Morgunblaðið - 09.03.1969, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MAJRZ 1969.
Leitin að Fagranesi og Dagnýju
Hún sagði að mjög erfitt hefði
verið að leita með ströndum
fram. þar sem á hefði verið
hríð, stormur og brunagadd-
ur, auk þess sem lágsjávað
var í fyrstu leit"björgunarsveit
anna og erfitt að fara fram
skerjóttar þangfjörur. Ásdís
sagði að leitarmenn hefðu stað
ið saman sem einn maður og
leitað mjög skipulega. Á leit-
arsvæðinu við Garðskaga
fannst bjarglhringur merktur
Fagranesi og einnig fannst
lóðabelgur, merktur AK 22,
krókstjaki og hurðarbrot.
5KYCCNZT UM A LEITARSVÆÐI
SUÐURNESJAMANNA
BJORGUNARSVEITIRNAR í
Garði og í Sandgerði höfðu
bækistöð í Garðskagavita í
fyrrinótt og leituðu þaðan
með strönðinni að bátunum,
Fagranesinu og Dagnýju, sem
saknað er síðan aðfararnótt
laugardags.
Þegr biaðamenn Mbl. komu
í Garðskagavita á laugardags
morgun stóð húsmóðirin í vit-
anum í önnum og bakstri, en
stöðug umferð leitarmanna
hafði verið í vitanum um
nóttina og ávallt var kaffi á
könnunni og kræsingar með,
heimabakað brauð og kleinur.
Sést vel á þessu hvað fólk
stendur vel saman og leggur
sig fram til aðstoðar í hjálp-
ar -og björgunarstarfi þegar
vá ber að dyrum.
í björgunarsveit Sandgerð-
inga voru 14 menn og í björg-
unarsveitinni í Garði voru 10
menn. Allir þessir menn áttu
aðgang að hlýju og matföng-
um hjá hjónunum í Garð-
skagavita í nótt, en leit fram
með ströndum var mjög erfið
þar sem lágsjávað var og
brunagaddur með stormi.
Vitavörðurinn í Garðskaga-
vita er Sigurbergur Þorleifs-
son og kona hans er Asdís
Káradóttir. Ásdís er formað-
ur slysavarnadeildar kvenna í
Garði og boðaði hún björg-
unarsveitirnar . út á laugar-
dagsnótt.
„Við erum öll einhuga hér
til hjálpar", sagði Ásdís þeg-
ar við spjölluðum við hana
um starf björgunarsveitanna.
Leitarbátur siglir grunnt fyrir utan Garðskagavita.
(Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.)
Ásdís gat þess að tvær
slysavarnakonur úr Garðinum
hefðu komið í vitann um nótt
ina með brauðmat til þess að
l'étta undir í kosti fyrir leitar-
menn.
Leitarsveitir á Suðurnesjum
voru að fara í aðra umferð
með ströndum, þegar blaða-
menn hé'ldu í bæinn og
grunnt með ströndinni voru
leitarbátar á siglingu.
Ásdís Káradóttir hellir á könnuna í Garðskagavita.
Mjólkurleysi
í Bolungavík
Ýmist skömmtun eða engin mjólk
BOLUNGAVÍK, 8. marz. — Hér
hefur verið hálfigert vandræða-
ástand vegna mjólkurlieysis.
Þetta er fjórði dagurinn núna,
sem við erum mjólkurlausir.
Skötmimtuð var mjólk á miðviku-
dag og síðan hefur engin mjóllk
fengizt. Vegurinn hefiur verið
lokaður, en forráðamenn þorps-
ins fóru fram á það á fimmtu-
dag, þegar gott var veður, að
vegurinn yrði opnaður fyrir
mjólkina, en fókk algierlega
neitun hjá Vegagerðinni. Eins
hefur Fagranesið verið hér bæði
á fimmtudag og í dag, en engin
mjólk er send með þvi.
Mjólkin kerour frá mjól'kur-
búinu á ísafirði í vetur hefur
iðulega verið ðkömmtuð mjólk
eða engin. Hefur fófok verið að
reyna að gefa ungabörnum
þurrmjólk eða ávaxtasafa. Áður
koro mjólk frá búunum hér í
kring, en síðan mjólkurbúið tók
til starfa á ísafirði, hefur efcki
verið neina mjólk að hafa aí
bæjunum hingað. Hún er flutt
inn eftir. — Hallur.
ÖNNUR POP-GUÐSÞJÓNUSTA
í LANGHOLTSKIRKJU
ÖNNUR Pop-guðsþjonusta a
vegum skiptinema þjóðkirkj-
unnar verður í Langholts-
kirkju í dag kl. 6 e.h.
Guðsþjónustan hefst með
hljómflutningi ungra tónlistar
manna, sem leika á orgel, gít-
ar, trommur og gítarbassa. Þá
verður vakning. sem Sigurður
Brynjar Jónsson flytur. Al-
mennur söngur er næst á dag
skrá og því næst verður leik-
ið lag af nýjustu plötu Hljóma.
Því næst flytur Sveinn R.
