Morgunblaðið - 28.09.1969, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.09.1969, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. SEPT. 1968 ansskóli Hermanns Ragnars „MiÖbær“ Símcu: 8-2122 og 3-2222 Skólinn er ti! húsa í „Miðbæ" Háaleitisbraut 58—60 Skrifstofan er opin frá kl. 3—7 e.h. Sími 8-2122. Strætisvagnar sem stanza næst skólanum eru: Leið 8, 20, 22, 25, 27 og 28, rétt við innganginn. Góð bifreiðastæði eru við húsið. Árbæjarhverfi — Breiðholt: Strætisvagnar stanza rétt við skólann. Seltjarnarnes: Kennt verður í nýja Félagsheimilinu. Upplýsingarit í bókaverzlunum. DANSKENNARASAMBAND ISLANDS 000 Nemendur vinsamlega hringið í síma 1-43-92 frá kl. 2—7 dag- lega. alletískólí Katrínar. Guðjónsdóttur Lindarbæ byrjar 6. okt. n.k. DANSKENNARASAMBAND ÍSLANDS 000 BÆKUR FltÁ LEIFTRI PÉTUR MOST. Þriðja bókin: Pétur konungur. — í þessari sögu kynnist Pétur Indverskum höfðingja, fer með honum á tígris- dýraveiðar og lendir eins og vant er í margvíslegum ævintýrum. Að lokum kemst hann í kynni við prinsessu eyjarinnar, og greinir sagan nánar frá kynnum þeirra. — Verð kr. 175.00. KIM. Þessi saga heitir: „Sá hlær bezt sem síðast hlær“. Eins og vant er, þá eru þau öll á ferðinni: Kim, Kata, Eiríkur og BriUi og hafa í nógu að vasast. — Kr. 160.00. BOB Moran, tvær bækur: Stálhákarlarnir og Vin „K” svarar ekki. Eins og lesendum Bob Moran-bókanna er kunnugt, þá eru þær svo spennandi, að því verður ekki með fáum orðum lýst. Lesið þær og þér munuð sannfærast. — Kr. 175.00 hvor bók. FRANK OG JÖI. Þriðja bókin: Leyndarmál gömlu myllunnar. Hér komast drengimir á snoðir um bófaflokk, sem hefur að- setur í gamalli myllu, og tekst þeim með snarræði og dugnaði að koma í veg fyrir ráðabrugg þeirra. — Kr. 175.00. STELPURNAR SEM STRUKU. — Þær voru tvíburar, litlar og fallegar stelpur, en höfðu alizt upp við fullmikið eftirlæti. Faðir þeirra var vel efnaður, en vegna atvinnu sinnar var hann lang- dvölum erlendis, og gat því ekki litið til þeirra sem skyldi. Þær áttu því erfitt með að sætta sig við aga, þegar lífið barði að dyrum. — Bókin er fjörlega skrifuð og sagan skemmtileg og falleg. — Kr. 160.00. DRENGURINN FRÁ ANDESFJÖLLUM. — Hann er lágvaxinn en hnellinn strákur og elst upp hjá afa sínum. Afi býr einsamall í kofa uppi í Andesf jöllum og mannaferðir eru ekki tíðar þang- að upp eftir. Múldýrarekinn Ernesto kemur þó öðru hvoru. Þeir eru aldavinir, gömlu mennimir. Drengurinn á engan að, nema afa sinn. Og þó er mikil saga að baki hans. En henni kynnumst við, þegar við lesum söguna um Drenginn frá Andes- f jöllum. — Kr. 175.00. VÖLUSKRÍN I. — Sögur handa bömum og unglingum. Hróðmar Sigurðsson valdi sögumar. Hróðmar segir: Það vakti fyrir mér, er ég tók saman þessa litlu bók, að gefa yngstu kynslóðinni kost á að kynnast nokkm af því lestrarefni, sem feður hennar og mæður, afar hennar og ömmur, glöddu sig við á æskuárum sínum og höfðu að veganesti út í lífið. — Kr. 160.00. NÝJA HEIMILIÐ, höfundur: Petra Flagstad-Larsen. — Hrólfur litli og Anna-Lísa em systkin. Heimili þeirra er í upplausn, en þau fá að dveljast í sveit sumarlangt. Þar bíða þeirra fjöl- mörg ævintýri í störfum og leik. Og þar kynnast þau líka hús- dýmnum, sem öllum bömum er nauðsynlegt. Falleg bók og góður lestur handa drengjum og stúlkum. — Kr. 160.00. FRÁ KOMMÚNISMA TIL KRISTS. Benedikt Amkelsson þýddi. Höfundurinn, sem er kona og skólastjóri í Englandi, gerir í riti þessu grein fyrir því, hvemig skoðanir hennar breytast og hún Iaðast að þeirri persónu, sem ein á svar við dýpstu spurningum lífsins: Jesú Kristi. — Kr. 50. Söluskattur til ríkisins er ekki innifalinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.