Morgunblaðið - 06.09.1969, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 06.09.1969, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. SEPT. 1909 19 Áttrœður Olav Olsen vélsmið ur Ytri-Njarðvík SVO ER almennt talið, að land- námi íslands frá Noregi ljúlki um 930. En svo sem. ýmsir hlutir eru án endis, má það til sanns vegar færa um landnám eins lamds. Landnám þess heldur á- fram og þróast svo lengi, sem starfandi hendur eru að verki að nýta auðuppsprettur þess og orfkulindir. Og þó að aðalstraumur Norð- manna hingað til lands hverfi að mestu úr sögunni við umget ið ártal eða fyrr, þá hefir hann aldrei horfið með öllu. Fyrir síð uistu aldamót fluttist t.d. all- margt Norðmanna hingað. Aðal- lega voru það síldarspekúlantar og hvalstatsjónistar, sem ýmsir efnuðust hér vel og fluttu svo mieð gróðann úr landi. Árið 1906 var grósSka og ný- sköpun í þjóðlífi íslands. Heima- stjórn nýfengin og nýtt fjármagn streymdi inn í landið. Eftirspurn eftir verkafólki var mikil, sér- staklega sjómönnum. Útgerðar- maður af Suðurnesjum lagði þá leið sína til Noregs til þess að ráða þar nokkra tugi ungra Norðmanna til að stunda hér skútubrasik. Einn af þessum ungu mönnum, sem þá fluttust hingað hét Olav Olsen og var þá aðeins 16 ára að aldri. Sen/ni- lega hefur hann ek/ki í fyrstu hugsað sér íslandsdvöl til lang- frama en hversu sem því er varið hefur pilturinn dvalið hér síðan að mestu, gerzt íslenzkari en margir innfæddir og skilið eftir sig varanlegri spor í þessu landi en margir landar hans sem meira létu yfir sér og meira áttu undir sér er hingað kom í fyrstu. Og nú fyllir Olav Olsen átt- unda tug ævi sinnar í dag (6. sept.) Hann er borinn í þenn- an heim þar sem heitir á Nord- möre í Noregi þar sem lífsbar- átta alþýðu manna var í harðara lagi. Og Olsen var af alþýðu bergi brotinn, þeirra sem urðu hörðum höndum að afla sér lífs bjargar í sveita síns andlits. Fyr ir því varð hann svo fljótt sem kraftar frekaist leyfðu að taka sinn þátt í lífsbaráttu fjölskyld- unnar. Um skólagöngu var naumast að ræða aðra en þá í skóla lífsins og hjá þeim skóla er erf- itt að sleppa, þar verður engu um breytt með klögunum eða kvört unum skólinn agar suma hart hvort sem þeim líkar betur eða verr og honum lýkur ekki fyrr en ævin er öll. Þegar Olsen er 16 ára að aldri, ræður faðir hans hann í vinnu í Kristjánssundi. Þegar Olsen yngri birtist svo atvinnurekanda sínum væntanlegum, fékk hann þau svör ein, að þar vantaði menn en ekiki smástrálkia. Senni lega hefur piltinum sviðið til- svarið og Ifklega hefur hann ekki verið mikill bógur þá. En kjark hafði hann nægan til að drífa sig sem Skútukarl til fs- lands, og fara ekki sögur af því síðan mér vitanlega, að Olsen hafi ekki þótt afkasta verki á við hvern meðalmann og kann- dki ríflega það. Hann réðist á skútu, sem Söp- 'hie Weatley hét, skipstjóri Jafet Ólafsson frá Ytri-Njarðvik. Síðla þennan vetur er það eitt sinn, þegar skúta þessi er að láta úr höfn, að pilturinn verður skyndi lega svo sjúkur, að hann er fl/utt ur á sjúkrahúis. En naumast er skip hans fyrr komið út úr hafn- armynni Reykjavíkur en dreng- urinn rís upp alheill og kennir sér einákis meins. En til skips hans spurðist það eitt, að það fórst í mfklu mann- drápsveðri undir