Morgunblaðið - 07.03.1969, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 07.03.1969, Blaðsíða 32
INNIHURÐIR i landsins . | mesta ur vali 4.M. SIGURÐUR ELÍASSON HF. AUÐBREKKA 52—54, KÓPAVOGI. AUGLYSINGAR SÍMI SS*4*8Q FÖSTUDAGUR 7. MARZ 1969 Milljónatjón t Akureyrarveðrinu — 40 manns sagt upp í bili í Lindu, þar sem öll startsemi liggur niðri „ÆGILEGASTA VEÐUR OG SNEGGSTA AHLAUP, SEM ÉG MAN EFTIR" SEGIR EYÞÓR TÓMASSON í LINDU Hrammur Akureyr- arveðursins vafði 2x5 tommu stálbitum um tingur sér eins og tvinnaspotta Akureyri, 6. marz. Klukkutíminn milli klukk an 12 og 13 í gær verður mörgum Akureyringum minn isstæður og einnig er hann orðinn mörgum dýr. Veður- ofsinn, sem þá gekk yfir skall á mjög snögglega og skildi eftir sig gífurlega eyðilegg- ingu. Sverrir Pálsson frétta- ritari Mbl. á Akureyri hitti að máli menn, konur og hörn, sem á margvíslegan hátt urðu fyrir harðinu á veð urhamnum og eru frásagnir þeirra birtar á bls. 10 í blað- inu í dag. Framhald á hls. 20 Lundburður uí loðnu í Eyjum SKÖMMU eftir kl. 20 í gær- kvöldi tóku bátar að streyma inn til Vestmannaeyja með fuJIfermi af loðnu. Er Mbl. fór í prentun í gærkvöldi var allur flotinn úti um 14 míl- ur í vestur af Eyjum og aust- ur af Vík. Var fyrirsjáanlegt að landburður yrði af loðnu í nótt og var mikið líf í tusk- unum. Mokafli var einnig hjá neta bátum og var það mest megnis ufsi. Einn bátur fékk 65 lest- ir í 5 trossur, sem teljast má mjög gott. Þá má geta þess að fyrsta sinni hafa loðnubát- ar nú fengið bolfisk með loðn unni, síðan hrotan byrjaði, en jafnan hefur bolfiskur fylgt loðnugöngum. í fyrradag var gæftaleysi í Eyjum og voru allir bátar í landi. Þakið á verksmiðjuhúsi Lindu fauk 200-400 metra og kom niður skammt frá íbúðablokk, en rétt áður höfðu skólabörn átt leið þarna um. 12 mm járn, sem steypt var í vcgginn rifnaði upp og 2x5 tommu járnbitar sem héldu þakinu vöfðust upp. Alþjóðagjaldeyrissjóð urinn veitir íslandi 660 millj. kr. yfirdráttarlán Treystir gjaldeyrisstöðuna og gerir kleift að stórauka lán til atvinnuveganna Batnandi gjaldeyrisstaða í kjölfar gengisbreytingarinnar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn samþykkti í fyrradag að veita íslandi yfirdráttarlán að fjár hæð 7,5 milljónir dollara, eða um 660 milljónir íslenzkra króna. í fréttatilkynningu frá Seðlabankanum um þessa lán töku segir að hún muni styrkja lausafjárstöðu bank- ans út á við og skapa öryggi og traust í gjaldeyrismálum, meðan áhrif gengisbreyting- Stjórnarfrumvarp á Alþingi: Miklar breytingar á menntaskólalöggjöfinni — valfrelsi nemenda verði aukið verulega — heimilt að skipta námsárinu í námsáfanga — möguleiki á öðru fullnaðarprófi en stúdentsprófi — nemendur fá aðild að stjórn skólanna RÍKIS STJ ÓRNIN lagði í gær fram á Alþingi frumvarp til laga um menntaskóla. Frum- varp þetta er samið af nefnd er menntamálaráðherra skipaði 1963 til þess að endurskoða gildandi laga- og reglugerðarákvæði um menntaskóla. Hefur nefndin síð- an unnið að mjög víðtækri könn- un á menntaskólanámi og æski- Iegum breytingum á því. — Er frumvarpið samið með tilliti til þeirra niðurstaðna er fengust. Hel/tu breytingamar, sem frumvarpið gerir ráð fyrir að gerðar verði eru þessar: 0 Tala menntaskóla verður ekki lengur ákveðin í Iögum. ♦ Heimilt verður að taka til náms í menntaskóla aðra nem- endur en þá, sem lokið hafa próíí úr bóknámsdeildum mið- skóla. 4 Ákvæði um 16 ára lágmarks aldur til inngöngu er afnumið. ♦ Tekin er upp ný skipan á skiptingu námsbrauta innan skólanna, sem raskar verulega deildaskiptingu og bekkjakerfi. 4 Heimilað er að skipta skóla- árinu í námsáfanga (annir). 4 Möguleiki verður á öðru fullnaðarprófi úr menntaskóla en stúdentsprófi. 4 Starfsmönnum menntaskól- anna verður fjölgað. 4 Einn fastur kennari komi á hverja 20 nemendur. Framhald á bls. 13 arinnar og annarra efnahags- aðgerða á greiðslujöfnuðinn eru að koma fram að fullu. Jafnframt leggur Seðla- bankinn áherzlu á, að þessi lántaka geri honum kleift að framfylgja þeirri stefnu í lánamálum, sem mörkuð hef ur verið að undanförnu, en hún byggist á stórauknum út lánum Seðlabankans til at- vinnuveganna, einkum til út- flutningsframleiðslu og iðn- aðar. í fréttatilkynniragu Seðlabank- ans kemur fraim, að eftir gen.gie- breytinguna í nóvember s1!- hafa orðið mikil utmskipti til hins betra í gjaideyrismáíluim og að gjaldeyrisstaðan var orðin já- Framhald á bls. 31 Þorlóknr með 50 — 60 tonn AFLI Þorlákshafnarbáta va. ágætur í gær. Þorlákur AR 5 I kom inn seint í gærkvöldi með 50-60 tonn af ufsa og þorski, sem fengust í 5 tross- 1 ur. Skipstjóri er Pétur Frið- riksson og hefur hann fengið I tæp 300 tonn á vertíðinni. Þá kom Friðrik Sigurðsson með 16 tonn af þorski og I>ala I röst með 35 tonn. Mjög gott veður var á mið- unum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.