Morgunblaðið - 07.03.1969, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.03.1969, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. MARZ 1»«®. Motvöruverzlnn tO sölu Kjöt- og nýlenduvöruverzlun í Reykjavík til sölu. Tilboð sendist Mbl. fyrir þriðjudag merkt: „Trúnaðarmál — 2806“. Iðnaðarhúsnœði á jarðhæð um 1000—1200 ferm. að flatarmáli með 4ra—5 m. lofthæð óskast til kaups, eða byggingarlóð fyrir slíkt hús. Tilboð, ásamt teikningu og uppl. lun húsnæðið sendist skrifstofu vorri fyrir miðvikudag- inn 12. marz n.k. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 10140 KVÚLDKABARETT Lionsklúbburinn Þór heldur kvöldkabarett að Hótel Sögu n.k. sunnudag 9. marz. Fjölbreytt skemmtiatriði. Kvöldverður framreiddur frá kl. 7. Styrkjum gott málefni. Lionsklúbburinn Þór. Frú Lanciai hjálpar Iðunni, drengurinn mótar í Ieir, og Óli horfir á. Lanciai leiðbeinir - UNCUM 5EM ÖLDNUM „ÞANGAÐ liggur beinn og breiður vegur“ .... syngjum við, en það á því miður ekki við hér, því að hérna eru bæði hænsnastigar og rang- alar, og ögn er leiðin krókótt inn í vinnustofuna, þangað sem förinni er heitið. (Úti fyrir liggur hinsvegar hreitt Kirkjustrætið með stórbygg- ingar og sögufræg hús við Austurvöllinn). En svo verður heldur enginn óbarinn biskup. Og barsmíðin fer fram í fyrrverandi stássstofu baka til á efri haeð í húsi númer 10 við Kirkjustræti hér í bæ. Baráttan er háð á brautinni til fram hjá sumum, til innri gleði hjá öðrum og enn aðrir vilja ekki viðurkenna þá sorg- legu staðreynd, að þeir hreint og beint hafi enga listamanns hæfileika. — Já, svona. þetta er fint, bara halda áfram, segir bros- andi og björt kona inni fyrir. Hún mælir á sænska tungu, og er hér komin til þess að gleðja listunnendur, svala þorsta lístrænna manna og kvenna og ýta undir hæfileiká fólksins. Hún er frú Lanciai, sem er komin frá Gautaborg á vegum frú Sigrúnar í Kirkjumunum, og hefur stigið inn á námskeiðin hennar til að leiða áhúgafólk á rétta braut listarinnar. Frúin er myndhöggvari, víðkunn fyrir list sína. Hefur lengi dvalið í heimalandi manns síns, Ítalíu, Suður- Ameríku og mörgum fleiri löndum heimsins, og hlotið víða viðurkenningu og frama. — Já svona, alltaf, að hafa þennan þríhyrning í huga .. Hún er að hjálpa Iðunni, sem er að reyna að móta drenginn sinn í leir, meðan hann situr og mótar allskyns fígúrur í leir sjálfur. — Þessi þríhyrningur, og hún bendir á gagnaugað • • • • þessi hérna hann á alltaf að vera á sama stað .... og hún sýnir Iðunni, sem situr hljóð- lát og námfús og miðar vel áfram með snáðann. Það er þröng á þingi, og allir vinna og vinna, og eru lúsiðnir, en misjafnlega hagir eða afkasta- miklir, en vinnugleðin er það, sem allt fólkið á sameiginlegt. — Hey, elskling .... Allir líta upp, kannski dálítið undr- andi. Frú Lanciai hleypur fram að dyrum, og faðmar, og faðmar að sér dökkhærðan mann sem stendur þar, og brosir út undir eyru. — Herra Lanciai er kom- inn, allt í einu frá Gautaborg. Hún hefur ekki átt von á hon- um, en hann ætlar að vera hér og halda upp á afmælið sitt. Þau höfðu ekki sézt fyrr en þarna nú, þótt hann hefði komið í morgun. Hún hefur átt svo annríkt við kennsluna. Námskeiðin eru full, og kom- ast færrf að en vilja. Hann stendur stutt við, því að ekki má tefja of lengi frá kennsl- unni. — Hvert fór hann frú Lanciai, eigið þið eftir að sjást? — Ég veit ekkert hvert hann fór. Hann hefur sjálf- sagt farið eitthvað út að skoða skemmtanalífið í bænum með einhverjum kunningjum. Ég sé hann einhverntíma aftur, vona ég. — Nú? — Já. Við erum öll svona, fjölskyldan. Börnin fjögur og við hjónin — við erum kölluð Lanciai sirkusinn heima í Gautaborg. Circo Lanciai- Opið til klukkon 10 í kvöld BÓKAMARKAÐURINN i Iðnskólahúsinu nýja við Skólavörðutorg UTAVER M22-24 1:30280-32262 Nœlonteppin komin aftur Verð pr. ferm. 270.— og 343. Vönduð teppi. — Litaúrval. BEZT að auglýsa í MORGUNBLAÐINU m VESTMANNAEYJAR! VEST MANNAEYJAR! ÞJÖÐMÁLAVERKEFNI NÆSTU ÁRA SJÁVARUTVEGSMÁL Laugardaginn 8. marz verður haldin ráðstefna um „Sjávarútvegsmál“ og hefst hún kl. 15.00 í samkomuhúsinu. Frummælandi: Matthías Bjamason, alþingismaður. Sunnudaginn 9. marz verður haldinn ALMENNUR FULLTRÚARÁÐSFUNDUR Sjálf- stæðisfélaganna í Vestmannaeyjum, þar sem Steinar Berg Björnsson mun halda ' erindi: „AFSTAÐA UNGRA SJÁLFSTÆÐISMANNA TIL ÞJÓÐMÁLANNA.“ Fundurinn hefst kl. 16.00 í samkomuhúsinu. Eyverjar F.U.S. Samband ungra Sjálfstæðismanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.