Morgunblaðið - 26.07.1969, Blaðsíða 10
10
MORíOUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 11969
— Spjallað við
Tryggva Ófeigsson,
útgerðarmann
um fyrirtækið
Júpíter h.f. 40 ára.
inn ég kysi. f mörgum tilfell-
um höfðu Hellyers-bræður gert
skipstjóra sína að útgerðar-
mönnum, s.s. ólaf Henriksen,
Jón Oddsson o. fl. En ég varð
þó að viðurkenna, að flestir
þessir menn voru fullreyndir
úrvalsskipstjórair, þegar þeir
komu til Hellyers-bræðra, en
ég bafði þá mjög litla reynslu
sem togaraskipstjóri. Ég kaus
þó að lokum að starfa með Þór-
arni.
— Og þið stofnið síðan Júpí-
ter?
— Já. Svo samdist, að Þór-
arinn Olgeirsson skyldi selja
skip sitt Júpíter samnefndu
togarafélagi, sem stofnað var á
skrifstofu Péturs heitins Magn
ússonar, hrl. og síðar ráðherra,
hinn 26. júlí 1929 eða fyrir rétt
um 40 árum. Við höfum veitt
viðnám í 40 ár. Pétur heitinn,
sá merkilegi og hollráði maður
var lögfræðingur minn og síð-
an útgerðar okkar alla tíð með-
an hann lifði.
Hlutafé félagsins skyldi
vera 300 þúsund krónur og hlut
hafar þessir: Þórarinn Olgeirs-
son 75 þúsund, Joe Little 75
þúsund, Loftur Bjarnason og
sú, að lögð voru á þá opinber
gjöld af taprekstri. Sú aðferð
er orðin nokkuð dýr íslenzkri
togaraútgerð og þjóðinni í heild.
Langflestir af skipslhöfn
minni fylgdu mér yfir á Júpíter,
en vélamenn, flaggskipstjóri og
stýrknaður á Hellyers-togurun-
um voru allir Englendingar.
Veiðarnar gengu
treglega fyrst
— Hvernig gengu svo veið-
arnar á Júpíter?
Fyrstu tvo túrana gengu
veiðarnar ekki sérlega vel, en
við vorum á ísfiskveiðum. Um
vertíðina fengum við hins veg-
ar uim 1400 lestir af saltfiski.
Hagnaður á fyrra helmingi árs
ins var um 70 þúsund krónur
og Loftur Bjarnason, fram-
kvæmdastjórinn seldi saltfisk-
inn tafarlaust. Þetta ár varð
mikið verðfall á saltfiski, er
líða tók á árið. í hönd fóru
mikil erfiðleikaár fyrir togara-
útgerð, en við urðum ekki fyr-
ir verulegu tapi neitt árið.
Þegar Þórarinn Olgeirsson
FYRIRTÆKI athafnamanns
ins Tryggva Ófeigssonar
og samstarfsmanna hans,
Júpíter h.f., er 40 ára í dag.
Auk þess að eiga 5 togara á
félagið einnig fullkomið
frystihús á Kirkjusandi með
hlutafélaginu Marz h.f., sem
er dótturfyrirtæki Júpíters.
Júpíter er með elztu togara-
útgerðum landsins og hún
er að margra dómi sú, sem
einna bezt hefur verið rek-
in. Happasæld þess félags er
við brugðið. Þar við stjórn-
völ situr Tryggvi, og nýlega
hitti blaðamaður Mbl. hann
að máli og bað hann að segja
sögu félagsins við þessi tíma
mót.
Aðdragandi
— Það var á vetrarvertíð
1929 — segir Tryggvi, að Þór-
arinn Olgeirsson, skipstjóri og
útgerðarmaður og síðar konsúll
í Grimsby, kom að máli við
mig og spurði, hvort ég hefði
áhuga á að komast í togaraút-
gerð. Hann sagðist leggja kapp
á, að við yrðum samstarfsmenn
í útgerð. Við höfðum þá verið
samstarfsmenn um loftskeytin
á sjó í 2 eða 3 ár.
Ég sagði honum, að eins og
hann vissi, væri ég á úrvals-
skipi „Imperialist" hjá miklum
öndvegismönnum, Hellyer Bros.
Ltd., er gerðu út frá Hafnar-
firði á árunum 1924—’29. Þó lét
ég í veðri vaka við Þórarin,
að ég ætti mér það markmið að
eignast hlut í togara. Á hinn
bóginn fannst mér, að erfitt
yrði fyrir mig að fara frá
Hellyers-bræðrum, sem höfðu
sýnt mér þann höfðingsskap
að setja mig á Imperialist nýj
an, en ég hafði ráðizt til þeirra
fyrir ábenddingu Geirs Zoéga,
sem var fulltrúi þeirra 1924 og
ávallt meðan útgerð Hellyers-
bræðra var í Hafnarfirði og
síðan. Ég réðst með því skil-
yrði, að ég yrði tilbúinn í upp-
hafi vetrarvertíðar 1925, en
Imperialist var fullsmíðaður þá.
