Morgunblaðið - 25.02.1969, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1909.
- MINNING
Framhald af bls. 11
hann bar fyrir brjósti hverju
sinni.
Því réði vissulega ekki hend-
in.g, að hann vsidist til forustu
uim margskonar málefni. Honum
vannst betur en flestum öðrum,
og eins og áður sagði, veittist hon
um létt að leiða menn saman til
félagslegra átaka og tryiggja mál-
um framgang.
Á barnsaldri tók hann ást
fóstri við íslenzka hestinn og
ferðaðist þá þegar víða um land
með föður sínum. Þá fékk hann
strax það veganesti í hesta-
mannafræðum, sem aldrei brást
og ekki féll niður að ræ-kja allt
tU hinztu stundar. í stjórn hesta
mannafélagsinis Fáks sat hann
lengi og vann því félagi allt er
hann mátti á þeim tíma.
Síðar tók hann að sér störf á
vegum Landssambands hesta-
mannafélaga, fyrst í ritstjórn
tímarits þess, „Hestsins okkar“,
þegar það hóf göngu sína, og átti
stóran þátt í að móta það og
leiða. Það starf var honum eink-
ar hugleikið. Hann var í bezta
lagi smekkvís á íslenzkt mál og
étíl og brugðust í því efni hvorki
erfðir né uppeldi. Ég veit fyrir
víst að margir lesenda „Hestsins
okkar“, gripu gjama niður í vísna
þætti Einars, sér til fróðleiks og
skemmtunar, en hann var jafn-
an að finna í hverju hefti og er
þar vissulega varðveittur mikill
fróðleikur, sem hefur verulegt
gildi þegar menntir okkar og
menning er skoðuð og skýrð. Við
tímaritið „Hestinn okkar“, hélt
hann vöku sinni til endadags.
Árið 1963 var hann svo kjör-
inn formaður Landssambands
hestamannafélaga og það var
hann enn, er hann var burtu kail
aður með svö sviplegum hætti.
Við hestamenn getum ekki
Iejmt gleði okkar, þegar við hugs
um til þeirra ára, er Einar hafði
leiösögn í samtökum okkar. Og
við erum þakklátir fyrir það,
hversu gifta hestamanna var rík
að eiga þess kost að fá hann til
þessara starfa. Samtökin efldust
og uxu að styrk, félögum fjölg-
aði stórlega og starfslhættir
Landissambandsins héldu áfram
að þroskast og festast í sniðum.
— Og nú, í einu vetfangi, er
Einar fallinn frá. Horfinn.
Við, vinir hans, stöndum eftir
og sjáum ekki annað en opið
skarð. Við njótum ekki lengur
samfylgdar hans á ferðalögum,
hnittinyrða hans í skemmtisög-
um og tækifæriisrvísum mæltum
af munni fram né hins meitlaða
máls, er hann flutti ræður á mót-
um og manníundum.
Við hlýtum ekki framar farar-
stjórn hans. Hans, sem aldrei
skoTti úrræði, atorku né dreng-
skap þegar vanda bar að hömd-
um.
En þótt harmur byngi sýn,
þessa köldu vetrardaga, þá meg-
um við ekki gleyma því sem
gafst. Og hollt er og gott á slík-
um stundum sem þessum að rifja
upp þessi vísuorð Tómasar Guð-
mundssonar:
„En meðan árin þreyta hjörtu
hinna,
sem horfa eftir þér í sárum
trega,
þá blómgast enn, og blómgast
ævinlega,
þitt bjarta vor í hugum vina
þinna“.
Drottinn styrki og blessi þá,
sem næstir honum stóðu og mest
hafa misst. Gef vinum hans öll-
um frið í hjarta.
Steinþór Gestsson.
Mér var ein furðufrétt að berast,
frétt, sem mér olli sorgar að heyra.
Válegur atburður var að gerast,
varð mér sem hremsuþot við eyra.
Fall mun ský á Fossvogsteiga
og Fnjóskadalurinn þungan stynja.
Flestir munu um Einar eiga
eitthvað fagurt og gott til minja.
Einar bar þokka á ýmsan miáta,
var öllum mönnum og dýrum góður.
Hann myndu vilja úr Helju gráta
hestar landsins og skógargróður.
Heiðmörk er nú í huga vorum.
sem hnípin áistmey, er vinar saknar.
Þar mun ætíð úr Einars sporum
ilmur finnast, er gróður vaknar.
Vökull félagi, vammi firtur,
vandamál flestum betur leysti,
af samstarfsmönnum og vinum virtur.
Hans verkum og orðum sérhver treysti.
Glaður í hópi góðra vina
gekk hann fremstur í leik og verki.
Æfður í veðrum skúra og skina
skógræktarinnar bar hann merki.
