Morgunblaðið - 09.03.1969, Blaðsíða 17
MORGUNBLAfHÐ, SUINNUDAGUR 9. MARZ 1969.
17
ur
andstæðingur
Ekki er ónýtt að eiga Þor-
vald Þórarinsson fyrir andstæð-
ing. Gagnstætt mörgum sinna
skoðanabræðra kemur Þorvald-
ur oftast til dyranna eins og hann
er klæddur og hirðir ekki um
að leyna því, sem inni fyrir er.
Það er hinsvegar svo óhrjálegt,
að flestir hrökkva frá. Á sínum
tíma varð Þorvaldur nafntogað-
ur, þegar hann birti umhyggju
sína fyrir hinium varnarminnstu
með því að bera út ekkju hér í
bæ og umkomulaus börn hennar.
Hugur hans til varnarleysingj-
anna hefur ekki breytzt með ár-
unum.
í sumar kvað hann upp úr um
stuðning sinn við innrás Sovét-
manna í Tékkóslóvakíu. Þá töldu
flestir sálufélagar hans sér aftur
á móti henta að fara hægt eða
andmæla í orði kveðnu. Sumum
hinna varfærnari þótti þá nóg
um framihleypni Þorvalds, en
hún varð samt síður en svo til
þess, að vegur hans innan flokks
ins minnkaði. Þvert á móti þyk-
ir honum nú sem fífill sinn hafi
Bátur í höfn í Reykjavík — eftir óveðursnóttina aðfaranótt laugardags. Ljósm. Mbl. Sveinn Þorm.
REYKJAVIKURBREF
.Laugardagur 8. marz
aldrei verið fegurri né fremur
á sig hlustað. Þess vegna tók
hann sig til fyrir nofckru, rétt
áður en Nixon Bandaríkjafor-
seti lagði í Evrópuför og skrif-
aði mikla skammagrein um for-
setann í Þjóðviljann í þeim auð-
sæja tilgangi, að benda de
Gaulle á hvílíka ofboðslega ó-
virðingu Nixon sýndi honum
með því að hafa hann neðstan á
heimsóknalistanum.
Fór forsetinn
að ráðum Valda?
Þorvaldur þykist nú báðum
fótum í jötu standa, því að Nix-
on breytti ferðaáætlun sinni svo,
að hann heimsótti de Gaulle
ekki síðastan, heldur setti sjálf-
an páfann neðstan á blað og
lagði lykkju á leið sína afltur til
Rómaborgar vegna þeirrar
breytingar á ferðaáætluninni.
Að mati Þorvalds varð niður-
læging de Gaulles ólikt minni,
með því að láta hann ekki verða
síðastan, heldur einungis næst
síðastan. Hvort heldur er, að
Nixon hafi þarna farið að ráðum
Valda og tekist þar með að
blíðka gamla manninn í París,
eða de Gaulle hefur ekkert hirt
um ábendingar Þorvalds, —
jafnvel ekki heyrt þeirra getið,
— þá telja fregnritarar, að
hvergi hafi ferð Nixons heppnast
betur en í París. Og er það þó
almanna mál, að ferðalagið í
heild hafi tekizt með afbrigðum
vel, mun betur en flestir höfðu
fyrir fram ætlað. Nixon sýndi
hvarvetna skilning, sáttfýsi og
hófsemd. Hann brýndi fyrir
mönnum nauðsyn þess að standa
saman, einmitt í því skyni að
geta náð sæmilegum samningum
eða sáttum við valdhafana í
Kreml. Sú viðleitni virðist raun-
ar vera eitur í beinum Þorvalds
og félaga hans. Þar af kemur
heiftin í Nixons garð. Allsherjar
illindi eru keppikefli línu
komma á fslandi.
Vill sleppa úr
einangrun
Ekki er um það að villast,
að de Gaulle lagði kapp á að
gera ferð Nixons sem bezta. Mót
tökurnar voru með meiri kunn-
ingsskaparbrag en tíðkanlegur
er hjá hinum hátfðlega Frakk-
landsforseta. Hann lagði ríka á-
herzlu á vináttu sína til Banda-
ríkjanna, rómaði framkomu Nix-
ons og kvað hróður hans hafa
vaxið við heimsóknina í París.
