Morgunblaðið - 10.04.1969, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. APRÍL 1969
3
Kron hefur ekki skrifað
undir samninga við VR
Þess vegna er boðað verkfall hjá Kron
sem öðrum — segir Cuðmundur H.
Carðarsson, form. VR í viðtali við Mbl.
ÞJÓÐVILJINN réðst í
gær harkalega að forustu-
mönnum Verzlunarmanna-
félags Keykjavíkur vegna
þeirrar ákvörðunar V. R.
að boða verkfall hjá
KKON í dag og á morgun
eins og öðrum viðsemjend-
um Verzhmarmannafélags
ins. Mbl. sneri sér í gær
til Guðmundar H. Garðars
sonar, formanns V.R. og
spurði hann um afstöðu
félagsins til þessa máls.
Guðmundur H. Garðarsson
sagði:
„V.R. sagði upp kjarasamn-
ingum sínum við KRON eins
og við a'ðra viðsemjendur
með lögformlegum hætti. í
framhaidi af því barst V. R.
hinn 21. febrúar sl. bréf frá
KRON um að fyrirtækið „sæi
sér eigi fært að greiða laun
skv. kjarasamningum frá 18.
marz 1968“. Var bréf þetta
sam.hljóða tilkynningu ann-
arra viðsemjenda VR um
þetta efni. Með þessu var
samningur milli KRON og
VR algjörlega úr gildi fallinn
enda hafði VR raunar sagt
þeim samningi upp fyrir ára-
mót.
VR, eins og önnur félög
innan ASI, sem hafa féla.gs-
svæði í Reykjavík og ná-
grenni ákvað að taka þátt í
myndun allsherjarsamnin.ga-
nefndar ASÍ, sem ætti við-
ræður vfð vinnuveitendur
um kröfur verkalýðsfélag-
anna en allir helztu forustu-
menn verkalýðshreyfin.gar-
innar lögðu þá og leggja enn
mikla áherzlu á þessa sam-
stöðu verkalýðshreyfingarinn
ar. Á þeim grundvelli hefur
VR unnið að þessari samn-
ingagerð og þá m.a. með þátt
töku í því verkfalli, sem nú
er hafið.
1 byrjun marz gerist svo
sá óvænti atburður, að dag-
blöð skýrðu frá því að stjórn
KRON hefði á fundi sínum
6. marz samþykkt að greiða
starfsfó’ki fyrirtækisins verð
lagsuppbætur á laun í marz-
mánuði eins og samningarnir
frá 1968 gerðu ráð fyrir, þrátt
fyrir það að KRON hefði áð-
ur tilkynnt VR að fyrirtæk-
ið „sæi sér eigi fært að
hækka útbörgað kaup frá og
með 1. marz eins og samning-
arnir frá 18. marz 1968 gerðu
rá'ð fyrir.“ Strax og þessi
frétt birtfst skrifaði VR bréf
til KRON og óskaði staðfest-
ingar á fréttinni. í bréfinu
segir m.a.: ,,Ef frétt þessi er
'rétt, sem vér höfum ekki
ástæðu til að efa, teljum vér
oss skyit, sem lögformlegum
samningsaðila við yður að
fara fram á samningaviðræð-
ur við yður um verðtrygg-
ingu launa hjá verzlunar- og
skrifstofufólki KRON“ og var
ós.kað eftir fundi á tilteknum
degi og tíma.
Guðm. H. Garðarsson
Forráðamenn KRON hirtu
hvorki um áð svara bréfinu
né mæta til þeirra viðræðna,
sem óskað var eftir og gerðu
það ekki heldur á síðari stig-
um málsins, þrátt fyrir ítrek
aðar óskir um samningavið-
ræður. Hins vegar svöruðu
þeir því til bréflega 26. marz
að þeim hefði skilizt, að VR
hefði vísað viðræðum um
verðtryggingu launa verzlun-
arfólks til sáttasemjara og að
'hann væri að leita eftir sam-
komulagi. En enn komu þeir
ekki til fundar við stéttarfé-
lagið þrátt fyrir ósk okkar.
