Morgunblaðið - 29.07.1969, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ 1069
Ingólfur Möller:
HVflDNU?
Margt hefur verið skrafað og
skrifað um atvinnumál á síðustu
misserum.
Nokkrir ungir mertn beittu sér
fyrir stofnun útgerðarfélags, sem
hugsað var sem almenningshluta
félag. f dag er ekki lengur talað
umn þetta félaig. FairmaoMna- og
fiskimannasambandið kom næst
og hugðist stofna og stofnaði al-
menningshlutafélag til útgerðar
verksmiðjutogara. í dag veit al-
menningur aðeins, að félagi þessu
var synjað um nauðsynlega á-
byrgð svo takast mætti að kaupa
stóran verksmiðjutogara.
Að athuguðu máli komust fjár-
festingaryfirvöldin að þeirri nið
urstöðu, að útgerð verksmiðju-
togara væri ekki heppileg lausn
á útgerðarfyrirkomulagi frá fs-
landi
Nú alveg nýlega voru birtar
niðurstöður athugana opinberrar
nefndar, sem sett hafði verið til
þetsis að atfhmgia hvaða gerð skipa
hentaði bezt til fiskveiða frá fs-
landi. Niðurstaðan var sú að
heppilegast myndi að byggja 700
—1000 tonna skuttogara.
Ekki dreg ég í efa, að í þessari
nefnd hafi átt sæti hinir hæf-
ustu menn. 700—1000 tonna skut
togarar hljóta að vera miðaðir
við, að þeir stundi úthafsveiðar.
Ég held, að ég fari rétt með, að
talað hafi verið um að byggja
skyldi 6 slíka togara. Með öðr-
um orðum þessi nýju skip gætu
í mesta lagi lagt fisk á land 2.
og 3ja hvern dag.
Útlitið á vinnumarkaðnum er
ekki bjart. Stórframkvæmdunum
við Búrfell og í Straumsvík er
nú brátt lokið á þessu stigi.
Hvað verður um þau hundruð
miamina, aem nú uim nærfel'Lt 3ja
ára skeið hafa haft góða atvinnu
við þessar stórframkvæmdir?
Ekki hef ég hitt neinn mann, sem
getur svarað þeirri spumingu.
Ekki er ég í vafa um, að lands-
feðumir hafa þennan vanda til
athugunar. Ég tel mig ekki neinn
„besser wisser" þó ég reyni að
festa á blað mínar eigin hugleið-
ingar um þessi mál.
Fyrir einiuim 6 árumn skrilfalði ég
grein, sem birtist í dagblaðinu
Vísi. Greinina nefndi ég Land-
grunn h.f.
í grein þessari gældi ég við
þá hugmynd, að stofnað yrði al-
menningshlutafélag, sem beitti
sér fyrir frystihússbyggingu og
smiði eimma 40 fisikiíbáta, seim að
staðaldri legðu fisk til vinnslu
hjá frystihúsinu. Að frystihús-
inu yrði ráðið fast starfsfólk, sem
ynni á vöktum. Á þeim árum var
síld að byrja að veiðast á ný
eftir margra ára síldarleysi. Öll
fiskiskip, eða svo til, sem byggð
voru næstu ár voru byggð til
síldveiða, en eins og alltaf áður
stóð síldarhrotan aðeins í nokk-
ur ár. Nú eigum við mörg ný og
glæsileg fiskiskip, en þau voru
sérbyggð til sfWiv’eiiJa og afkiasta
mikil við þær veiðar. Nú verður
að finna annað verkefni fyrir
þessi skip og við þau verkefni
hafa þau enga sérstöðu. Á síðast
liðinni vetrarvertíð var það ekki
eitt af þessum stóru og glæsilegu
skipum, sem mestan afla fluttu
að landi, heldur tæplega 70
tonna bátur. I>að sem af er þessu
ári hefur verið óvenju góður bol
fiskafli á heimamiðum og hefur
hann að langmestu leyti veirið
unninn í frystihúsunum.
