Morgunblaðið - 10.04.1969, Side 15

Morgunblaðið - 10.04.1969, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. APRÉL 1969 15 ÚR SVEITINNI Fréttabréf úr Gaulverjabæjarhreppi SELJATUNGU, 1. APRÍL: NÚ ER ekki ýkja langt í sum- arið á almanakinu — en enginn veit með neinni vissu hversu langt er til hins raunverulega sumars. Veðrátta vetrarins það sem af er, hefir hinsvegar verið góð. Að vísu frostakaflar miklir og því er mikill klaki í jörðu, en engin tejljandi óveður hefir gert, og nú undanfarnar vikur hefir verið þessi himneska blíða svo að vissulega hefðu mennirn- ir ekki betur gjört þótt að þeir hefðu ráðið veðrinu — jafnvel ekki stjórniarandstaðan!! Aflabrögð hafa verið með af- brigðum góð að undanförnu í flestum verstöðvunum hér aust an Fjalls, ekki sízt á Stokkseyri þar sem nú eru gerðir tú fleiri bátar en á fyrri vertíð og einn af þeim nýtt skip smíðaður í Stykkishólmi, svo sem áður er kunmiugt af fréttum. Er framtak þeirra Stokkseyringa vottur um trú og traust á heimabyggð sinni og gleðilegt til þess að vita að hinu nýjá skipi, undir stjórn hraustra og athugulla ungra manna hefir gengið ve'l, að draga bjöirg í bú héraðs og þjóð ar. Svo sem vænta má, skapar hinn mikli afli á Stokkseyri mörgu fólki mikla atvinnu og hafa bændur og ungir menn héð an úr Gaulverjabæjarhreppi nú um hálfsmánaðar skeið farið þangað í vinnu. Leggja bændur vitanlega á sig mjög aukna vinnu með þessu, en í það er ekki horft nú fremur en áður, þegar möguleikinn er fyrir hendi að draga aukna björg í bú. Og svo er það þá landbú- skapurinn, en þar ,er um mikla lægð að ræða um Sinn sökum erfiðra skilyrða til mjólkurgetu kúnma vegna vondra heyja, en að hinu leytinu óhagstæðra við- skiptakjara vegna áfalLa í þjóðar búskap, sem al'la snertir, Fyrir nokkru var hér haldinn fundur í deild Mjólkurbús Flóamanna, en slíkiur fundur hefur verið hald- inn árlega í áratugi rétt á'ður en M.B.F. heldur sinn aðalfund. Eru þar kosnir tveir fulltrúar til þess, af hálfu hreppsins, að mæta á aðalfundi M.B.F. Þedr eru, Guðmundur Jónsso Syðra-Velli, og Stefán Jasonar- son, Vorsabæ. Oft mætir á fund um þessum einhver ful'ltrúi frá sjálfu mjólkurbúiniu, og að þessu sinni var það Hermann Austerby, mjólkureftirlitsmaður búsins. Fræddi hann fundarmenm um ýmislegt er varðar meðferð mjólkurinnar á framleiðslustað, heilbrigðisástand kúnna varð- andi júgurbólgu og sitthvað fleira. Deildarfulltrúarnir skýrðu frá eánu ag öðru varð- andi rekstur Mjólkurbús Flóa- manna, en það telst hafa orðið 40 ára hiinm 28. febr. s.L Og allt er fertugum fært, eða var það ekki einhvernfíma sagt? Innlögð mjólk í Flóabúið héð- an úr Gaulverj abæj arhreppi var s.l. ár 1,7 millj. lítrar og er það svipað magn og árið 1967. Mjólk urbúinu barst hinsvegar rúml. 2,2 prs. minni mjólk á s.l. áiri en árið 1967, og í febrúár s.l. var hún 23,3 prs minni en á sama tíma 1968. Svona eru nú hlutirnir í þessari framleiðslu fijótir að smúa við, en allirmuna ósköpin, sem á gengu, þegar Framleiðsluráð lét halda eftir nokkrum hlut af mánaðarlegri útborgun á mjólkurverði til bænda, vegna nokkurra smjör- birgða er þá höfðu safnast sök- um ágætis veðráttu og nokkuð hafstæðum viðskiptakjörum. Eng inn vildi þá hlusta á rödd bónda eins hér austanfjaJtls, sem hélt því fram, að ekki þyrfti nema ör- litla breytingu á árfeirði til hins erfiðara til þess að engin of- framleiðSla yrði á mjólk. Fleiri félög hafa og haldið að- alfundi sína hér í sveit, rétt um þessar mundir, og eru þar í hópi Kvenfélag Gaulverjabæjar- hrepps og Búnaðarfélag Gaul- verja og svo aðalfundur eigenda félagsheimilisins Félagslundar. f stjórn Kvennfélagsins eiga sæti: Margrét Ólafsdóttir, Hamarshjá leigu, Arndís Erlingsdóttir, Gattastöðum og Þóra Þorvalds- dóttir Fljótshólum. 