Morgunblaðið - 17.09.1969, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.09.1969, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGJJR 17- SEPT. 1960 HVERJFISGÖTU 103 VW Sendiferðabifreið-VW 5 manna-VW svefnvagn VW 9manna-Landrover 7manna LITLA BÍLALEIGAN Bergstaðastræti 13. Sfiti/14970 Eftir lokun 81748 eða 14870. Q Fljúgandi brúðkaups- ferð fyrir 25 árum Ein á Egilsstöðum sendir eftir- farandi bréf: „Egilsstöðum, 10. sept. 1969. Kæri Velvakandi! Vegna þess að nú er nýafstað- in flugsýning vegna 50-ára af- mælis fyrsta flugsins á íslandi, datt mér í hug, að e.t.v. væri for- vitnilegt að lýsa fyrir þér flug- ferð til Akureyrar fyrir 25 árum, sérstaklega þar sem um brúð- kaupsferð er að ræða. Þetta var sem sagt í júní og brúðkaupið nýafstaðið og við í „7unda himni” og því var það að við ákváðum að heimsækja æskustöðvar brúðgumans og þá auðvitað „í loftinu”. Brottfarardagurinn rann upp bjartur og fagur. Glampandi sól- skin og heiðskír himinn. Við mættum á tilsettum tíma við af- greiðsluna í Vatnsmýrinni. Þar rak ég strax augun í farartækið, litla flugvél og flugmanninn í samfestingi með flughúfu (öm Johnson) önnum kafinn að at- huga vélina og undirbúa flugið. Ekki leizt mér betur en svo á þetta farartæki, að ég tók þétt- ingsfast í hendi eiginmannsins. Við afhentum farangur og far- miða og ætluðum svo að labba okkur upp i vélina en það var ekki aldeilis leyfilegt. Mjög kurt eis afgreiðslumaður kallaði til okkar og bað okkur að bíða um leið og hann blaðaði í blaða- bimka, þar sem mig minnir að hafi verið nafn hvers farþega, fæðingardagur, ár m.m . . Hann bað mig svo kurteislega að stíga á vigtina og síðan færði hann þyngdina samvizkusamlega inn. Á eftir var eiginmaðurinn vigt- MAGMÚSAR ÍKIPH01TI21 sima«21190 eftirlokun »lmi 40381 B(LALEIGANFALURhf car rental service © 22 0-22- RAUÐARÁRSTÍG 31 ..— ■■ II I ..^ Skuldabréí Miðstöð verðbréfaviðskipta er hjá okkur. Látið skrá ykkur hvort sem þið eru seljendur eða kaupendur. Fyrirgreiðsluskrifstofan Þorleifur Guðmundsson Fasteigne- og verðbréfasala Austurstræti 14, sími 16223. heima 1246S. Viðskiptajöfn- uður Bretu hagstæður Trésmiðir eða laghentir menn óskast til starfa. GLUGGASMIÐJAN Síðumúla 12. PINCOUIN-GARN PINGOUIN-SPECIAL er gróft gam fyrir handprjón. Kostar aðeins kr. 39/— pr. 50 gr. Verzlunin HOF, Þingholtsstraeti 1. Hafnarfjörður — H afnarfjörður Dömur ath. Litanir, lagningar, lokkalýsingar, klippingar og permanent. Hárgreiðslustofan LOKKUR Suðurgötu 21, sími 51388. aður og þyngd hans færð inn og þannig gekk þetta með hvern einasta farþega og á meðan á þessari viglun stóð mátti enginn fara upp í vélina. Loks var þessu lokið og afgreiðslumaðurinn benti farþegunum að stíga inn í vélina. (Mig minnir að við höfum varla verið fleiri en 10—12). Við, þessi í „Sjöunda himni” ætluðum auð- vitað að setjast saman og hald- ast i hendur alla leið norður en viti menn nafn mitt var kallað upp og mér bent að setjast i fremsta sætið til hægri í vélinni og eiginmanninum komið fyrir í aftasta sætið til vinstri. Skýring- in á þessari niðurröðun var sú að það þyrfti að fá rétta „balans- inn” í vélina. Bæði vorum við grönn eða innan við 120 kg. sam- anlagt. Svo hóf flugvélin sig á loft og við (þessi fremst til hægri og aftast til vinstri) hóf um brúðkaupsferðina. Útsýnið var dýrðlegt en oft leit ég samt við til eiginmannsins og alltaf kinkaði hann kolli uppörvandi aftast úr sætinu til vinstri. Við nálguðumst svo Akureyri og nú var ekkert annað eftir en að beygja inn Eyjafjörðinn og lækka flugið og lenda en viti menn, í stað þess að lækka fannst mér vélin