ili, þar sem húsbóndinn er bæði
elskaður og virtur.
Á Heiðmörk gjörþekkti Einar
Sæmundsen svo að segja hvern
krók og kima. Náin kynni hans
af þessu landsvæði, hólust, er
hann fyrir rúmum tuttugu árum
stjórnaði þar girðingarfram
kvæmdum, en þeim framkvæmd-
um var lokið fyrir jól 1948.
Hann lagði sömu alúðina við
ræktunarstörfin þar og í Foss-
vogsstöðinni. En þar er við fleiri
óviss og óþekkt atriðl að glíma.
Þar er ekki um það að ræða að
tilreiða vaxtarskilyrði fyrir trjá-
plöntfurnar á sama báttf og gert er
í sáðbeðum og plöntuíbeðum í
gróðrarstöð, helduir verður að
láta sér nægja að velja hinum
mismunandi plöntutegundum
jarðveg 'skilyrði við sitt hæfi og
búa að þeim svo sem unnt er.
Það 'hefur þurtft að þreiifa sig
áfram, en Einar Sæmundsen var
j sívökull við að kanna mismun-
andi aðferðir, og meira öryggi
hefur smátt og smáttf áuninzt við
skógræktarstörtfin á Heiðmörk.
Margir aðilar hatfa starfað þar að
skógræktf, sjálfboðaliðar í fjöl-
mörgum félögum („landnemar á
Hieiðmörk“), mikill fjöMi ungl-
inga í Vinnuskóla Reykjavíkur,
svo og starfsmenn Skógræktar-
félagsins.
En eraginn einn maður á jatfn-
mikinn þátt í því sem unnið hef-
ur verið á Heiðmörk og Einar
Sæmundsen.
Framundan eru verkefnih á
vettvangi Skógræktfarfélags
Reykjavíkur svo að segja óþrjót-
andi, þegar brautryðjandinn
skyndilega fellur frá.
En brautin hetfur verið rudd,
og traustur grundvöllur lagður
undir framhald á sömu braut.
Mér hefur dvalizt við að minn-
ast starfa Eiraars Sæmundisens á
sviði Skógræktarféalgs Reykja-
víkur, þótt aðeins hafi verið drep
ið á fátt eitt, en það er einkum
á þeim vettvangi sem kynni okk
ar og einlæg viraátta hefur mynd
azt og orðið æ nánari. Ég tel mér
það mikla gæfu að hafa átt vin-
áttu hans, og fjölda margar ljúf-
ar minningar frá samistarfi okk-
ar og samfundum munu endast
mér til æviloka.
Einar var íráibær heimilisfað-
ir, og eftir að systir hans missti
mann sinn fyrir allmörgum ár-
um frá þremur ungum drengj-
um, var hann stoð og stytta
tveggja heimila.
Kona hans, sem enn liggur
slöiuð í sjúkrahúsi, börnum
þeirra, aldraðri móður og öðrum
nánustu ættfingjum votta ég
dýpstu samúð.
Blessuð veri minning Einars
G. E. Sœmundsens.
Guðmundur Marteinsson,
Kveðja frá Landssambandi
hestamannafélaga.
MENN koma og fara. Með lifi
sínu og starfi skrá þeir sögu sína, ■“
einn þannig, að hún er ekki auð-
lesin almenningi en annar mark-
ar hana dýpri dráttum, svo að
fjöldinn verður fyrir varanleg-
um áhrifum og verður þátttak-
aradi í lífssögunni.
Formaður Landssambands
hestamannafélaga, Einar G. E.
Sæmundsen skógarvörður, sem
við kveðjum í dag, var einn
þeirra manna, sem hagaði för
sinni svo um mannheim, að hann
markaði spor, sem lengi murau
sjást og vísa þeim veg er eftir
fara. H-ann vann sér hvarvetna
traust og vináttu og lágu til þess
margar ástæður.
Þess varð strax vart, hvort sem
hann var með fleiri mönnum eða*'
færri, að hann var miklum mun
fróðari en flestir aðrir, enda
hafði hann farið víða bæði inn-
an lands og utan og numið af
bókum margan fróðleik opnum
huiga og varðveitt traustu miranL
Þá duldist heldur engum hátfcvísi
hans og tillitssemi við náungann
né heldur hin glaðværa, hlýja
skapgerð, sem laðaði samferða-
manninn til fylgdar við hann og
til átaka fyrir þau áhugamál, sem
Framhald á bls. 16