Morgunblaðið - 10.04.1969, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.04.1969, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 10. APRIL 1960 Aðalbjörg Alberts- dóttir — 85 ára HÁLFNÍRÆÐ er í dag frú Aðal- björg Albertsdóttir, ekkja Þor- steins Sigurgeirssonar banka- gjaldkera í Reykjavik, móðir margra gjörvilegra barna, og er þeirra elztur Garðar Þorsteins- son prófastur í Hafnarfirði. Frú Aðalbjörg er mörgum Reykvík- ingum að góðu kunn, einkum fyrir þá sök að hún rak um árabil greiðasölu að Amtmanns- stíg 4 hér í borg. Hún er fædd á Stóruvölhim í Bárðardal, einhverju hinu mesta menningarheimili í miklu menn- ingarhéraði. Enn í dag lifir norð- ur í Þingeyjarsýslu minningin um Ijóshær^a stúlku forkunnar- fríða, sem var svo músíkölsk að hún lærði hvert lag sem hún heyrði sungið ein.u sinni á manna móti, og lék það síðan þegar heiim var komið á píanóið hans frænda síns. En Aðalbjörg Albertsdóttir er eflcki óblendaður Þingeyingur. Hún hleypti heimdragamrm á ungum aldri, „sá borgir og þekkti skaplyndi margra manna". Hún minnir á sjálfmenntaða al- þýðumenn eins og Stefán G., sem fara út í veröldina með heima- fégna héraðsanenningu, en þrosk- ast með lestrí góðra bóka, marg- vísiegri lifsreynslu og manna- kynnwn. Hér verður ekki sögð ævisaga Aðalbjargar, en mig langar að staldra við tvo atburði í lífi hennar. Þegar maður hennar féll frá voru sum börnin ung, þá voru krepputímar og ek'ki annað sýnilegt framundan en fátækt og basl. En þá réðst Aðal- björg í það furðulega dirfsku- fyrirtæki að kaupa i skuld dýra húseign að Amtmannsstíg 4 og efna þar til matsölu og veitinga- halds. Þetta lánaðist, og eftir skanrwnan tíma var rekstur henn- ar kominn á traustan grundvöU. Síðan kom styrjöld sem færði fé í land, en líka ólgu og upp- lausn, og má nærri geta hvílík þrekraun þjð hefur verið fyrir Aðalbjörgu gð stjórna þessu mikla veitingahúsi ein síns liðs. En skapstyrkur hennar og ein- beitni vax svo mikil að bæði starfsfótk og gestir hlýddu regl- um hennar möglunarlaust. Þegar Aðalbjörg var komin hátt á sjötugsaldur, lenti hún undir vörubifreið og slasaðist geigvænlega. Venjulegar mann- eskjur hefðu aldrei reist höfuð frá kodda eftir það. En með and- legu þreki sem á sér engan líka tók3t henni að brjótast upp úr ve kindunuim, og ná svo góðri heilsu að hún fór allra sinna ferða og vann öll heimilisverk. Þegar hún var urn áttrætt vorum við saman á gleðimóti, og þá dansaði hún eins og ung væri. Enn er frú Aðalbjörg ung og frið sýnum, þar sem hún unir með Ijós í augum og silfurhaerur í skjóli barna sinna og horfir til baka yfir breytilega vegferð. Fáít veit ég indælla en sitja við fótskör hennar og heyra hana miðla af þekkingu sinni og lífs- reynslu. En þó er mest u«i hitt vert að enn sem fyrr getur hún \ýnt og sannað okkur sem yngri erum hvernig við eigum að lifa lífinu og njóta þess með allri sinni sorg og gleði. Jónas Kristjánsson. - UR SVEITINNI Framhald af bls. 15 að þau verði þess megnug að greiða fyrir bændum með áburðarkaup“. Á fundinum mættu frá Búnað arsambandi Suðurlands, Hjalti Gesfcson, framkvæmdastjóri sambandsins og Valur Þorvalds- son, ráðunautur. Og svo er að síðustu að geta aðalfundar tveggja félaga enn, en það eru Nautgriparæktarfélag Gaulverjabæjartirepps og Hrossa rsektarfélag Gaulverjabæjar- hrepps. Áður fyrri var starfsemi þessara félaga allmiikil, og héldu t.d. flestallir bændur sveitarinn- ar skýrslur um fóður kúa sinna, en nú hefir þeim fækkað mjög sem það gjöra. Formaður Naut- griparæktarfélagsins er Karl Þorgrímsson, Efri-Gegnishólum. Um starf.emi Hrossaræktarfé- lagsins er nú bezt fyrir mig að vera fáorður, þvi þar kæmist ég fljótlega út á hálan ís, því kunnugleiki minn á þeim við- fangsefnum