Þórarinn Olgeirsson var þá
skipstjóri á skipi sínu Júpíter,
sem var fjögurra ára gamalt.
Hann bauð mér að taka við skip
inu sem meðeigandi, en það dró
úr mér ásamt öðru, að Júpíter
— þótt hann væri gott skip
— var ekki sambærilegur við
Imperialist. Hann var stærsti
og bezt búni togari Breta þá.
En markmiðið var togaraút-
gerð.
Útgerðin sigraði
— En þú hefur slegið til?
— Ég var í vafa, hvern kost-
bræður hans 37.500 og Tryggvi
Ófeigsson 112.500 krónur.
— Þetta hafa verið miklir
peningar árið 1929.
— Auðvitað hafði ég engar
112.500 krónur til þess að
leggja fram, þótt ég veðsetti
hálft hús, sem ég hafði keypt
árið 1926 og við bjuggum í. Ég
hafði tiltrú um útvegun láns-
fjár .Sumir hluthafarnir urðu
og að leggja fram meira en
hlutcifé sitt, svo að málið næði
fram að ganga. Ég réðst til fé-
lagsins með samningi til 5 ára,
sem skipstjóri en þau ár urðu
þó 11, áður en ég hætti. Ég fór
af skipinu um miðjan ágúst
1940, með öll kreppuárin að
baki, og hef ekki farið á sjó
síðan.
. — Hvernig losnaðirðu af
Imperialist?
— Hellyer lagði að mér að
koma til Hull og vera áfram á
Impertelist, en mér fannst ég
verða rótarslitinn við að setj-
ast að í öðru landi, þótt betri
húsbændur en þá Hellyerbræð-
ur væri tæplega hægt að fá.
Auk þess var mér þvert um
geð að skilja við úrvalsskips-
höfn mína — að mínu áliti þá
afkastamestu, sem til var á ís-
lenzka togaraflotanum þá og
lengi síðan. Sumir af þeim úr-
valsmönnaun eru með otokur enn,
starfstími þeirra er orðinn
notokiuð langur eða allt að 45
ár. Þessuon mönmum á ég mikið
að þakka.
Hellyerútgerðinni lauk
frá Hafnarfirði
Ég losnaði ekki af Imperial-
ist og vildi það heldur etoki,
fyrr en um haustið, í nóvember.
Þá gekk ég upp úr togaranum
Imperialist við Hafnarfjarðar-
bryggju og það haust var út-
gerð Hellyers-bræðra lokið frá
Hafnarfirði. Ein af ástæðunum
fyrir því, að þeir bræður
hættu útgerð sinni þaðain var
hafði látið félag sitt h.f. Belg-
aum, selja okkur togarann
Júpíter, gerði hann saimináng um
smíði nýs togara í Bretlandi.
Það var togarinn Venus, sem
var tilbúinn á veiðar undir
stjórn Þórarins snemma á ár-
inu 1930. Hann var lengst af
skipstjóri á því skipi til 1936,
er hann seldi skipið nýstofn-
uðu félagi h.f. Venus í Hafn-
arfirði. Aðalhluthafar þar
voru Þórarinn, Loftur Bjarna-
son, aflaskipstjórinn Vilhjálm-
ur Árnason. og ég. Áttum við
hver um fjórðung hlutafjárins.
Fimmti maðuir var Sturlugur
Jónsson í Reyfcjavíto. Stoömmiu
síðar hætti Þórarinn hinum
merkilega skipstjórnarferli sín
um úr íslenzkri höfn, sem stað-
ið hafði síðan 1912 er hann
byrjaði á gamla Marz. Auðvit-
að hafði skipstjórnarferill
hans verið slitróttur á stríðsár
unum, en þá var hann með fsa-
fjarðarjarlinn eða Earl Mon-
mouth eins og hann hét áður.
Þórarinn hafði og haft alla
jafna verðmætari afla en flest-
ir aðrir.
Harðnar í ári
— Hvert vaæ hlutafé Venus-
arfélagsins?
— Framkvæmdastjóri Venus
arfélagsins var Loftur Bjama-
son. Vilhjálmur Árnason fisk-
aði óhemju á Veniusi s.s. hanis
var vandi. Hianin hafði áður ver
ið á Gylli frá því er hann hóf
sinn merkilega skipstjómarfer
il 1928. Hlutafé Venusar var
40 þúsund krónur. Talar það
sínu máli um erfiðleika togara-
útgerðarinnar á þessum árum,
enda var henni þá sem áður og
síðar haldið niðri með rang-
skráðu gengi gjaldmiðilsins.
Auðvitað hefði Venusarfélagið
ekki verið stofnað, hefði Júpí-
tersfélagið efcfci sýnit nökfcna
velgengni og Þórarinn Olgeirs
son sannfærzt um, að þeim,
Frystihús Júpíters h.f. og Marz h.f. á Kirkjusandi. — Ljósm. Ól.K.M.