Þegar ættjarðareöngva sungu
saman vinir á gleðiistundu,
léku honum oft ljóð á tungu,
er léttu skapið og markið fundu.
Eins, er hann hafði fax í fangi
flugu stökur til næstu knapa.
í byggð sem úti á víðavangi
var hann fegurð og gleði að skapa.
Hans verður minnzt, er grænka grundir,
er gildir stofnar úr krónum breiða,
er bærast í vindi laufgaðir lundir
og léttfetarnir um götur skeiða.
Einars hróður mun áfram lifa
og áhrif af starfi hans beraet víða.
Hans ævisögu mun skógurinn skrifa
á skrautblöð sín, þegar tímar líða.
Ármann Dalmannsson.
Það reikaði víða harmur í hús
um og á þjóðbrautum og blik-
uðu tár á mörgum hvarmi er
fregnin um dauða Einars G.E.
Sæmundsens barst um byggðir
lands.
Röskum sólarhring fyrir dauða
Einars áttum við margir Fáks-
félagar kvöldstund með honum
í félagsheimili ckkar.
Húsið var béttskipað áheyr-
endum og mikill hluti þeirra
ungmenni.
Þar fengum við að sjá Einar
stðast. í ræðustólnum stóð hann
karlmannlegur og hlýr eins og
alltaf. Hann ræddi nauðsyn þess
að áseta, búnaður manna og um-
hirða hesta væri fegruð og bætt
og gerði grein fyrir áformum
sínum og Landsambands hesta-
manna til að auka þekkingu ung
menna á hestum og sannri hesta
mennsku.
Þarna eins og oftast var það
hvötin til þes3 að fegra og bæta
lífið og lífsins böm, sem var
grunntónninn í orðum hans.
Hestamennska var Einari í
blóð borin. Hann mun strax sem
drengur hafa komizt í kynni við
hana fyrir samvistir við föður
sinn og hann sinnti henni til
efsta dags. Vafaláust er óhætt
að segja, að hestamennskan hafi
verið annar snarasti þátturinn í
hugðarefnum hns, órjúfandi sam
ofin skógræktarmálefnum.
Al'lt frá unglingsárum var
Sumarbústuður óskust
Sumarbústaður óskast til kaups. Tilboð skilist á af-
greiðslu Morgúnblaðsins fyrir 1. marz n.k. merkt:
„Staðgreiðsla — 2908“.
N auðungaruppboð
sem auglýst var í 67., 68. oig 69. tbl. Lögbirtinigablaðsisns
1968 á Vesturgötu 22, þiingl. eign Atla Björnssonar o. fL,
fer fram eftir kröfu Gjaldheimtuninar í Reykjavík, á eign-
inmi sjálfri, föstudaginm 28. febrúar n.k. kl. 11.00.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
hann ein styrkasta stoð Hesta-
mannafélagsins Fáks og hefur
unnið því félagi ómetanlegt
gagn, á stundum sem stjórnar-
maður og alltaf sá félaginn, sem
reiðubúinn var að fórna tíma og
leggja á sig fyrirhöfn í þágu fé
lagsins.
Ég mun ekki fjalla um lífs-
starf Einars skógarvarðarstarfið
en það var göfugt starf að hlúa
að lífi og kveikja nýtt líf, auka
gróður landsins og fegra um-
hverfi þéttbýlisbúanna.
Þekking Einars á landi okk-
ar var mikil. Sum svæði gjör-
þekkti hann. Bæði örnefni og
gamlar reiðleiðir. Hann var frá-
bær ferðamaður og ferðaðist mik
ið á hestum. Hann var forsjáll
en þó áræðinn ef með þurfti og
víkingsdugleg’ tr.
Einar var jafnan hlýr og ljúf
ur í viðmóti, framkoma hans, orð
og handtak var þannig, að hann
laðaði að sér fólk. Hver sem með
honum var fann, að í glaðværri
framgöngu hans, sem um leið var
traust og yfirveguð, bjó svo
fölskvalaus einlægni, að það
hlutu allir, sem kynntust honum
að laðast nær honum og fagna
hverri sameiginlegri stund með
honum.
Ég hef átt stundir með Einari
hrímuðum á íjöllum uppi og
prúðbúnum í veizlusölum. Jafn
an var hann sami glaðværi hátt-
prúði höfðinginn.
Vináttuhneígð Einars var rík
og hrein. Umhyggja hans náði til
hins smæsta meðal alls lifanda.
Hann var raunsær og fegurðar-
skyn hans var hroskað.
Einar var v?l máli farinn og
hafði næma kímnigáfu. Hann var
ljóðelskur og kunni mikið af ljóð
um og lausavísum. Sjálfur var
hann ágætlega hagorður.
Einar elskaði land sitt ást hins
sanna föðurlandsvinar, dáði tign
þess og gæði.