er sannarlega i lak- ara lagi. Hitt veit ég, að félagið er aðili að Hxossaræktarsam- bandi Suðurlands og sinnir sin- um sköttum og skyldum gagn- vart því. Formaður félagsins er Steindór Gíslason, Haugi. Ég læt nú lokið þessari haga- lagða tinslu minni að þessu sinni. Varla verður það heldur talið merkilegt lesefni i hinu stóra og fjölbreytta Morgunblaði. En ef að það skyldi koma fyrir augu einhvers af þeim mörgu, sem áð- ur hafa háð lífsbaráttu sína í okkar sveit, eða þekkir til henn- ar á annan hátt, þá er tilgangi mínum náð. Hinum, sem í ná- lægðinni eru, eru þetta og því- líkt trauðla miklar upplýsingar. Gunnar Sigurðsson, Seljatungu. Guðjón Jósefsson hreppstjóri — 60 ára Á Vatnsnesi norðanverðu er dalur upp í fjallið sem nefndur er Þorgrímsstaðadalur, og ber nafn af innsta bæ í dalnum Þorgrímsstöðum. Nokkru neðar í dalnum er bærinn Asbjarnar- staðir, þar sem nú eru tvö býli og á öðru þeirra býr Guðjón Jósefsson hreppstjóri, sem á sex- tugsafmæli á morgun. Hann er fæddur á Súluvöllum í Þverárhreppi 11. april 1909. For eldrar hans voru Jósef Gu'ð- mundsson bóndi þar og síðar á Ásbjarnarstöðum og Þórdís Gísla dóttir. Guðjón hefur verið stöðugt í sínu heimahéraði, ætáð unnið og starfað heima, að því undan- ■skildu að hann stundaði nám við héraðsskólann á Núpi í Dýra- firði. Vann annars að búi for- eldra sinna þar til a'ð hann stofn aði sitt eigið heimili. En árið 1939 byrjaði hann bú- skap á hálfum Ásbjarnarstöðum, reisti þar nýbýli, og hefur búið þar síðan ásamt konu sinni Sigrúnu Sigurðardóttur frá Kata Húsnæði Veðnrstohinnor Aðalfundur íslenzkra veður- fræðinga, haldinn 22. marz 1969, vekur athygli á sívaxandi hús- næðiserfiðleikum Veðurstofu ís- lands, en fullyrða má, að hús- næðisskortur torveldi nú þegar starfsemi stofnunarinnar og hindri nauðsynlega þróun. Vill fundurinn sérstaklega vekja at- hygli á, að Veðairstofan muni ekki geta notfært sér þær fram- farir í ve'ðunspá, sem fyrirsjáan- legar eru á næstu árum sökum lélegrar starfsaðstöðu. Er því þeirri eindregnu áskorun beint til viðkomandi stjórnvalda, að þau geri nú þegar ráðstafanir til, að hafnar verði framkvæmdir við fyrirhugaða Veðurstofubygg- ingu. Minnir fundurinn á, að Veðurstofa íslandg á hálfrar ald- ar starfsafmæli í janúarmánuði næstkomandi og teiur að þesea merka afmælis verði ekki betur minnzt en með ríflegri fjárveit- ingu til byggingarframkvæmda. (Fréttatilk ynning). dal. Hafa þau eignast 6 mann- vænleg börn, og er eitt af þeim innan við fermingu. 'Vafalaust mun sumum finnast við þennan lestur að hér sé ekki um viðburðarríka ævi að ræða og litit í frásögn færandi. En þeir sem þekkja til búskapar í afskekktu.m sveitum þessa lands, vita hvílíkt starf það er, a'ð koma upp stórum hóp barna, byggja góð hús yfir fólk og fénað, og rækta jörðina, og hjá því fólki er ekki hefur annað en sínar hendur á að treysta hlýtur að verða að leggja mjög mikið á sig til að inna slíkt af hendi, og að baki þess starfs ér æviilega mikil saga sem aldrei er skráð, og ekki verður gert tilraun til hér. Þau Ásbjarnarstaðahjón eru samhent í því að gera heimili sitt a’ðlaðandi. Snyi-timennska og urmgengni sem bezt má vera, bæði utan húss og innan. Gest- risni mikil og öilum þar gott að koma. Guðjón er maður með góðar gáfur, fylgist vel með því, sem er að gerast á hverjum tíma. Hann er hverjum manni sam- vinnuþýðari, og þó hann hafi sínar ákveðnu skoðanir, á hann létt með að fylgja hverju máli, sem hann álítur að til heilla horfi, þó það sé af öðrum flutt. Á þessa eiginleika hefur mjög reynt hin sfðari ár, þar sem hann hefur tekið þótt í flestum meiri háttar störfum innan síns hrepps og héraðs. Hann hefur veirið hreppsstjóri Kirkjuhvamms- hrepps frá 1961, sýslunefndar- maður