Morgunblaðið - 17.06.1969, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 17.06.1969, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 19©9 Gísli Sveinsson, forseti sameinaðs Albingis, setur þingfundinn að Lögbergi 17. júni 1944. Fyrir framan hann sitja ráðherrarnir fjórir: Björn Þórðarson, Vilhjálmur Þór, Einar Arnórsson og Björn Ólafsson. 1 skrifarastóli t.v. er Bernharð Síefánsson. Undir regnhlíf lengst til hægri er Sveinn Björnsson. skránni, að þjóðin taki fagnandi á móti henni og telji hana sem sina eign.‘ Ennfremur segir: „Milliþinganefndin hefir laigt tii, að Sameinað Alþingi kjósi forseta og hefir i því efni fylgt uppkasti fræðimannanna frá 1940. Nefndin var þó ekki sammála um þetta. Minnihlutinn vill, að forset- inn verði þjóðkjörinn. Er og meiri hluti stjórnarskrárnefndar einnig inni á þess ari hugsun, en telur eðlilegra, verði sú skipan gerð, þá verði hún tekin upp síðar, þegar stjórnarskráin í heild verð- ur endurskoðuð , en sú endurskoðun stendur fyrir dyrum. Það er vitanlega ^mjög veigamikið atriði, hvernig kjöri forsetans verður háttað og má færa báðum leiðum, (þjóðkjöri og Alþingis- kjöri) ýmislegt til gildis. Er. þar sem vemulieguir ágreiniinigur er riisiinn um þetta, má ekiki flaustra neiiniu af, held/ur fara þá leiðina, sem ætla má, að þjóðin sætti sig betur við og er traustari stoð fyrir lýðveldið. Vonandi tekst Alþingi að leysa þetta ágreiningsatriði, þann- ig að allir geti vel við unað.‘‘ Hitt ágreiningsatriðið um valdsvið forseta, náði einkum til 26. greinar frum varpsins, þar sem kveðið er á um synj- unarvald forsetans. Þar sagði, að for- seti gæti synjað lögum staðfestingar, en gerði hann það, öðluðust lögin engu að síður gildi, en leggja bæri þau undir þjóðaratkvæði svo skjótt sem auðið væri. Um þetta atriði segir í Mbl.: „Sú hugsun er án efa rjett, að forseti hafi ekki algert synjunarvald. Ef svo væri um búið, að forseti gæti synjað stað festingu laga, sem Alþingi hefði samþykkt án málsskots til þióðarinnr, væri valdssvið Alþingis þar með orðið svo takmarkað, að óviðunandi væri í lýðfrjálsu landi.“ Lýðveldisfrumvarpið lagt fyrir Alþingi. — Skilnaðarmálið. Hinn 9. janúair ber ríikissitjóirnin fram á Alþingi lýðveldisfrumvarp milliþinga- nefndarinnar og frétt um það er fimm dálkur á forsíðu Mbl. Þar er og sam- tal við Gísla Sveinsson, alþingismann, formann lýðveldisnefndar, sem skipuð var 11 mönnum úr öllum stjórnmála- flokkum. Skilnaðarmálið — þingsályktunartil- lagan um niðurfelling dansk-íslenzka sambandslagasamningsims og um rétt danskra ríkisborgara, heimxlisfastra á íslandi kom til umræðu 1 sameinuðu Alþingi föstudaginn 14. janúar Tvær umræður voru ákveðnar um tillöguna, og að fjölmenn þingnefnd fjnllaði um hana milli umiræðnanna. Fyrirsögnin á fyrstu frásögn Mbl. af umiæðum um þetta mál á Alþingi er: ,Hvað breytti afstöðu Alþýðuflokksins?" Þar segir: „Stefán Jóhann Stefánsson, formaður Alþýðuflokksins tók fyrstur til máls. Hann hafði skrifaða ræðu og tók það fullan klukkutíma að flytja hana. Svo sieim kumn/ugt er, hafði .AHþýðu- flokkurinn jafnan fylgt hinum flokkun um í sjálfstæðismálinu, allt frnm til síð- astliðins árs. Meira að