Morgunblaðið - 10.04.1969, Síða 2
2
MORGUNB'LAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. APRIL 1969
Yfirlýsing VR vegna Kron-málsins:
VR krefst formlegra
samninga
— en Kron hefur ekki sinnt því
Mbl hefur borizt eftirfarandi
yfirlýsing frá Verzlunarmanna-
félagi Reykjavíkur.
Vegna umræðna og blaðaskrifa
um vinnustöðvun V.R. hjá KRON
skal þetta tekið fram: 21. febr-
úar s.l. barst V.R. tilkynning
frá KRON sem samhljóða var
tilkynningum annarra samtaka
vinnuveitenda, um að KRON sæi
sér eigi fært að greiða laun skv.
kjarasamningum frá 18. marz 1968
Þar með var sá samningur milli
KRON og V.R. að sjálfsögðu
algjörlega úr gildi fallinn, einnig
vegna uppsagnar V.R. á þeim
samningi fyrir áramót. Síðar
ákvað stjórn KRON einhliða að
Igreiða vísitölu í marz á grund-
velli þess samnings, sem gerður
var i byrjun ársins 1968, en var
lúr gildi íallinn samanber fram-
ansagt. f bréfi dags. 1. apríl
tilkynnir KRON, að fyrirtækið
myndi einnig greiða laun með
sama hætti fyrir april.
V.R. hefir ítrekað óskað eftir
samningi við KRON um þetta
efr»i, en al’ls engin svör fengið.
Hafa forráðamenn KRON hvorki
maett til umbeðinna fund,a né
svarað erindi félagsins. V.R. næg
ir ekki, fremur en öðrum verka-
lýðsfélögum, einhliða yfirlýsing
lar vi'ðsemjenda þess um kaup
og kjör í örskamman tíma. Krafa
V.R. er formlegur samningur um
kaup og kjör, en því hefir KRON
alls ekki sinnt. V.R. metur það
að sjálfsögðu við KRON, að fyr
irtækið skuli greiða starfsfólki
sínu laun með vísitölu skv. fyrri
samningi. En V.R. getur ekki
keypt það því verði, að fá emg
an formlegan samning við fyrir-
tækið. Né heldur getur KRON
keypt sig frá óþægindum vinnu
stöðvunar með einhliða yfirlýs-
ingum. Slíkar tilraunir vinnu-
veitenda eru alþekktar og á t.d.
dagblaðið Þjóðviljinn fjölda orða
í sínu marglita orðasafni yfir
slika hegðun, en af einhverjum
duldum hvötrnm hefur það blað
að undanförnu hamazt mjög að
V.R. vegna ákvörðunar þess um
að boðuð vinnustöðvun nái til
KRON eins og annarra viðsemj
enda V.R. og reynt með því að
Veikja samstöðu félaga V.R. um
vinnustöðvunina, en slíkt mun
vissúlega ekki takast. Skrif þess
efnis að vinnustöðvun V.R. hjá
KRON sé einhvers konar hefnd
araðgerð eru ósæmileg og út í
hött. V.R. hefur í gegnum árin
átt góð samskipti við KRON og
veit að svo muni verða áfram,
þótt óft geti hörð átök í kaup-
og kjaramálum valdið stundarsárs
auka. V.R. hefur boðið KRON
upp á formlegan samning og er
enn til þess reiðubúið sem og
við aðra viðsemjendur sína.
Athugosemd vegno guiuolls-
stöðvurinnur í Bjurnurflugi
AKUREYRI 8. april. Stjórn
Laxárvirkjunnar hefur beðið
fyrir eftirfarandi athugasemd:
„Vegna missagna í fréttum
tsumra dagblaða frá hinni nýju
jarðgufustöð Laxárvirkjunnar
Við Mývatn vill Laxárvirkjun
taka þetta fram: Dagana 23. og
124. marz var stöðin tengd við
Sinfóníuhljómsveit íslands:
Flytur verk Jóns Leifs
A 14. REGLULEGU tónleikum
Sinfóníuihljómsveitar íslands er
haldnir verða í Háskólabíói
fimmtudaginn 10. apríl, verða
flutt verk eftir Jón Leifs. Stjórn
andi er dr. Lóbert A. Ottósson,
en einsöngvarar Guðmundur
Guðjónsson og Kristinn Halls-
son. Flutt verða verkin: Sorgar-
mars úr Galdra Lofti, Hinzta
kveðja, sönglögin Máninn líður
og Vögguvísa, Minni íslands,
Sköpun mannsins úr Baldri,
Nótt op. 59 við texta eftir Þor-
stein Erlingsson og Rímnadans-
lög.