Hauksson hugleiðingu og þá
syngur Kristín Ólafsdóttir ein
söng. Næst er hugleiðing, sem
Árni Johnsen flytur og þar á
eftir mun Kristín Ólafsdóttir
syngja fjóra af Sálmum á at-
ómöld eftir Matthías Johann-
essen. Ómar Valdimarsson
flytur vakningu og þá er al- í
mennur söngur. Valdimar Sæ /
mundsson mun leiða í bæn og 1
lesningu bænarinnar Faðir
vor.
Þá mun að endingu
verða hljómflutningur tónlist-
armanns. Eftir Pop-Guðs'þjón-
ustuna verður séra Sigurður
Haukur Guðjónsson til svara
ef kirkjugestir vilja leggja
fram spurningar til klerks,
séra Sigurður Haukur og séra
Jón Bjarman æskulýðsfulltrúi
þjóðkirkjunnar hafa unnið að
undirbúningi Pop-Guðsþjón-
ustunnar ásamt unga fólkinu.
Hvert sæti var setið i Lang-
holtskirkju á síðustu Pop-
Guðsþjónustu og einnig var
staðið þár sem pláss var.
Árni G. Eggertsson.
Árni G. Eggerts-
son lntinn
ÁRNI G. Eggertsson, lögmaður
andaðist í Winnipeg 7. þessa mán
aðar, 73 ára að aldri. Árni var
þjóðkunnur maður, sem jafnan
lét sig málefni íslendinga miklu
skipta. Hann átti sæti í stjórn
Eimskipafélags íslands af hálfu
vestur-íslenzkra hlutihafa frá ár-
inu 1952.
Útför Árna Eggertssonar verð-
ur gerð 11. marz.
Grænlnnds-
sýning
AÐSÓKN er góð að grænlenzku
heimilis-listsýningunni í Nor-
ræna húsinu .Hafa margir skóla-
nemendur komið þangað og
sumir skólanna skipulagt heim-
sóknir fyrir nemendur sina. Er
tala gestanna nú komin toi'Uvert
á sjötta þúsund.
RÁÐSTEFNUNNIUM AÐILD AÐ
NATO HALDIÐ ÁFRAM í DAG
RÁDSTEFNA Varðbergs og Sam-
taka um vestærna samvinnu um
„Aðild íslands að Atlanshafs-
bandalaginu“ hófst í gær. Verð-
ur ráðstefnunni haldið áfram í
dag og hefst fundur kl. 2 síð-
degis í Tjarnarbúð, niðri.
Á ráðstefnunni í gær fluttu
erindi þeir Benedikt Gröndal,
alþingisroaður, Matthías Á. Mat-
hiesen, alþingismaðuT oig Stein-
grímur Hermannsson, fraim-
kvæmdastjó'ri.
í dag verða málsihefjunduT
þeir Karl Steinar Guðnason,
keninari, Stynmir Guinnarsson,
lögfræðingur og Tóroás Karlsson,
blaðamaðuir.
Að ræðum þeirar kxknum
verða frjálsar umræður.
INNRROT
AÐFARANÓTT laugardags var
brotizt inn í Mjólkurbarinn við
Laugaveg og stolið 20—30 kart-
onum af vindlingum. Ekkert var
eyðilagt. A
FUNDUR í STAPA
KJÖRDÆMISRÁÐ Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjaneskjördæmi
heldur almennan fund um at-
vinnu- og þjóðfélagsmál að
Stapa í Njarðvíkum, miðvikudag
inn 12. marz kl. 9 stundvíslega.
Erindi flytja Árni Grétar
Finnsson hrl.: Virk þátttaka al-
mennings í atvinnurekstri er
þjóðarnauðsyn. Opna þarf leið
fyrir fjármagn fólksins til at-
vinnulífsins. Dr. Gunnar Sigurðs
son: Stóriðja á íslandi. Frummæl
endur munu síðan svara fyrir-
spurnum. Aliir eru velkomnir á
fundinn meðan húsrúm leyfir.
Ferðolélogið byrjnr sunnudngs-
lerðir n Reykjnnes um helginn
FERÐAFÉLAG íslands hyggst
byrja fyrr ferðir sínar í ár en
hefur verið og fara þá meira um
Reykjanesskaga, en þar er víða
stórfenglegt landslag, sem aldrei
verður of oft skoðað. Og verður
farið á hverjum sunnudegi héð-
an í frá í einhverja sunnudags-
ferð.
Verður fyrsta helgarferðin far
in nú á sunnudag, 9. marz, kl.
9.30 og farið um Reykjanes,
Grindavík og gengið á Þorbjörn.
Eru vafalaust margir, sem ekki
hafa farið um þessar slóðir eða
ekki farið það með kunnugum
fylgdarmanni, og vilja því nota
slíkt. tækifærL
Er fólki bent á það, að brott-
fararstaður í öllum ferðum Ferða
félags fslands, verður framvegis
á bílastæðinu við Arnarhól (fyr-
ir ofan Sænska frystihúsið). Það
verður á sama hátt endastöð, þeg
ar komið er úr ferðum.