Eftirtektarverðast þótti þó e.t.v.
tvennt: Annars vegar, að de
Gaulle skyldi þekkjast heimboð
til Bandaríkjanna á næsta ári,
en undan þvílíku boði hefur
hann hingað til skotið sér, og
að hann skyldi fylgja Nixon út
á flugvöll. SMkt hefði De Gaulle
aðeins gert einu sinni áður við
erlendan valdamann, þegar Ad-
enauer kom í síðasta skipti í
opinbera heimsókn til Parísar.
Ljóst er, að de Gaulle vill brjót-
ast úr einangruninni, sem hann
hefur sjálfur skapað sér. Ástæð-
ur til þess geta verið margar:
Vaxandi kuldi í hans garð á meg
inlandi Evrópu, ný stórdeila við
Englendinga og honum geðþekk
ur forseti Bandaríkjanna. Held-
ur er þó ólíklegt, að de Gaulle
sé þeim mun hrifnari af Nixon
en öðrum mönnum, að hann láti
þá hrifningu ráða gerðum sín-
um. Hitt er líklegra að de
Gaulle skilji, að honum hefur
misheppnast helst til margt af
því, er hann áður lagði mesta á-
herzlu á, og vilji nú nota tæki-
færið til að taka upp nýja
sitefnu og styrkja tengslin við
Bandaríkin, er hann hefur
mestan þátt í að veikja.
átt
Mikil
ovissa
Um þetta verður þó lítið full-
yrt að sinni. f alþjóðamálum
sýnist flest á hverfanda hveli.
Aðilar eiga erfitt með að átta
sig á hvert halda skuli. Á með-
al hins torráðnasta er deilan á
milli Breta og Frakka. Svo er
að sjá sem de Gaulle hafi viljað
vingast við Breta og opna þeim
leið til nánara efna'hagssam-
starfs, samtímis því, er hann
hafi viljað losa böndin við sína
núverandi félaga i Efnaihags-
bandalaginu. Viðbrögð Breta
eru aftur á móti slík, að þeir
hafa naurhast talið hér um að
ræða vináttuvott af hálfu de
Gaulle heldur hafi annað og
lakara legið undir. Enn furðu-
legri eru samt hótanir Sovét-
stjórnarinnar í garð Vestur
Þjóðverja og raunar Vesturveld
anna út af forsetakosningunni í
Berlín. Nú er svo að sjá sem
þeir hafi lítið eða ekkert meint
með öllum þeim gauragangi. En
ef svo var, af hverju var þá til
hans efnt? Og úr því, að Vestur
Þjóðverjar vintust fáanlegir til
að semja um afturhvarf frá ráða
gerðum um kosningarnar í Ber-
lín, gegn því, að afnumdar yrðu
a.m.k. að verulegu leyti og til
frambúðar takmarkanir á ferða-
frelsi til Austur-Þýzkalands, af
hverju var þá tækifæri til slíkr-
ar samningagerðar ekki notað?
Því fremur sem slí'kir samning-
ar um að hætt væri Við að láta
forsetakosningarnar fara fram í
Berlín, hlutu a.m.k. í bili að hafa
í för með sér álitshnekki fyrir
vestur-þýzku stjórnina. íhugun-
arverðast af öllu er samt, að
áreksturinn á milli Kína og
Rússlands skyldi verða einmitt
alveg í sama mund og Sovét-
stjórnin lét hæst um hótanir
sínar vestur á bóginn. Sú stað-
reynd verður því athyglisverð-
ari, þegar hugleitt er það, sem
á eftir kom, að úr hótununum af
kosningunum í Berlín varð í
framkvæmd raunverutega ekki
neitt.
Hvað um Nordek?
