Morgunblaðið - 09.03.1969, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MARZ 1969,
21
Norsk Hsksölu-
stöð í Prug
Prag, 26. febr. — NTB.
EINAR Moxnes, fiskimálaráð-
herra Noregs, opnaði í dag sér-
staka fisksölustöð í Prag fyrir
„Frionor“, sem er samband 120
hraðfrystihúsa í Noregi. Jafn-
framt var skýrt frá því af
norskri hálfu, að ráðgert sé að
koma á fót svipuðum sölustöðv-
um í Bratislava, höfuðborg Sló-
vakíu og í Budapest, höfuðborg
Ungverjalands. Einnig kæmi ef
til vill til mála að koma á fót
minni háttar slíkri stöð í
Moskvu.
Opnun fis'ksölustöðvarinnaír í
Prag o.g hinar fyrirhuguðu
stöðvar þýða, að Frionor muni
keppa errnn frekair að því að
tryggja sér markaði í þeim lö<nd
um Mið-Evrópu, sem ekki eiga
aðgamg að sjó og hafa ekki af
þeim sökum tök á fiskveiðum.
Er þetta í samraemi við þá þró-
uin, sem þegair er hafin og leitt
hiefur til þesis, að markaður Nor
egs fyrir fiskafurðir í Sovétríkj
unium og Póilanidi hefur stöðugt
dregizt saman, eftir því sem
fiskveiðar þessara landa sjálfra
hafa aufcizt.
Frionor hefur selt framleiðslu
vrur sínar í Tékkóslóvakiu í 20
ár og á þessu ári er gert ráð
fyrir, að salan þangað nemi ná-
lægt 7.000 tonnum aif hraðfryst-
um fisfci.
Flúði til Don-
merkur í
lítilli flugvél
Kaupmannahöfn, 7. marz AP
KAPTEINN úr Austur-þýzka
flugliernum flúði til Danmerkur
í lítilli æfingavél í dag, og baðst
hælis sem pólitískur flóttamað-
ur. Radarstöðvar danska hersins
sáu vélina, þar sem hún flaug
í Iítilli hæð yfir Eystrasalt, og
tvær Starfighter orrustuvélar
voru sendar til móts við hana.
Litla vélin var rétt að verða
eldsneytislaus þegar hún kom
yfir land, en flóttamaðurinn fram
kvæmdi fullkomna nauðlendingu
á akri á Borgundarhólmi. Nafn
hans hefur ekki verið gefið upp
ennþá, né heldur ástæðan fyrir
þvi að hann flúði.
Ný kínversk
flotustöð
Hong Kong, 7. marz. AP.
DAGBLAÐ hér í borg, sem er
andsnúið' kommúnistum, segir í
frétt í dag, að Kínverjar séu að
byggja sína stærstu flotastöð við
Shang Shai Tsun, sem er í nánd
við portúgölsku nýlenduna Ma-
cao, og eigi allangt frá Tang Chia
Wan, þar sem þeir eiga aðra stóra
flotastöð.
Fréttin er mestmegnis byggð á
frásögnum ferðamanna, sem
höfðu séð flotastöðina. Þeir
sögðu að hún væri vandlega dul-
búin og þar væri mikill fjöldi
loftvarnarbyrgja og hella, sem
hægt væri að geyma flotann í, ef
nauðsyn krefði. Þarna munu
einkum verða staðsettir hrað-
skreiðir tundurskeytabátar, sem
að sögn geía auðveldlega sökkt
stórum herskipum.
R ÞAÐ SEM VELDUR
ELJA WINSTON HELDUR