Jón Leifs var fæddur 1. maí
1899 og dó 30. júlí 1968. Um víða
veröld er nafn hans sammerkt
hugtakinu „íslenzk tónlist".
Með liprum penna í fjölda
greina í erlendum tímaritum og
m. a. í bók sinni „Islands
kunstlerische Anregung“ vakti
hann athygli umheimsins — og
margra landa sinna — á músnk-
arfi íslendinga. Eddukvæðin
voru músík, þar voru rætur ís-
lenzkrar tónlistar. Þar voru
heiðar fyrirmyndÍT þeirra blæ-
brigða, er ríkja áttu í íslenzku
tónlistinni. Þar var tjáningin
vafningalaus, óvæmin og til-
gerðarlaus. Þar var „brosið
bart“. Hver var þá tónn þessar-
ar arfleifðar? Hann var að
nokkru geymdur í þjóðlegri list
kvæðamanna, hrjúfum tóni og
tilbreytimgarlitlum á yfirborð-
inu. Hann var og geymdur í
tærum samhljómi tvísöngs eða
angurværum ómi þjóðlagsins.
Vitneskjan um þetta eðli mús-
íkarfleifðar íslendinga var Jóni
hvatnimg til persónulegs og
þjóðlegs tónskáldskapar. Hann
styrkti hljóðfall hinnar einföldu
stemmu, upphóf áherzlur og
„hnykki“ kvæðamannsins. Hann
„litaði" samhljóminn frá tví-
söngnum með öðrum tlómbilum,
oftast þríundum. í tónsmíðum
Róbert A. Ottósson
Jon Leifs
sínum varð hann því heldur
málari en skáld tónasambanda.
Tónsmíðar hans fyrir hljóðfærin
ein voru undantekningarlítið um
eitthvert efni, þær lýstu eða
máluðu.
Flestar tómsmíðar Jóns Leifs
voru fyrir söng, einsöng eða kór.
Alþekkt eru t. d. lögin op. 14 við
ljóð Jóhanns Jónssonar. Hins
vegar er hér frumflutt verkið
„Nótt“, op. 59, samið við vísur
eftir Þorstein Erlingisson. Víð-
frægir eru rímnadansarnir,
sungnir eða leiknir og sömuleið-
is forleikurinn „Minni íslands“
eða hljómleikarnir við „Galdra
Loft“ Jóthanns Sigurjónssonar.
Mörg verka Jóns eru samt
óþekkt, hafa aldrei verið flutt.
Þau eru samin fyrir slíkt lið tón
listarmanna, sem Jón lét ság
dreyma um, að þjóð hans eign-
aðist í framtíðinni. Eitt þeirra
verka er „Baldr", músíkdrama
án orða, op. 34, en hluti þess. er
fjallar um gköpun mannsins,
heyrist nú í fyrsta sinn.
kerfið og ýmis tæki vélarinnar
ireynd. Þriðjudaginn 25. marz
var vélin prófuið og keyrð sam-
fleytt í 11 klst. með mismunandi
élagi, mest 2400 kílóvött. Lengst
•af var álagið á bilinu 1800—2100
íkílóvött.
Þar sem Kísiliðjan starfaði
með fullum afköstum þennan
dag, þá reyndist ekkf unnt að
ifá meira afl úr vélinni, en búast
má við að vélin muni geta fram-
deitt allt að 3000 kv þegar næg
igufa er fyrir hendi. Unnið er
iað lokafrágangi stöðvarinnar, og
mun starfræksla hefjast fljót-
lega eftir páska. Nánar mun
iverða skýrt frá stöðinni síðar.“
— Sv. P.
Nýir dansorar
í Fiðlaronum
í GÆR komu til landsins tveir
.norskir dans'arar, en þeir heita
Thorgeir Fonnlid og Jack Grub-
an Hansen. Þeir eru ráðnir til
'að dansa í Fiðlaranum á þak-
ánu í Þjóðleikhúsinu. Fyrsta
sýningin hjá þeim verður nk.
föstudag 11. apr.íl og er það 15.
isýning leiksins. Uppselt befur
iverið á allar sýningar og færri
ikomizt að en vildu. óhætt mun
að fullyrða að þetta sé ein sú
mesta aðsókn, sem nokkurn
■tkna hefur verið hjá Þjóðleik-
■húsinu.
Dansararnir, Svenn Berglund
Og Leif Björneseth, sem dönsuðu
með í Fiðlaranum fyrstu 14 sýn-
.ingarnar fóru utan í morgun,
■en eins og fyrr segir koma tveir
aðrir norskir dansarar í þeirra
stað.
t dag opnar Rúnar Gunnarsson on ljósmyndari og kvikmynda-
tökumaður ljósmyndasýningu í Unuhúsi við Veghúsastíg. Á sýn
ingunni er um 50 svart-hvítar Ijósmyndir, sem Rúnar hefur
tekið á síðustu árum.