Einn af forstjórum Sölumið-
stöðvar Hraðfrystihúsanna skrif
aði í vetur stórmerka grein um
freðifiskframleiðslu og sölu í
þetta blað. Forstjórinn færði þar
rök að því, að með því aðeins að
verka freðfiskinn í mest eftir-
spurðu pakkningamar, þá mætti
auka útflutningsverðmæti freð-
fiskframleiðslunnar um einar 400
milljónir króna!
Manni verður á að spyrja:
hvers vegna er þetta ekki gert?
Eru kannske einhverjar brota-
lamir í rekstursfyrirkomulagi
frystihúsianna? Hvað er það ,sem
ræður í hvaða pakkningar er
unnið hverju sinni? Er það
kannske algjörri tilviljun háð
hvaða pakkningar verða fyrir
valinu hverju sinni? Er það rétt,
að ef mikill fiskur berst að, þá
verði bara að koma honum í fljót
legustu pakkningarnar svo að
fiskurinn skemmist ekki of mikið
í dyngjunum í heitum fiskmót-
tökum frystihúsanna? Sé svo, þá
verður að ráða bót á því.
Nú voru mennirnir að lenda
á tunglinu. Er þá ekki viðráðan
legt fyrir okkur, þótt smáir sé-
um, að geyma fisk óskemmdan
í nokkra daga svo að fyrir fisk-
inn fáist hæsta verð?
Það er hæpið að hægt sé að
fá fiskimenn til þess að leggja
sig fram um að koma með bezta
hiuigsanilegia hráiefm að lairwíi,
þegar þeir vita að það skemmist
stórlega eftir að það kemur í
frystihúsin vegna hirðuleysis for
ráðamanna frystihúsanna.
Okkar ágætu umboðsmenn í
Ameríku, sem unnið hafa stór-
virki í markaðsöflun, eiga sí-
fellt við að etja vandkvæði, sem
skapast af því að við hér heina
gerum ekki eins og við getum
með tilliti til vöruvöndunar. Þess
ir sömu ágætu menn eru líka viss
ir um, að eftir svo sem tvö ár
getum við ekki fullnægt eftir-
spurninni eftir freðfiski í Amer-
íku þó svo að hvert fisk-pund
væri pakkað fyrir markaðinn í
Ameiríku.
Hvað þarf að gera til þess að
sjá frystihúsunum fyrir nægu,
góðu hráefni?
Hvað þarf að gera til þess að
laða gott vinnuafl til frystihús-
óinna?
Hvaða atvinnuvegir geta fljót-
lega tekið við þeim hundruðum
manna.sem brátt verða í atvinnu
leit?
Svar við fyrstu spumingu:
Hvert frystihús þarf sjálft að
SVAR MITT
EFTIR BILLY GRAHAM
ÉG hef brotið eitt boðorðið. Frelsast ég, ef ég iðrast af öllu
hjarta?
i
4 VISSULEGA !
Móses varð mannsbani, Davið drýgði hór, Jakob sagði
ósatt. Allir þessir menn og margir fleiri, sem sagt er frá
í Biblíunni, hlutu ekki aðeins fyrirgefningu, heldur nýtt
, líf og urðu öðrum að liði.
Fyrirgefning er orð, sem kærleiksríkur Guð tekur sér
oft í munn. „Hann þekkir eðli vort, minnist þess, að vér
erum mold“. Og samt elskaði hann svo þetta synduga
mannkyn, að hann gaf einkason sinn til þess að endur-
leysa okkur og fyrirgefa okkur. Orð Jesú: „Faðir, fyrir-
gef þeim, því að þeir vita ekki, hvað'þeir gjöra“, eru
„frelsisyfirlýsing" okkar. Vegna dauða hans er hið liðna
afmáð. Spjaldið, sem syndir okkar voru skráðar á, er
hvítfágað með gegnum stunginni hendi hins krossfesta.
„Ég hef feykt burt misgjörðum þínum eins og þoku, og
syndum þínum eins og skýi ... því að ég frelsa þig“ (Jes.
44,22).
