Morgunblaðið - 19.09.1969, Page 4
..MQRGUIÍBLAÐIÐ, FpSTUÐAGUR 1’9. SEPTEMBER. 1!XÍ9
25555
BILALEIGA
HVERFISGÖTU103
VW Sendiferðabifreið-VW 5 manna-VW svefnvagn
VW 9 manna - Landrover 7 rnarma
LITLA
BÍLALEIGAN
Bergstaðastræti 13.
Sím/ 14970
Eftir lokun 81748 eða 14970.
BILA
LEIGil
MAGOJÚSAR
íkiph 3i.ii 21 sima«21190
ettirlokuníimi 40381
0 ... Hvassyrt Eyjamær
Guðmundur Þorsteinsson,
íþróttaíréttaritari Alþýðublaðs
ins skrifar:
„Ein sem ekki er Vestmanna-
eyingur" (hvað er hún þá?) send-
ir mér og Valsmönnum aldeilis
tóninn i Velvakanda á laugar-
daginn, og er mikið niðri fyrir.
Tilefnið er grein, sem ég skrifaði
á iþróttasiðu Alþýðublaðsins fyr
ir nokkru um sögulega för ungra
Valsdrengja til Eyja.
Áreiðanlega er það hinum á-
hugasömu og snjöllu knattspyrnu-
mönnum Vestmannaeyja mikill
sálarstyrkur, að haía slíkar val-
kyrjur á sínum snærum, sem
hlaupa fram fyrir skjöldu, og
ulla á þá, sem eru að hrekkja
Eyjamenn með sínum illu penn-
um, og ánægjulegt er til þess að
vita, að húsmæðurnar í Eyjum
hafa ekki meira að gera við hús-
verkin en svo, að þær geta látið
knattspyrnumál staðarins til sín
taka, ef svo ber undir.
Stór orð frúarinnar í upphafi
greinarinnar tek ég ekki alvar-
lega, fullviss inn að þau eiga sér
aðeins rætur í ást hennar til heima
haganna, og ég vona líka að Vals-
menn geti fyrirgefið henni skýr-
lega athugasemd um að þeir séu
„Ergjó“ (sem mig grunar nú
reyndar að sé framlag Velvak-
anda sjálfs).
0 Pylsur, gos og gestrisni
Fyrri hluta ádrepu frúarinnar
sé ég ekki ástæðu til að fjölyrða
um. Það hefur dómarinn i um-
ræddum leik sjálfur gert í bréfi,
sem birt var á iþróttasíðu Al-
þýðublaðsins laugardaginm 6.
september. Þar gerir hann hreint
fyrir sinum dyrum, eins og ég
óskaði eftir i. grein minni, en eft-
ir stendur síðari hluti ádrepvmn-
ar, sem n»ér finnst satt að segja
ekki verða til þess að klæða mál-
ið í betri fötin.
Hún segir: „Það verður áreið-
anlega engum 11—13 ára dreng
meint af því að lifa á pylsum og
gosi einn dag, þó svo að þeir
þurfi að borga það úr eigin vasa.
Áreiðanlega hafa fleiri drengir
en þeir úr Val, reynt það í fót-
boltaferðalögum, hvar sem er um
landið". — Það er hreinn sann-
leikur, að þetta hafa knatt-
spyrnumennimir okkar imgu
BÍLAL£1GANFALURhf
carrental service ©
22-0*22*
RAUDARÁRSTÍG 31.
PINGOUIN-GARN
Nýkomið VACANCES, ódýrt garn,
sem þolir þvottavélaþvott.
Verzhmin Grein,
Hveragerði.
bilaleigan.
AKBBAUT
car rental service
r 8-23-4?
sendum
PINGOUIN-GARN
CLASSIQUE CRYLOR — SPORT CRYLOR
M ULTI-PINGOUIN — VACANCES.
Nýkomið mikið úrval.
Hannyrðaverzlun Þyrí Hólm.
Hafnargötu 15, Keflavík.
FELAGSLIF
Innanfélagsmót
verður í Sundhöll Hafnar-
fjarðar 22. sept. kl. 20.00.
Képpn isgreman
100 og 200 m baksond kvenoa,
200 m brmgusund kvenna,
4x50 m bringusund kverma,
3x50 m þrísund karla.
Ármann.
PINGOUIN-GARN
Nýkomið VACANCES, ódýrt garn,
sem þolir þvottavélaþvott.
Verztun Jórunn Bachmann,
Borgamesi.
fengið að reyna í ferðum sínum
um landið, en ekki er það æskilegt
að svo ungir drengir, sem hér
um ræðir, séu látnir vera vega-
lausir og matarlausir á ókunnum
stað, vegna þess að það hafi ver-
ið látið viðgangast áður. Myndi
frúnni sjálfri vera það ljúft að
horfa á eftir sínum eigin syni í
slikt ferðalag? Ekki trúi ég því.
Einmitt núna um helgina voru
ungir drengir frá Eyjum í heim-
sókn í Reykjavík, sem vel að
merkja stóðu sig afbragðsvel, og
urðu tslandsmeistarar í 5. flokki,
og komust í úrslit í 4. flokki.
