Morgunblaðið - 20.12.1969, Qupperneq 8
8
MORiGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1060
BÓKMENNTIR - LISTIR
BOKMENNTIR - LISTIR
BOKMENNTIR - LISTIR
Guðmundur G. Hagalín
skrifar um
BÓKMENNTIR
Vestan um haf
Einar Páll Jónsson: Sóllieim-
ar. Önnur útgáfa aukin.
Reykjavík 1969. Aðalumboð
Bókaútgáfa Menningarsjóðs.
HÖFUNDUR þessarar ljóðabók-
ar, Einar Páll, eins og vinir hans
jatfnan kölluðu hann, var sonur
fátseks heiðarbýlisbónda, Jóns
Benjamínssonar á Háreksstöðum
í Jökuldalsheiði, og konu hans,
Önnu Jónsdóttur. Var Jón tví-
kvsentur og átti með fyrri konu
sinni fjóra sonu, sem allitr urðu
kunnir menn. Það voru þeir
Gtunnar bóndi á Fossvöllum, sen,
var skáld í óbundnu máli, þegar
hann vildi það við hafa, Þórar-
inn, er var mjög hneigður fyrir
tónlist og samdi mörg lög, Gísli,
ritstjóri og ljóðskáld í Winni-
peg, og ísalk bygginganmeistari,
eiginmaður Jakobínu Johnson,
Skáldkonu, en sjálfur var hann
allvel hagmæltur. Albróðir Ein-
ars Páls var séra Sigurjón Jóns-
son á Kirikjubæ, maður bráðgáf-
aður, hagmæltur og mælskur.
Verður því ekki annað sagt en
að hinn fátaeki heiðarbóndi, Jón
Benjamínsson, hafi látið eftir sig
óvenjumikil verðmæti.
Einar Páll var fæddur árið
1880. Hann fór tuttugu og
tveggja ára garnall í Menntaskól-
ann og settist í annan be'kk.
Hann sat í Skólanum í þrjú ár,
en hætti síðan námi. Hamn hafði
mikil kynni af ýmsum mennta-
og stjórnmálamönnum á skóla-
árum Sínum, og heyrði ég þá
tala um hann, Stefán skáld frá
Hvítadal og Þórberg rithöfund
Þórðarson, og ákildist mér, að
hann hefði þótt maður
dkemmtinn og oft verið glatt á
hjalla, þegar hann var með vin-
um sínum. Hann hafði þá þegar
mikið yndi af skáldskap, og
áhuga hafði hainn á pólitik, var
ákafur landvamarmaður. Dvaldi
hann hér í bænum, eftir að hann
lauk námi, unz hann fór til Vest-
urheims, þar sem þá voru bú-
settir þrír hállfbræður hans, en
það var árið 1913. Fjórum árum
seinna varð hann meðritstjóri
Lögbergs, en árið 1927 varð hann
aiðalritstjóri þess blaðls og var
það svo að segja til æviloka, en
hann lézt vorið 1959. Hann var
tvíkvæntur. Fyrri kona hans var
Sigrún Maren, dóttir Baldvins
Ba/ldvinsisonar, ritstjóra Heims-
kringlu og þingmanms, en að
henni látinni kvæntist Einar
Páll Ingibjörgu kennslukonu
Sigurgeirsson, eem var um skeið
meðritstjóri Lögbergs, en nú er
ritstjóri hina sameinaða blaðs,
Lögberg-Heimslkringla. Er hún
útgefandi þegsarar annairrair út-
gáfu ljóða Einars Páls, en út-
gátfan er sérlega vönduð, bókin
beinlínis felleg, yzt sem innst.
Sá Ágúst Guðmundsson prent-
smiðjustjóri í Alþýðuprent-
smiðjunni um allan frágang
bókarinnar og teiknaði bandið,
en listamaðurinn Atfld Már teikn
aði kápuna. Frú Ingibjörg skrif-
ar formála fyrir bókinni en Har-
aldur prófessor Bessason grein
um höfundinn, ritstörf hans og
akáldsikap.
Einar Páll þótti þegar at-
kvæðamikilí ritstjóri. Hainn var
yfirleitt maður hógværlegra
raka, en hins vegar harður og
vel vigur, ef í brýnu sló. Hann
var einlægur lýðræðissinni —
og mjög vel fylgdist hann með
því, sem fram fór hér á íslandi.
