Morgunblaðið - 26.07.1969, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.07.1969, Blaðsíða 4
MOaGUNÖLAÖIB, LAUGARDAGUR 26. JÚLf 1)966 > MAGNUSAR «toH 3m21>MAs2U90 r„ tffilr lokup sim> 40381 car rental service 22-0-22- rauðarArstíg 31 1-44-44 Hvf rfistiitu 102. Simi eftir lokun 311«. LITLA BÍLALEIGAN Bergstaðastræti 13. Sím/14970 Eftir lokun 81748 eða 14970. hilaleigan AKBRA UT car rental scrtice r' 8-23-4 7 sendum SAMKOMUR K.F.U.M. Vegne viðgerðar á samkomu- saknum, verOur samkoman arvn- að kvðld k'l. 8.30 1 búsi félagsins við Laogagerði 1 (á horná Rétt- awihohsvegar). 8jam« Eyjólfsson talaw. AWr veHcomí»r. Bænastaðurínn Fálkagötu 10 Kristjleg samkoma sunnudag- inn 27. þ. m. kl. 4. Bænastund alte v«ka daga kf. 7 e. h. Alfcr veUcomrm-. Tveir í sveit öska eftir eirvum til tveimur ungl'ingspiltum 14—16 ára t«1 svertastarfa ágústmánuð, jafn- vel fram yfir réttir. Þurfa heizt hafa venð áður í svsit. Gott of gætu gripið í vétevinnu í tún- um Kaupþóknun eftir samkomu- tegi og hæfni með h Irð^jón 1S4 venju þar um hér í svertum. Titboð sendist sem fyrst. Bjami Frímannsson, símstöð Efri-Mýrar Húnavatnssýs+u. 0 Fall á landsprófi „Kæri Velvakandi! í blaðinu þ. 18.7 skrifar „Móð- ir“ og segir sögu af 15 ára göml- um syni sinum, sem féll á lands- prófi í vor. Við getum ekki orða bundizt vegna mikillar hneyksl- unar. Þessi drengur hefur aug- sýnilega verið borinn á gullstóli alla sína tíð, verið hrósað við hvert smávik, sem hann hefur gert. Móðirin hefur verið yfir sig hrifin vegna dugnaðar hans í skóla og hvað hann hefur „gert allt vel hvað sem hann tók sér fyrir hendur“. En nú skeði það undur að hann féll á iandsprófi, en féll samt ekki: hann getur tekið það upp í haust, sem hver unglingur gerir í þessari aðstöðu ef hann hefur áhuga á að ná prófi En það lítur út fyrir að þetta sé fyrsta þraut þessa drengs, en hann kolféll á henni. Það þýðir ekkert fyrir hann að laumast út í hom og fela sig fyrir umheimi og kunningjum, skammast sín vegna þessa ósigurs. Hann verð- ur að berjast á móti þessu sjálf- ur. Ef hann er látinn vera emn, mikiar hann þetta fall svo fyrir sér, að hann verður algjör aum- ingi. Svo spyr þessi blessaða móð ir: Hver ber ábyrgðina? Ekki nokkur maður, nema þá kannski hún sjálf, vegna rangrar með- höndlunar. Hann sjálfur, vegna hrottalegrar einkunnarsýki og metnaðar. Það ber enginn kenn- ari, skóli eða ríkisstjórn ábyrgð- ina, heldur er þetta undir hverj- um og einum komið. Við höfum sjálfar reynslu af landsprófi. önnur er í nákvæm- lega sömu aðstöðu og þessidreng ur, en hún ætlar aftur í lands- próf og ganga í gegnum það enn á ný. Það þýðir ekkert annað. Þessi drengur er að okkar áliti mikil kveif og allir þeir sem taka falli á þennan hátt. Hann hefur hugsunarhátt á við litla, móðursjúka stúlku og ætti í raun að skammast sín. Hvað munar hann um eitt ár í viðbót? Gerir hann sér ekki grein fyrir að tug- ir annarra féllu? Svo ætti móðir- in að tala við hann sem fullorð- inn mann, en ekki sem „litla strákinn sinn“ og telja honum í trú um að hann geti allt, því það er alrangt og gerir ósigur enn þungbærari. Með virðingu og þökk fyrir birtinguna, Tvær með eigin reynslu" Velvakandi þakkar bréf stúlkn anna, en heldur finnst honum það harkalega orðað á köflum. En kannski hefur það verið ætlunin: að stappa stálinu I drenginn, svo að hann herði upp hugann. Þá væri vel. £ „Opið bréf til borgaryfirvalda“ Guðmundur Þorsteinsson skrif ar (undir ofangreindri fyrirsögn): „Þau orð Friðriks mikla Prússa konungs eru öllum kunn, er hann mælti eitt sinn við ráðgjafa sinn, Savoja: „Því meir, sem ég kynn ist mannfólkinu, því vænna þykir mér um hundinn minn.