Morgunblaðið - 10.04.1969, Qupperneq 32
Frá tízkusýningu á kaupstefnunni.
Fatnaður á kaupstefnu
í Laugardalshöll
Á SUNNUDAG kl. 14.00 verður
opnuð fatnaðarkaupstefna í
Laugardalshöllinni. Sýna þar
17 fatnaðarframleiðendur fram-
leiðsluvörur sinar. Hefur kaup-
mönnuim og kaupfélagsstjórum
verið boðið til kaupstefnunnar
ásamt innkaupastjórum sínum.
Félag íslenzkra iðnrekenda
gengst fyrir þessari kaupstefnu
og hefur verið ákveðið, að slík-
ar kaupstefnur verði haldnar
tvisvar á ári framvegis.
Hér er um nýjung að ræða,
að kaupstefnur séu haldnar á
fyrirfram ákveðnum tímum hér-
lendis. Tíðkast þetta mjög er-
lendis og er þess að vœnta að
það muni einnig verða til þæg-
inda og hagræðis bæði fyrir
verzlunarfyrirtæki og framleið-
endiur hér.
Eins og áður var getið eru all-
Ekkerf verk-
foll í Eyjum
rrVEGGJA daga verkfallið kem-
ur ekki til framkvæmda í Vest-
mannaeyjum, þar eð ekki hafði
iverið til þess boðað með lögleg-
um fyrirvara.
ir innkaupastjórar og eigenduT
varzlunarfyrirtækja velkommir á
kaupstefnuna, sem verður opin
kl. 14.00 til 18.00 13. apríl og
kl. 9.00 til 18.00 dagana 14. til 16.
apríl. Sérstakar tízkusýningar
verða haldnar fyrir gesti kaup-
stefnunnar dagana 14. til 16.
apríl kl. 15.00 og er það sýning-
arfólk úr Módelsamtökiunum,
sem annast þær.
Verkfall á
miðnætti
Fundir stóðu yfir
MIÐSTJÓRN Alþýðusambands
íslands og 16 manna viðræðu-
nefnd ASÍ komu saman til fund-
ar kl. 17 gærdag. Var þeim
fundi fram haldið kl. 20.30 í
gærkvöldi og stóð hann enn yfir
er blaðið fór í prentun.
Þá hófst sáttafundur með full-
trúum ASÍ og Vinnuveitenda-
sambandsins kl. 20.30 í gær-
kvöldi og stóð sá fundur einnig
enn yfir, er blaðið fór í prentun.
Boðað verkfall kom því til
framkvæmda á miðnætti í nótt.
Ötflutningsverðmæti loön-
unnar 345 milljónir króna
— Loðnan hálfdrœttingur á við síld að verðmœti
LOÐNUVERTÍÐ er að ljúka.
Um mánaðamót var loðnuafl-
inn 169 þúsund tonn og hef-
ur aldrei veiðzt svo mikið af
loðnu hér. Mesti loðnuafli áð-
ur var árið 1966 125 þúsund
tonn. • Mun útflutningsverð-
mæti loðnuaflans í ár vera
lauslega áætlað 345 milljónir
íslenzkra króna, eftir því sem
Mbl. kemst næst.
Ýmsir þættir 'koma þarna
inn í: verð hefur aðeins
hækkað á lýsi og mjöli síðan
verðáætlun var gerð í upp-
hafi loðnuvertíðar, en aftur á
móti hefur miklu magni ver-
ið ekið á tún og í hauga og
nýting orðið lélegri.
í ár hefur ekki verið nein
Suðunlandssíld og bátarnir
því sótt af meira kappi í loðn
una. En loðnan er mun verð-
minni en 'síldin. Gróft reikn-
að mun loðnan ekki að verð-
mæti nema hálfdrættingur á
við síldina í vinnslu. Nýting
á loðnu mun ekki vera meiri
en 19,5% í bæði lýsi og mjöl,
en af sumarsíld er reiknað
með 20% nýtingu í mjöl og
17—19% nýtingu í lýsi. Svo
að loðnan mun í vinnslu að-
eins hálfdrættingur á við
bræðslusíld að verðmæti.
