Morgunblaðið - 09.03.1969, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.03.1969, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MARZ 1969 þegar þú hittir hann. Það eru marmarakúlur, bætti hann við í hvísli. Peter hafði nálgast meðan þau voru að tala saman. Guð minn góður, flugstjóri. Ekki vissi ég, að þú kærðir þig um börn. Ég man eftir að hafa heyrt þig segja einhverntíma í einni flugferð- inni okkar, að börn ætti að ala upp undir áhrifum deyfilyfja, allt til átján ára aldurs. Að einu eða tveimur und- anteknum er sú skoðun mín enn í fullu gildi, sagði McCall. Og svo vill til að Símon er önnur þessara undantekninga. ég verð að fara út á flugvöll og hitta þar mann. Hann tók eitthvað upp úr vasa sínum og rétti henni. Það var lítil pappa- askja. Viltu fá honum Símoni þetta, með kveðju minni, næst , ÁLFTAMtBI 7 T^BLOMAHUSIÐ simi 83070 Opið alia daga öll kvöld og um helgar. Blómin, sem þér hafið ánaegju af að gefa, fáið þér í Blómahúsinu. Ég finn að við eigum ýmislegt sameiginlegt. Hann leit á Lísu og hún sagði: Þakka þér fyrir kúlurnar. Símon verður stórhrifinn. . .hún leitaði í öngum sinum eftir ein- hverju orði til að segja í viðbót, einhverju, sem gæti tafið ofurlít ið fyrir honum. Það gerði ekki framar neitt til þó að hún léti tilfinningar sínar greinilega í ljós. Geturðu ekki komið aftur? sagði hún biðjandi, og bar ótt á um leið og Peter gekk burt frá þeim Við voru.m að hugsa um að fara eitthvað út á eftir. Áttu við þið Fraser? Já....ætli ekki það. Nú dóu síðustu • tónarnir af franska söngnum út, og Blake MeCall leit aftur inn um svefn- herbergisdyrnar. Þetta gat ekki verið nein ímyndun hann var með ósjálfbjarga svipinn, sem hún mundi svo glöggt frá þeirri stundu, er þau skildu síðast en svo breyttist svipurinn aftur. 51 Hann hló. Nei, því miður get ég það ekki í kvöld. Ég verð að hitta hana Roxane. Og hún ætlast auðvitað til, að ég bjóði sér út. Og nú verð ég að flýta mér, annars kem ég of aaint. Hún var að því komin að átinga uppá, að hann kaemi með hana í veizluna, en vissi, að það mundi ekkert þýða. Hann hneigði sig, skellti sam- an hælunum og var farinn. Hún dró djúpt andann, saup vel á glasinu sínu og hélt áfram að stjórna samkvæminu. 14. kafli Símabjallan vakti hana aftur til raunveruleikans. Hún skalf og dró dúnteppið alveg upp að höku. Það var þefur af innilok- uðum vindlingareyk í stofunni, þrátt fyrir súginn gegn um op- inn gluggann. Um leið og hún tók símann, leit hún gegn um dyrnar á allt ruslið í stofunni, eftir veizluna. Skrifstofan hérna. Þú átt að leggja af stað til Beirut í kvöld. Andartak. . . Hún fann skrifblokkina sína og blýant skrifaði skilaboðið nið ur, endurtók tímann og lagði svo frá sér símann. Hún lagðist út af aftur, vafði VANDl ATRA hrishyg^jí *ncJi i 2 * i um sig rúmfötunum og fór að hugsa um samkvæmið kvöldinu áður. Það hafði smámsaman fækk- að í samkvæminu, þangað til Pet er og hún voru orðin eftir ein. Hann hafði heimtað að hún skildi allt eftir eins og það var, og færi með honum út að borða. í bílnum hafði hann fyrst spurt hvert hún viidi helzt fara, en þegar hann sá svipinn á and- liti hennar, sagði hann: það er sama, ég veit hvert við förum. Og í kvöld verður það að vera almennilegur staður. A f öllum veitingahúsum í Lon don, þurftu þau einmitt að rek- ast inn í þann, sem Blake hafði þurft að bjóða Roxane á. En þá sá Lísa, að annar karlmaður var við