Morgunblaðið - 25.02.1969, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1999.
Úitgiefia!ndi H.f. Árvafcuit1, Reykjavóik.
Fxamfcv.sem,dasitj óri Haraldur Sveinsaon.
'Ritstjórai* SiigurSur Bjarrcason Ærá Yiguir.
Matfchías Joihannesdea.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Ritstjómarfullteúi Þorbjöm Guðroundsson.
Fréttaísitjóri Bjöim Jóhannssora,
Auglýsingtastjóri Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6. Sími 10-1Ö01.
Auglýsdngaa? Aðalistræti @. Síml 22-4-00.
Aisifcríiftargjald kr. Iöð.0'0 á miánuði iimanlands,
1 lausasjölu kr. 10.00 eintakið.
LÆRUM RF
REYNSL UNNI
W
Vs rJr
UTAN ÚR HEIMI
Alþjóðleg ráðstefna
um hagnýtingu sjávar
— Cífurleg auÖœfi á hafsbotni nœr ónýtt. — Litið til
siávarins. sem matvœlaforðabúrs oa málmaauðlindir
Hér sést ein af „stáleyjum“ Shell olíufélagsins undan Afríku
strönd. Þarna er olíulind á hafsbotni.
l/'iðræður vinnuveitenda og
" verkalýðssamtaka um
kjaramálin eru nú hafnar.
Oft hefur lítið svigrúm ver-
ið til þess að veita kjarabæt-
ur í slíkum samningaviðræð
- um en aldrei þó sem nú. I
skýrslu þeirri, sem forsætis-
ráðherra flutti Alþingi fyrir
nokkrum dögum um ástand
og horfur í efnahagsmálum
kom fram, að framleiðslu-
magn sjávarútvegsins minnk
aði um 15% á árinu 1968 og
verðrríæti þess um nær 20%.
Þjóðarframleiðslan á árinu
1968 minnkaði um 5%' og
þjóðartekjurnar lækkuðu
um 7%. Af þessu má ljóst
vera, að viðræður vinnu-
veitenda og verkalýðssam-
taka hljóta fyrst og fremst
að snúast um það, hvernig
eigi að jafna tapinu niður.
Allir þeir aðilar, sem um
þessi mál fjalla, ríkisstjórn,
stjórnarandstaða, samtök
verkalýðs og vinnuveitenda
hafa lýst því sem höfuðmark
miði, að atvinnuvegir lands-
manna verði efldir svo að
þeir geti tryggt öllum vinnu
fúsum höndum næga atvinnu.
Þegar hafa verið gerðar
margháttaðar ráðstafanir til
þess að ná þessu marki. Rík-
isstjórnin hjó á hnútinn og
leysti sjómannadeiluna, sem
valdið hafði víðtæku atvinnu
leysi ílandinu.Eftirtektarvert
er, að aðeins nokkrum dög-
um eftir að bátarnir hófu
veiðar er atvinnuleysi úr sög
unni í Vestmannaeyjum. Svo
skjótvirk eru áhrif þess, er
. vertíðin hefst . Um þessar
mundir er einnig unnið að
úthlutun 100 milljóna króna
til íbúðabygginga og Atvinnu
málanefnd ríkisins vinnur
nú úr þeim gögnum, sem
verða grundvöllur úthlutun-
ar 300 milljóna króna til efl-
ingar atvinnulífinu í landinu.
Öllum hlýtur að vera Ijóst,
að nú ríður á öðru meir en
íþyngja atvinnuvegunum
með auknum útgjöldum, sem
óhjákvæmilega mundi leiða
af almennum verðlagsuppbót
um á laun. Atvinnufyrirtæk-
in hafa einfaldlega ekki bol-
magn til þess að taka á sig
þær kostnaðarhækkanir, sem
leiðá mundi af slíku og enn-
fremur liggur í augum uppi,
að almennar verðlagsuppbæt
ur á laun mundu þegar í stað
verða þess valdandi, að verð
bólguhjólið kæmist í fullan
gang á ný. Við eigum að hafa
lært það af reynslunni, að
þegar til lengdar lætur er
slíkt engum til hags. En með
sama hætti og mönnum er
væntanlega ljóst, að almenn-
ar verðlagsuppbætur á laun
koma ekki til greina eins og
nú er ástatt, verður einnig að
horfast í augu við þá stað-
reynd, að hinir lægstlaunuðu
í þjóðfélaginu búa nú við
erfið kjör, ekki sízt þar sem
mjög hefur dregið út atvinnu
og yfirvinna gefur ekki tæki-
færi til að auka tekjurnar
nema að takmörkuðu leyti.