Nú var loðnuaflinn miðað
við sl. mánaðamót 169 þús-
und tonn eða um 90 þúsund
tonnum meiri en í fyrra. Það
jafngildir þá 45 þúsund tonn-
um af bræðslusíld, sem engin
hefur orðið nú. Til að átta sig
betur á þessu má geta þess,
að ííldveiðin öll var í fyrra
um 135—M0 þúsund tonn, en
árið 1967 471 þúsund tonn, en
loðnuveiðin 97 þúsund tonn
1967 og 78 árið 1963. Sést því
að þrátt fyrir þennan mikla
loðnuafla, er það ekfki nema
hluti af heildarútflutnings-
verðmætinu, þó það bæti úr,
úr þvi ekki Veiðist síld.
Furðufugl í Mýrdal
Litla-Hvammi 9. apríl
í GÆR fann Vigfús Guðmunds-
son, bóndi á Stóru-Heiði í Mýr-
dal sérkennilegan fugfl. Líktist
hainn helzt stórum fálka. Hann
er alveg brúnn að lit, en aðeins
ljós utan á fjöðrum, á baki og
bringu, og myndar eins og boga
dregna tígla. Hefur fuglinn orð-
ið fyrir einhverju hnjaski, þar
sem flugfjaðrir og stél er mjög
ódólegt og var hann allur blaut-
ur, er Vigfús náði honum á tún
inu hjá sér. Gait hann ekki nema
aðeins flögrað.
Ekki er falið útilokað að um
fálka geti verið að ræða, þar sem
tvisvar hefur náðst í fálka hér
á landi, brúna að lit. Um svip-
að leyti og fuglinn fannst sást
örn skammt frá bænum og er
trúlegt að hann hafi verið að elta
|SVO sean fram hefur komdð í
■fréttum stöðvaðist allt flug Flug
'félags íslands um páskana vegna
lyfirvinnubanns flugvirkja. —
(Þriðjudaginn 8. apríl hófst flug
‘hinsvegar snemima til Akureyr-
þennan fugl. Var þar um fullorð
inn örn að ræða og líkur á að
hann sé sá sami og var hér um
Slóðir í fyrravetur og hélt sig
mest með sjó. — Sigþór.
KVEÐINN var upp dómur fyrir
Bæjarþingi Reykjavíkur í gaer í
máli Riohards Company Inc.
gegn manni hér í bæ, er keypt
hafði alfræðirit af félaginu —
The Book of Art og The Basic
■ar og fyrirhugað var að hefja
flug til ísafjarðar í birtingu.
'Vegna veðurskilyrða varð hins-
'vegar að fresta ísafjarðarflugi
•fram yfir hádegi, en síðan voru
farnar þangað fjórar ferðir.
Veðrið var þó svo rysjótt að ein
Verzlonir opnor
í Hnfnnrfirði
VELFLESTAR verzlanir í Hafn-
arfirði, nema brauð- og mjólk-
urbúðir, eru opnar í dag, því að
Verzlunarmannafélag Hafnar-
fjarðar tekur ekki þátt í tveggja
daga verkfallinu.
Home Library — íhvorttveggja í
10 bindum. Máj þetta var höfð-
að til greiðslu á eftirstöðvum
samkvæmt samningi að upphæð
180 Bandaríkjadollarar ásamt
vöxtum og kostnaði. Var hér
um nokkuns konar prófmál að
ræða, en hátt á annað hundrað
mál biðu úrslita þessa máls ©g
skiptir samanlögð upphæð mál-
anna hundruðum þúsunda.