Gladdist hann einlæglega yfir
hverju því spori, sem hér var
stigið í átt framfara og aukins
sjálfstæðis. Hainin var sem bræð-
ur hans ötull og árvakur vernd-
ard íslenzkrar þjóðræfcni, eftir
því sem ©fni stóðu til, og varð
honum vel ágengt hvarvetna,
þar sem hann lagði hönd að
verfci, því að hann var maður
mjög vinsæll, þótti sfcemmtileg-
ur og var velviljaður í hvívetna.
Þeim frú Ingibjörgu var boð-
iið hingað heim árið 1946, og
varð það honum og raunar þeim
hjónum báðum til mikillar
ánægju — og þá ekki sízt Einari
Páli, sem vitjaði æskustöðvanna
í ferðinni, en þá voru Háreks-
staðir og öill önnuir býli í Jökul-
dalsheiði komin í eyði, en landið
samt við sig með sánum angan-
gróðri.
Ljóðin í bókinni fylla á þriðja
hundrað blaðsíður, án þess að
eyður séu þar til lýta. Frú Ingi-
björg hefur valið kvæðin og dkip
að þeim í flokfca. Þar eru fyrst
á einni síðu Vísur Ingibjargar,
er enda þannig:
Um sumar og vetur að síðustu tíð
í sólheimi bý ég með þér
Þá eru Ættjarðarljóð, Vestrið,
þ.e. kvæði um Kanada og sitt-
hvað í hinum nýju heimahögum
sfcáldsins. Síðan eru Ýmisleg
kvæði og stöfcur, Minningarljóð,
afmælis- og brúðkaupsljóð. Þýð-
ingar — og að endingu Heim-
sókn til ÍSlands 1946.
Einar Páll orti í svipuðum
anda og stíl og Skáldin hér heima
á þeim árum, sem hann var að
alast upp, og fæ ég ekki séð, að
hann haifi orðið fyrir áhirifum af
nýjungum í brezíkum eða amer-
ískum sfcáldákap, og þó að hann
heflði búið í hálfan fimmta ára-
tug vestan hafs, þegar hann orti
seinasta ljóð sitt, sést hvorki
þar né annars staðar blettur eða
hrukka á móðurmálinu. Þá er og
óhætt að fullyrða, að hann var
sérlega smekfcvís á orðaval, rím-
ið lipurt og oftast kliðmjúkt og
formið stunduim dfeemmtilega
myndrænt. Yfir ljóðum hans er
yfirleitt mildur blær fágaðra
hugsana og heiðríks hugarfars
og þau sem yljuð innri glóð. Oft
er líka sem þau ilmd af ást til
ÍSlands, átthaganna, íslenzkrar
tungu og þjóðernis. í síðasta
kvæðinu, sem hann orti, þá 77
ára gammall til íslands, segir
svo:
Vor stolta drottning brosir fríð
og frjáls
gegn framtíð, sem að giftudísir
skapa,
og ber ei lengur danskan hlekk
um háls
né heljanfjötur stórra eigin
glapa.
Við strengjablak vors sterka
móðurmáls
hún man það eitt að hafa gleymt
— að tapa.
Og heiðin mín er heiðhjört þessa
nótt,
í hennar faðm ég leita æsku
minnar,
mig hafa þangað draumadísir
sótt
með driflhvít brjóst og
og fagurrjóðair kinnar.
Minn bær í eyði, allt svo
undurhljótt
og angurværð í djúpi
sálarinneir.
Að eiga í vitund fagra
fósturjörð
þó fjairlæg sé, er langrar ævi
gróði,
þar djanfir synir halda
heiðuravörð
um heiða nótt í söngvum jafnt
og ljóðd,
sem glaðir flytja guði
þafekargjörð
og geyma Æreflisiseld í merg og
blóði.
Kvæðið heitir Hin bjarta nótt,
og svo tær og heiðrík er yfirleitt
hugsun skáldsins, þegar hugur-
inn hvarflar heim ......... En þó
getur þess dæmi í þessum ljóð-
um, að fyrir bregði oftast dul-
inni beizkju út af þeirn örlögum
að lifa lengst sinnar ævi í fram-
andi landi og að lokum hníga
þar að hinzta beði. Kvæðinu um
Stínu þvottakonu lýkur þannig:
Og hún, sem elsfcaði ísland mest
á ensfloi var síðast kvödd.
Og hver veit? Ef til vill hetfur
sflráldinu oftar en einu sinni sýnzt
eins og segir í ferskeytlu, sem
heitiir aðeins Úr bréfi:
Þyngst var mér um þennan óð,
þú ert hortfin sínum.
ÆSkudrauma daujablóð
drýpur úr perma mínum.