borðið hjá þeim, og áfctaði sig brátt á því að þetta var Ed- ward Beamish. Hversvegna skyldi Blake ekki hafa nefnt það neitt, að mágur hans væri líka í Lond- on? Hversvegna allt þetta puk- ur? Þessi óframfærni hans gat tæpast talizt heiðarleg. Roxane hafði strax komið auga'á þau og heilsaði þeirn vin- gjarnlega. Hún var að vanda glæsileg og mannblendin og bauð þeim til þeirra. Blake virtist leið ast, en samt hafa hálfgaman af þessu en Edward Beamish lék á alls oddi og kom þeim öllum til að hlæja, er hann sagði þeim frá ýmsum erfiðum gestum, sem hann hafði orðið að sýna gest- risni í írak. Roxane fór ekkert í launkofa með feginleik sinn að hafa ein- hvern að dansa við annan en bróður sinn eða eiginmann, að því er Lísu fannst. Hefði hún ekki þekkt Peter eins vel og raun var á, hefði henni getað dottið í hug, að þetta væru sam- antekin ráð þeirra. En Peter tók þessu að venju eins og það kom fyrir. Eftir matinn bað Roxane Pet- er að dansa við sig og hélt í hann nokkra dansa í röð, og þannig leið nokkur stund áður hún bað hann hafa sig afsakaða, þar eð hún væri svo uppgefin eftir allt tilstandið daginn áður. Vonbrigðasvipurinn á Pefcer fékk hana til að iðrast þessarar neit- unar sinnar, en hitt var verra, að nú gæti hún ekki þegið boð- ið ef Blake skyldi bjóða henni upp. Roxane dró Peter aftur í dans inn. Lísa kunni því vel að sitja bara milli þeirra Blakes og Ed vards, og hlusta á tal þeirra. í daufri birtunni þarna í salnum, hallaði hún höfðinu að flos- klæddu bakinu á bekknum og hlustaði á rödd Blake og ímynd aði sér að hún væri þarna ein mað honum. Röddin í honum var svo djúp, líkust því sem hún var þegar hann var að tala um Simon. Nú töfraði hún hana aftur. Hún fann, að hún hlustaði meir á sjálfa röddin.a en orðin, sem sögð voru. Einu sinni sneri bann sér að henni og lagði höndina á arm hennar og banti henni á and iiið á drengnum. sem sló trumburnar. Unglingurinn hafði fríðan vangasvip og virtist eins og langt í burtu, en neðri hluti ' 9 MARZ 19C9 Hrúturinn 21. marz — 19. apríl Þú veizt enn ekki nóg. Taktu ekki til láns, né ljáðu öðrum fé Taktu þátt í einhverju fræðandi. Forðaztu kappræður og ill indi. Nautið 20. apríl — 20. maí Farðu í kirkju og vertu úti, taktu ekki þátt í kappræðum. Tvíburarnir 21. maí — 20. júní Taktu ekki þátt í viðskiptum í dag. Krabbinn 21. júní — 22. júlí Athugaðu vel það sem í kringum þig er. Ljónið 23. júlí — 22. ágúst Talaðu varlega í dag, en greinilega til að forða misskilningi. Meyjan 23. ágúst — 22. september Farðu í kynnisför og taktu nýja afstöðu. Vogin 23. september — 22. október Gerðu þér fulla grein fyrir verðgildi hlutanna, og farðu ekki of langt. Sporðdrekinn 23. október — 21. nóvember Reyndu að fara varlega, jafnvel þótt eitthvað sé aðkallandi. Þögnin getur hjálpað þér. Bogamaðurinn 22. nóvember — 21. desember Ef þér er lofað einhverju, skaltu fá það skriflegt, og undir- ritað. Steingeitin 22. desember — 19. janúar Það reynir á hvernig þú hefur valið þér vini. Þú getur sjálf- um þér um kennt, ef illa fer. Vatnsberinn 20 janúar — 18. febrúar Taktu þátt í einhverju fræðandi. Forðaztu kappræður og illdeil- ur. Hvíldu þig seinni hluta dags. Fiskarnir. 19 febrúar — 20 marz Það er engin útleið úr flækjunni í dag, svo bezt er að sigla milli skers og báru. Taktu ekkert alvarlega, og láttu ekkert uppi, um það sem þú veizt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.