Miðað við þessa stóratburði
sýnist hægur eða skjótur fram-
gangur Nordeks, hinnar nánari
efnahagssamvinnu Norðurland-
anna fjögurra, ekki hafa mikla
þýðingu, né raunar heldur það,
þótt þær ráðagerðir féllu með
öllu niður. Ætla mæfcti, að Sovét-
stjórnin hefði öðru mikilvægara
að sinna en blanda sér í það
mál. Á fundi Norðurlandaráðs
og í blaðaskrifum honum fcengd-
um héldu hins vegar sumir því
fram, að samband væri á milli
breyttrar og mun varúðarfyllri
afstöðu finnsku stjórnarinnar til
þessara ráðagerða og andúðar
Sovétstjórnarinnar á þeim.
Krag, fyrrv. forsætisráðherra
'Danmerkur, gerðist hvað efti
annað talsmaður þessarar skoð-
unar, þótt hann raunar hefði
þann fyrirvara, áð bezt færi
á, að Finnar segðu sjálfir frá
hvað gerzt hefði. Aðrir fullyrtu
aftur á móti, að varúð og seina-
gangur finnsku stjórnarinnar
nú kæmi af óvæntum örðugleik-
um og klofningi innan landsins,
er ekki sízt Kekkonen forseti
hafði gerst talsmaður fyrir, enda
væri vitað um mótstöðu eða hik
bæði kommúnista og flokks-
manna Kekkónens sjálfs í mál-
inu. Vafalaust er enn ekki tíma-
bært að segja sögu þessa máls
alila. Sennilegast er þó og að
vissu marki staðfest af þeim, er
gerzt mega vita, að Sovétstjórn-
in hafi ekki lagt blábt bann við
aðild Finna að Nordek, heLdur
hafi á henni mátt skilja slikar
efasemdir, að finnskir stjórn-
málamenn telji ráðlegt að fara
sér hægt. Þeir óttist ekki beina
íhlutun Sovétstjórnarinnar af
þessu tilefni, heldur treysti því,
að þeim takizt um Nordek á
sama hátt og þeim tókst um
EFTA, að sannfæra Sovétmenn
um, að ekkert það sé í bígerð,
er Sovétsamveldinu gæti sfcafað
hætta af, né á nokkurn hiátt væri
gegn henni beint.
Afstaða annarra
Þess er og skylt að geta, að
því 1>* fjarri, að Finnar einir
vilji fara sér hægt og eigi erfitt
með að gera upp sdnn hug. Svo
er einnig um ýms hagsmunasam-
tök í öllum löndunum. Bæði
bændur og iðnrekendur láta sér
víða fátt um finnast, þótt það
séu ólíkir hagsmunahópar í
hverju landi um sig, er mesba
vantrúna virðast hafa. Verka-
lýðshreyfingin sýnist aftur á
móti að yfirgnæfandi meirihluta
í öllum löndunum fjórum styðja
þessar fyrirætlanii. Krag fyrrv.
forsætisráðherna Dana deildi á
eftirmann sinn fyrir að vera of
hægfara, og eins var greinilegt,
að Brattelie foringi verka-
mannaflokksins norska taldi að-
ild Noregs minni vandkvæðum
bundna en núverandi stjórnend
ur landsins. Svíar sýnast vera
eindregnastir. Þar eru það borg-
araflokkarnir, sem ýta á eftir,
og verður samt ekki betur séð
en verkamannaflokkurinn, sem
með stjórnina fer, sé málinu
einnig eindregið fylgjandi. Úr-
slitin eru sem sagt algjörlega á
huldu og jafnvel óvissari nú en
fyrir nokkrum vikum, enda þófct
engin ný efnisleg vandamál hafi
í sjálfu sér vaknað. Að svo
vöxnu máli, lýsir það furðu-
legu þekkingarleysi á gangi
málsins og eðli, þegar íslenzkir
kommúnistar ásaka stjórnvöld
hér fyrir að láta sér ekki nógu
títt um málið.
Sameiginlegur
viimumarkaður
Baunsgaard forsætisráðherra
Danmerkur sagði réttilega á
fundi Norðurlandaráðsins, að
leið Islands til nánari samvinnu
við hin Norðurlöndin lægi í
gegnum EFTA. Þetta verður öll-
um ljóst, er setja sig inn í málið.
