Morgunblaðið - 28.09.1969, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.09.1969, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. SEPT. 11960 tlitgieíandí H.f. ÁrvafcuiP, Reyfcjavlfc. Fnamfcvœmdasítj óri Haraildur Svemsaon. •Ritistíjórar Sigur'ður Bjamason frá Vigur. Matöhias Jofcaimestíen. Byjólfur Konráð Jónssion. Eitstjómarfulltrúi Þorbjöm Guðtaundsson. Fréttaistjóri Björn Jóíhannæon!. Auglýsingasitj'óxá Árni Garðar KristinsBon. Eitstjórn oig afgreiðsla Aðaistræti 6. Síimi 10-109. Auglýsingar Aðalstræti é. Sími 22-4-00. Ásfcriftargj'ald kr. 150.00 á mánuði innanlands. 1 lausasjöiu fcr. 10.00 eintafcið. HREINSANIR í TÉKKÓSL Ó VAKÍU 17" remlverjar láta ekki leppa **■ sána í Prag sitja aðgerð- arlausa. Um þessa helgi eiga þeir endanlega að ýta þeim mönnum til hliðar, sem ætl- uðu sér að skapa „mannúðleg- an kommúnisma“ í Tékkósló- vakíu. Dubcek og félagar hans hafa undanfarið verið ásakaðir um það í málgögn- um kommúnistaflokks Tókkó- slóvakíu og af talsmönnum hans, að innrásin í landið fyr- ir rúmu ári hafi verið þeim að kenna. Vegna þess hversu Dubcek og félagar hans eru vinsæiir meðal almennings í Tékkósló- vakíu, hafa leppar Kreml- verja orðið að fara sér hægt við hreinsanimar. Síðustu vik ur hafá þeir skipulagt miklar hatursárásir í fjölmiðlunar- tækjum flokksins og ferðazt um landið til að flytja boð- skap sinn. Þeir helztu, sem hafa látið að sér kveða í baráttunni gegn Dubcek, eru þeir Kold- er og Indra. Þeir eru báðir auðsveipir fylgismenn Kreml- verja og líta með söknuði til ógnartímabils Stalíns, Gott- walds og Novotnys. Þriðji heittrúaði andstæðingur „mannúðlegs kommúnisma“ er Strougal, sem sækir vald sitt til leynilögreglunnar og telur sig stjóma á „lýðræðis- legan“ hátt í samvinnu við hana. Telja má víst, að þessir þrír menn muni verða valda- mestir í Tókkóslóvakíu í næst unmi. Husak og Cernik virð- ast nú lítið annað en hand- bendi þeirra og leiksoppar á taiflþorði Kremlar. Til að kynnast því, hvemig árásimar á Dubcek hafa ver- ið settar fram, verður vitnað til urnmæla Kolders og Indra, sem þeir viðhöfðu fyrir skommu: Kolder skýrir inn- ráisina í Tékkóslóvakíu á þann veg, að innrásarríkin 5 hafi gert haha, þar sem þau hafi að réttu glatað trú sinni á leiðtoga kommúnistaflokks Tékkóslóvakíu. Kolder var sakaður um samvinnu við innrásarríkin í ágúst 1968 og var þá vikið úr forsætisnefnd Kommúnistaflokksins, en hlaut endurreisn þar í apríl sl., þegar Husak hafði tekið við völdum. Indra er nú ritari miðstjómar kommúnista- flokksins. I nýlegri ræðu fjall aði hann um mistök „endur- sikoðunarsinnanna til hægri“ og lagði á ráðin, hvemig bæta ætti úr þeim. Mistökin vom í því fólgin, að fylgja ekki nægilega kenningum Leníns. Hreinsanimar í Tékkósló- vakíu em rétt að hefjast. Á næstu vikum má búast við því, að æ fleirum verði refsað fyrir skoðanir sínar og afstöð- una til Kremlverja. Þegar hefur verið ákveðið að láta þá, sem skrifuðu undir „2000 orðin“ sæta refsingu. Allt er þetta framkvæmt undir leið- arljósi marxismans—leninism- ans og alþjóðahyggju öreig- anna. Á sínum tíma drap Stalín margar millj. manna. fyrir sama málstað. Þeir menn finnast þó enn hér á landi og annars staðar, sem þrátt fyrir þetta og öll önn- ur ódæðisverk kommúnism- ans, em stoltir og hreyknir af því að ljá honum liðsinni sitt. MERK STARFSEMI BORGARINNAR rélagsmálastarf Reykjavík- urborgar vekur vaxandi athygli enda má með sanni segja, að í þeim efnum hafi orðið álíka bylting á síðari ár- um og varð í gatnagerð og öðrum verklegum fram- kvæmdum borgarinnar í upp- hafi þessa áratugs. Ný sjónar- mið, sérhæfðir