En iðrun verður að koma á undan fyrirgefningu. Við (
verðum að auðmýkja okkur, áður en náðin fellur okkur
í skaut. „Hinn óguðlegi snúi sér til Drottins, því að hann
fyrirgefur ríkulega“. Hann er sífellt að leita hins týnda,
en einungis iðrun getur gert okkur sýnileg fyrir augum
hans, svo að hann fái fundið okkur.
ráða yfir skipastól, sem við venju
legar aðstæður getur fullnægt
hráefnisþörf frystihússins. Stjórn
endur frystihússins kalla svo
skipin inn eftir þörfum, en gæta
þess jafnframt að skipin séu ekki
of lengi á veiðum svo gæðum
fisksins sé ekki hætta búin af
þeim sökum. Hvem fisk verður
að blóðga strax og hann kemur
úr sjóniuim og homuim látið blœðia
í sjókeri.
Kunnáttumenn telja að ekki
þurfi að fara innaní fiskinn fyrr
en á vinnslustigi, hafi geymsla
hans verið vönduð sem bezt má
verða. Er fiákimiuim ‘hiefiuir blætt
í sjókerinu þarf að þvo hann og
leggja hann síðan í kassa með
hrygginn upp og ísa ríkulega.
Síðan er kassanum komið fyrir í
þar til gerðri grind, sem tekur
etimia 10—20 kiassa og ihamin gieymid
ur í kaeldrri lest Skipsins þar til
komlið er að Jaraii, a6 físlkiurinn
er fhrttnjr í kækla fisfcgieymslu
frystihússins og geymdur þar
þangað til fiskurinn er tekinn til
vinmsftu. Höflinðmnáli skiptár, að
nægur ís sé í kössunum allan tím
ann svo ísinn nái tilætluðum ár-
angri.
Svar við annarri spumingu:
Til þess að hvert frystihús hafi
nægt og gott vinnuafl þarf:
1. Að tryggja starfsfólkinu
fasta vinnu og ákveðinn vinnu-
tíma.
2. Að skapa starfsfólkinu að-
stöðu til þess að baða sig og
hafa fataskpiti að vinnu lokinni.
3. Að gefa StairtCsifólíkiniu feost
á að fá þveginn þvott á vinnu-
stað.
Svar við þriðju spurningu:
Þau hundruð manna, sem brátt
verða í atvinnuleit þurfa að fá
atrviiiyniu við frarmGieiðslu útfliultin.-
ingsafurða eða störf, sem síðar
leiddu af sér stór aukna útflutn
ingsframleiðslu.
Með þeim breytingum, sem síð
ast voru gerðar á veiðiheimild-
um innan fiskveiðilögsögunnar,
er skipum að 100 (hundrað) lest
um veittar mestar ívilnanir.
f landinu em nú þegar margar
stálskipasmíðastöðvar, sem
standa meira eða minna aðgerð-
arlausar. Iðnaðarmennirnir eru
eða verða fyrir hendi.
Væiri eklki hugsaniLegt aið hetfjia
nú þegar undirbúning að smíði
fjörutíu 50—100 tonna skuttog-
veiðiskipa.
Yfirburðir skuttogsins eru
fyrst og fremst fólgnir í, að við
skuttog eir auðveldara að halda
vörpunni betur opinni heldur en
við síðutog. Stærð skipanna á
auðvitað að fara eftir því hvar
skipin eiga að veiða. Þessi skut-
togsfcip ættu að veira byggð þamm-
ig, að hægt væri að geyma afl-
ann í kössum í kældum lestum.
Sjálfvirkni ætti að vera nýtt til
þess ýtrasta svo mannfjöldi á
hverju skipi gæti verið í algjöru
lágmarki. Fimm menn á skipi?
Nýlega var byggður fyrsti á-
fangi nýrrar hafnar í Reykjavík.
Höfn þessi hefur nú staðið ónot-
tulð í lúmnit áir e©a svo. Á nýja 'hiaín
arsvæðinu mætti byggja fyrir-
myndar frystihús, sem byggt
væri með það fyrir augum að öll
tækni, sem nú er þekkt á sviði
verksmiðjureksturs yrði þar tek-
Framhald á bls. 17
Æg'ir Jónsson
Fæddur 27. maí 1949
Dáinn 20. maí 1969
KVEDJA FRÁ FORELDRUM,
UNNUSTU, SYSTKINUM OG
SYSTKINABÖRNUM.
