Morgunblaðið - 09.03.1969, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.03.1969, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MARZ 1#©9. ■Últglefaindi H.f. Arváfcuir, ÍReykjaiváfc. Framfcvsemdaötj óri Hiaráldur Sveixisacm. 'Ritstjórar Sigiurður Bjamaaon frá Vigur. Matitíhías Jtíhannesslen. Eyjólfur Konráð Jónssioti. Ritstjómarfullteúi Þorbjöm Guð!mundsson. Kréttaiatjóri Björn JóJiannssoni. Auglýsinga'stjóri Árni Garðar Krisitinsson. Eitstjórn og afgreiðsla Aðalstrseti 6. Sími 19-100. Auglýsingar Aðaistræti ö. Síml 28-4-00. Áskriftargjald kr. 150.00 á mánuði innanilands. I lausasölu kr. 10.00 eintakdð. MENNTASKÓLAFR UM- VARPIÐ OG FRÆÐSL U- LÖGIN TVkisstjórnin hefur lagt fram á Alþingi frv. um nokkrar breytingar á innra starfi menntaskólanna. Er í frv. þessu gert rúð fyrir víð- tækum breytingum á náms- brautum innan menntaskól- anna og ennfremur eru þar önnur nýmæli, svo sem þau að í hverjum menntaskóla skuli vera bókavörður, náms- ráðunautur og félagsráðu- nautur. Þær breytingar, sem ráðgerðar eru í frv. eru vafa- laust góðra gjalda verðar og hefur ýmislegt af því sem rætt hefur verið um í opin- berum umræðum um skóla- málin verið tekið inn í frum varpið eins og frjálsar val- greinar og aðild nemenda að stjórn skólanna, en hins vegar er ástæða til að leggja áherzlu á að með frv. þessu er á engan hátt stefnt að lausn þeirra grundvallar- vandamála, sem við er að etja í íslenzkum skólamálum. Hvergi bólar á þeirri djörfu og karlmannlegu endurskoð- un fræðslulaganna, sem marg ir bíða eftir. Frumvarpið hefur verið samið innan ramma mennta- skólakerfisins eins og það er og eins og það hefur verið um áratuga skeið. Nefnd sú, sem unnið hefur að samningi frv. hefur nú setið að störf- um í fimm ár. Ætla mætti að hún hefði því haft tíma og aðstöðu til að íhuga gerbreytingar á menntaskóla kerfinu öllu með það í huga að auðvelda námsmönnum að ná stúdentsprófi og afla sér þar með réttinda til háskóla- náms, en þess sjást engin merki í frv. eða greinargerð þess að slíkar hugmyndir hafi hvarflað að nefndarmönnum, enda kannski ekki við því að búast meðan heildarstefnan hefir ekki verið mörkuð. Með frv. þessu er ekki snert við því vandamáli, sem inn- tökupróf í menntaskólana hafa reynzt. Landsprófið er óumdeilanlega stíflan í ís- lenzka skólakerfinu og gerir það að verkum að mun færri unglingar með góða, en mis- jafnlega þroskaða hæfileika, leggja fyrir sig háskólanám en tíðkast í nálægum lönd- um og æskilegt væri með til- liti til þarfa íslenzks þjóðfé- lags í framtíðinni á sér- menntuðum mönnum. Jákvæð ar breytingar á innra starfi menntaskólanna eru ánægju- legar en þær koma aðeins að takmörkuðu gagni meðan stórum hópum nemenda er haldið utan við þessa skóla. Afstaða nefndarinnar, sem samdi frv. til þess að Kvenna skólinn fái réttindi til að úr- skrifa stúdenta er alveg furðu leg og bendir til þess að sjón- deildarhringur nefndarmanna hafi verið afar þröngur. Meirihluti nefndarinnar rök- styður þá skoðun sína að Kvennaskólinn eigi ekki að fá réttindi til að veita stúd- entsmenntun með því að þá væri gengið gegn meginregl- um fræðslulaganna frá 1946 um aðskilnað menntaskóla og gagnfræðaskóla. Eru hin úr- eltu fræðslulög frá 1946 ein- hver óumbreytanleg stað- reynd, sem