segja sat for- maður Alþýðuflokksins (Stefán Jóhann Stefánsson) í milliþinganefnd stjórnar- skrármálsins og var í öllu sammála öðr- um nefndarmönnum þar. En það var þessi nefnd, sem samdi lýðveldisstjóm- arskrárfrumvarpið, sem þingið hefur nú til meðferðar. Og hún samdi þmgsálykt- unartillöguna, sem rædd er nú í Sþ. Þrátt fyrir þetta eyddi fjimaður Al- þýðuflokksins öllum ræðutíma sínum til þess að reyna að sanna þingheimi, að Alþingi væri hér á rangri traut. Þing ið væri með þessu að rjúfa samninga, fremja drengskaparbrot of.l. af svip- uðu tagi, sem Alþíðublaðið hefur ver- ið að staiglasit á að umdamförmiu. í lok ræðu sinnar kvaðst Stefán Jó- hann Stefánsson til samkomulags vilja ganga inn á, að sambandslngasamning- urinn yrði felldur úr gildi 19. eða 20. maí n.k., en lýðveldið þó ekki stofnað, fyrr em konungi væri gefinn kostur á að atfeiailia sér konunigdómi á íslainidi" Hvað breytti afstöðu Alþýðuf lokksins ? Ólafur Thors svaraði Stefáni Jóhanni m.a. og lýsti hann einhuga fy’ei Sjálf- stæðisflokksins við stofnun lýðveldis 17. júmií. Um afstöðu Stefáns segir í firá- sögm af ræðu Óliafs: „Svo spurði ólafur: Hvað hefur kom- ið fyrir, sem breytt hefur afstóðu for- manns Alþýðuflokkisns til þessa máls? Sjálfur hefur hann ekki sagt um þetta, en eitthvað hlýtur það að vera. Jeg tel, sagði ólafur ennfremur, að með málflutningi þeim, er Stefán Jó- hanm Stefánssiom hafði hjeir niú, sje gengið langt úr hófi frara gegn ís- lenzka málstaðnum, þar sem hanm bein- línis boðaði refsiaðgerðir frá okkur vin veittum þjóðum, ef það spor yrði stigið, sem nú verður gert. Slík máltærsla er ósæmileg og algerlega tilefnislaus. Er það virkilega svo, spurði ólafur, að Alþýðuflokkurinn hafi alltaf verið fylgjandi stofnun lýðveldis — þar til ákvpðið er, að skrefið skiul'i stiigið.“ Hinn 20. janúar gerir Haraldur Guð- mundsson grein fyrir skoðun sinni á sam- bandsslitunum. Fimmdálka fyi irsögn í Mbl. hljóðar svo: „Haraldur Guðmunds son fylgir ekki flokksforystu Alþýðu- flokksins í lýðveldismálinu. — Vill stofna lýðveldið 17. júmí nik. í ræ'ðu sinni sagði Haraldur m.a., samkvæmt frásögn Mbl.: Sveinn Björnsson forseti undirritar eið- stafinn á Lögbergi við Öxará 17. júní 1944. Að baki honum stendur Björn Ólafsson, fjármálaráðherra. ,,Að við séum að framkvænia einhvern „hraðisikilmiað“, fæ ég- ekiki sikilið. Eg fæ ekki séð annað en tillögurnar nú, um sambandsslit og lýðveldisstofnun eigi síðar en 17. júní næsttcomandi, sé beint og rökrétt áframhald af aðgerð- um Alþingis fram til þessa og sé enga ástæðu til að kvika frá þvi. Það er ein hætta í þessu miáli: Su ndr- ung landsmanna í tvær fylkingar. Það er ljóst, hversu stórum -veikari aðstað- an út á við verður. Ef aðrir t.d. ein- hverjir Danir, vildu véfengja rétt okk- ar, hversu veikari værum við ekki fyr- ir, ef svo og svo mikill hluti þjóðar- innar hefir greitt atkvæði ruóti sam- bandsslitunum, með þeim rökum, að þau séu ólög af okkar hálfu? Andstaðan er til — við vitum það, — verðum að játia það, — því miðuir." Flokkarnir þrír kvika hvergi frá fyrri stefnu. Lýðveldisnefndin birtir 30. janúar 1944 álitsgerð sína, og þeiira þriggja flokka sem að