Morgunblaðið - 09.03.1969, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 09.03.1969, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MARZ 1969. 7 > Mér frostrós gefin er Hingað til höfum við jafnan brugðið okkur niður í fjöru, í miðjar hlíðar eða upp á fjöll, þegar við höfum verið að skrifa þessa pistla okkar um náttúru iandsins. í þetta sinn setlum við að bregða út af vana okkar, og stað þess að þeysast út um all- ar trissur, skoða fugla, snigla, skeljar og grjót, ætlum við að slappa af við stofugluggann, sem snýr móti firðinum, og tala um frostrósir á gluggarúð- um. íslendingar, og þó einkum ís- lenzk börn hafa öldum saman undrast fegurð . frostrósanna á glugga. Enginn listamaður treystir sér raunar að feta í fótspor móður náttúru, þegar hún bregður á leik, og skapar hinar fegurstu frostrósir á gluggum, og gild- ir þá venjulega einu, hvort um tvöfalt gler eða einfalt er að ræða. Þó kvartar fólkið frekar í þeim íbúðum, sem hafa tvöfalt verksmiðjugler í gluggum, jafn vel innflutt, sem sýnist næsta mikill óþarfi, og bruðl, — að það sjái sjaldnast frostrósir á glugga. Frostrósir á glugga eru ná- tengdar þjóðtrú og allskyns hind urvitnum. Börnin blésu með andardrætti sínum lítið gat á prúða rós, eða létu heitan þum alfingur nema við gaddinn, svo að þar myndaðist gægjugat. En fegurð frostrósanna gleymist þeim seint, sem séð hafa. Nú er frost á Fróni, þótt enn hafi ekki frosið í æðum okkar blóð, og finnst mér því fara vel á því að beina athygli ykkar að frostrósum. Enginn garðyrkjumaður gerir betur en móðir náttúra að framleiða frost rósir. Á þessu sést að maður þarf ekki endilega að leita langt yf ir skammt til að finna unað hinnar óspilltu náttúru. Hann býr jafnvel í stofuglugganum hjá þér og mér. Skáldin hafa löngum kveðið um Frostrósir, og hverra skyldi frekar vera skyldan að mæra svo dásamlega hluti? Meðan við í þessu kuldakasti horfum á frostrósir á glugga- rúðum, er okkur hollt að hug- leiða kvæði skáldanna. Tek ég því mér það bessaleyfi að til- færa eitt kvæðanna um Frost- rósir, eftir örn Arnarson, öðru nafni Magnús Stefánsson úr Hafnarfirði, sem frægastur varð af ljóðabókinni Illgresi, hvar í var Odds ríma sterka af Skag- anum, og þá ekki síður kvæðið um Frostrósir. og syrgi liðna tíð. Ég þrái sól og sumar og syrgi lífsins dóm: að andar sérhver sumartíð og sölna vorsins blóm. En frostið hefur hlerað og heyrt þá duldu þrá og málað helköld hélublóm * hljóði gluggann á. Og frostið átti ei annað, Hinn eina dýrgrip sinn anganlaus og litverp blóm, það lagði á gluggann minn. Og svo fer öll mín ævi til enda — því er verr — að fyrir vorsins fögru blóm mér frostós gefin er. Séð hef ég eitt sinn Illgresi, kvæðabókina í eigu vinar hans vestur á ísafirði, og var sú öll ilskrift, sem skrifað myndl sund ilskrift. sem skriaf 'myndi sund kappinn Mao, ef hann lifði á meðal okkar. Frostrósir á glugga eru máski mestu meistaraverk móður nátt Hér koma svo Frostrósir Arn ar Arnarsonar. FOSTRÓSIR Ég sit hér aleinn inni — en úti er frost og hríð — og þrái sólskin, söng og blóin örn Arnarson hefur löngum verið kallaður skál lífstregans sem vissi um vorið, en fékk þó sjaldnast að njóta þess. Safnt sem áður ætlum við að betrum bæta niðurstöðu skáldsins með því að segja, að frostrósir á glugga