Hann lagði öllum góðum mál-
um lið. Hann bar öll beztu ein-
kenni hins heilbrigða menningar
manns. Líf Einars var sigur-
ganga hins góða sonar. Skarð
það, sem hann skilur eftir sig
fyllir enginn ainn maður.
Hestamenn landsins hafa misst
sinn fremsta og bezta mann.
Klökkum huga kveð ég Einar
G. E. Sæmundsen, einn ágætasta
mann, sem ég hef kynnzt.
Minningin um hann verður
vinum hans styrkur og hvöt til
þess að bera fram sameiginlega
það merki, sem hann einn bar
áður með svo mikilli reisnv
Hvíl þú í friði heillasonur fs-
lands.
Sveinbjörn Dagfinnsson.
„DÁINN, 'horfinn! Harmafregn“.
Þessar upphafshendingar úr
kvæði Jónasar um Tómas látinn,
komu fyrst af öllu í hug mér, er
ég heyrði um hið sviplega frá-
faU vinar míns, Einars G. E. Sæ-
mundsen, skógarvarðar.
Fyrir örfáum dögum höfðum
við setið saman á fundi þar sem
rætt var um fyrstu framkvæmd-
ir skógræktar á íslandi, sem nýrr
ar greinar í íslenzkum landbún-
aði. Einar hafði ásamt þeim Sig-
urði Blöndal, skógarverði á Hall-
ormisstað og Baldri Þorsteins-
syni, skógfræðingi, unnið að
fræðilegum undirbúningi áætlun
ar um skóggræðslu með búskap í
Fijótsdal. Og hann hafði raunar
gert meira til að hrinda því máli
í framkvæmd. Undanfarin sum-
ur hafði hann farið eldi, áhuga-
eldi, um Fljótsdalinn og stuðlað
að því að bændur sinntu þessu
máli.
Allt sem Einar lagði til á þess-
um fundi, svo og öllum öðrum
fundurn, sem ég hef setið með
honum, var af sama toga spunn-
ið. Góðri oig hagnýtri þekkingu á
málefnum, ást á fagurri hugsjón,
og það, sem mér fannst mest- til
um, óvenjulega næmum skiln-
ingi á mönnum og misjöfnum að-
stæðum.
Sáttfýsi hans og góðvild, á
stundum blandaðar græskulausu
gamni, nægðu jafnan til að
deyfa eggjar tillagna og álykt,-
ana, sem hefðu getað sært við-
kvæman gróður í stað þess að
sníða af kalkvisti, fúasár, eða
illkynjuð vaxtaræxli, sem þeim
var æ+.lað.
í hita baráttunnar, jafnvel fyr
ir hinum beztu málefnum, sjást
menn oft ekki fyrir og særa oft
verri sárum en ætlun var eða
ástæða var til, sárum er leiða til
óvildar og beizkju.
Einhvernveginn fannst mér
eins og í sverði Einars, sem að
vísu gat verið flugbeitt, leyndist
líf-steinn í eggju, líkt og var
um Sköfnung — sverð Hrólfs
kraka. Þeir, sem kannski særð-
ust undan sverðalögum hans,
gátu sagt með Skláldinu: „Líf-
steinn var í sáru sverði, — sem
að græddi mig“.
Eftir fyrrnefndan fund, sem
var hinn síðasti okkar Einars, ók
hann mér heim í bíl sínum. Um-
ræður okkar snerust um mál
fundarins, hversu miklu máli
það skipti að vel tækist um
fyrstu framkvæmdir. í fram-
haldi af því ræddum við um
skilning og hlutdeild æskunnar
í ræktunarmáluim í sambandi við
vinnu ungs fólks í gróðrarstöðv-
um og dáðist ég að bjartsýni
Einars í þeim efnum, sem hann
taldi byggða á reynslu sinni af
því unga fólki, sem hj'á honum
hefur unnið undanfarin ár.
Er við kvöddumst við hús-
tröppumar í síðasta sinn, gat ég
ekki varizt þeirri hugsun að mik
ið lán væri það fyrir ungt fóik
að kynnast ræktunarstörfum
undir handleiðslu manns, sem
ekki liti á þau eins og brauð-
strit eða skítverk, heldur sem
hlutdeild í eilífu sköpunarstarfi
hins álmáttka guðs.
Ekki veit ég hvort aðrir hafa
orðið hins sama varir og ég, að
finnast fólk það er maður hittir,
kynnist og umgengst vera mis
munandi „vel“ lifandi. Með því
að vera „vel“ lifandi er ekki átt
við líkamlega heilsu eða atgervi.
Orðið „vel“ er ekki skírskotun
til niðurstaðna rannsókna á lík-
•amsástandi og geðheilsu, ekiki
'heldur um „dyggðust líferni,
heldur um það, hvernig viðkom-
andi verkar á umhverfi sitt.