Skemmtifundur ANGLIA og
ÍSLENZK-AMERÍSKA íélagsins
ANGLIA og Íslenzk-ameríska
félagið efna til sameiginlegs
skemmtifundar nk. föstudags-
kvöld í Sigtúni. Verða þar ýmis
skemmtiatriði og dans stiginn.
Þetta er í annað sinn, sem fé-
lögin efna til sameiginlegrar
skemmtunar, en sú nýbreytni
var tekin upp á sl. ári. Þótti
fyrsta skemmtunin takast svo
vel, að ákveðið var að gera einn
slíkan sameiginlegan skmmti-
fund á ári að fasitri venju,
Athygli s’kal vakin á því,
vegna misritunar í auglýsingum,
að skemmtunin hefst kl. 8.30 á
föstudagskvöld, en ekki kl. 18.30.
Undanþúga vegna millilandailugs
AÐ gegnu tilefni vill VR taka
fram, að félagið hefur veitt Loft
lenðum hf. og Flugíélagi íslands
hf. undanþágu til afgreiðslu á
Alþýðublaðið
kvöldblað
ALÞÝÐUBLAÐIÐ hefur breytt
útkomutíma sínum og kemur nú
út síðari hluta dags. Fyrsta síð-
degisblað Alþýðublaðsins korq
út í fyrradag og þar segir m. a.
á þessa leið um breytinguna:
„Þessi breyting er þó raunar að-
éins rökrétt framhald þeirrar
útlits- og efnisbréytingair, sem
gérð var á blaðinu fyrir röskum
mánuði, en segja má að með
henni hafi blaðið fengið á s'ig
mikiu meiri kvöldiblaðssvip en
áður.“
Fimmfagur skólameistari
JÓHANN S. Hannesson, skóla-
meistari Menntaskólans að Laug
arvatni, er fimmtugur í dag. —
Foreldrar hans voru Hanney
Jónasson, bóksali á Siglufirði,
og kona hans, Kristín Björg Þor-
steinsdóttir.
Jóhann varð stúdent frá
Menntaskólanum á Afeureyri
1939. Hann nam við University
of California, Berkeley, og stuind
aði þar framihaldsnám með
ensku sem aðalgrein til ársins
1947.
Hann var lefetor í ensku við
Háskóla íslands 1948—50 en frá
1952 til 1960 kenndi hann ensku
við Cornell University, Ithaca,
New York, og var bókavörður
við The Fiske Icelandic Collec-
tion. Skólameistari Menntaskól-
ans að Laugarvatni varð Jó-
hann 1960.
Jóhann Hannesson átti sæti í
Menntamálaráði frá 1963 til 1967
Jóhann S. Hannesson.
og er nú ráðunautur Skólarann-
sókna menntamálaráðuneytisins.
Kona Jóhanns er Lucy Win-
ston, fædd Hill, frá Kaliforníu,
og eru börn þeirra tvö.
millilandaflugi frá Keflavíkur-
flugvelli. Undanþága þessi nær
til samtals 13 félagsmanna VR,
en á fimmta hundrað félags-
menn og konur, sem starfa hjá
umræddum fyrirtækjum leggja
niður vinnu í boðuðu verkfallL
Það skal tekið fram að vinnu-
stöðvun umræddra starfsmanna
ásamt örfaum félagsmönnum
Verzlunanmannafélags Suður-
nesja hefði stöðvað alLt milli-
landaflug, ef þessi ákvörðun
hefði ekki verið tekin, þar sem
efekert annað félag á Suðurnesj-
um boðaði vinnustöðvun.
Atvinnulausum
iækkaði um
1528 í marz
SAMKVÆMT skýrslu, sem Mbl.
hefur borizt frá félagsmálaráðu-
neytinu, voru atvinnuleysingjar
hér á landi í marzlok 2077. —
Hafði þeim fækkað um 1528 í
marzmánuði, en 28. febrúar voru
3605 manns atvinnulausir. — í
kaupstöðuim voru 1572 atvinnu-
lausir (2623), í kauptúnum með
1000 íbúa 129 (231) og í öðrum
kauptúnum 376 (751).
Noín drengsins
sem iórst
í bílslysinu
LITLI drengurinn, sem lézt í
bílslysi við Gerðu'berg í Eyja-
sveit á Snæfellsnesi sl. laugar-
dag, hét Jóhann Sigurjónssor
frá Valbjarnaryöllum í Mýra-
sýslu.