Morgunblaðið - 06.09.1969, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.09.1969, Blaðsíða 4
MOEGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. SEPT. 1068 I-44-44 mmifí Hvérfisfötu 103. Simi cftir lokun 311(0. MAGIMÚSAR 4kipholt»21 simar21190 eftir lokun slmi 40381 LITLA BÍLALEIGAN Bergstaðastræti 13. Sími 14970 Eftir lokun 81748 eða 14870. BÍ1ALEIGANFALURhf car rentalservice © 22*0*22* RAUOARÁRSTIG 31) bilaleigan AKBBA ÍJT car rental service 8-23-47 semlum Fjaðrir, fjaðrablöð, hljóðkútar, í margar gerðir bifreiða. púströr og fleiri varahlutir Bílavörubúðin FJOÐRIIM Laugavegi 168. - Simi 24180. SAMKOMUR K. F. U. M. Aimervn samkoma verður haWio í húsí félagsnvs við Amt- mamnsstíg annað kvöW kl. 8.30. Guonar Sigiírjónisson, guðifræð- ingur, tater. Fórmarsaimkoma. AIIiít vefkomntr. Potto útsal plöntu- a mO GRÖÐL við Sigtún [[m JRHÚSIÐ — sími 36770. Barnfóstro, ekki yngri en 17 ára óskast, eins fljótt og hægt er, til að gæta 5 og 10 ára barma. Móðirin vinnur úti, sem kennari. Báðar ferð- ir borgaðar. Skrifið Dr. and Mrs Benjamin R. Levy, 3000-1 u Stevens Street, Oceanside, New York 11572, U.S.A. £ Garðávextir seldir úr skólagörðunum Faðir skrifar: „Sonur minn, níu ára, vinnur i Skólaigörðum Reykjavíkur og er afar hamingjusamur. Færir hann nú móður sinni í hvert sinn, er hann kemur úr görðunum, hvers konar góðgæti. Við foreldrarnir erum einnig glöð og teljum til láns, að dreng- urinn fær að vinna eða öllu held- ur að læra að vinna undir stjórn góðra leiðbeinenda og sjá með eigin augum árangur af natni, alúð og umhirðu. Fyrir þremur dögum var drengurinn á ferð milli kl. 7 og 8 um kvöld, mætir hann þá þrem- ur strákum, nokkru eldri en hann, og voru þeir allir með kál, rófur og aðra garðávexti í hönd- unum, en hann þekkti þá ekki og sagði þá ekki úr sínum skóla- garði. Ekki hefði mér þótt þetta tíð- indi til frásagnar, ef sagan væri ekki lengri. í gær kom svo sonur minn að máli við móður sina og sagði henni, að einn félagi sinn, sem hann væri með í görðunum, seldi kaupmanni, sem hann tiltók —- kál o.fl. af þvi, sem hann hafði ræktað. Strákur minn kom með honum í búðina, og spurði þá kaupmaðurinn, hvort hann vildi ekki selja sér kál, en strákur sagðist þurfa að spyrja að því, og spurði því ekki um hvað hann femgi fyrir. Nú langar mig að spyrja þá, sem svar kunna: Er bömum þeim, sem vinna í skólagörðum, heimilt að taka uppskeru sína úr þeim, hvenær sem þeim þókn ast, og selja hana hverjum sem er, án vitundar foreldra? í öðru lagi: Ef bömin selja garðmat sinn beimt til kaup- manna, hver tryggir þá að smá- Mólaromeistarar — tilboð Tilboð óskast í að mála utanhúss hluta af húseigninni Hátún 2, Reykjavík. Nánari uppl. veitir Hafliði Guðjónsson, simi 11659 og 20735. Raðhús til leigu 130 ferm. að Hraunbæ 19. 4 svefnherb., 2 böð, stór stofa, teppalagt með harðviðarinn- réttingum. Sjónvarp og stereófónn með útvarpi, ásamt hús- gögnum, til sölu. Tilboð óskast í Dodge Coronet 4-10 De luxe árg. '67 (sjálfskiptur) sem er skemmdur að framan eftir árekstur. Sími 21183 e.h. börn séu ekki notuð sem féþúfur, og þeim kannski goldið í þeirri vöru, sem þeim er hvorki holl né gagnleg? í þriðja lagi, og máske því al- varlegasta: Ef þetta viðgengst eða verður látið viðgangast, er þá ekki markvíst verið að ala upp þennan pörupiltalýð, sem virðist sífellt fjölga og lætur greipar sópa um mannlaus hús — í öruggri vissu um, að að hin um stolnu munum fáist kaupend ur, þótt viðkomandi hljóti að vita að munurinn er ekki vel feng- inn? Er þar skemmst að minnast hrosshúðarinnar utan á Ramma- gerðinni, sem reyndist unnt að koma í verð á mettíma. Faðir.“ O Nöfn á hljómsveitum Reykjavík, 8. 7. 