Morgunblaðið - 09.03.1969, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.03.1969, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MARZ 1969. 23 — Brostnar vonir Framhald af bls. 12. sinni og getu að því eina mark- rruífi að sigra í styrjöldinni. Þessi eining fékkst fyrir at- fylgi hershöfðingjans og þó ekki væri hún alger, nægði hún samt til þess að haMa hernaðar mætti Bandamanna óskertum. Ég var þá einn af yfirmönn- um þeirrar deildar, sem sá um samræmingu á aðgerðum hinna leynilegu mótsipyrnuflokka. Ég varð vitni að óþreytandi og kaldrifjuðu starfi kommúnista- flokksins og leppa hans, sem ætluðu sér að hrifsa franska ríkið í sínar hendur strax og Vichy-stjórnin félli og Þjóð- verjar væru á undanhaldi. Enda þótt þeim tækist að blanda sér í „frelsissveitir" andspyrnunnar og einnig að koma upp sínum eigin „flokk- um föðurlandsvina“, var þeim haldið í skefjum og þeir náðu ekki taki á stjómartaumunum. Mér er í fersku minni vanm'átt- uð bræði þeirra, þegar ég, eft- ir fyrirskipun de Gaulle, leysti sjálfur upp hina pólitísku lög- reglu þeirra, sem gert hafði sig seka um fjölmörg mannrán og morð. Foringja kommúnistanna, Maurice Thorez, sem dvalið hafði í Rússlandi styrjaldarár- in, var sáðar leyft að snú aftur til Frakklands. De Gaulle gerði hann að ráðherra, en hann skip aði aftur á móti herliði flokks- ins að afvopnast. Þannig voru kommúnistar gerðir skaðlausir einmitt þegar styrkur þeirra og áhrif í landinu höfðu náð há- marki. Að öll'u athuguðu held ég að de Gaulle hafi farið vit- urlega að í þessu m'áli og að stefna hans hafi reynzt þæði Frakklandi og hinum vestrænu bandamönnum ærið gagnleg. Annað framlag, sem ég held að verði talið hershöfðingj anum til tekna er tólf ára við- leitni hans að breyta stjórn- skipun franska lýðveldisins. Frakkland er land lagabók- stafsins og hefur um nærri tveggja alda skeið verið stjórn- að af skráðum stjórnarlögum. Hið máttlitla stjórnskipulag þriðja lýðveldisins hvarf árið 1940 eins og skip, sem sekkur á hafsbotn. Það varð því óumflýjanlegt að semja nýja stjórnarskrá. Hugmyndir de Gaulle um það mál voru aðaluppistaðan í hinni frægu ræðu hans í Baye- ux í júní 1946. Mér finnst enn að fundurinn hefði betur farið að ráðum hans. Sú stjórnskip- un, sem upp var tekin nokkr- um m'ánuðum síðar gerði ríkið jafnvel enn veikara en það hafði áður verið. Það var ekki einu sinni á færi viturra for- seta eins og Vincent Auriol og René Coty eða snjallra forsæt- isráðherra eins og Georges Bidault, René Pleven, Guy Mollet og annarra að stjórna liandi innan þess stjórnskipu- lagsramma, sem gerði alla rík- isvélina háða duttlungum og framgirni lítilla klofningshópa. Þingið lifði við stöðugan óróa og undirróður. Frá tíð Pauls Ramadier (1947) til Pierre Pflimliin (1958) voru 18 stjóm- ir myndaðar og settar af eftir aðeins fjömánaða meðalævi. Stjórnarkreppur urðu hvers- dagsleg fyrirbæri. Öll þessi ár héldu de Gaulle og flokkur hans fram endur- skoðun stjórnarskrárinnar. Þeg ar Coty forseti tilnefndi hers- höfðingjann sem forsætisr'áð- herra og þingið kaus hann til embættisins, lét hann það vera sitt helzta verk að undirbúa nýja sjórnarskrá. Að því starf- aði stjórnin, sem ég átti þá sæti í, samfleytt í tvo mánuði, und- ir forystu de Gaulles. Michel Debré gegndi aðalritarastörf- um fyrir stjórnina í því máli. Sósíalistinn Guy Mollet, íhalds maðurinn Antoine Pinay og ail ir ráðherrarnir lögðu sitt fram til uppkastsins, sem síðan var lagt fyrir stjórnarskrárnefnd undir formennsku Paul Reyn- aud. Að lokum var stjórnar- skráin samþykkt í almennum kosningum 28. september 1958 með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða eða 31 af 36% milljón. Frakkland og nýlendur þess höfðu þannig fengið ríkisskipu- lag sem gerði þeim fært að búa við lýðræðislegt og um leið máttugt stjórnarform. Lög gjafinn de Gaulle hafði gert landi okkar hinn stórfelldasta greiða. En það var kaldhæðni örlag- anná að sami maðurinn sem kom þessu til leiðar varð til- að gjöreyðileggja sköpunarverk sitt fáum árum síðar. Hann hef ur gert forsætisráðherrann og stjórnina að framkvæmdaaðil- um, sem lúta persónulegri stjórn hans. Neðri þingdeild er orðin að stimpilvél; efri deild- inni, sem dirfzt hefur að sýna nokkurt sjálfstæði undir for- ystu þingforsetans Gastons Monnerville, verður „refsað“ með svokölluðum umbótum, sem miða að því að svipta hana vöMum. Jafnvel réttvísin hef- ur verið færð í fjötra með „sér“-dómstólunum. Franska samveldið, sem tengdi Frakk- land og afrísku nýlendurnar, er uppleyst. Öllu hefur verið fórnað fyrir valdafíkn eins manns; de Gaulle mun skilja við Frakkland veikara, minna og sundraðra en hann tók við því árið 1958. Sagnariturum mun vissulega reynast erfitt að meta hinar jákvæðu og neikvæðu hliðar á „veMi“ hersihöfðingjans. Ég ótt ast að hin síðari ár hafi lagt þung met í neikvæðu vogar- skálina. LESONAL BÍLALAKK Lesonal bílalakk, grunnur og spartl. Litaval, lita- blöndun. Hagstætt verð. Póstsendum. MÁLARABÚÐIN Vesturgötu 21, sími 21600. Skrifstofuhúsnœði til leigu með húsgögnum, skrifstofuvélum og síma- þjónustu. Mjög hentugt fyrir einn lögfræðing. Uppl. eftir kl. 7 í síma 18882. Gardinio gluggotjoldabrautir eru viðarfylltar plastbrautir með viðarkappa. Þær fást einfa’dar og tvöfaldar með eða án kappa. Kapparnir fást í mörgum viðarlitum. Gardinia-brautirnar eru vönduðustu brautirnar á markaðnum í dag. GARDINIA-umboðið, sími 20745, Skipholti 17 A, III. hæð. Menningar- og friðarsamtök íslenzkra kvenna halda Vit Nam-fund í Sigtúni við Austurvöll sunnu- daginn 9. marz kl. 14:30. FUNDAREFNI: I. Ávarp frá M.F.Í.K. II. Stríð, friður og frelsi til að lifa. Ólafur Einarsson, stud. mag. III. Upp'estur úr bók Magnúsar Kjartiyrssonar frá Viet Nam. Sólveig Hauksdóttir, leikkona, les. IV. Börn frá Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar leika á hljóðfæri. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Gluggatjaldaefni — stórisefni Gyllt damask, stórisefni með blúndu. GARDÍNUBÚÐIN, Ingólfsstræti. Lögtök Eftir kröfu innheimtumanns ríkissjóðstekna í Suður- Múlasýslu hefir lögtaksúrskurður verið uppkveðinn í fógetarétti embættisins hinn 28. febrúar 1969 um að lögtök megi fram fara fyrir vangreiddum söluskatti III. og IV. ársfjórðungs 1968, og verða lögtökin látin fram fara að 8 dögum liðnum frá birtingu auglýsingar þessarar til tryggingar greiðslu á ofangreindum gjald- sku'dum ásamt dráttarvöxtum og kostnaði, verði gjaldskuldir þessar eigi að fullu greiddar innan þess tíma. Auk þessa mega söluskattsgreiðendur búast við því, að atvinnurekstur þeirra verði stöðvaður, ef þeir standa eigi full skil á söluskattsgreiðsluní. Skrifstofu Suður-Múlasýslu, hinn 28. febr. 1969. Valtýr Guðmundsson. jmseo DÆLURNAR MEÐ GÚMMÍHJÓLUNUM Ódýrar. Afkastamik’ar. Léttar í viðhaldi. • Með og án mótors. • Með og án kúplingar. • Stærðir 1/4—2". • Varahlutir jafnan fyrirliggjandi. Sisli <3. <3ofínsen 14 VESTURGÖTU 45 SÍMAR: 12747 -16647 Vesturgötu 45 — Símar 12747 — 16647. V.W.V STJÓRNIN. mm Th« apvcial daiaryant for all waahing machinat *•*•***•*•*•* vawXvj vXvX*Iv>?!v!v!vI%v?S með DIXAN, þvottaduftið fyrir allar tegundir þvottavéla: því DIXAN er lágfreyðandi og sérstaklega framleitt tyrir þvottavélina yðar. Með DIXAN fáið þér alltaf beztan árangur!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.