stöðugt hækka sig, þar til loks að ég fékk ónotalega til- finningu í magann, rétt eins og þegar maður rennir sér niður snarbratta brekku á skíðum og flugvöllurinn á Akureyri virtist koma fljúgandi á móti mér og auðvitað lenti flugvélin glæsilega á Akureyrarbrautinni. Það var hálfvönkuð eiginkona, Bezta augiýsingablaöiö sem staulaðist með þeim síðustu út úr flugvúlinni beint í fangið á eiginmanninum, sem auðvitað beið eins og riddari. Skýringin á þessari ónotatilfinningu í mag- anum kom fljótt. Uppstreymið var svo mikið að þessi litla flug vél ætlaði varla að komast aftxir til jarðar. En við höfðum úrvals flugmann við stýrið, sem senni- lega hefir steypt vélinni á rétt- um stað og tíma og þar með lent henni með glæsibrag. Auðvitað héldum við (þessi í „Sjöunda himni”) áfram brúð kaupsferðinni en öruggara þótti mér að fara landleiðina heim og lofa öllum flugvélxxm að fljúga út og suður og jafnvel stritast við að komast til jarðar aftxxr. Ekki man ég eftir neinni flug- freyju í þessari ferð og væri gam an að vita, hvaða ár þær byrj- uðu að starfa. Ein á Egilsstöðum. P.S. Þar sem ég les yfirleitt alla pistla í dálkunum þínum , datt mér í hug að senda þér þetta, um leið og ég þakka margt mjög fróðlegt og víðsýnt, sem maður rekur sig of sjaldan á hjá blaða- mönnxxm”. 0 Sjónvarpsgrindur á Þjóðleikhúsþakinu S.N. skrifar langt reiðilestrar- bréf vegna þess að sjónvarps- staurar hafi verið settir upp á þaki Þjóðleikhússins. Sé það nauðsynlegt að geta horft á sjón- varp inni í húsinu, — segir S.N. —, ætti að vera hægt að not- ast við inniloftnet eða a.m.k. að láta minna bera á því, sem uppi á þakinu er. S.N. spyr að lokum, hvort eng- inn telji sér skylt að vernda verk Guðjóns Samúelssonar, að Jón- asi Jónssyni frá Hriflu látnum. Skrifstofustúlka með verzlunarskóla- eða hliðstæða menntun óskast nú þegar. Þarf að vera vön vélritun. Upplýsingar á skrifstofu vorri 1 dag mið- vikudag kl. 5—6. Verzlun O. Ellingssen hf. ENSKAN Kvöldnámskeið fyrir fullorðna. í dgúst London, 15. sept. NTB. VIBSKIPTAJÖFNUÐUR Breta við útlönd í ágúst varð hag- stæður um fjörutíu milljónir sterlingspunda, að því er brezka viðskiptamálaráðuneytið til- kynnti í dag. ÚtfkitninguT jókst mjög og voru alis fluttar út vöruir fyrir 654 núlljórxir punda. Verðmæti innfluttra vara lækkaði x«n 16 mil'ljónir sterlingspumda. Kuupu hey uf Héruði Breiðdalsvík, 15. september. HEYSKAP er nú að ljúka hjá allflestum eftir 24 daga skaplega heyskapartíð, en 20. ágúst hóf- ust heyannir hér í sveit að þessu sinni. Heyfengur er ákaflega misjafn, margir munu hafa allt að meðalmagn, einstaka meira en sl. ár, en nokkrir mun minna, og eru þeir nú að kaupa og flytja hér ofan af Héraði. Úhæft er að telja, að hér sé xxm stór- felld áföll að ræða, því að enp má heyja á útjörð ef tíð leyfir, þó að flestir séu að vísu orðnir óvanir að gripa orf og ijá, en lít- ið er hér um véltaekar engjar. I dag er þokufullt loft og jörð öll að fá haustlit. — Fréttaritari. Afgreiðslustúlka ekki yngri en 20 ára, óskast um n.k. mán- aðarmót til starfa í vefnaðarvöruverzlun við Laugaveg. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu við afgreiðslu á metravörum. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrif- stofu Kaupmannasamtakanna. Marargötu 2. KAUPMAN N ASAMTÖK ÍSLANDS Kennsla hefst eftir viku. Byrjendaflokkar, framhaldsflokkar, samtalsflokkar hjá Englendingum, smásögur, ferðalög, bygging málsins, verzlunarenska, lestur leikrita Einnig síðdegistímar. Málaskólinn MÍMIR Brautarholti 4 (sími 1 004 og 111 09 kl. 1—7).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.