Samvinnan í EFTA er forsenda
þess og undirstaða, að Nordek
geti orðið að veruleika. Sá, sem
ekki treystir sér til að taka þátt
í lauslegra samstarfi, vill og að
sjálfsögðu ekki binda sig miklu
fastari böndum, ef hann veit
hvað hann er að gera og hvað
fyrir honum vakir. Ekki er nóg
með, að vist í EFTA sé for-
senda aðildar Nordeks, heldur
verða íslendingar, ef þeir hyggj-
ast ganga í þann félagsskap, að
taka á sig ýmiskonar skyldur í
norrænni samvinnu, er þeir
hingað til hafa hliðrað' sér hjá.
Svo er t.d. ekki sízit Um hinn
sameiginlega vinnumarkað. Vel
má vera, að höfnun íslendinga
á því að gerast aðilar hans, hvíli
á misskilningi, að hann sé okk-
ur í raun og veru alveg hættu-
laus. Sennilega mundi hann þó
gera okkur lítið gagn, því að
ekki verður annars vart en ís-
lendingar fái vinnu í hinum
Norðurlöndunum, eftir því, er
hugur þeirra stendur til, enda
hafa a.m.k. sum yfirvöld þar
naumast áttað sig á, að ísland
hefur aldrei gerzt aðili þessara
samninga. En ef menn vilja í al-
vöru nána efnahagssamvinnu
við hin Norðurlöndin er aðild
að sameiginlega vinnumarkaðn-
um frumforsenda.
Skilur ekki eðli
samvinnu
Það er meira en lítið skrítið,
að nöldurmenni Þjóðviljans
skuli skrifa um það sem lítil-
lækkun fyrir ísland, að þvískyldi
hreyft á fundi Norðurlandaráðs,
að eðlilegt væri að stúdentar
frá v ein'hverju Norðurlandanna,
sem væru við nám í öðru þeirra,
nytu þar jafnréttis um styrki,
við heimamenn. Sú hugsun, sem
hér var sett fram af hálfu ís-
lands, án þess að nokkrum kæmi
til hugar að mótmæla á fund-
inum, er einmitt kjarni allrar
náinnar samvinnu ríkja og
þjóða í milli og þá ekki
sízt Norðurlandasamvinnunnar.
Hver þjóð lætur þegna hinnar
njóta sem mests jafniréttis á við
sína eigin. Að þessu marki er
stöðugt verið að vinna á Norð-
urlöndum nær öll viðleitni
Norðurlandaráðs gengur í þá
átt að hrinda þessu í fram-
kvæmd. Við höfum ekki treyst
okkur til þess að taka þátt í
þessari viðleitni nema að
nokkru leyti. Það hefur orðið
til þess, að við höfum í vaxandi
mæli lent utan samvinnunn-
ar. Fyrir slíku má færa meira
eða minna gild rök. En fráleitt
er a|5 sá, sem ekki skilur að í
þessu er einmitt fólginn andi
samvinnunnar og kraftur, sksuli
ásaka aðra fyrir, að þeir láti
sér of hægt um að taka þátt í
Norðurlandasamvinnu, og eink-
um ráðagerðunum um Nordek.
Meginuppistaða í þeim fyrirætl-
unum er sú, að stofna fjárfest-
ingarbanka, almennan lánasjóð,
landbúnaðarsjóð og fiskiveiða-
sjóð, sem séu sameiginlegir á
milli aðila. Tilgangur allra sjóð-
anna á að vera sá, að efla sam-
vinnuna. í því skyni á með lán-
um og eftir atvikum á annan
hátt að styrkja hinn minni mábt-
ar og fjárhagslega veikari, og
þá vitanlega og óhjákvæmilega
á kostnað hinna betur stæðu.
Enginn telur sér til minnkunn-
ar að verða þvílíkrar aðstoðar
aðnjótandi. Danir sækjast þvert
á móti mjög eftir henni, land-
búnaði sínum í vil, svo að dæmi
sé nefnt. Svíar, sem eru ríkast-
ir, eru ákafastir um að koma
samvinnunni á, þó að þeir viti,
að í fyrsbu yrðu þessar stofnan-
ir og sjóðir tæki til þess að færa
fjármagn frá þei mtil hinna að-
ilanna. Engu að síður faltast
þeir á, — og meira en það, berj-
ast fyrir, — að koma þessu fram.