Morgunblaðið - 13.08.1969, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.08.1969, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, M3ÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST Ii9®9 Fréttamyndir Edwin Aldrin kemur tunglskjálftamælinum fyrir á yfirborði tunglsins. Mælirinn hefur nú einu sinni sent merki til jarðar um hræringar á tunglinu, en vísindamenn hafa ekki enn talið sig geta sannprófað að um raunverulegan tunglskjálfta hafi verið að ræða. Nærmynd af minnismerkinu sem tunglfaramir skildu eftir á tunglinu. Þar segir að þeir hafi komið til tunglsins með friði fyrir hönd alls mannkyns. Myndina af þessu hrikalega iandslagi á bakhlið tunglsins tók Neil Armstrong, er tunglferjan var á leið frá tunglinu til stjórnfarsins. Þessi myndasyrpa var tekin er Apollo 11 brauzt með ógnarhraða inn í gufuhvolf jarðar eftir glæsilega sigurför tii tunglsins. Tunglfararnir þrír eru nú Iausir úr sóttkvínni og framundan hjá þeim er viku ferðalag og há- tíðahöld, en hámark hátíðahaldanna er í dag, miðvikudag, er þeir sitja veizlu Nixons, Banda ríkjaforseta, í Los Angeles ásamt 1600 tignum gestum. Aldrin spígsporar um tunglið hlaðinn pinklum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.