1969. „Kæri Velvakandi! í pistlum þínum í dag 8. júlí er bréf frá Í.L.P. nokkrum, er virðist mjög óhress yfir því, að nokkrum ungum mönnum hefir hugkvæmzt að nefna hljómsveit- ir sínar eftir kunnum mönnum í sögunni. Ég leyfi mér að efast um, að Í.L.P. hafi nokkru sinni heyrt til þessarra hljómsveita, sem hanm nefnir, (ég hef að vísu aldrei heyrt til einnar þessara hljómsveita). Samt álítur Í.L.P. að garg(!) þessara hljómsveita eigi litið skylt við skynsemi. En svo óskynsamir og óhagkvæmir eru þessir piltar að ekki skíra þeir hljómsveitir sínar erlendum, (enskum) nöfmun, sem oft er þrautalendingin, ef íslenzkan og hugarflugið bregðast. Mundi Í.L. P. betur fella sig við það, tf hljómsveitir þessar hétu t.d. Blue Night eða Shady Ribbon? Eða er ef til vill betra, að hljómsveitimar heiti þó íslenzk- um nöfniun, þótt þau kunni að vera runnin frá einhverjum heim spekingi, já eða syndara. Annars er í Gamla Testament- inu talað um Júdas Makkabeus, son prests nokkurs Mattetíasar að nafni. Hann var ekki talinn syndugur, heldur bar fólk virð- ingu fyrir honum. Mattatías varð að vísu mannsbani, er hann drap Gyðing einn, sem hlýða vildi valdatooði hins erlenda konungs, og fóma. En syndir feðranna koma víst ekki niður á bömunum fyrr en í 3. lið. Og hvað ísleuzkum skáldanöfn um viðvíkur, þá er „Bólu-Hjálm- ar“ víst nokkuð hæpið dæmi Því eftir því sem umboðsmaður þeirr ar hljómsveitar upplýsti, (og þó fyrr hefði verið), þá heitir „grúppan" vist Bóluhjálmar, (um Bóluhjálma). í et.: Bólu- hjálmur. Hér með læt ég því lokið skrif um þessum, með því að taka undir orð umrædds bréfritara, að v£ða er pottur brotinn hvað mál far sumra unglinga á íslandi snertir. Með þakklæti fyrir birtinguna, (ef þetta fer þá ekki beint í verri staðinn). R.“ O Lestur Óskars Aðal- steins Guðjónssonar „Kæri Velvakandi! Ég ætlaði raunar að skrifa þetta bréf strax eftir Verzlunar- mannahelgi, er ég heyrði niður- lagið á lestri Óskars Aðalsteins, rithöfundar, þá er hann las úr nýjustu bók sinni, „Úr dagbók vitavarðar." Ég hef nefnilega áhuga á að heyra allan þennan lestur. Flutn- ingur og efni var með slíkum ágætum, að frekar fátitt er að manni gefist kostur á að heyra svona vandað útvarpsefni. Ég veit um fleiri, sem misstu að mestu af þessum lestri, en vildu gjaman fá tækifæri til að heyra skáldið flytja þessa söguþætti sína í útvarpi. — Ég tala fyrir munn fjölmargra, þegar ég bið þig að koma þeirri áskorun til ráðamanna útvarpsins að þessi lestur vérði endurtekinn hið bráð asta í útvarpinu — og þá helzt á fimmtudegi þegar maður hefur frí frá sjónvarpinu. Með kæru þakklæti fyrir birtinguna. Strandamaður." ORDSENDINC til opinberra starfsmanna Fjármáiaráðuneytið á þess kost að senda starfsmann til árs þjáifunar í hagræðingu í opinberum rekstri, sem árlega er haldin á vegum norska ríkisins. Námskeiðið hefst 1. október næstkomandi, og er miðað við að velja starfsmann með stað- göða reynslu á einhverju sviði opinberrar stjórnsýslu til slíkrar ferðar. Umsóknir skulu hafa borizt fyrir 15. september næst- komandi til fjérlaga og hagsýslustofnunar fjármálaráðuneytis- ins, og eru þar gefnar allar nánari upplýsingar. Fjármálaráðuneytið, fjárlaga- og hagsýslustofnun, Laugavegi 13. Forskóli fyrir prentnóm Verklegt forskólanám í prentiðnum hefst í Iðnskólanum í Reykjavtk, að öllu fortallalausu hinn 15. september. Forskóli þessi er ætlaður nemendum, er hafa hugsað sér að hefja prentnám á næstunni og þeim, sem eru komnir að í prentsmiðjum, en hafa ekki hafið skólanám. Umsóknir þurfa að berast skrifstofu skólans í síðasta lagi 12. sept. n.k. Umsóknareyðublöð og aðrar upplýsingar verða látnar í té á sama stað. Iðnskólinn í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.