Það hlýtur að verða megin-
verkefni vinnuveitenda og
verkalýðssamtaka í þeim
kjarasamningum, sem nú eru
að hefjast, að finna leiðir til
úrbóta fyrir þetta fólk, án
þess að það hafi almenn
verðbólguáhrif í þjóðfélag-
inu og án þess að aðrar og
launahærri stéttir fylgi í
kjölfarið.
ÚTFLUTNINGUR
ULLARVARA
L árinu 1968 voru gærur,
ull, prjónavörur og ull-
arteppi flutt út til ýmissa
landa fyrir rúmlega 263
milljónir króna. Fyllsta
ástæða er til að ætla að hægt
sé að auka þennan útflutn-
ing verulega.
Verksmiðjur SÍS á Akur-
eyri hafa náð samningum
um útflutning á ullarpeysum
fyrir um 80 milljónir króna
og verksmiðjan Álafoss vinn
ur nú að því að vinna mark-
aði fyrir ullarvörur beggja
vegna Atlantshafsins og hef-
ur þegar náð umtalsverðum
árangri.
Enginn vafi leikur á því,
að íslenzka ullin býður upp
á margvísleg tækifæri til
framleiðslu varnings, sem
hægt er að selja á erlendum
markaði. Þegar hefur tals-
verður árangur náðst í þess-
um efnum og allar líkur eru
á að hægt sé að stórauka
þennan útflutning ef rétt er
á haldið. Það verður fróðlegt
að kanna um næstu áramót
hversu til hefur tekizt á yf-
irstandandi ári.
Brighton, Englandi. AP.
VÍSINDAMENN og tækni-
fræðingar varðandi sjávar-
útveg frá 14 þjóðum hafa
að undanförnu setið á ráð-
stefnu hér í Brighton, og
láta þeir í ljós þá skoðun,
að sá dagur muni koma er
maðurinn verði að snúa sér
að sjónum til þess að leysa
matvæla- og hráefnavanda
mál heimsbyggðarinnar.
Þeir sjá jafnvel framá þá
tíma, er „neðansjávarbú-
garðar“ verði reknir til
þess að ala upp fisk, og
námugröftur neðansjávar.
Um 1000 manns tóku bátt
í þessari fyrstu alþjóðlegu haf
fræðirá’ðstefnu, sem haldin
hefur verið, og lauk nú fyrir
helgina. Ráðstefnan var þeirr-
ar skoðunar, að meiri fiskur
væri í sjónum en næmi afla
úr honum frá upphafi. Og
þetta gilti ekki aðeins um
fiskinn.
Á hafsbotni eru gífurleg
olíu- og málmasvæði,og þar
er að finna bæði gull og dem
anta. Naumast er hægt að
segja að hreyft hafi verið við
þessum auðlindum, en hægt
verði að nýta þær jafnskjótt
og bættar áðferðir til „upp-
skeru gera það arðvænlegt.
Höfin sem matvælaforðabúr
' voru mjög til umræðu á þingi
þessu. Um 71% af yfirborði
jarðar er hulið sjó og vatni,
en hinsvegar gefur þessi gífur
lega víðátta af sér aðeins ör-
lítinn hluta þeirrar fæðu, sem
þar mætti afla.
Rannsóknir, sem fram-
kvæmdar hafa verið að undir-
lagi Sameinuðu þjóðanna,
benda til þess að íbúafjöldi
heimsins muni vera orðinn
tvöfaldur árið 2000 miðað við
það, sem nú er, og þrátt fyrir
þetta býr nær helmingur nú-
verandi íbúa jarðar við nær-
ingarskort. Hver ræðumaður-
inn á fætur öðrum á ráðstefn
unni ræddi um áætlanir hinna
ýmsu þjóða um hagnýtingu
sjávarins.
Ráðstefnunni var sagt, að
eggjahvítuefni úr fiski kost-
uðu aðeins þriðjung þess, sem
YFIRNEFND Verðlagsráðs sjáv-
arútvegsins hefur ákveðið eftir-
farandi lágmarksverð á fiskbein
um, fiskislógi og heilum fiski
til mjölvinnslu eftirgreind tíma-
bil.
Tímabilið 15. nóvember til 31.
desember 1969:
a. Þegar selt er frá fisk-
vinnslustöðvum til vinnslu í fiski
mj öls verksmið j um.
Fiskbein og heill fiskur, ann-
ar en síld, loðna ,karfi og stein-
bítur, hvert kg. kr. 0.79, karfa-
bein og heill karfi, hvert kg. 0.95,
steinbítsbein og heUl steinbítur,
hvert kg. 0.49, fiskslóg, hvert kg.
0.32.
b. Þegar heill fiskur er seldur
beint frá fiskiskipum til fiski-
mjölsverksmiðja.
eggjahvítuefni nautakjöts
kostuðu.