allt skólakerfið verður að snúast um til eilífð- arnóns? Væri t.d. ekki ástæða til að gera skólastarfið sam- felldara, í stað þess að halda í það slitrótta kerfi sem hér ríkir. Þá er bent á að skv. reglu- gerð og fræðslulögum eigi menntaskólar að vera sam- skólar, þ.e. fyrir bæði kynin. Hvaða rök eru fyrir því að ríghalda í þá stefnu, þótt hún hafi einu sinni verið mörkuð? Eru einhver dæmi þess að stúlkurnar í Kvennaskólan- um hafi beðið tjón á sálu sinni vegna einangrunar? Hverju breytir það um að- stöðu skóla til að útskrifa stúdenta, þótt nemendur hans séu eingöngu stúlkur? Hin vísa nefnd telur einnig, að það myndi reynast erfitt að veita stúdentsmenntun í Kvennaskólanum vegna þess, að svo fáar stúlkur muni nema í þeirri deild. Hafi þessi röksemd eitthvert gildi á hún líka við um Verzlunarskól- ann. Vilja nefndarmenn taka réttinn til að útskrifa stúd- enta af Verzlunarskólanum? Kvennaskólinn er ein virtasta menntastofnun landsins, lýt- ur sterkri stjórn vel mennt- aðrar skólastýru og á að baki langa og merka sögu. Þangað hefur valizt einvalalið kenn- ara og allur rekstur skólans hefur verið til fyrirmyndar. Fyllsta ástæða er til að Al- þingi taki frv. þetta til ná- kvæmrar athugunar og er í því sambandi ástæða til að láta í ljós þá von, að alþing- ismönnum auðnist að sjá út fyrir sjóndeildarhring hinna úreltu fræðslulaga frá 1946, þótt nefndinni, sem samdi frv. hafi ekki tekizt það. 11 VH j U TA N Ú R H IEIMI Úvissa á Norður-írlandi — Völd Terence O'Neills í hœttu MIKIL óvissa ríkir á NorðuT- írlandi eftir hin óvæ'ntu úr slit þingkosninganina þar í síðasta imánuði. Tilrauin for- sætLsráðherrans, Terence O’Neills höífuðmanns, tiJI þess að binda enda á dei'kir ka- þólskra manna ag mótmæl- enda með þwí að efna til kosninganna hefur farið út uim þúfur. Völd hans eru í hætfcu og hin hófsama um- bótastefna hans hefur beðið skipbrot. Flokkur O’Neills, Einingar- flokkurinn, hefur alltaf sigr- að með miklum yfirburðum í. kosningunum á Norður-ír- landi því að hann er flokfaur mótmælenda. Þótt hann sigr- aði örugglega í faosningunum að þessu sinni var sigurinn efaki nógu milkill til þess að hann gæti talizt eindregin stuðningsyfirlýsing við þá stefnu O’Neill’s að faoma til móts við kröfur kaþólska minnihlutans, O’Neill hafði vonað, að kaþólslki minnihlut- inn mundi tryggja sigur stuðningsmanna sinma í flokfanum og þar með stefnu sinnar. Sú von brást, þar sem kaþólgkir kjósendur giátu efaki hugsað sér að kjósa flolfak mótmælenda. O’Néilll höfuðsmaður efndi til faosninganna af því hann átti ekki annarra kosta völ. Öfgasinnaðir andstæðingar hans í flofaknum hölfðu gert uppreisn og hann siá fram að hann mundi bíða persónuleg- an ósigur. Þess vegna áfavað O’Neill að sfcjóta máli sánu til kjósenda og fá um'boð þeirra til þess að framfylgja umibótastefnu sinni. Kalþólski minnihlutinn í Norður-ír- landi telur mig beittan mis- rétti, og O’Neil'l vill að gengið verði til móts við kröfur þeirra stig af stigi. ÖFGAMENN KOSNIR Hann setti traust sitt á það, að meirihluti kjósenda, ka- þólsfcir jafnt sem mótmæl- endur og jafnt þeir sem stæðu til vinstri við miðrju og þeir sem stæðu lengra til hægri, veittu sér og stuðn- ingsmönnum sínum í flokkn- um yfirgnæfandi stuðning og felldu öfgasinnaða