HAFIÐ er gjöfult, en það heiimt-
ar sinn ökatt, þannig hefir það
gengið frá því menn fónru fyrst
að sækja gull í greipar þess.. Það
má segja, sem svo, að í djúpi
þess sé fólgið fjöregg oikkar litlu
þjóðar og oft hefir það höggvið
stór skörð í akkar fáimennu
fylkingu, eins og það vildi segja:
„Viljið þið hætta lífi ykikar, þá
gjörið svo vel, en gull mitt er
dýrt“. En sjómaðurinn gengur
til starfa ótrauður og æðrulaus,
þótt hann viti í hvert sinn er
hann kveður ástvini sína, að svo
geti farið að hann 'komi ekki aft-
ur, þvi þótt sikipin séu stór og
vel búin, þá eru hættur hafsins
óbreyttar.
Ægir Jónsson, sem við kveðj-
um hér, féll fyrir borð á b.v.
„Maí" á leið á miðin hinn 20.
maí síðastliðinn, í blóma lí&ins.
Þá var sár harmur kveðinn að
fjöls'kyldu hans. Foreldrar minn-
ast góðs sonar, sem ætíð var
hugljúfur og góður og vildi
þeim allt til góðs gera, sem í
hans valdi stóð, systkinin góðs
bróður og félaga, systkinabörnin
stóra frænda, sem lé(k við þau
og gladdi á svo margan hátt og
unnustan ástvinarins kæra, sem
svo miklar framtíðarvonir voru
■
HÆTTA Á NÆSTA LEITI efti r John Saunders og Alden McWilliams
JUST A LOOSft
WIRE...NOW .
I GOTTA 901
DOffT SPLIT
IT, LEE ROiy...
VOU'LL 6ET
TO PRACTICB
ON TIME...!T'3
ONLy 3:30*
— Ég fékk það úr báðum hlaupum
beint í brjóstið, Ilan. Bebe elskaði Ernst,
punktum basta.
— Og lærði að leika Mata Hari í stutt-
pilsi! Indælis súlka!
— Ein af þeim, sem mann langar til að
fara með og kynna fyrir móður sinni.
— Þá má ég hundur heita ef næsti
kvenmaður, sem ég yrði á, verðnr ekki
bæði feit og gömul!
— Það var bara laus vír... ég verð að
fara núna.
— Engan asa. Lee Roy. Þú kemst á
æfinguna í tæka táð. Klukkan er aðeins
hálf f jögur.
tengdar við, en hurfu með hon-
um í djúpið. Já, það er sárt að
sjá á bak ástvinuim í blóma lífs-
ins, en hér er Drottinn einn,
sem ræður og við skilj-
um ekki hans huldu dóma, get-
um aðeins þakkað allar gleði-
og samverustundirnar.
Já, á meðan við lifum
minnumst við þín
og munum þér þakkir færa
í sorginni dimmu, sólin akín
fyrir sjónum okkar birtist sýn
myndin þín, milda og kæra.
Sól á ljósa lokka skín
þá ljúflega strýkur blærinn
þá brostu augun bláu þín
þegar blrkaði lognskær særinn
hún var svo fögur veröldin þín
þegar vorakrúði dkartaði bærinn.
Okkur til yndis, Guð þig gaf
fyrir gjöf viljum þakkir færa
hann, sem síkóp bæði hauður og
haf
og himirvsljósið sfcæra
hefir þig kallað hérvisit af
hjartans vininn kæra.
Um eilífð hans blessun umvefji
Þig
hann ylgeisla kærleikans sendi
að fylgja þér nýjan framtíðar
stig
þar sem friður og lif á ei endi.
Þinn vota beð, við by'lgju slkaut
blessi hans náðar hendi.
Sigurunn Konráðsdóttir.