Morgunblaðið - 26.07.1969, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.07.1969, Blaðsíða 17
MOBGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JÚLf 1969 17 Svar: Eins og áður segir er gert- ráð fyrir að verkaskipting- in ráði fyrst og fremst sikiptingu sjúklinga milli lækna. Enda þótt frávik verði um sinn, verð ur stefnt að því, þegar aðstæð- ur leyfa, að verkaúkiptagrund- vellinum verði fylgt aftur. Svo sem sjá má bera flest svörin véfréttarblæ og eru tor- ráðin venjulegu fól'ki. Það sem mér virðist eftirtektarverðast er að sjúkrahússtjórn, sem áður hafði lýst því yfir, að hún bæri ekkert skyn á þau mál, er reglu gerðin fjallar um, hyggst nú, ákv. svörunum, ákera úr um öll deilu- eða vafaatriði, er fram kunna að koma í saimbandi við framkvæmd reglugerðarinnar, og það eins þótt um hrein fag- leg efni sé að ræða. Á fundi þess um lét ég gera svofellda bókun: „Um leið og ég lýsi því yfir, að ég dreg mjög í efa lagalegan grundvöll fyrir setningu „Reglu- gerðar um störf lækna við sjúkrahúsið í Húsavk s.f. og ásikil mér fullan rétt til að vinna að því, að fram fari lögfræði- leg könnun á því atriði, mót- mæli ég ákveðið þeirn einstæðu starfsaðferðum stjórnar S.H. að talka mikilvægar ákvarðanir varðandi heilbrigðisþjónustu sjúkrahússins án samráðs við starfandi sjúkrahúslækni. Að því er varðar framkvæmd áðurnefndrar reglugerðar vil ég taka það fram, að ég muni telja það skyldu mína að leggja höf- uðáherzlu á að dkipuleggja heilbrigðisþjónustu sjúkrlhúsis- ins eftir beztu getu, í samræmi við þær skyldur og fyrirmæli, er sjúkrahúslækni eru á herðar lagðar, með 4. gr. núgilandi sjúkrahúsalaga“. Eftir að é|f hafði átt fund með stjórn Læknafélags íslands ásamt lögfræðingi félagsins hélt framkvæmdaráð sjúfcrahúsisins á Húsavík _ fund með læknum etaðarins. Á fundi þeseum lagði ég fram svofelldar starfereglur fyrir áðstoðarlækna: 1. Aðstoðarlæknar skuiu ganga stofugang ásamt sjúkrahúslækni, svo og einir, ef sjúkrahúsilæknir fnælir svo fyrir. Að jafnaði skal vakthafandi læknir á sjúkrahúsinu ganga stoifugang að kvöldi sem og á helgidögum. 2. Aðstoðarlæknar skulu yfir- leitt gjöra sjúkraskrá yfir þá sjúklinga, e.r leggjast inn á sjúkrahúsið og gefa fyrirmæli um fyretu meðferð, svo fremi að sltk fyrirmæli ekki liggi fyrir frá hendi sjúkrahúslæknis. 3. vakthafandi aðstoðarlæknir leggur inn bráð sjúkdómstilfelli, er hann telur þarfnast sjúkra- vistar. Skal hann og annast fyrstu meðferð slikra sjúklinga, svo fremi hann ekki telji sig þurfa að leita ráða sjúkrahús- læknis þar um. Þó gkal aðstoðarlæknir ætíð hafa samráð við sjúkrahúsiækni, ef um er að ræða meðferð, er geti haft teljandi áhættu í för með sér, sem og ef ástand sjúkl ings getur talizt alvarlegt eða llífshaettulegt. 4. Aðstoðarlæknar dkulu að jafnaði sjá um útsikriftir sjúkl- inga gkv. nánari fyrirmælum sjúkrahúslæknis hverju sinni. Að lokinni útsikrift skulu sjúkra sfcrár ganga til sjúkrahúslæknis til vfirlits áður en þær eru látn- ar í sjúkraiskrárgeymslu. 