starfskraftar og aúkið fjármagn einkenna nú fólagsiegt starf á vegum borgarinnar og má óhikað fullyrða, að nýskipan þess er einn merkasti þátturinn í starfi S j álfstæðismanna í borgarstjóm Reykjavíkur á undanfömum árum. Sigurlaug Bjamadóttir, einn af varaborgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins, gerir þessi mál að umtalsefni í at- hyglisverðri greiin er hún rit- aði í Mbl. í fyrradag. í grein sinni bendir Sigurlaug Bjama dóttir á, að nokkrir tugir of- drykkjusjúklinga eiga hvergi höfði sínu að halla í höfuð- borginni og segir: „Margir þessara manna em það langt leiddir í sjúkleika sínum og eymd, að þeir eiga sér engr- ar viðreisnar von og ættu hvergi heima nema á sérstök- um sjúkrastofniunum, sem ekki eru fyrir hendi“. Þá víkur Sigurlaug Bjarna- dóttir að bamavemdarmálum í grein sinni og breyttum við- horfum 1 þeim efnum: „Úr- ræðið til veradiar barninu var r vh j U1 li A N 1 Ul \ H IEI lll H\ „Orrustan" um Mðltu MIÐJARÐARHAFSEYJAN Malta, hlaut sjálfstæði innan brezka samveldisins í septem ber 1964. Eins og svo víða hefur orðið annars staðar, eru íbúamir nú að gera sér grein fyrir að vandamál- in verða ekki öll leyst með sjálfstæði, þvert á móti bæt- ast oftast við ný, sem eru hálfu verri viðureignar. Sam- búð Möltu og Englands hef- ur ekki verið upp á það bezta undanfarin ár, og ósamlyndið eykst stöðugt. Þetta hefur haft í för með sér mikla erf- iðleika í innanríkismálum eyj arinnar, og gæti jafnvel haft örlagaríkar afleiðingar fyrir heimsbyggðina. Lega eyjar- arinnar er nefnilega mjög heppileg frá herfræðilegu sjónarmiði. Vestrænir fréttamenn, hafa mjög gagnrýnt stjórn Bret- lands fyrir að hafa ekki reynt betur að tryggja stöðu Möltu frá hernaðarlegu tilliti, og segja að ef ekki verði úr bætt, gæti hæglega farið svo að hún gengi Rússum á hönd. Malta ag smáeyjamar um- hverfis hana, liggja milli Ítalíu og Norður-Afríku. f síðari heimsstyrjöldinni var Malta kölluð Baradís orr- ustuflugmanna, en þeir urðu ekki alltaf langlífir í þeirri paradís, því þýzkar og ítalsk ar flugvélar gerðu árásir á eyina frá morgni til kvölds og þær fáu Spitfire-vélair sem þar voru til varnar, áttu við algert ofurefli að etja. En, eina og í orrustunni um Bretland, börðust Englending ar eins og ljón, og þeim tókst að halda eynni. Sprengjuflug- vélar þaðan gerðu mikill usla á skipalestum Þjóðverja á Miðjarðarhafi, og tundurspill ar og tundurskeytabátar gerðu einnig árásir þaðan. Eftir stríðið var reist mikil brezk flotastöð á eynni, og þar voru höfuðstöðvar Mið- jarðarhafsflotans. Og þrátt fyrir að miklar breytingar hafi orðið á flestum grund- vallarreglum sjóhernaðar á síðustu árum, er Malta enn mjög mikilvæg hemaðarlega séð. En þegar Malta féikk sjálf- stæði, fliuibtiu Bretar flota sinn þaðan. Sú ákvörðun hafði bein álhirif á efnahag eyjar- ininiar, og þegar Bretar til- kynmtu að þeir ætluðu að lækka útgjöld sín á eynni um sem svarar 2500 milljónum ísl. króna, vakti það mikla gremju, og deilur sem hafa magmazit æ síðan. Meiira en 6000 Möltulbúar gegndu ýmsum störfum í brezku herstöðinni, og aðrir 6000 voru við iðnaðarstörf sem að miklu leyti byggðu afkomu sína á verzlun við hana. Menn hafa reiknað út að áður en árið 1971 gengur J5070 mn OKM. 5 10 m =;GBMIK0‘ wmiuwt MJILTA wdropian-basis ‘ - ' ------------- Kortið sýnir Möltu, og legu hennar í Miðjarðarhafinu. í garð muni um 8000 vera at- vinnulausir, og það er um 20 prósent þjóðarinnar. Jafn- framt þessu hafa þjóðartekj- urnar minnkað um 20—30 prósent. Saimbandið milli stjórnar- innar í London, og Möltu, hefur aldrei verið verra en nú. f síðasta mánuði, hótaði