Dr. Ritsura Harano frá Haf-
rannsóknarstofnun Japans,
taldi að um þessar mundir
næmi samanlagður fiskafli
heimsins áðeins 5% af þeim
1,8 milljarði tonna af þeim
sjávardýrum, sem væru þess
virði að veiða.
Hann sagði ennfremur, að
sérfræðingar væru þeirrar
skoðunar, að ef aðeins væru
motuð 5% af landgrunni Jap-
ans til fiskiræktar mætti tvö-
falda aflamagn landsins frá
því, sem nú er.
Nær jafnlöngum tíma var
varið til þess að ræða málm-
svæði á hafsbotni og fleira í
þeim dúr. A.m.k. 12 lönd
vinna nú olíu, jarðgas og
brennisteinssambönd af hafs-
botni éða úr sjónum og nemur
andvirði framleiðslunnar 3,5
milljörðum Bandaríkjadala á
ári.
Auðæfasvæði af öðru tagi
hafa fundizt í ýmsuim heims-
hlutum, og þegar er tekið að
nýta sum þeirra. Má þar nefna
að gull er unnið af hafsbotni
við Alaska, demantar úti fyrir
SV-Afríku, tin úti fyrir Indó-
nesíu og Malasíu og að auki
eru unnir ýmsir þungir málm-
ax. svo sem Mangan, nikkel,
kóbalt og kopar úr hafdýpi
Kyrrahafs.
En það sem gerzt hefur
fram að þessu, er aðeins byrj-
unin. Skýrslur, sem lagðar
voru fram á rá'ðstefnunni
Fiskur annar en síld, loðna,
karfi og steinbítur, hvert kg. kr.
0.62, karfi, hvert kg. 0.75, stein-
bítur, hvert kg. 0.39.
Tímabilið 1. janúar tii 31. maí
1969:
a. Þegar selt er frá fisk-
vinnslustöðvum til fiskimjöls-
verksmiðja.
Fiskbein og heill fiskur ann-
ar en síld, loðna, karfi og stein-
bítur, hvert kg. kr. 0.96, karfa-
bein og heill karfi, hvert kg. kr.
1.12, steinbítsbein og heill stein-
bítur, hvert kg. kr. 0.62, fisk-
slóg, hvert kg. kr. 0.43.
b. Þegar heill fiskur er 3eldur
beint frá fiskiskipum til fiski-
m j öls verksmið j a.
benda til þess að olíu- og
gassvæði á hafsbotni, sem að
vísu eru enn arðvænlegasta og
umfangsmesta vinnslan af
hafsbotni, sé enn bundin til
tiltölulega lítil svæði á land-
grunnum og ekki dýpra en
200 m.
Raunverulega hafa sérfræð-
ingar ekki lokið rannsóknum
á hafsbotninum nema á um
5% þeirra svæða, sem vitað
er að eru auðug af olíu og
jarðgasi.
Víða um heim er nú hafin
leit að gulli og mozanite á
hafsbotni.
Erfiðleikar þeir, sem núver
andi framkvæmdir hafa átt
við að stríða, eru fyrst og
fremst fjármálalegs eðlis, t.d.
skortur á áhættufjármagni, en
einnig koma til tæknileg
vandamál, svo og lögfræði- og
lögsöguleg.
Niðurstöður dr. Enneth O.
Emery, frá Woods Hole haf-
rannsóknarstofunni í Massa-
chusetts, vóru að á næsta ára
tug sé líklegt að vinnsla dýr-
mætra efna af hafsbotni verði
takmörkuð við hafsbotninn
nálægt þeim stöðum, sem
sömu efni eru unnin á landi.
Og að því er tekur til
spekúlanta, sem vonast til
þess að uppskera ríkidæmi á
einni nóttu, varnaðarorð: Það
kostáði 5 milljónir dollara að
ná demöntum að andvirði 4
milljónir dollara af hafsbotni
undan strönd S-Afríku!
Fiskur annar en síld, loðna,
karfi og steinbítur, hvert kg. kr.
0.76, karfi, hvert kg. kr. 0.88,
steinbítur, hvert kg. kr. 0.49.
Verðin eru miðuð við að selj-
endur skili framangreindu hrá-
efni í verksmiðjuþró.
Samkomulag var í nefndinni
um lágmarksverðið fyrir ára-
mót, en vetrarvertíðarverðið var
ákveðið með atkvæðum odda-
manns og fulltrúa seljenda gegn
atkvæðum fulltrúa kaupenda.
f yfirnefndinni áttu sæti:
Jón Sigurðsson, deildarstjóri í
Efnahagsstofnuninni, sem var
oddamaður nefndarinnar. Guð-
mundur Kr. Jónsson og Ólafur
Jónsson af hálfu verksmiðjanna
og Kristján Ragnarsson og
Tryggvi Helgason af hálfu selj-
enda.
Lómarksverð á fiski til mjölvinnslu