Ég hefði gjarnan viljað fjalla
frekar um þessa bók og litf og
startf sliks íslendings sem höf-
undur hennar var, en ég varð að
láta við svo búið standa. Að lök-
um votta ég svo frú Ingibjörgu
Jónsson virðingu mína og þöfck.
Hún hefur viljað með þeslsari
fallegu útgáfu minnast Einars
Páls látinis á þann hátt, að sam-
boðið væri minningunni um sam
vistir þeiirra og samstartf í þeim
„Sólheimum“ sem hún bjó hon-
um.
Allar erum við
syndugar systur
August Strindberg: Heimaeyjar-
fólkið.
Sveinn Yíkingur þýddi. Bláfells
útgáfan. Prenthús Haf-
steins Guðmundssonar. Reykja-
vík 1969.
Skáldrisinn sænski, August
Strindberg, skrifaði fjölda bóka,
þó að ekki yrði hann gamall
maður, og hann var ekki við
eina fjölina felldur um form.
Hér er hann nú svo að segja
ekki af öðru kunnur meðal
þorra manna, en leikritum sín-
um, en hann orti ljóð og skrif-
aði stuttar og langar skáldsög-
Ur og raunar fleiri tegundir
inita. Otftast stóð uim hainn styr,
enda var hann ærið bitur og
stundum persónulega nærgöng-
ull og óvæginn. Stundum var
hann og vairt með sjálfum sér,
en samt sem áður sjaldan svo,
að ekki brygði yfir bækur hans
ljóma skarprar hugsunar og frá
bærs hugmyndaflugs.
Það var í tízku hjá sænskum
rithöfundum á síðari hluta 19.
aldar og að minnsta kosti fyrstu
áiratugum þessarar að dvelja
sumarlangt á eyjurn í skeirjagarð
inum ekki ýkjalangt frá Stokk-
hólmi. Sumir leigðu sér hús eða
húshluta hjá bændum og fiski-
mönnum, en aðrir komu sér upp
sumarhúsum. Umgengust þeir
fólkið og kynntust lífi þess og
hugsunarhætti, og sumir þeirra
fengu á þann hátt efni í skáld-
irit. Einmitt á þeim árum, sem
Strindberg leið bezt, bjó hann
á hverju sumri á eyju einni úti
í skerjagarði, og þar kynntist
hann því fólki og lífi, sem hann
lýsir í skáldsögu þeirri, sem nú
er komin út á íslenzku í þýð-
ingu séra Sveins Víkings.
Heimiaeyjarfólikið valkti svo
sem engan úlfaþyt meðal
sænskra menntamanna eða góð-
borgara, þá er það sá dagsins
ljós, en hins vegair verður varia
sagt, að það vekti verðuga at-
hygli, og var það sakir þess, hve
mikið var rætt og ritað um aðr-
ar bækur, sem komu frá hendi
hins snjalla, en lítið jafnvæga
sfcáldis. En þessd saigia betfur
unnið á, svo að óhætt mundi nú
að segja, að meðal alls þorra
miannia í Svíþjóð, lærðra sem
Iieikria, nfjóti enigin a(f bókium
Strindbengs jafn mikilla og
traiuistfra vinsældla, og ég er í
engum vafa um það, að hér mun
hún eignast marga lesendur.
Og hvað er svo um hana að
segja í örstuttu máli, þessa
frægu og vinsælu sögu hins
sænska skáldjöfurs?
Það sýnir skáldið okkar lit-
ríka mynd af lífi fólksins á
Heimaey á sumiri og vetri, en
þair var lifað eins og víða hér á
landi bæði á landbúskap og
sjávarútvegi, og þar eins og hér
vildi það gjarnan verða svo, að
annar tveggja þessara atvinnu-
vega væri vanræktur og þá frek-
ar landbúið, sem bauð ekki upp
August Strindberg
á óvænt höpp, svo sem selveiði
eða síldarhrotu. Nú er það þann
ig, að eitt heimili er ósköp lítil
eining í heilu sveitarfélagi, hvað
þá í sjálfu mannfélaginu, en
fólkið á hverju heimili á sér
sínar þrár, og sínar ástríður, er
geta valdið vaxandi spennu, sem
loks getur leitt til ærið örlaga-
þrunigiinnia atfburðia og þessu er
svona varið í hinni annars lát-
lausu sögu Strindbergs. Fólkinu
í sögunni er ekki lýst með sál-
fræðilegum vangaveltum, — það
skýrist smátt og smátt í ljósi
atburðamna. Það er hvorki verra
né betra en gerist og gengur,
enginn sérlega vondux, enginn
einstakur öðlingur, og í fljótu
toragði séð virðist höfundurinn
ekki hafa neinn boðskap að
flytja. En þau tvö í sögunni, hús
freyjan og Carlsen vinnumaður,
sem hvort í sínu lagi vilja brjóta
eðlileg lögmál náttúrunnar og
svíkja sig inn á hamingjuna,
týna fyrir það lífinu, en prest-
urjnn gamli, sem höfundurinn
hefur sýnt okkur aftur og aftur
í heldur en ekki óglæsilegu
geirvi, hainn stækkar undir lok-
in, því að innst inni er hann
maður, hefur aldnei, svo brost-
feldugur, sem hann þó er, látið
drengskap sinn falan . . . Mundi
hann ekki þarna sjáanlegur,
kjanni sögunnar?