frá 1962, í hreppsnefnd fleiri kjörtímahil, fulltrúi á bún- aðarsambandsfundum og ýmsum fleiri nefndum. Hann er þó maður hlédrægur, og færist venjuleiga undan að taka þátt í opinberum störfum. Alltaf hefur hann verið ákveð- inn í stjómimálum, og jafnan fylgt Sjálfstæðisflokknum að mál um. Á sínum yngri árum gekkst 'hann, — ásamt fleirum — fjrrir stofnun félags ungra sjálfstæðis- manna á Vatnsnesi, og vaf þar ávallt i fararbroddi á meðan það starfaði. Hann var varaþing- maður Sjálfstæ'ðisflokksins i Norðurlandskjördæmi vestra 1959—1963 og sat á þingi um tíma. En þrátt fyrir ákveðnar áskoranir, gaf hann ekki kost á að vera í framboði áfram. Ég bygg að öllum sem unnið bafa að opinberum málum með Guðjóni hafi fallið það vel, og óvildarménn eigi hann ekki. Það er oft kaldur noxðangjóst- urinn inn Húnaflóann og inn á Vatnsnesið. Tíðum fylgir honum og einnig þoka og rigning. Snjó- þungt getur einnig odðið á vetr- um. En dalurinn á líka sitt sum- ar, sólskinsdaga og unaðsstundir. Og þarna hefur Guðjón séð börn sín vaxa, og störf sín bera árang- ur. Og á þessum stað veit ég að hann vill vera, og una við sitt, 'og við sem til þekkjum vonum einníg að sveiit og hérað fái sem lengst notið starfskrafta hans. Með þá ósk í huga bið ég honum og fjölskyldu hans alirar farsældar á ókomnum árum. Benedikt Guðraundsson. Nýtt sagnkerfi í bridge EINN af þáttti-kendum í ís- landsme’itaramótinu í bridge, sem nú er lokið, Guðmund- ur Han,°n, hefur gefið út bækl ing með ,yju sagnakerfi í for "jslli segir höfundur m. a.: „Þiff-j sagnakerfi er frum- samið og hugmyndir þær, sem hér eri lagðar til grundvallar, eru ekki .fengnar að láni“ ann ars staðai frá. ógerningur væri þó að semja slíkt kerfi án þess að notf 'ra sér eldri hugmynd- ir að eint-verju leyti. — Aðal- viðfang’.etni kerfisins er tákn- málið, en úrvinnslan er lögð í hendur spilaranna sjálfra . ..“ Síða: segir m.a.: „Ver laskipting er milli hand- anna. Sr.t nbyrjandi gerir grein fyrir Ibaskiptingu handarinnar og hásp .ustyrk, en svarhöndin ræður feiðinni og oftast loka- sögninni. Verðlagning háspilanna er með noKkuð öðrum hætti en al mennt riðkast. Talning punkta er mjög eir.döld og þægileg en gegnir þó veigamiklu hlutverki. Skipth/gum 39 er skipað í þrjá flokka nv-ð ti’liti til fjölda sagn færra íta 4-litur er alltaf tal- inn sagifær. Sagn.irtðir svara til skipting anna, rhikvæm svörun. Þegar sagt er á sagnræð, „litagreinist“ HÆTTA Á NÆSTA LEITI eftir John Saunders og Alden McWilliams Guðmundui Hansen. höndin. Þannig getur sagnbyrj- andi ski.að vitneskju um fjölda spila á ,’verjum Iit, oftast með þremur cða fjórum sögnum. Sagnir á tvíspil, einspil og eyður 'TU nokkuð notaðar, en vitneskjan um ósagnfæru litina hefur gilii fyrir könnun á sam- hengi ounktanna. Stöðvur.arsagnir, biðsagnir og spurnarri-gnir eru einkennandi fyrir sv ./ höndina auk lokasagn anna. E cki er gert ráð fyrir, að notaðar : cu venjulegar spurnar- sagnir urn ása og kónga. í stað þeirra > oma fyrirstöðuspurn- ingar“ að r.okkru leyti. Veik O; nun, sem er fyrirfram gerð unuirtekt, er til þess höfð að komr í veg fyrír að passað verði h únginn í ... sagnumferð." Yður gengur mjög vel, herra Troy. Látið . . . látið ekki útlitið blekkja yð- ur góða mín . . . ég er dauð . . . dauð- hræddur. (2. mynd). Þú hefur lika full- komna ás.æðu til þess, Troy. Vatnið er hætt að streyma inn, við erum í gildru hér miðja vegu upp. (3. mynd). Vélar- rúm, svarið mér . . . hvað gengur eigin- lega á þarna. Opnaðu hurðina. VERZLUIRSTJÓRI utan af land óskar eftir sölu- mannsstarfi eða verzlunarstjóra- stöðu strax. Góð meðmæli. — Tilboð merkt: „Duglegur 2663" sendist blaðinu fyrir 15. þ. m.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.