andstæð- inga sína. Hamn reiknaði dæmið skatt. Ellefu hægri- sinmaðiir andstæðingar hans úr Einingarflokknum náðu endurfaosnimgu, svo og að minnsta kosti þrír aðrir þing- menn, siem vafasamt er talið að hann gæti treyst. O’Neill hefur s'taðið af sér alla storma eftir kosningarn- ar, en vafasamt er að hann haldist lenigi við völd úr þessu. Ef aftur kemur til götuóeirða glatar hann þeim stuðningi, sem hann nú nýt- ur, og úrslit faosninganna gera illmögulegt að faoma í veg fyrir óeirðir. Kosninga- úrsliltin eru mikill persónu- legur álitsihnekkir f yrir O’Neill. Séra Paisley, leið- togi öfgasinnaðra mótmæl- enda, hlaut 6.331 attovæði í fajördæmi O’Neilis þannig að forsætisráðlherrann sigraði með aðeins 1.414 attovæða mun. Fyrir kosningarnar sýndu skoðanalkannanir að 91% ka- þólsfcra manna ætluðu að kjósa O’Neill, og að víisu hlaut O’Neill mifaið fylgi meðal kaþólska minnihlutans, einkum meðal millistéttar- fólks en síður meðal verka- manna. Og stuðningsmenn O’Neills stóðu sig vel í Bel- fast, og jafnvel í sumum sveitahéruðum minnkaði fylgi hægrisinnaðra andstæðinga O’Neills, þótt þeir héldu þingsætuim s’ínum. Þjóðernisfloifaku'rinn féfak illa útreið í kosningunum. Leið'togi hans, Eddie Mc- Ateer, féll eiftir 20 ára þing- setu fyrir ungum baráttu- manni mannréttinda, John Huime. Félagi Humies sigraði annan gamlan þingmann þjóðernissinna í kaþólsifau kjördæmi. Frammistaða flokks uingra mennitamanna, „People’s Democracy", sem boðar herstoáan sósíalisma, kom einnig á óvart. Fram- bjóðendur hans hlutu óvenju mikið fylgi, bæði í kjösdæm- um þar sem Einingarflokkur- inn var öruggur um sigur, en Framhald á bls. 31 O’Neill höfuðsmaður og kona hans fylgjast með kosninga- fréttum. VERTÍÐIN MÁ EKKISTÖÐVAST lliðræðum verkalýðssam- * taka og vinnuveitenda um nýja kjarasamninga mið- ar lítið áfram enn sem kom- ið er. Engum þarf að koma það á óvart, enda er hér vafa- laust um erfiðari samninga- viðræður að ræða en verið hefur um langt árabil. Að undanförnu hafa verkalýðs- félögin haldið fundi og aflað sér verkfallsheimildar en hins vegar hefur ekkert komið fram enn, sem bendir til þess að þau ætli að nota þær heimildir í náinni framtíð. í sambandi við þessi mál er ástæða til að vekja athygli á því, að vertíðin stendur nú sem hæst- Hún hófst seint vegna sjómannaverkfallsins og skal engum getum að því leitt hve mikið tjón þjóðin hefur beðið af þeim völdum. Hitt er alveg ljóst, að komi á ný til vinnustöðvunar um há- vertíðina, þannig að fram- leiðslustarfsemin í landinu leggist niður mun mörgum þykja einsýnit, að íslendingar séu ekki færir um að ráða fram úr þeim erfiðleikura, sem að þjóðiinni hafa steðjað að undanförnu. Nýtt verkfall á vertíðinni yrði svo þungt áfall fyrir þjóðina alla að af- leiðingar þess yrðu ófyrirsjá- anlegar með öllu. Forustumenn verkalýðs- samtakanna munu að sjálf- sögðu leggja áherzlu á að tryggja hag félagsmanna sinna svo sem þeir eiga kost á og verkfall er eitt af þeim vopnum, sem þeir geta beitt. En þess verður að vænta að öllum aðilum, sem að þessum kjarasamningum standa sé ljóst, að stöðvun vertíðarinn- ar á ný væri svo hrikalegt áfall fyrir þjóðina ekki sízt hina lægst launuðu, að til þesis má ekki korna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.