1 stjórn Fé- lagsluedar eru: Vigfús Einars- son Seljatungu og Sigurður Guð mundsson Sviðugörðum, fulltrú- ar Ungmennafélagsins Sam- hyggð, Brynjólfur Guðmunds- son, Galtastöðum, Jón Tóm- asson, Fljótsdalehólum, fulltrúar Gaulverjabæjarhrepps og Anný Guðjónsdóttir, Vorsabæjarhjá- leigu, ful'ltrúi Kvennfélags Gaul ver j abæ j arhrepps. Búmaðarfélagið er elzt — stóri bróðir — þeirra félagseininga, er ég hér hefi minnzt á. Ég kom fyrst á fund í búnaðarfélaginu árið 1942, af einskærri forvitni, en ekki af því að ég væiri þá félagsmaður. Formaður félags ins var þá félagsmálafrömuður- inn Dagur Brynjúlfsson, bóndi í Gaulverjabæ, en hanin veitti fé- laginu forustu um margra ára skeið af sinni alkunnu sjentil- meninisku og félagslegri hæfni. Félagið hefir raunar alla tíð not ið hinna ágætustu stjórnarmanna og forustu, sem hver með sýn- um hætti, hafa borið af öðrum. Núverandi stjórn félagsins skipa Guðjón Sigurðsson, Gaulverja- bæ, formaður, Guðmundur Guð mundsson, Vorsabæjarhjáleigu, og Þormóður Sturluson, Fljóts- hólum. Tómas Tómasson, odd- viti á Fljó'tshólum, sem verið hef ir stjómiarmaður urn áraraðir, baðst nú undan endurkjöri og var Þormóður Sturluson kjör- inin í hans stað. Á aðalfundinum nú kom fram, að ræktun í Gaulverjabæjar- hreppi hefir aldrei verið eins mikil og á árinu 1967 eða 33 ha. aukninig frá árinu áður, eða alls 50 ha. Girðingar voru upp settar alls 4,5 km. Grafndr skurð ir 15 km. Þvaggryfjur og á- burðarthús 114 rúmm. Þurríheys- hlöður 2137 ferm. Votheys- geymslur 126 rúm. Súgþurrk- unarkerfi, með og án blásiara, 610 ferm. Framkvæmdamenn voru alls 27, og ríkisframlag rúml. 613 þúsund. Eignir Bún- aðartféttags Gaulverja eru nú rúml. 190 þús. kr. og hafði auk izt verulega á s.L ári. Miklar umræður urðu á fund- inum um verðlag tiibúins áburð- ar á vori komanda og þeirrar ákvörðunar ríkisvaldsins, að bæta gengistap Áburðarsölu rík- isins vegna erlends láns á sl. ári ofan á verð áburðar næstu fimm ár. Töldu fundarmenn að það væri svívirðilegt, ekki sízt gagn- vart þeim mikla fjölda bænda, sem greitt höfðu áburð siinn sL vor við móttöku og bjargað sín- um fjármáium með annarra hjálp heldur en Áburðarsölunn- ar. Var eftirfarand'i tillag’a sam- þykkt í einu hljóði á fundinum: „Aðalfundur Búnaðarfélags Gaulverjá, haldinn að Félags- lundi 29. marz 1969 skorar á lahdlbúnaðarráðiherra, að beita sér fyrir því, að fé það, sem Áburðarsölu ríkisins er ætlað til að lána bændum vegna áburðar- kaupa verði iátið ganga til banka og verzlunarfélaga þar sem bændur hafa sín viðskipti, svo Framhald á bls. 24 Japan Alr Llnes hefur ennþá e!nu slnnl auklð Norðurpólsferðir slnar með vlðkomu 09 brottför belnt frá Kaupmannahðfn til Tokyo, þannlg að nú eru ferðlr hvern mlðvlkudag, föstudag og sunnudag ki. 15.50. Fri Evrópu tll Tokyo fer Japan Alr Llnes samtals 10 férðlr vlkulega yfir Norðurpóllnn*), þannig að þaö verður ávallt eln ferð sem hentar yður: 1 svar f vlku belnt frá Kaupmannahöfn 2 *var f vlku frá Frankfurt og Hamborg. 4slnnum frá Parfs og London 1 slnnl frá París og Hamborg. Allar Japan Alr llnes ferðlr eru famar með hinum Stóru nýtfzku DC-8 þotum, en um borð mætlð þér Klnnl romuðu Japönsku gestrlsnl og vlnáttu, sem ferðlna þægllega og eftirmlnnllega. *^l MUfll vlð Alr Francfl, AUttlU og LukhtnMU - Segið Japan Air Lines við ferðaskrifstofu yðar. ffcrifatnfiw fvrir Skandlnavfti: Kaupmannahðfin Imperlal-Huset, 1612 V„ Sími (01) 113300, Tclex 24 94 Stokkhólmur: SveavSgen 9-11, C, Slmi (08)23 3430, Telex 10665 OdM ToUbugatca 4 512. Ital 422464 - 415303, Tekx 4645 Teppoleggið úr breiðum góliteppum Wiltonteppin okkar eru 365 cm. breiö. Mjög lítið verður um samskeyti er gerir teppin mun fallegri og endingarbetri. Ný mynstur — 100% ull — hæsti gæðaflokkur. Gúmmífilt — gúmmifilt með flóka — flókafilt. Greiðslukjör við flestra hæfi. Grensasvegi 3 Simi 83430.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.