T>að síðasta formlega, 'sem
við höfum heyrt frá þessum
aðila er í fyrsta lagi stutt til-
kynning um greiðslu verð-
lagsuppbótar á laun í apríl
og í öðru lagi ósk um að VR
taki til endurskóðunar og
breyti afstöðu sinni til boð-
aðrar vinnustöðvunar hjá
KRON.
Framkoma KRON gagnvart
stærsta stéttarfélagi landsins
í þessu máli gegnir mikilli
furðu en afstaða VR er skýr:
1. Stéttarfélagið fær. ekki
viðræður við viðsemjanda.
2. Félagið getur ekki við-
urkennt einhliða yfirlýsingu
viðsemjanda um kaup og
kjör félagsfólks, sem félagið
á áð semja fyrir.
3. Við höfum því enga
samninga fengið við KRON
frekar en aðra viðsemjendur
og hljótum því að lýsa yfir
verkfalli hjá þessum aðila
sem öðrum.
Að öðru leyti vísa ég til
yfirlýsingar félagsstjórnar
VR, sem birt er á öðrum stað
í blaðinu í dag.
Við forustumenn VR höf-
um orðið fyrir miklu áðkasti
í Þjóðviljanum og Tímanum
og hefur kommúnistablaðið
m.a. gripið til þess óheilla-
vopns að blanda starfsfólki
KRON mn í þessa deilu, m.a.
með því að gera því upp and-
úð á forustu VR vegna
KRON-málsins. Ég hlýt að
lýsa furðu minni yfir því að
þetta blað, sem hefur talið
sig „málsvara verkalýðshreyf-
ingarinnar" skuli leyfa sér a'ð
ráðast á forustu VR fyrir að
taka þátt í samstöðu verka-
lýðshreyfingarinnar í barátt-
unni á þessu stigi og telji
henni það til hnjóðs að láta
ekki vinnuveitendur ákveða
einhliða og samningslaust
kaup og kjör. Ef að það eru
Framhald á bls. 31.
Lögfræðihandbók fyrir aimenning
BÓKAÚTGÁFAN Örn og Örlyg-
tar hf. hefur sent á markaðinn
ilögfræðihandbók — „meginatriði
ipersónu-, sifja- og erfðaréttar
Imeð skýringum fyrir almenn-
öng“ —, Sem dr. Gunnar G.
iSehram tók saman. „Bók þessi
■er fyrst og fremst ætluð sem
ihandhæpur leiðarvísir fyrir fólk
«n er hvorki fræðirit né vísinda-
íit", sagði dr. Gunnar á fundi
oneð fréttamönnum í gær.
• Efni bókarinnar skiptist í sex
.meginkafla; Lögfræði, Manna-
.nöfn, Hjúskapanmál, Ættleiðing,
.Erfðaréttur og Skipti dánarbúa.
.í þeim er fjallað um meginatriði
Jaga á þessum sviðum og þau
.skýrð á ljósan og greinargóðan
imáta. í bókinni er því að finna
■glögg svör við fjölmörgum lög-
.fræðilegum spurningum, sem oft
•heyrist varpað fram manna á
•meðal, og ítarlegt efnisyfirlit og
.atriðisorðaskrá auðvelda mjög
.notkun bókarinnar.
• Örlygur Hálfdánarson sagði á
.fundinum með fréttamönnum í
igær, að bækur sem þes’si, væru
mjög vinsælar erlendis og hyggð
ist hann halda áfram á þessari
braut, ef sú yrði raunin með
þessa bók, Sem hann kvaðst alls
ekki draga í efa.
Gunnar G. Sdhram
OPIÐ í DAG 0G Á MORGUN
Kaupið borðstofusett fyrir ferminguna
FYRIR 1500 KRÓNUR á mánuði og 7500,oo út
eignizt Jbér BORÐSTOFUBORÐ og 4—8 stóla.
FYRIR 2000 KRÓNUR á mánuði og 2000,oo út
eignizt jhér BORÐSTOFUSKÁP, BORÐ
og 4—8 stóla.
STÓLAR KOSTA: 1.450.-, 2.390.-, 2.810.-, 2.985.-, 3.375.-
— 6.880.-, 7.345.-, 7.760.-, 8.985.-, 9.365.-
12.845.-, 13.345.-, 13.900.-, 15.845.-, 17.585.-
BORÐ
SKÁPAR —
Eingöngu vondnðnr vörur
r->c*
1-þölÍirp
’T-~'
■mn i «
STAKSTEIIMAR
•2C 22900 LAUGAVEG 26
„Nútímablað fyiir
nútíma fólk“!