Mýrum með manni og mús. Eru svona fyrir- bæri alltaf jafn spurul: hvers vegna? En Olsen hefur svarið á reiðum höndum fyrir sig: yfir mér hefur alltaf verið vafcað af ósýnilegri hendi og hættunum bægt frá. Væru dæmi þau, er Olsen getur af þesisu sagt, ærin í langar frásagnir, sem hér verða ekki blaðfestar að sinni. Og Olsen heldur sjómennsik- unni áfram, gerist vélstjóri á báti þeiim, er Gamrnur hét, eig- andi Thor Jensen, er anmaðist um sikeið flutninga milli Garðs og Reykjavíkur, en reri frá Sand gerði fyrstur vélbáta veturinn 1907. Er Olsen því fyrsti starfandi vélstjóri á þeim stað. Um tvítugt lýkur Olsen svo járnsmíðanámi á Seyðisfirði. Mundi hvort tveggja vera nær sanni, að nám í járnsmíði þá væri verulega styttra en nú er og nemandinn í fyrra lagi að til einka sér tæfcni þessarar iðn- greinar eins og hún þá var kennd. Síðan taka við nokkur sjó- mennsikuár á Austfjörðum. Hann verður bátaformaður á þessum litlu fleytum, sem nútímamaður inn Skilur varla í, hvernig fóru að fljóta yfirleitt í flestum veðr um. En þó er það staðreynd, að flestir flutu og þar á meðal Ol- sen. Þó munaði stundum mjóu, og fyrir kom það, að hinn góði, ósýnilegi andi hans þyrifti að hvísla viðvörunarorðum eða jafnvel kippa í stýri. Um skeið stjórnaði Olsen Lagarfljótsorm- inum fræga, sem gamlir Aust- firðingar kannast við, aðrir ekki. Líklega hefur Olsen ekki að öllu leyti unað sér á sjónum, því svo mikið er víst, að hann ræðst í að gerast vélaviðgerðarmaður með eigið verkstæði. Þá starf- semi byrjar hann í Hrísey, en flyst til Siglufjarðar 1929 og stotfnar þar vélsmiðju, og við það starf er ævi hans síðan tengd. Hér var ekki ætlunin að skrifa samfellda, ítarlega ævi- sögu Olsen, enda á hann senni- lega langa ævi enn framundan. Þó skal þess getið, að efcki er ör grannt um að gamli Olsen sé í lifanda lífi orðinn þjóðsagnaper sóna á Siglufirði sakir einstakr- ar hjálpsemi sinnar og furðulegr ar hugfcvsemni í viðgerðum á vélasfcrapatólum. •w- Hef ég það fyrir satt, að hve nær sem leitað var til Olsens, hvort heldur var á nóttu eða degi með bilaða vél í bát, sem þurfti að ganga, hvort heldur var af rlkum eða fátæfcum, þá hafi hann alltaf og ævinlega ver ið reiðubúinn að hjálpa náung- anurn á flot, ef hann gat á ann- að borð staðið á fótunum fyrir þreytu, þess jafnvel dæmi, að styðja yrði hann fyrstu sfcrefin upp úr rúminu í mestu „törn- unum“. Og daglaun voru áreiðanlega ökki alltaf inriheimt að kvöldi, og víst sjaldnast um það spurt, hvort greiðslugeta væri fyrir hendi. Starfslöngunin og ánægjan af að rétta náunganum hjálparhönd stjórnuðu gerðum hans frá bernsfcu til elli. Þó innheimti hann ekki meiri laun en svo af valdamönnum Sigluifjarðar, að hann félkk ekki það pláss, sem hann taldi sig þurfa fyrir vél- smiðju sína. Valdhafarnir vitn- uðu í skipulag og samikvæmt því átti Olsen að víkja burt með vél smiðju sína. Og Olsen er löghlýðinn borg ari og flutti burtu — alla leið í Njarðvífc suður. Þetta var á ný- sfcöpunarárum Ólafs Thors, og Olsen var bjartsýnn eins og fleiri þá, viðreisnin var ekki inn an gæsalappa. Hann byggði stóra vélsmiðju, svo stóra á ofckar mælikvarða, að erfitt reyndist um skeið að finna starfsgrundvöll. En Olsen flaut eins og fyrr, en að lokum hlaut að fara fyrir honum