Þýðing séra Sveins Víkings er
á lipru og eðlilegu máli, sem
feiluir vel að efninu. Myndir
eru í bókinni eftiir sænskan
teiknara, og frágangur allur
vandaður, nema hvað ekki hefur
þó verið hægt að komast hjá
línubrengli á einum tveimur
stöðum.
Þeir finna hvað feitt
er á stykkinu
Sverrir Kristjánssom og Tómas
Guðmundsson:
Mannlífsmyndir — Islenzkir ör-
Iagaþættir. Bókaútgáfan Fomi.
Félagsprentsmiðjan. Rvík. 1969.
Ég held ég hafi aðeina einu
sinni séð þá saman á götu hér
í bæniuim, Sverri Kristjá'nisson
sagnfræðing og Tómas skáld
Guðmundsson. Þeir voru niður-
sokkinir í samræður og tóku
ekki eftir mér, og ég lét þá af-
skiptalausa. En allt í einu datt
mér í hug: Þeir eru ekki líkir
í laginu, þessir menn, og trúlega
eru skoðanir þeirra á ýmsum
mikilvægum málum einnig meira
en lítið ólíkar, en samt hefur
auðsjáanlega tekizt með beim
góð samvinmia wm útgiálflu
tslenzkra örlagaþátta. Svona
eiga menin að vera!
Nú er komið út sjötta bindið
í þessum bókaflokki, og hygg
ég, að það spilli síður en svo
vinsældum hans. Þættimir í
þessu bindi eru sjö, og hefur
Sverrir skrifað fimm þeiirtra.
Sá af þáttum Sverris, sem
fyirst verðuir fyrir okkur, heitir
Draugamir á Breiðavaði. Þar
segir frá „reimleikum”, sem upp
komu á bæ í Austur-Húnavatns-
sýslu um miðja síðustu öld. Heim
ildir Sverris eru réttarhöld, sem
sýslumaður Húnvetninga hélt
yfir Jósef vinnumanni, sem
hafði virzt bjargvættur fólksins
á Breiðavaði og komið fyrir ein
um draugnum af öðrum. Er frá-
sögnin skilmerkileg, en einhvern
veginn vantar í hana þann anda,
sem svifa þarf yfir slíkri sögu,
— lesandinn þarf að halda, að
þama hafi gerzt yfirskilvitlegir
hlutir, en grunar fljótlega það,
sem fram kemur við játningu
Jósefs í réttairhöldunum. Annars
datt mér í hug að loknum lestri
það viðhorf við Þverárundrun-
um, sem fram kemuir í Lífið er
dásamlegt, eftir Jónas heitinn
Sveinsson læfeni, — þar sem í
ljós kemur að hann hyggur, að
daieinigiirinir tweir Ih/aifi igulggn/að tfyr
ir réttinum og játað sig seka,
þótt þeir væru það ekki.
Þá skrifar Sverrir þátt, sem
hann nefnir fslenzkur stúdent
og ást hans. Þar er fjallað um
Gísfla skáld Brymijóltflsisiom og
Ástríði biskupsdóttuir Thorder-
sen. Um ástir þeirira hefur áður
verið skrifað, em Sverrir hregð-
ur yfir efnið sérlegum blæ. Les
andinn sér Gísla, hinm unga og
dreymna sveimhuga í skini hins
rómantísba tíðaranda, sem alla
ævi þessa unga gáfumanns hafði
á honum svo sterk tök, að það
virðist beinlínis hafa staðið hon
um fyrir persónulegum þroska.
Annars er ekki sízt forvitnileg
í þessum þætti sú mynd, sem
Sverrir dregur upp af heims-
manninum Grími Thomsen, sem
dvelur um hríð á Bessastöðum
hjá foreldrum sínum og dregur
að sér skólasveinana eins og