“ Þessi um mæli koma mér nú i hug, þegar hundahald veldur deilum enn einu sinni. Og það mætti líka bæta því við, að viðhorf hundsins til mannskepnunnar, hvort sem það er gott eða illt, stafar eir.mitt af framkomu mannsíns við hund- inn. Vondur hundur hefur kom- izt í kynni vð vont fólk, og það þarf vart að fjölyrða um hvom aðilann beri að sækja til saka. Já, hundurinn hefur alltaf gert okkur íslendingum skömm til. Tryggðin er innsta eðli hans, en við höfum hent honum frá okkur um leið og fyrirhöfnin aí honum verður of mikil, að okkur finnst. Þó hafa sumar fjölskyldur verið gleðilegar undantekníngar. En hvernig vill þá fara? Ég þekki eina þessara undantekninga tals- vert náið og vil hér segja frá reynslu minni. Fjölskylda, sem GLER Tvöfalt „SECURE" einangrunargler A-gœðaflokkur Samverk h.f., glerverksmiðja Hellu, sími 99-5888. Jarpur hestur með stjömu á enni og hvítur á nös, með mark, blaðstýft framan vinstra, klippt í lend F 27, tapaðist úr Geldinga- nesi fyrir 1| mánuði. Þeir sem upplýsingar gætu gefið um hestinn eru vinsam- legast beðnir að hringja í síma 34905. bjó við sömu götu og ég, sýndi þessum forna vini mannanna mannsæmandi tryggð og hélt einn hund á heimili sínu. Böm- in voru fjögur, indæl og vel upp- alin og léku sér við litla fjör- mikla hundinn sinn. Það var un- un að horfa á gagnkvæma vin- áttuna. En skyndilega var gleð- in úti. Geðill kona í næsta húsi (eflaust með öfund í brjósti) tók skyndilega að gjamma grimmdarlega að hundinum litla £ hvert sinn, er hún sá hann. í fyrstu lét hvutti eins og hann sæi ekki geltandi konuna, en erþessu hafði haldið linnulaust áfram um hríð tók honum að leiðast þófið og gelti á móti 1 sömu tónteg- und. Daginn eftir komu lögreglu menn í bíl og tóku — nei ekki kerlinguna, eins og maður hefði haldið — heldur htmdinn. Ég hef aldrei séð eins mikla breytingu verða á litlum saklausum böm- um. Veröldin hafði ekki aðeins svikið litla saklausa hundinn þeirra, hún hafði einnig sýnt böm unum allsnakið mannleysið í gervi stórra lögregluþjóna, sem kvökuðu um það, að þeir væru aðeins að gegna skyldu sinni. Skyldu sinni við hvað, —hverja? Ég vil spyrja borgarstjóra og borgarráð: „Er þetta hið eina, sem borgaryfirvöld hafa fram að færa við uppeldi þeirra barns- sálna, sem vitja munu arfleifðar sinnar sem fulltíða fólk — sem fulltíða borgarar?“ Með virðingu. Guðmundur Þorsteinsson“. — Velvakandi þakkar bréfið, — en það er naumast að það ætlar að verða æsingur í fólki út af þessu hundahaldsmáli. Hvert bréfið öðru stórorðara kemur til Velvakanda um þessar mundir, og má vart á milli sjá, hvor stríðsaðilinn er æstari. (Lögreglu- þjónar „kvaka" og sýna börnum „allsnakið mannleysið" o.s.frv.). Fyrri spumingu bréfritara er auðvelt að svara: lögregluþjón- arnir voru að gegna starfsskyldu sinni, en þeir eiga vitanlega að fara eftir lögreglusamþykktinni sem bannar hundahald. Síðari spumingunni er að vísu beint til annarra aðila en Velvakanda, en hann heldur þó, að fljótgert sé að svara henni neitandi, því að þetta ákvæði lögreglusam- þykktarinnar er tæplega „hið eina“. . . o.s.frv. (Og hverju