Morgunblaðið - 13.08.1969, Page 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, M3ÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST Ii9®9
Fréttamyndir
Edwin Aldrin kemur tunglskjálftamælinum fyrir á yfirborði
tunglsins. Mælirinn hefur nú einu sinni sent merki til jarðar
um hræringar á tunglinu, en vísindamenn hafa ekki enn talið
sig geta sannprófað að um raunverulegan tunglskjálfta hafi
verið að ræða.
Nærmynd af minnismerkinu sem tunglfaramir skildu eftir á
tunglinu. Þar segir að þeir hafi komið til tunglsins með friði
fyrir hönd alls mannkyns.
Myndina af þessu hrikalega iandslagi á bakhlið tunglsins tók Neil Armstrong, er tunglferjan var
á leið frá tunglinu til stjórnfarsins.
Þessi myndasyrpa var tekin er Apollo 11 brauzt með ógnarhraða inn í gufuhvolf jarðar eftir
glæsilega sigurför tii tunglsins.
Tunglfararnir þrír eru nú Iausir úr sóttkvínni og framundan hjá þeim er viku ferðalag og há-
tíðahöld, en hámark hátíðahaldanna er í dag, miðvikudag, er þeir sitja veizlu Nixons, Banda
ríkjaforseta, í Los Angeles ásamt 1600 tignum gestum.
Aldrin spígsporar um tunglið hlaðinn pinklum.