5. Um daglegt verksvið aðstoð arlækna, að því leyti er ekki er fram tökið hér að framan, fer eftir nánari fyrirmælum sjúkra- húslæknis, í samræmi við þau verkeifni, er fyrir liggja á sjúkra húsinu hverju sinni. Reglur þessar eru settar sikv. 2. málsgr. 4. gr. sjúkrahúslaga, svo og 1. gr. reglugerðar um störf lækna við sjúkrahúsið í Húsavík frá 11. apríl 1969. Þá lét ég og bóka eftirfarandi: „Ég hefi samið starfsreglur fyr- ir aðstoðarlækna skv. 4. gr. sjúkrahúsalaga og 1. gr. reglu- gerðar um störf lækna við S.H. og ætlazt til að efir þeim regl- um verði farið. Þá lýsti ég því yfir, að ég er reiðubúinn til að framkvæma þau atriði reglugerðar um störf lækna, sem saman fara við ákvæði gildandi sjúkrahúsalaga .skv. þeirri túlkun laganna, er ég hefi fengið hjá lögfræðingi L.í. Þann 25. júní barst mér svo eftirfarandi bréf frá sjúkrahús- stjórninni: Hr. yfirlæknir Daniel Daníelsison Höfðabrekku 12 Húsavílk. Stjórn sjúkrahússins í Húsa- vík s>f. hefur á fundi sínum í dag samþykkt að senda yður svo hljóðandi bréif: Eins og yður er kunnugt, hr. yfirlæknir, hefur komið til árekstra milli yðar og sjúkrahús stjórnar, þar eð þér hafið eigi hlýðnast fyrirmælum stjórnar- innar og ekki virt vilja hennar í sambandi við skipulag á starfi lækna o.fL. við sjúkrahúsið í Húsavík. Sjúkrahússtjórn telur að þegar af þessari ástæðu hafið þér fyrirgert rétti til stöðu yð- ar. Er yður því hér með sagt upp starfi sem yfirlæknir við sjúkrahúsið í Húsavík. Eins og máli þessu er háttað telur stjórnin yður ekki eiga rétt á uppsagnarfresti, en hefur þó ákveðið, að uppsögn yðar gildi með þriggja mánaða fyrir- vara frá 1. júlí n.k. að telja. Þá er einnig lagt fyrir yður að rýma læknisbústaðinn að Höfða- brek/ku 12 eigi síðar en 30. sept- ember n.k. V irðingarfyllst F.h. stjórnar sjúkrahússins í Húsavík s.f. Þonmóður Jónsson (sign) Últfur Indriðason (sign) Einar M. Jóhannesson (sign) Vegna fréttatilkynningar stjórnar sjúkrahússins á Húsa- vík, hafi ég séð mig knúinn til að óstoa birtingar ofansfcráðra upplýsinga. Þar sem mál þetta er í at- hugun hjá læknasamtökum, landlækni og lögfræðingum, tel ég enn ekki tímabært að birta opinberlega greinargerð um all an gang málsins. Vænti ég þess og að það sem fram kernlur í línum þestsum nægi til að sýna fram á hald- leysi þeirra forsenda, er sjúkra húsistjórn færir fram fyrir brott vikningu minni, þar sem henni stóð að sjálfisögðu opin leið til að leita úrskurðar dómstóla um þær greinar hinnar margnefndu reglugerðar, er ég taldi ósam- rýmanlegar gildandi landslög- um og læknissamvizika mín hindraði, að ég gæti fallizt á að framkvæma. Með þökk fyrir birtinguna. Daníel Daníelsson, sjúkrahúslæknir. iriOÍKVÖLI 1 1 iriOÍKVÖLD OriÐÍKVÖLI n HÖT4L /A<iA SÚLNASALUR BORÐPANTANIR I S!MA 20221 EFTIR KL. 4. GESTIR AT- HUGIÐ AÐ BORÐUM ER AÐEINS HALDIÐ TIL KL. 20.30. DANSAÐ TIL KL. 2 OFIS i KVÖLD OFIOIKVÖLD OriOÍKVÖLD SltSltSltSIISItSltSltSllSIKSI mn nt\\f i leika í TÓNABÆ frá kl. 9 — 1. 15 ára og eldri. Aðgangur kr. 100.— Munið nafnskírteinin. EiEiBKsaaaEias -STAPI - „TRÚBROT" NÝKOMNIR FRÁ NEW YORK ÁSAMT JÚDAS SKEMMTA í KVÖLD. STAPI.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.