var það að kenna, að konunni rann í skap?) 0 Björgum hundunum — og okkur „Kona i Reykjavik" skrifar: „Kæri Velvakandi! Mig langar til að hripa þér ör- fáar línur vegna skriía um hunda hald að undanförau. Ég vil í upphafi taka undir orð „Konu í Kópavogi", sem birtist í dálkum þínum 18. júlí. Ég er alveg á sama máli og hún um, að það sé dálítið undarleg „hunda vinátta" aS tjóðra hunda oghalda þeim föngnum i húsum. Hundar eru elskuleg dýr og í þeirra rétta umhverfi eiga þeir fáa jafn ingja. Ég hefi komið í þó nokkrar stórborgir erlendis, sem hafa dýra garða — og ekkert hef ég séð ömurlegra en dýrin lokuð inni í búrum — ennfremur hefi ég geng ið um stræti þessara sömu og annarra borga og vaðið í hunda skít — hvað mér þykir lítið eftir sóknarvert — og hef þá einmitt þakkað fyrir að það komi ekki fyrir hér heima. Þess vegna segi ég að lokum. (Tökum höndum saman og forð- um blessuðum hundunum frá al- gerðri innilokun og einangrun — og okkur sjálfum frá því að þurfa að stikla milli skítahrúganna.. Með þökk fyrir birtinguna, Kona i Reykjavík“. • „RI G NIN G“ — allt kvæðið lesið Jökull Jakobsson skrifar: „í þáttum Velvakanda þann 22. júlí birtist bréf frá Baldvini Þ. Kristjánssyni, félagsmálafulltrúa SÍS, þar sem hann fer hörðum orðum um þá vanvirðu að ég hafi lýst kvæðinu „Rigningu“ eft- ir Einar Benediktsson sem „litlu snotru kvæði“. Var það í útvarps þætti fimmtudagsmorguninn 17. júlí. Segir Baldvin að sér hafi of- boðið þessi „Xágkúrulegu, mátt- lausu dómsorð", sjálfur telur hann kvæðið „djúpstæða speki speki framborna af mannviti og mikilli list.“ Ekki skal ég fara lengra út í þá sálma né karpa við félagsmálafulltrúann um bók menntir. Hins vegar er mér skylt að benda á alvarlegan skort á almennri athyglisgáfu þar sem Baldvin segir: „Hvert er núþetta „litla, snotra kvæði sem Jökuíl Jakobsson hefur ráð á að lýsa svo, en láðist að láta lesa?“ Ef Baldvin Þ. Kristjánsson hefði hlustað betur á útvarpið þennan örlagaríka fimmtudagsmorgun, þá hefði hann heyrt að fyrrgreind „lágkúruleg, máttlaus dómsorð" voru einmitt kynning á upplestri kvæðisins. Kristin Anna Þórarins dóttir leikkona las þetta litia, snotra kvæði „Rigníngu“ eftir Ein ar Benediktsson og sleppti þar engu orði úr. Ekki sýnir það sér- stakt næmi fyrir „djúpstæðri speki“, „mannviti og mikilli list“ að Baldvin skuli ekki hafa heyrt þar eitt einasta orð. Einu sinni var maður sem varð frægur að endemum fyrir það, að gagnrýna útvarpsþátt, sem aldrei var fluttur. Það er leitt til þess að vita að félagsmálafulltrúi SÍS hafi orðið til að vekja upp þenn- an draug öfugan — og það í öðr um sóknum. Með djúpstæðri virðingu. Jökull Jakobsson“ Verzlunin HELMA opnar í dag í AUSTURSTRÆTI 4 ★ ---- ★ ---- ★ Æðardúnsængur, gæsadúnsængur og koddar í öllum stærðum. Damask ! mörgum litum og gerðum. Tilbúin rúmföt. — Úrval af bamafatnaði. Hettupeysur, nærfatnaður, leistar og sportsokkar allt fyrir nýfædd böm. ♦ ---- Niðursett verð á undirfatnaði í HELMU, Hafnarstræti, mánudag og þriðjudag. ★ ---- Verðum með HJARTA-gam í mörgum litum. Verzlunin H E L M A Austurstræti 4 — Sími 11877. 9 Bíla- og búvéla- salan auglýsir Höfum tii sölu úrvai af jeppum, vörubílum, sendiferðabilum, 4ra, 5 og 6 manna bílum. Einmig töluvert af dráttarvélum og fleiri búvélum. Bíla- og búvélasalan vtð Miklatorg. Sími 23136.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.