nefndinni standa. Segir þar, að nefndin og flokkavnir muni hvergi kvika frá þeirri stefnu, sem mörkuð hafi verið. í niðurlagi álits nefndarinnar segir svo: „Af því sem nú hefir \-erið tekið fram, er ljóst, að ekki er fært, að Al- þingi víki nú af þeim grumivelli, sem menn fyrir löngu hafa lagt um af- greiðslu þessara mála og núverandi rík- isstjórn er samþykk, og fari inn á nýja leið, sem hafa mundi í för með sér ó- fyrirsjáanlega töf og truflun í meðferð skilnaðarmálsins og lýðvetdisstofnunar á Ísl'anidi.“ Samkvæmt frásögn Mbl., virðist eitt- hvað hafa verið að gerast á fcak við tjöldin, er varðar ágreiningsatriðin í skilnaðarmálinu, því að 13 febrúar hefur blaðið einhvern pata af því, að siaimikoimiuiliag allria flokkia sé á nœsita leiiti. Hinn 16. sama mánaðar kemur svo staðfesting, sem getið er fimmdálka á forsíðu. Þar er viðtal við Gísla Sveins- son, formann skilnaðarnefndar Þar seg- ir hann ma.., að allir floklcar hefðu orðið samimála um málið. Gíslli ræðiir niokkuð saimkiamulag flokkanna og í niðurlagsotðum segir hann: „En hvað seim þesisiu oig öðiru þvíliku llíður, er að sjálfsögðu gert íáð fyrir þvi, að uimirætt saimikomiuilaig hailidist. Mun og almenningur virða bað bezt, að svo verðL“ Sameiginlegt nefndarálit í lýðveldis- og skilnaðarmálinu. Sameiginlegt nefndarálit í lýðveldis- og skilnaðarmálinu var lagt fyrir Al- þingi 24. febrúar. Álit þetta tryggir ein róma afgreiðslu málsins á Alþingi. Helztu breytingar á stjórnarskrárlög- unum eru þær, að forsetinn verði þjóð- kjörinn og beri titilinn: forseti fslands. Gildistökudagurinn er hvergi nefndur, en gildistakan miðuð við það „að Al- þkigi geri uim það álytotuin..11 Að efnd til var hér ekki um neina breytmgu að ræða, þar sem þrír flokkat af fjórum voru bundnir samtökum um að láta lög- in öðlast gildi 17. júní. Hinn 25. febrúar var síðan lögð fyrir Alþingi þingsályktunartillaga um nið- urfelling dansk-íslenzka sarnbandslaga- samningsins og vairð algjör samstaða um afgreiðslu hennar. Þingsályktunar- tillagan er svohljóðandi: „Alþingi ályktar, að lýsa yfir því, að niður sé fallinn dansk ísienzki sam- bandslagasamningurinn frá 1918. Ályktun þessa skal leggja undir at- kvæði allra alþingiskjósenda til tom- Kristján konungur tíundi. þykktar eða synjunar, og skal atkvæða greiðslan vera leynileg. — Nái álykt- unin samþykki, tekur hún gildi, er Al- þingi hefir samþykkt hana að nýju að aflokinni þessari þjóðaratkvæða- gneiðsiliu." Ályktunin var saaniþykkt með 51 samhljóða atkvæði. Sama dag var út- býtt frumvarpi til laga um tlhögun þjóðaratkvæðis um þingsólyktunar- tillöguna og stjómarskrána. Kosningarn ar skyldu fara fram 20. til 23 maí. Island vill norræna samvinnu. Skilnaðarnefndin flutti svo nckkrum dögum síðar þingsályktunart Jlögu um þátttöku íslands í norrænni samvinnu. „Um leið og Alþingi gerir ráðstafan- ir til þess, að aldagömul frelsishugsjón þjóðarinnar um stofnun íslenzks lýð- veldis rætist, ályktar þingið: að senda hinum Norðurlandaþjóðuin- um bróðurkveðjur og óska þeim frels- is og farsældar, og að lýsa yfir því, að það telur sjálfsagt, að íslenzka þjóðin kappkosti að halda hinum fornu frænd- semis- og menningarbönduni, er tengt hafa saman þjóðir Norðurlarda, enda er það vilji fslendinga að eiga þátt í niorirænini samviininiu að óifriðd k>kinium.