Alþýðublaðið breytti sjálfu
sér sl. þriðjudag úr morgun-
blaði í kvöldblað. Af þessu til-
efni birtir blaðið á forsíðu sinni
hugleiðingu um þessa breytingu.
Er þar m.a. skýrt frá aðaltil-
ganginum með henni. Kemst
blaðið þá þannig að orði, að
„markmið þess er að verða nú-
tíma blað skrifað fyrir nútíma
fólk“.
Ennfremur segir í hugleiðing-
um blaðsins um þetta efni:
„Eðli kvöldblaða er og hlýtur
að vera nokkuð annað en eðli
morgunblaða, og sjálfsagt líður
einhver tími þar til Alþýðublað-
ið verður búið að fullmóta það
form, sem það klæðist í sem
kvöldblað/ Því má búast við því
að ýmsar breytingar á efni þess
verði gerðar á næstu vikum,
m.a. í því skyni að auka til muna
þjónustu við lesendur. Alþýðu-
blaðið hyggur gott til þeirrar
breytingar, sem það gerir nú.
Með henni er tekinn upp gamall
þráður, en Alþýðublaðið var um
langt skeið siðdegisblað. Vonandi
verður breytingin, sem nú er
gerð upphaf að nýju blóma-
skeiði. Með henni er Alþýðublað
ið að gera tilraun til að svara
betur kröfum tímans. Markmið
þess er að verða nútíma blað
skrifað fyrir nútíma fólk.“!
Engin þjóð vill
fara úr NATO
Franska blaðið France-Soir í
París ræðir nýlega um 20 ára af-
mæli Atlantshafsbandalagsins.
Segir blaðið að enginn dragi
lengur í efa hinn mikla árangur,
sem orðið hafi af stofnun Atl-
antshafsbandalagsins. >að sé ein-
stakt, að um leið og viðurkennt
sé að bandalagið hafi náð hinum
friðs*#ilega tilgangi sínum, þá
skuli enginn draga tilverurétt
þess framvegis i efa. Sáttmáli
Atlantshafsbandalagsins, sem
undirritaður hafði verið í Was-
hington 4. apríl 1949 styðjist enn
við hin fyllstu rök. Engri með-
limaþjóð bandalagsins komi til
hugar að draga sig út úr því.
Sjálfur De Gaulle hershöfðingi
láti ekkert tækifæri ónotað til
þess að staðfesta að Frakkland
sé í bandalaginu og muni verða
framvegis „bandamaður banda-
manna sinna“.
r
Otti og tortryggni
í Austur-Evrópu
Bandaríska tímaritið U. S.
News and World Report ræðir
nýlega um ástandið í Austur-
Evrópu og komst þá m.a. að orði
á þessa leið:
„Ótti og tortryggni setja ekki
aðeins svip sinn á líf fólksins í
Tékkóslóvakíu. Þetta ástand rík-
ir einnig í öðrum löndum hins
kommúniska skipulags. Þegar
tékkneskir „félagar'* fara yfir
landamærin inn í Austur-Þýzka-
land þá eru þeir oft tafðir
klukkutimum saman, afklæddir
og vandlega leitað á þeim. Sumir
eru neyddir til þess að snixa við.
Enginn skýring er nokkurn tíma
gefin. Hvers vegna? Þýzkir
kommúnistar treysta ekki tékk-
neskum kommúnistum.
Austur-Þjóðverjar banna einn
ig ferðalög til Tékkóslóvakíu.
Austur-Þjóðverji, sem fer í frí
til Ungverjalads verður að aka
þúsund mílna krók yfir Pólland
og Rússlandi. Það er eina leiðin
til þess að losna við að fara um
Tékkóslóvakíu.
En þar með er ekki öll sagan
sögð. Rximenía og Búlgaría
geyma beztu hótelherbergin og
veitingastaðina fyrir ferðamenn
frá Vestur-Evrópu, sem hafa
harðan“ gjaldeyri.“
*