Hvort hann eykur skilning
manna og þar með sáttfýsi, glæð-
ir menn bjartsýni um árangur
góðra mála, og jafnvel hleður þá
starfslöngun til að vinna drott-
ins veröM eitthvað til þarfa.
Það eru þessir menn, sem að
mínum dómi eru „vel“ lifandi,
því að þeir lifa í samræmi við
innsta eðli tilverunnar og æðsta
tilgang lífsins.
Einar Sæmundsen var einn úr
þessum hópi, og það einn af
þeim „bezt“ lifandi. Ef ég ætti
að skilgreina þetta mat og rök-
styðja það, kæmist ég fljótt í
þrot, jafnvel þótt taldir væru
upp allir hans eðliskostir. Sem
betur fer eru margir gæddir
mörgum ágætis kostum, sem ger-
ir þá að úrvalsmönnum, án þess
þó að geta talizt í hópi hinna
,,vel“ lifandi manna. Hér er um
að ræða einhvern óræðan eigin-
leika, sem hvorki verður skilinn
né skýrður eða á hann bent.
Þessi óskýranlegi kostur, eðlis-
kostur hlýtur það að vera, sem
verkar svo kynlega á aðra,
hefur mér fundizt eins og
kveikjur og hvatar á mann-
legan líkama. Hann kveikir
áhuga og hvetur til starfa og fær
menn til að leggja sig fram og
taika á öllu, sem þeir eiga til, og
það með ljúfu geði.
Að vísu var Einar ræktunar-
maður af hugsjón og þannig sam
verkamaður þess máttar, er læt-
ur liljurnar vaxa, en það er ekki
næg skýring á því, hvernig hann
gat miðlað öðrum þesisum kost-
um sínum og fengið þá til að
leggja sig fram.
Kannski er sfkýringuna að
finna í þeirri staðreynd að Einar
Sæmundsen var hestamaður,
einn af þeim beztu í landinu.
Á landbúnaðarsýningunni í
'Sumar voru sýndir góðlhestar í
dómhring og var keppt til verð-
launa. Ég hitti Einar meðan á
sýningunni stóð og hafði orð á
því við hann, hver hina glæsileg-
legu gæðinga mér sýndist líkleg-
ur til fyrstu verðlauna. „Víst er
þetta stórglæsilegur hestur",
sagði hann, „en það verður dá-
lítið erfitt að veita honum fyrstu
verðlaun, því við viturn ekki
hvað af glæsileiknum er að
þakka eðliskostum hestsins, og
hvað reiðmennsku'hæfileikum
knapans, sem á honum situr. Það
er svona með hann .......... að
það virðist einu gilda á hvers
konar hesti hann situr, þeir
verða allir að gæðingum undir
honum“.
Þennan leyndardóm góðrar
’hestamennsku þekkja all'ir, en ég
hef aldrei heyrt viðhlítandi skýr-
ingu á því 'hvernig knapinn, með
ásetu og taumhaldi einu saman
getur breytt bikkjunni í gæðing
og látið iHgengan jálkinn fara á
kostum.
Skáldið gafst upp á að skýra
þetta furðulega fyrirbæri en lét
sér nægja að tala um leyniþráð
er héngi á milli manns og hests.
Kannski er það einhver slíkur
Leyniþráður, sem tengist á milli
hins „vel“ lifandi manns og
þeirra, er hann hrífu.r með sér.
Þær voru fleiri, en tvær fyrstu
ljóðlínurnar úr kvæði Jónasar er
komu í huga minn við hina skelfi
legu andlátsfregn. Einnig þessar:
„Hví vil-1 drottinn þola það,
landið svipta svo og reyna,
svipta það einmitt þessum eina,
er svo margra stóð í stað“.
En við þessari spurningu fáum
við, vinir Einars Sæmundsens,
ekkert svar að svo stöddu. Það
eitt er nú eftir fyrir okkiur, er
við kveðjum hann, að færa hon-
um þakkir fyrir það sem hann
var og hugleiða janframt, að
ekkert fær betur heiðrað min-n-
ingu Einars en tvíeflt starf að
áhugamálum hans. Miegi ástvinir
hans njóta blessunar guðs og
styrks í þungum raunum.
Þórarinn Þórarinsson
frá Eiðum.
Kveðja frá Kennaraskóla
fslands.
UNDANFARIN ár, um það leyti
sem grös lifna og nótt verður
þeið, hefur Kennarasikóli ís-
lands nötið atfylgis Einars Sæ-
mundsens, er kynna skyldi kenn-
aranemum gróður landsins og
þann þátt ræktunar, sem Einari
var hjartfólgnastur. Var jafnan
úr nokkrum vanda að ráða og
fór vaxandi, eftir því sem fjölg-