“ Stjórnarskráin samþykkt einróma. í meðferð þingsins hafði stjómar- skrárfrumvarpið fyrst verið lagt fyrir Neðri deild Alþingis. Þaðan var það sent með breytingum til Efri deildar, sem gerði enn breytingar á því þann- ig, að það þurfti að fara aftur fyrir Neðri deild, sem afgreiddi það endan- lega. Hinn 9. marz 1944 var aðalfyrir- sögn forsíðu Mbl.: „Lýðveldisstjórnar- skráin samþykkt einróma á Alþingi. Hinn 11. marz var Alþingi frestað til 10. júní. Merkur þáttur var uð hefjast í sögu íslenzku þjóðarinnar sem að- eins átti eftir að segja álit sitt sjálf — frelsið beið á næsta leiti. Bjarni Benediktsson ritar í Mbl. grein hinn 19. apríl, um sjálfstarðismál- ið og synjunarvald forseta. Svo virðist sem einlhvers andvaraleysis hafi gætt meðal fólks, því að Bjarni segir ma..: „Þess hefir þó orðið vart, að verið væri að læða því út að sjálfstæðismál- iniu væri enginin ólieikur ger, ef memin styddu það með því að samþj'kkja nið- urfelling sambandslaganna en greiddu atkvæði á móti lýðveldisstjórnarskránni til að sýna óánægju með einstök atriði henmar. Með þessu væri lýðveldinu bani bú- inn. Lýðveldi verður ekki stofnað á landi hér með því einu að fella sam- bandslögin úr gildi. Komumigsdæmið helzt eftir sem áður og þar með aðal- þáttur hins óheillavæmílega sambands. Stjórnskipulegt sjálfstæði og stofn- un lýðveldis er algjörlega háð sam- þykkt lýðveldisstjórnarskrárir.nar. Þess vegna mega raenn ekki láta nein auka- atriði verða til þess, að þeir verði lin- ari í sókninni fyrir því, sem er þeirra æðsta áhugamál, þ.e. algert sjálfstæði Hver sá, sem fram að þjóðaratkvæðai greiðslunni elur á óánægju með ein- stök atriði stjórnarskrárinnar. er því genginn í lið með fornaldarleifunum, sem urðu úti í kulda almenningsálits- ins, er þær hófu undanlhald frá frels- iskröfum þjóðarinnar. Menn hafa séð, hver örlög biðu þeirra og ættu að láta sér vítin að vainniaði veiitöia." Konungur neitar að viðurkenna lýðveldisstofnunina. Laugardaginn 6. maí er fimmdálkur á forsíðu Mbl.: „Skeyti frá KrimjAni kon- urugi X — Neitar að vilðiuirlkeinna lýð- veldisstofnun meðan núverandi ástand er“. Þar fyriir neðan stemdiuir og stór- um stöfum: „Orðsending konungs breyt ir engu — Sameiginleg yfirlýsing stjórnmálaflokikanma og rilkisisitjó'rnair." Fréttin hljóðar svo: „Síðastliðinn fimmtudag barst forsæt- isráðherra landsins skeyti frá sendiráði íslands í Kaupmannahöfn, sem hafði að flytja orðsendingu frá Kristjáni kon- ungi tíunda. f orðsendingunni segist kjnungur ala þá von, að ákvarðanirnar um stofmun lýðveldis á íslandi, „verði ekki látnar koimiast í framkivæmd á meðan bæðd fsland og Danmörk eru hernumin af út- len/dum veldiu/m.“ Ennfremuir segir í orðsendingunni, að konungur geti „ekki á meðan núverandi ástand varir viðurkennt þá breytingu á stjóir'nairifonmiiniu", sem Allþinigi og ríkis- stjórn hafa ákveðið. Ríkisstjóroin tilkymnti strax formönn- um flokkanna þennan boðskap konungs. — Þeir ræddu svo málin í gær við þá

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.