eins og hinum fræga Þór — hann féll fyrir Elli kerlingu, sem mörg- um vösfcum hefur á kné komið. Olsen varð að eftirláta son- um sínum vélsmiðju sina. Og þeir virðast hafa erft, efcki að- eins handlagni föðurins, heldur einnig gæfu hans, því þegar aðr ir starfsmenn þessa „bransa“ leggja upp laupana, þá blómstr- ar þeirra fyrirtæki. Og er þá komið að síðasta þætti í ævi Ol. Olsen, þar sem hann situr á frið stóli heima hjá sér í skjóli bama sinna. Aldurinn hefur að vísu sett marfc sitt á manninn; hann er lítið eitt lotinn í herðum og hann gengur ekki eins hratt og örugglega og í „gamla daga“. Hár hans er nærri því hvítt. En hann fylgist vel með öllu, vökulum augum, les dagblöðin og fylgist með flestum viðburð- um, innanlands og utan. Ek'ki að eins tunglskotum og öðrum fram förum vísindanna, heldur einnig viðreisnaráformum og fram- kvæmdum, og þá ekki aðeins okkar ríkisstjórnar heldur jafn framt flestra ríkisstjórna um gjörvallan hinn vestræna heim, ’og jafnvel hinn eystri lí'ka) og er fús að ræða þessi mál við Tilboð óskast í nokkrar fólksbifreiðar er verða sýndar að Grensásvegi 9 miðvikudaginn 10. september kl. 12—3 Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri kl. 5. Sölunefnd vamarliðseigna. Lögtök Eftir beiðni bæjarritarans í Keflavík og að undangengnum úr- skurði í dag verða lögtök látin fara fram fyrir ógreiddum útsvörum, aðstöðugjöldum og fasteignagjöldum ársins 1969 til Bæjarsjóðs Keflavíkur. Lögtökin verða gerð á ábyrgð Bæjar- sjóðs en á kostnað gjaldenda að 8 dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar. Bæjarfógetinn í Keflavík, 3. september 1969. Alfreð Gíslason. hvern sem er, því maðurinn er að eðlisfari mjög félagslyndur og nýtur þess í fyllstu mer'k- ingu orðsirus að deila geði við aðra. Og hann leýfir sér að gagn rýna og benda á aðrar leiðir eins og ratvís sjómaður, sem engan „radar“ þartf annan en eigið brjóstvit og eðlishvöt. Og hann labbar að ég held að minnsta kosti eina ferð á dag niður í sína gömlu vél- smiðju. Ekfci af því að 'hann van- treysti sonum sínurn, heldur . blátt áfram vegna þess, að þessu starfi vár hann tengdur, þótti vænt um það og nýtur þess að sjá smiðju sína lifa og dafna. Og meðan hann hefur fóta- vist, þá mun hann sjást á ferli, hvar sem starf er innt af hendi í byggðarlagi hanis og takia að viss>u leyti þátt í því með litfandi áhuga. Og það er gott að mæta gamla Olsen á götu. Bros hans er hlýtt og handtak hans innilegt eins og þess manns, sem er sáttur við alla tilveruna. Maður kemst ekki hjá því að komast í gott sfcap við að sjá þessa mildu heiðríkju, sem yfirbragð öldungsins ber með sér. Kona hans og trúfastur lífs- förunautur um rúmlega fknmtíu ára ákeið er Magdalena Jóna- tansdóttir frá Sigluvík við Eyja fjörð. Þau hjón eignuðust sex syni og eina dóttur, en einn sona þeirra lézt í bernsku. Húsfreyj- an á heimilinu hefur því haft ærinn starfa, því þá var véltækni nútímans lítt búin að halda inn- reið sína í rífci húsmæðranna. Og auk síns stóra heimilis, varð hún oft að taka í fæði og þjón- ustu 2—3 verkamenn úr smiðj- unni, án þess að um neina heim- ilisaðstoð væri að ræða. Mun lítt hafa hallazt á með þeim hjónum um dugnað og atorku. Magdalena hefur nú allmörg; síðustu ár átt við þráláta van- heilsu