eru og hafa verið eitt hið mesta listaverk í aldarað- ir fyrir íslenzka þjóð, sem um getur. íslenzka þjóðin hefur svo sannarlega á undanförnum öld- um mátt þreyja þorrann og gó una. Harðbýli til lands og sjáv- ar var henni ekkert nýnæmi, frostrósir á glugga var eitt af því sem hélt vöku hennar og fegurðarskyni. Menn tala enn í dag um harðindi. Lítið til fugl- anna í loftinu, stendur þar. Lítið til frostrósa á glugga, og fyrir alla muni stappið í ykkur stál- inu, því að vorsins er ei langt að bíða, en því miðar hægt og hægt Hittumst næst úti á víða- vangi í sól og hita. — Fr. S. ‘ . ■ ■; •&> '' VIÐAVANGI f urðulegustu myndir. Frostrósir taka oft á sig hinar V. Farið frá Reykjavik 2. apríl, komlS til Reykjavikur 8. apríl. BúiS um borð i skipinu allan timann. Verð frá kr. 5000.00, fæði og þjónustugjald innlfalið. Kvöldvökur, dans og Ileira til skemmtunar fyrir farþega um borð í skipinu — sérstakur hátiðarmatur á borðum. Skíðakennari með í ferðinni til leiðbeiningar farþegum. NJÓTIÐ HVlLDAR, SKEMMTUNAR OG HRESSINGAR Á EiGIN HEIMILI UM PÁSKANA. Dragið ekki að panta farmiða. Allar nánari upplýsingar veitir: H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS Farþegadeildin. Pósthússtræti 2, sími 2146* og umboðsmenn félagsins. ARABIA-hreinlætistæki Stórkostleg nýjung FRÉTTIR Aðalfundur kvenfélagsins Eddu verður haldinn þriðjudaginn 11. 11. marz kl. 830 í Félagsheimili HÍP Myndasýning Frá Ljósmæðrafélagfinu Munið kaffisölu ljósmæðra á Hall- veigarstöðum á sunnudaginn, 9. marz kl. 2. Ágóðinn rennur til heyrnardaufra og Biafrasöfnunar- innar. Ljósmæður og velunnarar þeirra, sem vilja gefa kökur og styrkja þessa söfnun, gjöri svo vel að koma þeim að Hallveigarstöðum milli kl. 11 og 12 á sunnudag. Geng ið inn frá Túngötu. Ekknasjóður Islands Merkjasöludagur sjóðsins verður sunnudaginn 9. marz. Merkin verða afhent á sunnudagsmorgun eftir kl. 9:30 i Melaskóla Miðbæjarskóla og Hlíðarskóla. Sölubörn eru hvött tll að koma og selja. Reykvíkingar, styðjið þarft málefni og kaupið merki Ekknasjóðs íslands. Kvenfélag Grensássóknar Fundur í Breiðagerðisskóla þriðjudaginn 11. marz kl. 8:30 Þór- dís Árnadóttir blaðakona verður með frásögn og myndir frá Vestui heimi. Umræður um áhugamál. Kvenfélag Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík Áðalfundur félagsins verður þriðjudaginn 11. marz kl. 8.30 í Iðnó uppi. Styrktarfélag Keflavíkurkirkju heldur árshátíð sína í Stapa, sunnu daginn 9. marz kl. 3. Elliheimilið Grund Sala á föndurmunum gamla fólks ins er daglega frá kl 1—4 í setu- stofunni. Margt góðra og nyt- samra muna, allt á gamla verðinu. Árshátíð Sjálfsbjargar verður í Tjarnarbúð laugardaginn 15. marz. ði gus auglýsinQastofa Skíðavikan á ísafirði Fjölskyldur - einstaklingar/ Notið páskana til að ferðast með CULLFOSS/ á skiðavikuna. Fullkomin varah’utaþjónusta. Glœsileg vara. Verð hvergi lœgsa Einkaumboð fyrir ísland: HANNES ÞORSTEINSSON lieildv., Hallveigarstíg 10, sími 2-44-55. Hljóðlaus W.C. — kassi. Nýkomið: W.C. Handlaugar Fætur f. do. Bidet Baðker W.C. skálar & setur. BEZT oð auglýsa í Morgunbfaðinu TÖSKUR Nestistöskur fyrir leikskóla- börn nýkomnar. Tösku og hanzkabúðin Skólavörðustíg. MERKJASALA EKKNASJOÐS ISLANDS ER í DAG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.