George Borg Olivier, forsæt- isráðherra, að reka á braut þá fámennu sveit brezkra her manna sem enn eru á eynni (mest til að sýnast), ef ekki verði gerður saunningur hið bráðasta um efnahagsaðstoð við eyna. Árið 1964, var gerður samn ingur um efnahagsaðstoð, og samkvæmt honum var aðstoð- in að mestu beinn og óaftur- kræfur styrkur, eða 75 prós- ent, en lán hins vegar 25 prósent. Þegar endumýja átti samn- inginn, vildu Bretair að Maiiba tæki á sig meiri byrðar, þar sem efnahagsuppbygging landsins gengi betur en í Bret landi. Þeir vildu veita 75 prósent sem lán, en 25 prós- ienit geim þedmiain sityirlk. Stjórn Möltu varð ókvæða við, og harðneitaði. Bretar reyndu þá að semja um að helmingurinn yrði lán, og helmingurinn heinn styrkur, en Malta vildi halda fast við gamla fyrirkomulagið. Borg Olivier, forsætisráð- herra Möltu, á í töluverðum erfiðleikum vegna þessa máls, þar seim kosningar eru yfir- vofandi eftiir um það bil hálft ár. Hann stendur andspænis vaxandi atvinnuleysi og þjóð félags óró, sem að sjálfsögðu kæmi stjórnarand- stöðuflokkunum til góða, ef hann göbur eklki gert einihverj ar úrbætur. Hann hefur því, eins og oft áður, hótað að ef Bretar gangi ekki að skilyrðum hans, verði Malta að leita „nýrra vina”. Um 60 prósent af öll- um innflutningsvörum á Möltu, koma frá Bretlandi, og Ítalía er meira en fús til að taka við því hlutverki. En það eru ekki aðeins ítalir sem bíða við dyrnar, Rússar em heldur ekki langt undan, og þeir hafa lengi beðið lags. Á nokkrum síðustu árum, hafa Rússar oft gefið í skyn að þeir hefðu mikinn áhuga á auknu sambandi milli Möltu og Rússlands. Þeir hafa t.d. sagt að þeir vildu gjarn- an láta fara þar fram við- gerðir á skipum sínum, en á Möltu eru miklar skipasmíða stöðvar, sem áður tilheyrðu Bretum, en eru nú eign einka- aðila á eyrnni. Rússar eru sífellt að stækka flota sinn á Miðjarð- arhafi, og það væiri ómetan- legt fyrir þá að geta haft fasta bækistöð og aðstæður til viðgerða, á Möltu. Þeir eru því ákafari, þar sem svo virðist sem draumur þeirra um flotastöð í Mers-el-Kebir í Alsir, sé að engu orðinn, en Mers-el-Kebir var áður frönsk flotastöð. Þegar Gretscko, landvarn- arráðherra Rússlands, var á ferð um Alsír, fyrir rúmu ári, reyndi hanni fyrir sér uim samning um flotastöð á þess- um stað. En Alsír, sem vill eiga gott samband við Frakka, tólk imállallteiiltiainlilninii fálllegia. Rússneski sendiherrann í London, sem eininig er sendi- herra lands síns á Möltu, hef- ur boðað að hann muni heim- sækja eyna áður en langt um líður, og þegar hefuff verið borin fram formleg ósk um að sjálfstætt rússneskt sendi- ráð verði á eynni. — alla jafna í því fólgið að fjar- lægja það af heiimili sínu og flytja jafnvel burt í fjarlægt byggðarlag til að rjúfa sem tryggilegast fyrri tengsil við fjölskyldu og fyrra umhverfi. Nú er þvert á móti reynt að komast hjá því í lenigstu lög að slíta fjölskylduböndin, en leitazt við að byggja upp heiimibð með ýmiiss komar fólagslegri aðstoð og fræðslu og þá fyrst og fremst sjálfa foreldrana, sem mest veltur á, að sóu hæfir til að annast beimili sibt og böm“. í upphafi greimar sinnar vekur Sigurlaug Bjarnadóttir athygli á því, að miklu fé er varið til félagsmáila í borginni en áraniguri-nn kannski ekki eins áþreifanlegur eins og í gatnagerð. Engu að síður má óhikað fullyrða, að mikill meirihluti borgarbúa er hlynntur því að verja vem- legum fjármunum til þessa starfs og vonandi verður það til þess að höfuðborgin losnar við ýmis ógeðfelld vamdamál, sem einkienna stórborgir er- lemdis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.