Niðurstaða dómsins, sem kveð
inn var upp af Birni Þ. Guð-
mundssyni, var sú, að stefndi
var dæmdur til greiðslu 180
dollara á því gengi íslenzkrar
krónu, sem á henni var þegar
samningÚT um kaupin var gerð-
ur í júlí 1967. Þá var söluge.ngi
dollara 43,06 krónur. Síðan hafa
orðið tvær gengisfellingar, en
þann gengismun fær stefnandi
ekki samkvæmt dómnum. Kaup-
andi var því dæmdur til greiðslu
á 7.750,80 krónum, en ef reikn-
að hefði verið eftir núverandi
Framhald á bls. 31.
Innanlandsflug fellur
niður í dag og á morgun
— Annir hjá F.í. eftir páska
Handbækurnar greið-
ist á gamla genginu
Sjónvarp til allra landshluta í ár
Fjármagns aflað svo unnt verði að
fylgja upphaflegri áœtlun
Gert er ráð fyrir að fram-
kvæmdir við útbreiðslu sjón-
varpsins standist þá áætlun er
gerð var á árinu 1967. Samkvæmt
henni verða á þessu ári, 1969,
lokið við að reisa aðalstöðvar-
nar á Vaðiaheiði og Gagnheiði,
auk ýmissa smærri stöðva. Mun
því sjónvarpið ná til allra lands
hluta á þessu árL
Gengisbreytingar þær sem gerð
ar voru 1967 og 1968 röskuðu í
verulega f járhagsgrundvelli fram
kvæmdanna og mun um 40 millj.
kr. vanta á að tekjur ríkisút-
varpsins af innfluttum sjónvarps
tækjum geti staðið undir kostn-
aði framkvæmdanna. H-efur rík-
isstjómin nú tryggt fé til þess-
ara framkvæmda, svo unnt mun
verða að fylgja upphaflegri áætl
un.
Upplýsingar þessar komu fram
svari er Gylfi Þ. Gíslason
menntamálaráðherra gaf við fyr
irspurn á Alþingi í gær. Fyrir-
spyrjandi var Jónas Jónsson og
var fyrirspum hans svohljóð-
andi: Hvenær er áætlað að
sjónvarpssendingar nái til Norð
urlands austan Vaðlaheiðar og
hvenær til allra landsmanna.
1 svari sínu sagði menntamála-
ráðherra:
Mér er ánægja að því að svara
þessari fyrirspurn og gera hinu
háa Alþingi og þá um leið þjóð-
inini allri gréin fyrir þeim áætl-
unum, sem gerðar voru á sínum
Framhald á bls. 19
iflugvélin á leið til Jfsafjarðar
ivarð að snúa við til Reykjavík-
lur og á Akureyri lokaðist flug-
ivéi inni um stundarsakir vegna
isnjókomu. Alls voru flognar átta
rferðir milli Akutreyrar og
(Reykjavíkur. Til Vestmanna-
ieyja voru flognar fjórar ferðir
iá vegum Flugfélagsins, eftir að
irok sem tafði flug þangað um
morguninn, lægði.
Alls fluttu flugvélar Flugfé-
lagsins 1301 fanþega innanlands
í gær.
Vegna boðaðra verkfalla á
morgun og föstudag fellur allt
innanlandsflug félagsins n.iður
þessa daga. Hinsvegar hefir
ifengizt undanþága til þess að
millilandatflug geti gengið ótrufl-
að um Keflavíkurflugvöll.
Heildverzlnnir |
verðn opnnr
HEILDVERZLANIR verða
opnar í dag og á morgun þrátt
fyrir tveggja daga verkfallið,
em nú stendur yfir. Að því
er Hafsteinn Sigurðsson, fram
kvæmdastjóri Félags ísl. stór-
kaupmanna, skýrði Mbl. frá
í gær munu heildverzlanjj*
hafa opið, þessa tvo daga og
eigendur þeirra annast öll
nauðsynleg störf.