og búa og nú um allangt ákeið dvalið á sjúkrahúsi. Þó mun hún í dag reyna að standa enn einu sinni við hlið manns síns í gleðisamkvæmi hans með afkomendum sínum og vinum. Hvorugt þeirra hjóna gefst upp fyrr en í fulla hnefa. Allir hinir mörgu vinir þeirra Olsens og Lenu víðsvegar um land munu i dag gera eitt af tvennu: taka í hönd þeirra og árna þeim langra og farsælla lífdaga enn um sinn, eða verða að láta sér nægja að minnast þeirra á þann hátt, er fjarlægðinni tilheyrir. En allar munu þær hamingjuóskir koma beint frá hjartanu. Sigurbjöm Ketilsson. f DAG stendur Olav Olsen, vél- smiður í Ytri-Njarðvík, á sjón- ar'hóli áttatíu ára. Hann er Norð maður að ætt og uppruna, en á langri dvöl á frónskri grund hef- ir hann gerzt sannur íslending- ur og Skilað atf hendi þjóðnýtu dagsveifci og gifturíku. Olsen, eins og hann ávallt er nefndur í daglegu tali, hetfir lif- að lífi sínu og innt af hendi störf sin við leiðsögn sérstæðrar innri reymslu, sem hér Skal aðeims að örlitlu leyti skýrð. Hann var atf fátæfcu foreldri fæddur. Fljótt kom það í ljós, að sjómennsfca, og véltækni í sam- bandi við Skip áttu sterk ítök í huga hans. Á unglingsaldri tók hann sér fyrir hen-dur að smíða lítið skip, sem knúið var áfram með gangverki úr klulkku. Þótti það hin mesta furðusmáð. Sextán ára gamall hvarf hann svo að heiman — hugði sig ráð- inn sem kyndara á narsfct gufu- Skip. En þegar fundum hans og skipstjórans bar saman, þá varð þeim síðarnefnda að orði: „Svona dreng getum við ekki notað“. Þar með var Olsen at- vinnulaus og félaus, fjarri heim- ili sínu. Af tilviljun frétti hann þá, að verið væri að ráða norsfca meran til stanfa á íslandi við fiskveiðar á Skútum. Þetta var árið 1906. Hann tók þegar þá ákvörðun að halda til íslands og freista gæf- unnar hér urn nokkurra mánaða Skeið. Þegar hingað kom var haran þegar ráðinn vélstjóri á Skútu. Fyrsta ferðin var farin, og allt gekk að óskum. En um það leyti er halda Skyldi úr höfn að nýju, fárveiktist Olsen og var lagður inn á Landakotsspít- ala. En um það bil tveimur tim- um eftir að Skútan hafði lagt úr höfn vafcnaði Olsen og kenndi sér einskis meins. Þegar „systurnar" á Landa- koti urðu þesis varar að sjúkling- urinn var kominn á kreik, voru þær strax sannfærðar um, að hann væri með óráði og hugðust drífa hann í rúmið aftur hið Framhald á bls. 23 fjH tfgtmHiifrifr S tærsta og útbreiddasta dagblaðið 3 m 3ezta auglýsingablaðið Takið eftir Hef opnaö verziun að Hrisateig 47. Er með fatnað á telpur frá 6 ára og eldri t. d. hentugan skóla- galla, buxur og skokka við rúllukragapeysur, jerseypeysur. Ennfremur ýmiskonar handavinnuvöru. — IMæg bílastæði. Vanar saumastúlkur óskast í verksmiðju vora strax. — Uppl. hjá verksmiðju- stjóranum. — Ekki svarað fyrirspurnum í síma. VINIMUFATAGERÐ iSLANDS H.F. Þverholti 17 Könnun um nhugu n nnmi — í almennum þjóðfélagsfrœðum Stúdentar, sem hafa áhuga á námi í almennum þjóðfélags- færðum, sem aðalgrein eða aukagrein komi til viðtals i kenn- arastofu Háskóla Tslands laugardaginn 6. sept. frá kl. 9—5 og mánudaginn 8. sept. kl. 5—7 e.h. Þeir, sem ekki geta komið til viðtals á þessum tímum skrifi Þjóðfélagsfræðinefnd Háskóla Tslands. HASKÓLI iSLANDS.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.