Ekki trúi ég því að þeir hafi
verið látnir lifa á pylsum og
gosi, eða hírast í búningsklefa
meðan á dvöl þeirra hér stóð. —
Það þarf að ganga svo frá hnút-
unum f eitt skipti fyrir ðU, að
slíkt geti ekki átt sér stað nokkurs
staðar á landinu, og virðist mér
það vera vandalaust fyrir knatt-
spymuforystuna að koma því í
kring.
0 Símasamband er
komið á
Hafi það verið umtalað, að for
ráðamenn ÍBV sæju um móttöku
liðsins umræddan dag, var þeim
engin vorkunn að gera það á
sómasamlegan hátt, og sömuleið-
is, hafi það verið vanrækslu Vals
manna sjáifra að kenna, að svo
fór sem fór um móttökumar, má
benda viðkomandi aðilum á, að
langt er nú umliðið síðan síma-
sairiband komst á milli Eyja og
lands.
Það sést á bréfi frúarinnar —
sem bendir til þess, að einhver
hafi þrátt fyrir allt átt að greiða
götu drengjanna við komuna til
Eyja — að það hafi verið talið
öruggt, að liðið kæmi um miðjan
dag. Vestmannaeyjaflúgvöllur er
enginn Kennedy-flugvöllur, og
því varla umtalsvert, þótt ein-
hver þurfi að „æða upþ á flugvöll
í hvert sinn sem flugvél sést", ef
von er á gestum til félagsins.
§ Óréttmætt hnútukast
Sá slæmi misskilningur kemur
fram i báðum bréfunum frá Eyj-
um, að Knattspyrnufélagið Valur
hafi að einhverju leyti staðið að
þessari grein minni í Alþýðu-
blaðinu. Þetta er alrangt — nema
kalla megi mig Valsmann. Ég
lék reyndar einu sinni með 4.
flokki Vals, og man einmitt
Til sölu er
SAAB1966
f mjög góðu standi. Upplýs-
ingar í síma 33571.
glögglega eftir keppnisferð, sem
við fórum í til Akraness. Akur-
nesir.gar létu okkur ekki lifa á
pylsum og gosi, né hírast í bún-
ingsklefa um dagiim. Við vorum
nefnilega gestir þeirra ,og þeir
tóku okkur sem slíkum, en þetta
er nú önnur saga.
0 Öryggis barnanna sé
gætt
Valsmenn eiga ekki skilið þetta
hnútukast frúarinnar og dómarans
i Eyjum, þvi þeir gleðjast áreið-
anlega yfir því, eins og við ger-
um ÖH, að Vestmannaeyjar skuli
búa svo vel að sínum ungu
drengjum, að þeir geti orðið með
al beztu knattspymumanna
landsins. Allir geta verið ánægð-
ir yfir því, og vissulega vakti það
ekki fyrir mér að kasta rýrð á
sigur hinna ungu Eyjamanna, fjarri
þvi. Hins vegar getum við
líklega öll verið sammála um
það, að það hlýtur að vera skil-
yrðislaus krafa þeirra foreldra,
sem eiga böm sin í íþróttaflokk-
um, sem ferðast út um landið til
keppni fyrir félag sitt, að örygg-
is þeirra og velferðar sé gætt til
hins ítrasta. Það hefur ekki orð-
ið uppi á teningnum í þessari ferð
ungra Valsmanna til Vestmanna-
eyja.
Guðmundur Þorsteinsson,
íþróttafréttaritari
Alþýðublaðsins.“
• Endalaus rigning
Ósköp rignir! Ætlar þetta
aldrei að taka enda? segja menn.
Og sumir bæta við: Það er nú
ekkert með okkur. En aumingja
bændumir, sem eiga aUt sitt und-
ir þessu!
En ef við lítum að staðsetningu
landsins á landakortinu og rifj-
um upp liðinn tíma, þá vitum
við að svona ár geta komið —
óg koma hér! Sem betur fer eiga
menn ekki eins mikið undir þeim
og áður, ajn.k. falla menn ekki
lengur úr hor eða eta skóbætur.
Þar hafa orðið miklar framfarir.
Þar sem við erum nú ávallt
öðru hverju minnt á þá stað-
reynd að svona árferði getur kom
ið, væri ekki úr vegi að reyna að
búa sig undir það. Áður reyndu
karlamir að safna heyjum, þótt-
ust hólpnir ef þeir áttu gamla
stabba. Það er víst úrelt aðferð.
Við þurfum að vinna hey á
hverju sumri — en það þarfbara
að fara einhvera veginn öðm
vísi að þvi en að bíða eftir að
veðrið lagist og keana veður-
spámönnum um, ef maður verð-
ur fyrir vonbrigðum.
Ekki veit ég hvemig á að gera
þetta .Það er bara verkefni, sem
blasir við og þarf að leysa. Og
hvað er ekki hægt að leysa á þess
ari tækniöld. Ef kostað er miklu
til að bera á túnin og haldinn
dýr vélakostur, verður að vera
hægt að nýta þetta. Nú tækni-
menn, leysið vandann!
URVALS GÆÐINGUR
AF GÓDU KYNI TIL 5ÖLU
Upplýsingar í síma 13227.
ferðaskrifstofa bankastræti 7 símar 16400 12070